Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Maður þarf ekki að sigra heiminn - segir Sigríður Ella Magniisdóttir óperusöngkona Fjölskyldan er samhent og Sigríður Ella segist alltaf eiga erfitt með að vera langdvöldum i burtu. Þess vegna hafnaði hún spennandi tilboði um að syngja í Ástralíu en þar hefði hún þurft að dvelja i fjóra mánuði. DV-mynd Gunnar V. Andrésson „Ég ætla að vera hér á landi fram í lök janúar en fjölskylda mín fer á morgun: Að þessu sinni kom ég heim til að syngja í Rigoletto. Það vildi þannig til að sýningin átti aö vera um jól en ég hafði ætlað að taka mér frí fram yfir áramótin. Það var mikil freisting að fá að koma hingað með fjölskylduna og vera hér yfir jól og áramót,“ segir Sigríður Ella Magnús- dóttir óperusöngkona, sem er stödd hér á landi til að syngja lítið hlutverk í Óperunni í Gamla bíói, sem fengið hefur mjög góða dóma. Sigríði finnst ekki koma að sök þó hún sé ekki í stóru hlutverki því hún þurfti ein- mitt á því að halda aö „spara“ rödd- ina. Sigríður varð fyrir því áfalli fyr- ir tveimur árum að fá vírus í annað raddbandið og hefur verið í læknis- meðferð og hjá raddþjálfara daglega vegna þess. Hún náði sér þó ótrúlega fljótt og segir að röddin sé orðin eins og hún var. „Mér þótti þó rétt að taka mér gott frí þó frí hafi það síðan ekki orðið,“ segir hún. Það eru fjögur ár síðar Sigríður Ella söng síðast í óperunni hér á landi en hún segist engu að síður koma með fjölskylduna hingað til lands einu sinni á ári og að minnsta kosti önnur hver jól. Sigríður Ella hefur verið búsett í Bretlandi, um fjórtán mílur frá London, síðastliðin ellefu ár. Þar rekur hún búgarð í sveitinni ásamt manni sínum, Simon Peter Vaughan. Garðyrkja er þeirra helsta búgrein og þá helst litlir tóm- atar og paprikur sem þau selja frá sér. Fjölskyldan er umhverfissinnuð og þó sérstaklega bömin, að sögn Sigríðar Ellu. Mikill áróður hefur verið í Bretlandi á undanfornum árum jafnt í blöðum sem sjónvarpi og er svo komiö að börnin neita aö fara með móður sinni út ef hún ætlar í pels. Sigríður Ella hlær að þessu en bætir við að breskar konur sjáist vart lengur í fínum pelsum. Fjöl- skyldan er frekar hliöholl græn- metisfæði og borðar einungis ljóst kjöt og fisk. Vildu snjó-fengu snjó „Þessum jólum ætluðum við að eyða hjá tengdaforeldrum mínum. Þegar ljóst varð að við myndum fara til íslands pöntuðu börnin snjó. Og svo sannarlega fengu þau ósk sína uppfyllta því að við ætluðum varla að komast frá Keflavíkurflugvelli fyrir snjókomu og skafrenningi," segir Sigríður Ella. Simon skaut inn i að þau hefðu ætlað að fara til Þing- valla á fimmtudag en ekki komist lengra en inn -í Mosfellsdal vegna skafrennings. „Ég hef aldrei séð svona á íslandi áður,“ segir hann. Bömin em ekki miklir Islendingar í sér en tala þó góða íslensku, eins og reyndar faðir þeirra líka. Hins vegar er Sigríður Ella mikill íslend- ingur og þegar hún er spurð hvort hún muni flytjast hingað aftur svar- ar hún: „Ég ætla að minnsta kosti að láta grafa mig hér.“ Tvíburamir, synir Sigríðar Ellu, eru harla ólíkir, annar ljós en hinn dökkur og hæðar- munurinn er allnokkur. „Við Diddú höfum nokkuð verið að bera tvíbur- ana okkar saman,“ segir Sigríður Ella en sem kunnugt er á Diddú tvær stúlkur. Þær em þó ekki nema rétt fimm ára en synir Sigríðar Ellu em orðnir ellefu ára. Hún segist hafa spurt þá hvort þeir ætli sér ekki að giftast íslenskum stúlkum. Og sVarið var: „Jú, ömgglega. Þær eru svo fall- egar.“ Hins vegar segist hún finna að þegar börnin hafi dvalið hér lengri tíma sakni þau vinanna heima. „Hér eiga þau enga vini, enda hafa þau alltaf dvalið svo stutt.“ íslenska „sumarhúsið" Þegar fjölskyldan kemur til íslands- á hún sér alltaf samastað. Sigríður Ella keypti lítið, gamalt hús við Þrastargötu fyrir íjórtán árum sem gegnir nú því hlutverki að vera „sumarhús" fjölskyldunnar. „Þegar ég keypti þetta hús var það að hruni komið,“ segir Sigríður. „Þá leit eng- inn við svona gömlu, enda fékkst það ódýrt. Faðir minn tók að sér að hreinsa allt úr því og byggja það upp aftur að innan. En það var brúðar- gjöfin til okkar. Þegar lítið hús brann hér í nágrenninu nokkrum ámm síð- ar fékk hann leyfi til aö byggja nýtt á lóðinni og þar búa foreldrar mínir ennþá. Faðir minn vann í Háskólan- um og því var staðurinn ákjósanleg- ur.“ Sigríður Ella þarf því ekki að hafa áhyggjur af litla húsinu þegar hún er heima í Englandi því að móð- ir hennar fylgist með úr gluggunum hjá sér. í litlu hlutverki „Það var einhvern tímann í nóv- ember sem Garðar Cortes hringdi tii mín og bauð mér að syngja í Rigo- letto. Það var erfitt að skipuleggja langt fram í tímann vegna aðstæðna í óperunni. Enginn vissi hvernig þeim málum myndi lykta. Ég hef sungið hlutverkið áður og kunni það vel. Hluta af því, kvartettinn, hef ég mjög oft sungið á tónleikum í Lon- don. Þetta er í rauninni eitt af þess- um „poppverkum", mjög vinsælt. Hlutverkið er pínulítið, ég kem ekki að fyrr en í fjórða þætti en þarf að vera allan tímann. Það er oft skrýtin tilfinning að sitja og bíða. Ég hef sagt að ég gæti farið í sjöbíó og verið kom- in aftur áður en að mínu hlutverki kemur. En það er ágætt að vera í litl- um hlutverkum líka,“ viðurkennir Sigríður Ella og bætir við aö hún fái sjaldan tækifæri til þess. Sigíður Ella er hvergi fastráðin söngkona. Hún hefur starfað víða, svo sem hjá Covent Garden í Lon- don, skosku óperunni, Opera North og segist væntanlega eiga eftir að starfa hjá þessum óperuhúsum áfram. Á síðasta ári starfaði hún mest í Wales þar sem hún söng Aidu á ensku í fyrsta skipti. „Það er erfitt að syngja á ensku," segir hún og skýrir það með því að hljóðin séu svo loðin. „Annars hef ég verið að syngja í Frakklandi, m.a. Carmen á frönsku sem ég var svolítið taugaspennt yfir þegar það rann upp fyrir mér hvar ég var stödd. Það gekk þó mjög vel. í rauninni var það tilviljun. Ég var að syngja verk með frönskum tenór en þannig stóð á að það var upp- færsla á Carmen nokkrum vikum seinna á listahátíð. Aðalsöngkonan, sem er rúmensk, forfallaðist. Þá hringdi þessi mótsöngvari minn í mig og bauð mér hlutverkið. Ég fór með tveggja daga fyrirvara.” Alltaf tilbúin Sigríður Ella segir að það geti vel verið spennandi að lenda óvænt í hringiðunni en jafnframt taki það mjög á forðabúriö. „Ég er afar oft svokölluð Cover, sem sagt á vakt til vara, og þarf alltaf að vera tilbúin. Það getur tekið mikið á,“ segir hún. „Maður er búinn að læra flest þess- ara verka og kann þau orðið vel en engu aö síður þarf að æfa sviðsetn- inguna. Fyrir barnakonu eins og mig er þannig starf mjög ákjósanlegt. Ég get sem sagt verið heima hjá mér.“ Söngkonan segist vera mikil móðir í sér eins og íslenskar konur eru. Börnin þrjú, dóttirin, sem er tólf ára, og tvíburarnir, hafa öll lært á hljóð- færi. „Þess vegna er svo mikið atriði fyrir okkur að vera í eigin húsi þegar við dveljum hér á landi. Þessi fjöl- skylda er mjög hávaðasöm,“ segir Sigríður og hlær. „Öll börn í Bret- landi fá tækifæri í skólunum til að læra á hljóðfæri. Dóttir mín spilaði lengi vel á fiðlu, annar sonurinn spil- ar á selló en hinn á trompet. Strax og nemendur geta spilað eru þeir settir í hljómsveit." Sterk fjölskyldutengsl Eiginmaður Sigríðar Ellu, Simon, er einnig söngvari og hann er að hefja æfingar fyrir Brúðkaup Figa- ros. „Börnin eru að byrja í skólanum og hann æfingar þannig að ég verð ein hér eftir. Að sumu leyti er það ágætt því ég þarf að læra mikið og gott að hafa næði til þess. Hins vegar er alltaf mikill söknuður þegar fjöl- skyldan tvístrast.“ Þrátt fyrir að Sigríður Ella muni fara af landinu í lok janúar vonast hún til að óperan haldi velh áfram. „Ung sönkona, Björk, hefur æft þetta hlutverk líka og ég vona að hún fái tækifæri. Hún er mjög góð,“ segir Sigríður Ella. Þessi þrautreynda söngkona er mjög hrifin af frammistöðu Diddúar. í óperunni. „Hún er sérlega góð í þessari óperu,“ segir Sigríður Ella. „Diddú hefur þann persónuleika að um leiö og hún birtist á sviðinu er eins og kvikni ljós. Hún er bæði góð söngkona og lifandi persóna." Þess má geta að Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, fer í lok janúar til Nor- egs þar sem hún mun syngja Sús- önnu í Brúðkaupi Figaros. Sigríður Ella er nokkuð ánægð með uppfærsluna á Rigoletto en telur þó að hún eigi eftir að batna enn frekar. „Fólk þarf að syngja sig saman en æfingatíminn var ekki langur. Miðað við allar aðstæður held ég að við megum vel við una og vera glöð. ís- lendingar eru kröfuharðir, vilja allt- af það besta.“ Óperan þarf að vera Sigríður Ella telur góðan grundvöll fyrir óperuhúsi hér á landi. „Það er furöulegt að ópera skuli ekki hafa verið komin hér fyrir lifandi löngu. Hér var kominn mjög góður kjarni með Guömundi Jónssyni, Þuríði Pálsdóttur, Kristni Hallssyni, Guð- rúnu Á. Símonar og síðar Magnúsi Jónssyni. Þau héldu uppi mjög líf- legu starfi en svo kom gat. Fólk eins og Svala Níelsen hefur aldrei fengið að njóta sín vegna þess að mínum dómi. Síðan koma þau Ólöf Kolbrún og Garðar ásamt ýmsum fleirum sem hafa byggt upp þessa óperu og það er sárt ef hún þarf að leggjast niður og síðah byija upp á nýtt aftur seinna. Það eru til margir ungir söngvarar og íjölmargir í námi og það er hér eins og annars staðar að margir ganga atvinnulausir. Það eru óskaplega fáir af þeim söngvurum sem starfa í bresku óperuhúsunum fastráðnir. Flestir eru með eitt til tvö hlutverk á ári og gera eittvað annað á milli. Það er enginn söngvari sem stekkur albúinn á svið.“ Sigríður Ella segir mun erfiðara fyrir unga söngvara að koma sér áfram nú en þegar hún steig fram á sjónarsviðið. „Þá voru þeir ekki svo margir," segir hún. „Það er mjög erfitt fyrir unga söngvara hér að fá fyrstu tækifærin. Þess vegna finnst mér ánægjulegt, það sem óperan er að gera núna, að hafa unga söngvara í minni hlutverkum og gefa þeim tækifæri til að komast á svið.“ Óstutt píanó Þegar Sigríður Ella er spurð hvort öðruvísi væri að syngja í óperu hér en t.d. í London svarar hún því ját- andi. „Húsið er lítið og fólki leyfist að syngja það sem ég kalla óstutt píanó. Maður getur sungið veika tóna sem heyrast um allt húsið en sem ekki væri hægt að leyfa sér á nokkrum öðrum stað. Ég reyni að gera það ekki en það er galli á sumum okkar söngvurum. En það er óskap- lega gott að koma hingað, maður þekkir alla og fólki þykir vænt hverju um annað. Allir vita að þetta er erfitt og enginn meö hnýtingar eða prímadonnustæla. í útlöndum er við- mótið kurteislegt en ópersónulegt og þegar á hólminn er kominn verður hver að sjá um sig. Á íslandi er okk- ur kennd hæverska og enginn má segja að hann sé góður og geti gert vel án þesp að það teljist. grobb. í útlöndum, þar sem söngvarar þekkj- ast ekki, verða þeir að standa fyrir sínu og vera góðir. Bretar eru annars sérfræðingar í að halda uppi sam- ræðum án þess að segja nokkuð per- sónulegt og ég var mjög lengi að venj- ast því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.