Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 9 Erlend myndsjá KONUTÍMAR, LEIKFIMI OG DANSAR. ROKK - TJÚTT, BÚGÝ OG JIVE. 5 O e> C3 O (Ó s > s < w s 3 w z o Q ,HEVRDl“ Á MORGUN Birgitta, Inga, Dagný Björk, Ingibjörg, Adda, Ester. Ath. Nemendur fyrir áramót, endurnýjun skírteina er á morgun. Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar Afhending skírteina er á morgun fyrir Kópavog - Garðabæ - Seltjarnarnes - Gullsport - Tónabæ Sunnudaginn 6. janúar verður opnað nýtt stúdíó í Kópavogi að Smiðjuvegi 1, 2. hæð. Velkomin(n) í heimsókn milU kl. 13 og 17. Við kynnum Dagný Björk dcmkennari Sími 64-25-35. BAKARI NONDITOII Stúcfióóíóm S.n! 6*0 '60 INIIRNAIH>NA( IIMIIII. t L.Rsea^ wnno Q3w iwji NNido 3Air oo Aona ‘jj.nn - mxoh uvsNva Það dettur sjálfsagt engum í hug að skráningarvottorð þurfi til að geta ekið um á farartæki sem þessu en sú er hins vegar raunin. Svartklædd Palestinukonan er þarna að fara inn á Gazasvæðið og þurfti aö sýna sérstakt skráningaskírteini sem gefiö er út af ísraelskum yfirvöldum á vesturbakkanum og Gaza. Það virðist hafa verið í lagi. Aðferðir manna til að hindra stríð við Persaflóa eru misjaínar. Fred- eric D. Mac Mastee, 72 ára gamall Bandaríkjamaður, heidur þarna á dómsstefnu til Gorge Bush forseta. Master lögsótti Bush á fimmtudag í þeirri von að sá siðarnefndi yrði þannig neyddur til að fá samþykki bandaríska þingsins áður en hann héldi i stríð við Persaflóa. Sólin hefur hamast við að skína á undurfagra kroppana undanfarið þar sem þeir liðast um Copacabana-ströndina í Brasilíu. Hitinn hefur náð 40 stigum á Celcíus og því ráðlegast að hafa sem fæstar og minnstar flikur utan á sér. Þessi yngismær klæðist nýjustu baðfatatísku en þessi útfærsla hefur hlotið nafnið tannþráðurinn - og ekki af ástæðulausu. Símamyndir Reuter Þær eru fjarri góðu gamni, húsmæðurnar sem þurfa að versla í Tékkó- slóvakíu þessa dagana. Þessar voru að reyna að átta sig á verðinu á brauði á dögunum og víst að ekki hefur þeim litist á blikuna. Eftir að verð- lagning var gefin frjáls i Tékkóslóvakiu í upphafi árs urðu óhjákvæmilega töluverðar verðhækkanir og tvöfölduðust sumar matvörur í verði. Gamli hnefaleikakappinn Mohammad Ali eða Cassius Clay er ekki alveg horfinn af sjónvarsviðinu ennþá. Hann var í Indlandi á dögunum þar sem verið er að gera sjópnvarpsmynd um hefnaleikaferil hans. Þar hitti hann Mithun Chakraborty sem mun vera þekktur kvikmyndaleikari í Hollywodd þeirra Indverja sem nefnist Bollywood. Þessi franska stúlka hefur sett sér það takmark að hjóla umhverfis jörðina. Hún hjólar ekki í einum rykk heldur gefur sér góðan tíma á hverj- um stað. Myndin var tekin þegar hún hjólaði frá flugvellinum i Manila á Filippseyjum á fimmtudag. Hún ætl- ar að skoða sig þar um næstu tvo mánuði en heimsreisunni ætlar hún að Ijúka 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.