Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991.
33
KynntustíVín
Sigríður Ella segist alltaf sakna ís-
lands, fólksins, vinanna, fjölskyld-
unnar. Starfs síns vegna þarf hún
að ferðast talsvert og býr þá oftsinn-
is ein á hótelum á milli þess sem
æfingar eru stundaðar. „Maður gerir
ósjálfrátt meiri kröfur til þeirra hót-
ela sem ætlunin er að dveljast á og
jafnframt er auðveldara að skynja
og sakna allra þessara persónulegu
tengsla. í vinnunni á maður einungis
kunningja.“
Sigríður Ella og Simon Peter Vaug-
han kynntust í Vínarborg. „Náin
kynni tókust ekki fyrr en í Englandi
árið 1974 er ég kom þangað og var
að æfa fyrir tónleika sem halda átti
í Svíþjóð. Simon var að læra rúss-
nesku en hann er mikill málamaður,
lauk BA prófi í þýsku og frönsku frá
Cambridge áður en hann fór út í
sönginn. Þegar dóttir okkar fæddist
ákvað hann að leggja rússnesku á
hilluna og læra íslensku með bam-
inu og athuga hvort yrði fljótara til.
Hann furðaði sig alltaf jafnmikið á
hvernig sú litla gat fundið út mál-
fræðina. Simon las bækur og blöð
með hjálp orðabókar," segir Sigríð-
ur. „Það getur þó verið erfitt og mér
er.minnisstætt þegar hann las bókina
Punktur, punktur, komma, strik, eft-
ir Pétur Gunnarsson, að hann furð-
aði sig mikið á og gat ómöglega skil-
ið með hjálp orðabókarinnar setn-
inguna: Hún sat upp við dogg í rúm-
inu og drap tittlinga. Þessa setningu
fékk hann sem vonlegt er engan botn
í,“ segir Sigríður og kallar til Simons
að nú sé hún að segja frá reynslu
hans af Punktinum. Þau hjónin ræða
saman á íslensku og ekki virðast
tungumálaerfiðleikar vefjast fyrir
Simon núna.“
Samböndin sterkust
Þau Simon og Sigríður Ella eru
með umboðsmann í London og hafa
bæði haft í nógu að snúast, jafnt í
óperum sem tónleikum. „Svo fer
maður og syngur fyrir, það verður
að gerast," segir hún og bætir við að
samböndin géu þó stærsti þátturinn.
„Ef vel gengur í eitt skipti þá er
maður beðinn aftur. Ég hef til dæmis
sungið í beinni útsendingu í útvarp-
inu og vegna þess að það gekk vel
var ég beðin aftur.“
Þau hjónin hafa þó ekki sungið
mikið saman. Hér á landi hafa þau
sungið í Carmen, í Bretlandi í Caval-
leria Rusticana og Rakaranum frá
Seville og þar með er alit upptalið.
„Það eru ekki mörg hlutverk sem
þurfa á okkar röddum að halda sam-
an. Ég er messósópran og hann bass-
bariton. Einnig forðumst við að rök-
ræða söng því þá mundi allt fara í
bál og brand. Við tölum frekar um
barnauppeldið, gróðurinn og allt
milli himins og jarðar. Það kemur
þó fyrir að við syngjum saman
heima, jafnvel öll fjölskyldan, en það
er ekki oft.“
Má ekki vera feit
Sigríður Ella segir að það sem sé
erfiðast sé að halda sér alltaf í formi
varðandi útlitið og vera tilbúin hve-
nær sem er. „Núna er samkeppnin
orðin afar mikil varðandi það að líta
vel út. Maður getur ekki leyft sér að
vera feit og komast áfram sem söng-
kona. Söngkonur voru þannig í
gamla daga en nú er það ekki í tísku.
Bandarísk vinkona mín, Alexandra
Mark, er óhemju stór og feit en hefur
rödd sem gull. Hún hefur sungið í
öllum stóru húsunum og hefur mjög
mikla hæfileika. Nú vilja þeir hana
ekki lengur vegna þess að leikstjórar
og áhorfendur eru farnir að gera það
miklar kröfur til útlitsins. Maður
þarf að vera spengilegur og það
skiptir verulegu máh. Ef söngvarinn
hugar ekki að úthtinu er hann
Sigríður Ella Magnúsdóttir hefur náð góðum frama á söngbrautinni í Englandi. Veikindi í hálsi hafa þó gert það að verkum að hún hefur frekar reynt að
hajá það náðugt. Nú hefur hún náð sér að fullu.
gleymdur umsvifalaust."
Sigríði Ehu var boðið að koma til
Ástrahu í haust að syngja Dalelíu og
dvelja þar í fjóra mánuði. Hún segist
ekki hafa getað hugsað sér að vera
svo lengi frá fjölskyldunni. „Söngur-
inn skiptir mig miklu máh og ég er
vansæl ef ég fæ ekki að syngja en
börnin mín skipta hka miklu máli.
Þannig verður maður að velja og
hafna. Ég hef ahtaf samviskubit
vegna barnanna, að ég sé ekki nógu
góð móðir. Flestar þær konur sem
ég þekki og vinna úti hafa þessa
sömu tilfmningu. Ég veit ekki hvort
það er innbyggt móðureðh eða það
hvemig maður er alinn upp. Hins
vegar eldist ég með börnunum og
ævi söngvarans er ekki endalaus. Ég
vona þó að ég eigi eftir að halda
áfram að syngja,“ segir Sigríður Ella
Magnúsdóttir. „Það er alltaf fuht af
nýjum hlutum sem maður á eftir að
takast á við þó það verði ekki endi-
lega að sigra heiminn.'
-ELA