Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Kvikmyndir Varla hefur farið framhjá nein- um kvikmyndaáhugamanni hin mikla velgengni Walt Disney kvik- myndaversins undanfarin fimm ár. Það var einmitt um 1985 sem þeir félagar Michael Eisner og Jeffrey Katzenberg voru ráðnir yfirmenn kvikmyndaversins en þeir höfðu starfað áður hjá Paramount kvik- myndaverinu. Þeir hristu upp í stöðnuðu rekstrarfyrirkomulagi kvikmyndaversins og köstuðu fyr- ir borð flestum gömlu boðorðum Walt Disney heitins. Það var svo sannarlega orðin þörf á breytingum hjá Walt Disney kvikmyndaverinu. Það var þekkt fyrir að framleiða myndir sem voru gerðar „fyrir alla íjölskylduna“. Walt Disney stofnaði fyrirtækið 1920 og stjómaði því af mikilli rögg- semi meðan það óx og dafnaði þangað til hann lést árið 1966. Við andlát hans myndaðist tómarúm og svo virðist sem þeir stjórnendur sem tóku við hafi ekki fylgst með þeim þjóðfélagsbreytingum sem voru að gerast og trúðu því að gamla formúlan, sem Walt Disney hafði notað með góðum árangri, myndi gilda um ókomna tíð. Erfióleikar Árið 1976 var svo illa komið fyrir Disney kvikmyndaverinu að tekjur þess voru farnar að minnka milh ára. Þá var ákveðið að kynna „nýju Disney Ununa“ sem fólst í því að reynt var að höfða tU eldri og breið- ari aidurshóps. Þessi ákvörðun var m.a. tekin vegna þess að á sl. 20 árum hafði börnum á aldrinum 5-13 ára fækkað umffæp 6% eða úr 18,2% niður í 13,6%. Fyrstu myndimar í þessari nýju línu voru Peters Dragon, Freaky Friday og svo The Black Hole sem reyndist óhemju dýr og þar að auki mis- heppnuð. TU að kóróna allt saman var ósamkomulag milh hluthafa Walt Disney fyrirtækisins ásamt því að fjölmargir íjárglæframenn vildu eignast fyrirtækið. Stærsti eigandinn var Roy E. Disney, frændi Walt Disney. Það var ein- mitt hann sem bauð þeim Eisner og Katzenberg að koma til Disney. Myndir fyrir fullorðna Skömmu áður hafði Disney kvik- myndaverið stofnað annað fyrir- tæki sem bar nafnið Touchstone Pictures. Það átti að sjá um að framleiða myndir sem höfðuðu til eldri áhorfenda og vora yfirleitt bannaðar börnum því það þótti ekki rétt aö láta Walt Disney nafn- ið tengjast slíkum fullorðinsmynd- um. Fyrsta myndin sló í gegn en það var Splash og fjallaði um haf- mey sem verður ástfangin af ung- um pilti. Þeir félagar héldu áfram út frá þessum punkti og þróuðu nýja stíl í kvikmyndagerð sem leiddi af sér á næstu 5 árum topp- myndir á borð við Down and out in Beverly Hills, Ruthless People, Three Men and a Baby, Good Morning, Vietnam og svo síðast Pretty Woman. Þeir hafa ekki held- ur gleymt rótum Walt Disney sam- anber „teiknimyndina“ Who Framed Roger the Rabbitt og svo The Little Mermaid sem sýnd er þessa dagana í Bíóhöllinni. Nývinnubrögð En hvað gerðu þeir Katzenberg og Eisner til að ná þessum árangri? Þeir höfðu báðir hlotið ákveðna skólun hjá Paramount við gerð sjónvarpsþátta. Þar gilti að vinna hratt og vel og halda kostnaði niðri. Þeir heimfærðu þetta einfaldlega yfir á kvikmyndirnar. Það sem er svo sérstakt við myndir Walt Dis- ney og Touchstone fyrirtækjanna er að það eru tiltölulega óþekktir aðilar sem standa að baki gerð þeirra, þ.e. engir frægir leikstjórar, handritahöfundar og svo fram- vegis. Það hefur verið sagt að Katz- enberg sé alveg sama hver sé leik- stjórl svo framarlega sem hann viti hvað snýr fram og hvað snýr aftur á kvikmyndatökuvélinni. Walt Disney kvikmyndaverið ræður heldur aldrei stórstjörnur í aðalhlutverkin vegna þess hve þær krefjast hárra launa. Gott dæmi er þegar Walt Disney réðst í gerð myndarinnar Down and out in Be- verly Hills, sem var eitt af fyrstu verkefnum sem Katzenberg gaf grænt ljós á eftir að hann hóf störf hjá Disney. Katzenberg fékk þau Bette Midler, Richard Dreyfuss og • Nick Nolte í aðalhlutverkin. Allir þessir leikarar höfðu átt erfitt upp- dráttar þar sem fyrri myndir þeirra höíðu ekki gengið vel. Það var því hægt að fá þessa leikara á skikkan- Umsjón: Baldur Hjaltason legjim taxta. Myndin sló svo í gegn og kom þeim aftur upp á stjörnu- himininn. Handrit Sama gerðist með Three Men and a Baby. Þar gekk Katzenberg lengra og setti tvo leikara í aðal- hlutverkin sem höfðu aðallega unnið fyrir sjónvarp. Þar sem kvik- myndagerð og sjónvarpsþáttagerð er yfirleitt vel aðskilin hjá kvik- myndaverunum er mjög sjaldgæft að leikarar fái tækifæri til að reyna sig í báðum þessum miðlum. Tom Selleck hafði t.d. ekki leikið í einni einustu vinsælli kvikmynd áður en hann sló í gegn í áðurnefndri mynd. Að vísu eru til undantekningar eins og alltaf þarf til að sanna regl- una. Touchstone Films gerði Coc- tail með Tom Cruise í aðalhlut- verki. Þeir sem hafa séð þessa mynd eru ábyggilega sammála um að hún gekk bara út af andlitinu á Cruise. „Það er handritið sem skiptir mestu máli, ekki hverjir eru leikar- arnir eða hver sé leikstjórinn. Það eru ýmsir sem telja að ef þau Dust- in Hoffman, Sidney Pollack og Ela- ine May fáist til að vinna saman verði til Tootsie,“ hefur verið haft eftir einum af framkvæmdastjór- um Disney. Góðar hugmyndir „Við erum þeirrar skoðunar að ef hugmyndin er ekki góð og hand- ritið gallað sé náestum ómöglegt að gera góða mynd.“ Þetta atriði gerir Disney kvikmyndaverið dálítið frá- brugðið öðrum kvikmyndaveram. Orion kvikmyndaverið telur að það sé leikstjórinn sem allt snúist um. Ef Orion fær ekki „réttan" leik- stjóra þá vilja þeir ekki framleiða myndina. Warner kvikmyndaverið byggir hins vegar á stórstjörnum til að tryggja góða aðsókn. Góð handrit geta legið hjá þeim í nokk- ur ár vegna þess að kvikmyndaver- inu tókst ekki að tryggja réttan „stjörnupakka". Ef Walt Disney kvikmyndaverið ákveður að gera kvikmynd, þá er það gert og strax. Katzenberg leggur mikiö upp úr því að gera langtímasamninga í upphafi við hæfileikaríkt fólk. Hann gefur einnig mörgum þeirra fyrsta tækifæri til að takast á við gerð kvikmyndar í fullri lengd. Katzenberg hefur t.d gert samning viö Goldie Hawn um gerð 7 mynda og Bettie Midler um einar 6 mynd- ir. Þessir samningar eru einstakir nú til dags í Hollywood því þessar leikkonur geta ekki gert myndir fyrir aðra aðila á meðan. Hins veg- ar hefur Katzenberg einnig samið við leikara á borð við Tom Hanks og Tom Selleck á þann veg að þeir geta unnið fyrir aðra en verða þó að gera ákveðinn lágmarksfjölda af myndum fyrir Disney kvik- myndaverið. Framtíðin En hve lengi geta þeir félagar Eisner og Katzenberg notað sömu formúluna til að viðhalda veldi Di- sney kvikmyndaversins. Efniviður flestra mynda Disney hefur verið að grunni til sá sami en í ýmsum útgáfum. Þetta eru myndir í léttum tón sem skilja afskaplega lítið eftir þótt áhorfendur hafi af nokkurt stundargaman. Gott dæmi um svona myndir er einmitt Pretty Woman. Þetta eru myndir sem enda vel svo allir fara ánægðir helm. Kvikmyndagagnrýnandi New York Times tók svo sterkt til orða að vinnubrögð þeirra félaga takmörkuðu mjög listræna tján- ingu þeirra kvikmyndagerðar manna sem ynnu fyrir Disney. Þeir yrðu að gera myndir sínar með lág- markskostnaði og oft án þess að hafa aðgang að þeim bestu í faginu. Þeir Eisnér og Katzenberg eru ekki sammála og benda á að undir þeirra stjórn hafi verið gerðar myndir á borð viö Who framed Roger the Rabbitt, Dead Poets Soci- ety og svo Color of Money. Það er einnig staðreynd að þá félaga lang- ar til að fá til starfa þekkta leik- stjóra til að gefa Walt Disney nafn- inu meira listrænt yfirbragð. Það er sagt að Katzenberg fari ekki til New York án þess að heimsækja Woody Allen. Hingað til hefur hann ekki haft erindi sem erfiði því Allen framlengdi nýlega samning sinn við Orion. Hins vegar fékk Katzen- berg smásárauppbót þegar Disney keypti réttinn að New York stories sem er safn af nokkrum stuttum myndum eftir leikstjóra eins og Woody AUen, Martin Scorsese og svo Ford Coppola. En Disney virðist líka langa til að hefja framleiðslu stórmynda og gerði það raunar með Dick Tracy. Katzenberg undirritaði nýlega samning við nýtt fyrirtæki sem m.a. er að gera myndina The Stand með Sean Connery í aðalhluverki. Kannski þeim félögum takist einu sinn enn að snúa vörn í sókn og halda þannig nafni Walt Disney á lofti um ókomna framtíð. Helstu heimildir: Premier og Variety.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.