Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Utlönd írakar f allast loks á viðræður 9. janúar Aziz, utanríkisráðherra íraks, hef- ur fallist á boð Bandaríkjastjórnar um fund með James Baker, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í Genf í Sviss þann 9. janúar. Tilkynning um þetta kom frá Aziz síðla í gær en þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því George Bush gerði írökum það sem hann kallaöi lokatilboð um viðræður áður en frestur Sameinuðu þjóðanna til íraka um að hafa sig á brott frá Kúvæt rennur út þann 15. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem írakar fallast á ákveðna dagsótningu fyrir viðræður en þeir hafa áður margoft lýst yfir vilja til að leysa Persflóadeil- una við samningaborðið. Fram til þessa hafa allar ákvarðanir um dag- setningar snúist upp í málalenging- ar. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, hefur sagt að sinnaskipti íraka vekji upp nýja von um að deilan leysist án þess að til frekari blóðsúthellinga komi. Af hálfu Bandaríkjamanna hefur þó ekki verið kveðið fastar að orði. Aziz sagði í tilkynningu sinni að hann hefði tekið þessa ákvörðum með tilliti til almenningsálitsins og góðra siða í samskiptum þjóða en ógnanir af hálfu Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra hefðu engin áhrif haft á niðurstöðuna. Þó þykir ljóst að írakar hafi séð alvöru málsins enda hefur Bush ekki léð máls á að hvikað verði frá fyrri ákvörðunum um að þann 15. janúar renni úr frestur íraka til að fara frá Kúvæt. Eftir að Bush lagði fram lokatilboð sitt um viðræður hefur hann ítrekað þessa skoðun og í Bandaríkjunum hailast margir máls- metandi menn að því að Bandaríkja- mönnum sé nauðugur einn kostur að ráðast gegn írak ef þeir sinna ekki lokafrestinum. í Genf hefur verið upplýst að von sé á James Baker þangaö þriðjudag- inn 8. janúar, degi fyrir fundinn. Þetta var upplýst áður en nokkuð heyrðist frá Aziz. Samkvæmt þessum heimildum átti Baker að dvelja um einn sólarhring í Genf þannig að ekki er gert ráð fyrir að fundur þeirra verðilangur. Reuter Tyrkir hafa lagt hart að forráðamönnum NATO að efla flugflotann I landi þeirra til að verjast hugsanlegri árás iraka. Nú þegar er ákveðið að 28 herþotur af gerðinni Alpha verði með í flugflotanum sem fer til Tyrklands. Þoturnar eru úr þýska flughernum Luftwaffe, svo sem sjá má á mynd- inni. Luftwaffe hefur ekki komið nærri hernaðarátökum frá því i síðari heimsstyrjöldinni. Símamynd Reuter Mikið mannfall íSómalíu Uppreisnarmenn í Sómalíu segja að um 2000 ménn hafi fallið í átökun- um í höfuðborginni Mogadishu í síð- ustu viku. Þá er talið að í það minnsta 4000 þúsund manns hafi særst. Fréttir frá landinu hafa verið óljós- ar enda hafa uppreisnarmenn ekki ljáð máls á vopnahléi svo hægt verði að sinna þeim sem hafa orðið illa úti í átökunum. Erlendar hjálparstofn- anir hafa átt erfitt um vik og nú síð- ast uröu menn frá Rauða krossinum fyrir árás uppreisnarmanna. Enginn féll þó í því tilviki. Aö sögn upreisnarmanna eru öll sjúkarahús í höfuðborginni nú yfir- full og særðum og sjúkum hefur ver- ið komið fyrir í skólum og á hótelum. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda fallinna. í þeim efnum er að- eins byggt á áætlunum frá læknum sem starfa með liði uppreisnar- manna. Reuter John Major ætiar til Persaf lóans fyrir stríð John Major, forsætisráðherra Breta, ætlar að heimsækja heri Breta í Saudi-Arabíu í næstu viku. Hann verður því á spennusvæðinu nokkrum dögum áður en lokafrest- urinn, sem Sameinuðu þjóðimar hafa gefiö írökum til að hverfa frá Kúvæt, rennur út. í liði Breta við flóann eru nú um 34 þúsund hermenn. Bretar hafa gengið manna lengst fram í því hóta írökum með hernaði fari þeir ekki frá Kúvæt. Þó hafa menn merkt nokkurn mun á málflutningi Majors og Margrétar Thatcher í afstöðunni til íraka og þótt hann heldur mildari i orðum en járnfrú- in. Á fundi forsætisráðherra Evr- ópubandalagsins hefur Major vilj- að halda fast við að írökum verði settir úrslitakostir í deilunni. Frakkar hafa á hinn bóginn viljað fara hægar í sakirnar. Á fundinum var upplýst að hugmyndir Frakka um friðsamlega lausn á Persaflóa- deilunni miðuöu í fyrstu atrennu aðeins að því að írakar gæfu vil- yrði fyrir að fara frá Kúvæt án þess að nefndar væru dagsetningar í því sambandi. Major ítrekaði afstöðu Breta í nýlegu viðtali þar sem hann sagði að þeir vildu helst af öllu að deil- unni lyki án átaka en þó væru tak- mörk fyrir hve dýru verði ríki heims gætu keypt frið við íraka. Major hefur m.a. fagnað viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friðarviðræðum áður en lokafrest- urinn rennur út þann 15. janúar. Áætlað er að Major verði íjóra daga í fór sinni til Persaflóans og í leiðinni ætlar hann að koma viö í Egyptalandi og ræða þar við Mu- barak forseta. Breskir efnahags- sérfræðingar segja að þaö komi illa við efnahag landins ef Persaflóa- deilan dregst á langinn. Þeir segja að það þjóni því hagsmunum Breta best að semja um lausn á henni sem allra fyrst. Major ætlar þó að halda fyrri stefnu þótt versnadi efnahag- ur grafi stöðugt undan stjóm hans. Reuter Danskir smákökubakarar ótt- ast nú um hag sinn eflir aö sænska fyrirtækið Dana Foods keypti eina stærstu smáköku- verksmiðju Ðanmerkur. Svíarnir höfðu áður keypt Dana Foods og gert fyrirtækið að sínu en gerðu danska nafnið að aðalvörumerk- inu. Nú í byrjun árs hefur Bakka- gerðisbakariinu danska verið bætt í safnið. Það er sænska fyrir- tækið Hexagon sem stendur fyrir þessum kaupum. Með þessum síðustu kaupum eru Svíar nú orðnir helstu framleiðendur á dönskumsmákökum. Ritzau Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 2-3 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2.5-3 Allirnema Bb 6 mán. uppsögn 3.5-4 jb.Sb 12mán.uppsögn 4-5 ib 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 íb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema ib Innlánmeðsérkjörum 3-3,25 ib Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6,5-7 Ib.Lb Sterlingspund 12-12,5 Sb Vestur-þýskmörk 7-7,6 Sp Danskar krónur 8,5-9 Sp LITLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 12,25-13,75 ib Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupqengi Almenn skuldabréf 12.5-14.25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17.5 Allir nema ib Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Utlántilframleiðslu Ísl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11.0 ib.Bb Bandaríkjadalir 9.5-10 Allirnema Sb Sterlingspund 15-15,25 Sb Vestur-þýsk mörk 10-10.7 Sp Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir /21.0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. des. 90 13.2 Verðtr. des. 90 8.2 VlSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 2969 stig Lánskjaravisitala des. 2952 stig Byggingavísitala jan. 565 stig Byggingavisitala jan. 176.5 stig Framfærsluvisitala des. 148,6 stig Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,256 Einingabréf 2 2,847 Einingabréf 3 3,456 Skammtimabréf 1,765 Kjarabréf 5,156 Markbréf 2,747 Tekjubréf 2,039 Skyndibréf 1,535 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,524 Sjóðsbréf 2 1,791 Sjóðsbréf 3 1.753 Sjóðsbréf 4 1,508 Sjóðsbréf 5 1,057 Vaxtarbréf 1.7785 Valbréf 1,6670 islandsbréf 1.088 Fjórðungsbréf 1,063 Þingbréf 1,088 Öndvegisbréf 1,079 Sýslubréf 1,095 Reiðubréf 0 1,070 HLUTABRÉF. Solu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6.88 Eimskip 5.57 5,85 Flugleiðir 2.42 2.53 Hampiðjan 1.72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,83 Eignfél. Iðnaðarb. 1.89 1.98 Eignfél. Alþýðub. 1.38 1.45 Skagstrendingur hf. 4,00 4.20 Islandsbanki hf. 1.36 1.43 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Oliufélagið hf. 6.00 6,30 Grandi hf. 2.20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1.07 1.12 Skeljungur hf. 6.40 6,70 Ármannsfell hf. 2.35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1.28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3.43 3,60 Olis 2.00 2.10 Hlutabréfasjóður ViB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0.95 1,00 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.