Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Sérstæd sakamál íkveikjan átti ad dylj a vegsummerkin Amanda með móður sinni, Susan. Það voru snögg viðbrögð mjólk- urpóstsins og hugrekki hans sem komu í veg fyrir að fjögurra ára gömul stúlka brynni inni svo það var greinilegt að sá sem lögreglan leitaði að var hættulegur og sveifst einskis. Michael Knowles var á ferð með mjólkurvagninn í Bedwell, útborg Stevenage í Hertfordshire á Bret- landi. Klukkan var um flmm að morgni þriöjudags en allt í einu fann hann greinilega reykjarlykt í mannlausu Colestræti. Þegar hann leit í kringum sig sá hann að reyk lagði út um glugga á efri hæð húss handan við götuna. Knowles vissi að í húsinu bjó frá- skilin kona, Susan Lawson, með flögurra ára gamalh dóttur sinni, Amöndu. Hann flýtti sér yflr göt- una, barði að dyrum og þegar eng- inn svaraði sparkaði hann upp hurðinni og hljóp upp stigann upp á efri hæðina. í svefnherberginu, sem var fullt af reyk, var rúmið í ljósum logum en þrátt fyrir eldhaflð sá hann að Susan Lawson lá í því nakin og bundin með snúru. Snúran var þegar brunnin í sundur á nokkrum stöðum svo það tók Knowles ekki langan tíma aö draga Susan út úr svefnherberginu og burt frá eldin- um en þá varð honum skyndilega ljóst að hún var látin fyrir nokkru. Barnið í reykhafinu Nú fór Knowles að svipast um eftir Amöndu. Aftur fór hann inn í reykkófið í svefnherberginu. Þar var litlu stúlkuna hvergi að sjá. Þá sá hann að dyr stóðu hálfopnar og þegar hann fór inn í herbergið kom hann að Amöndu í djúpum svefni. Hann greip hana og hljóp með hana út úr húsinu. Síðan barði hann að dyrum í næsta húsi. Þar var þegar hringt á slökkvilið og lögreglu og ekki leið á löngu þar til tekist hafði að slökkva eldinn. Brunnið lík Sus- an Lawson var síðan sent til skoð- unar hjá réttarlæknum. Lögreglan var ekki í miklum vafa um hvað gerst hafði þegar frum- rannsókn hafði farið fram. Allt benti til þess að Susan Lawson, sem var tuttugu og sex ára, hefði verið kæfð er snúru var vafið um háls hennar. Síðan virtist hún hafa ver- ið bundin við rúm sitt. Þá var ljóst aö hún hafði veriö með manni skömmu fyrir andlátið en hvort henni hafði verið nauögað eða hún hafði verið með honum af ftjálsum vilja var ekki hægt aö segja á þessu stigi málsins. Nágrannarnir gátu ekki gefið neinar upplýsingar sem leitt gátu til þess að lögreglan hefði uppi á morðingjanum sem hafði ekki að- eins skilið eftir sig lík heldur hafði einnig ætlað að svipta flögurra ára gamla stúlku lifinu. Þá fundust hvorki fingraför í húsinu né neinar aðrar vísbendingar um hver ódæð- ismaðurinn var. Haft var samband við fyrrver- andi eiginmann Susan en hánn hafði óhagganlega flarvistarsönn- un þessa nótt. Að vísu bjó hann skammt frá heimili mæðgnanna en hann hafði ekki séð eiginkonu sína fyrrverandi og dóttur í hálft ár. Hjónabandið hafði verið storma- samt en ljóst var að ekkert hatur var milh hans og Susan og varð ekki séð að hann hefði haft neina ástæðu til að vilja ráða eiginkon- una fyrrverandi af dögum. Undarleg beiðni Þótt ekki lægju fleiri upplýsingar fyrir er leið að hádegi þennan þriðjudag fékk lögreglan þó ábend- ingu áður en hann var hálfnaður. Um hádegisbilið komu á lögreglu- stöðina hjón, John og Rita Binney. Þau höfðu sérkennilega sögu að segja. Hjá þeim leigði þrjátíu og þriggja ára gamall maður, John Dickinson. Frásögn Johns Binney var á þessa leið: „Snemma í morgun kom John til okkar þar sem við vorum að drekka morgunkaffi. Hann settist hjá okkur og bað okkur um-aðstoð. Hann sagðist hafa verið úti um nóttina. Og nú var hann hræddur um að hann yrði grunaður um morð. Þess vegna bað hann okkur um að lofa sér því að segja að hann hefði verið heima alla nóttina ef svo færi að lögreglan færi að spyrjast fyrir um hann.“ Lögregluþjónamir hlustuðu með athygli á það sem John Binney hafði að segja. Hjá þeim vaknaði strax sú spurning hvernig John Dickinson heföi getað vitað að morð hafði verið framið því ekki hafði enn verið skýrt frá því opin- berlega hvað gerst hafði á heimili Lawsonmæðgnanna. Dickinson handtekinn John og Rita Binney voru þegar Michael Knowles mjólkurpóstur. sett í öryggisgæslu á lögreglustöð- inni því hætta var talin á að John Dickinson, væri hann sá seki, kynni að valda þeim flörtjóni. Fjór- ir lögregluþjónar voru síðan sendir að heimih þeirra og þegar þeir komu þangað var John Dickinson þar fyrir. Hann var þegar hand- tekinn. Þegar hann var kominn á lög- reglustöðina hófst yfir honum yfir- heyrsla: „Hvers vegna óskaðir þú eftir því að Binneyhjónin lýstu yfir því að þú hefðir verið heima í alla nótt?“ var fyrsta spurningin sem fyrir hann var lögð. ,,Ég var hræddur," svaraði hann. „Ég hef setið í fangelsi fyrir íkveikju og þess vegna var ég viss um að lögreglan myndi yfirheyra mig þegar rannsókn á brunanum hæfist." „Hvernig vissirðu að þaö var kveikt í húsinu? Það hafði enn'ekki verið skýrt frá því opinberlcga?" „Ég heyrði fólk ræða um það úti á götu.“ „Fyrir fótaferðartíma? Þú baðst John og Ritu Binney um að gefa þér fiarvistarsönnun meðan þau sátu yfir morgunverðinum.“ Saga Dickinsons Þegar hér var komið leit John Dickinson undarlega á rannsókn- arlögreglumennina en sagði svo: „Ég get ekki sagt ósatt. Þið verðið að trúa mér. Ég vil ekki fara í fang- elsi til æviloka. Ég ætlaöi ekki að drepa konuna." „Segðu okkur þá sannleikann," sagði einn rannsóknarlögreglu- mannanna. „Ég var úti í nótt og braust inn í kvennaskóla til að stela einhverju smávegis. Á eftir heimsótti ég frú Lawson af því hún hafði herbergi til leigu. Ég vildi ræða við hana um það. Hún bauö mér inn fyrir. Hún virtist eirðarlaus og skyndilega spurði hún mig hvort ég væri kvæntur. Ég sagðist vera það. Ég ætti tvö börn en við hjónin værum skihn að borði og sæng og hefðum verið það í flögur ár. Það leit út fyrir að hún væri glöð yfir að heyra svarið og svo spurði hún mig hvort ég vildi vera hjá henni um nóttina. Hún hefði ekki verið með manni í rúman mánuð. Dóttir hennar væri sofandi. Svo fórum við inn í svefnherbergið þar sem hún tók fram þvottasnúru og sagði að hún hefði ekki ánægju af kynlífi nema hún væri bundin.“ Það fór ekki hjá því að rannsókn- arlögreglmönnunum þremur sem við yfirheyrsluna voru fyndist sag- an vera orðin í ótrúlegra lagi. Þeir sáu líka að svitinn var farinn að renna niður andlitið á Dickinson. Hann hélt þó áfram og sagði að hann hefði gert eins og Susan Law- son hefði óskað. Á eftir hefði hann sofnað. „Þegar ég vaknaði sá ég að hún dró ekki lengur andann," hélt Dickinson áfram. „Þá tók ég á púls- inum og fann að hún var dáin. Ég lagði nokkur dagblöð undir rúmið, kveikti í þeim og fór út úr húsinu. Þið megið trúa því að ég var alveg búinn að. gleyma að í því var lítið barn.“ Kviðdómendur voru ekki í neinum vafa Ákæran á hendur John Dickin- son hljóðaði upp á morð, íkveikju og tilraun til að myrða lítið barn. í málflutningi sínum sagði full- trúi ákæruvaldsins meðal annars: „Ákærði braust inn í húsið, réðst á Susan Lawson og batt hana en nauðgaði síðan. Til þess að ekki kæmist upp um hann kveikti hann síðan í rúminu án þess að hugsa um htlu stúlkuna sem lá sofandi í herbeginu við hliðina. Hefði ekki komiö til snarræði og hugrekki mjólkurpóstsins hefði barnið einn- ig orðið fórnardýr Dickinsons." Þeirri spurningu var svo varpað fram hvernig ákærði hefði snemma á þriðjudagsmorgninum, áður en nokkuð birtist um morðið og íkveikjuna í dagblöðunum, getað vitaö um það. Skýringin hlyti að vera sú að hann væri sá seki. Þá var því haldið fram að sú skýring hans að hann hefði leitað til Susan Lawson um miðja nótt til að spyrja hana um herbergi sem hún hefði átt að hafa til leigu gæti ekki talist trúverðug. Þrátt fyrir tilraunir verjandans til að reyna að gefa skýringar á beiðni Johns Dickinsons við Bin- neyhjónin og óeðlilegum fram- burði hans við yfirheyrslur tók það kviðdómendur aðeins um fiörutíu mínútur að komast að niðurstöðu. Talsmaður þeirra lýsti því þá yfir að þeir fyndu hann sekan um öll ákæruatriðin. John Dickinson fékk lífstíöar- fangelsi fyrir morðið á Susan Law- son og íkveikjuna en jafnframt fimmtán ára fangelsi fyrir tilraun til að myrða Amöndu htlu. „Þú ert afar hættulegur samborg- urum þínum,“ sagði dómarinn. „Þess vegna verður ekki veitt heimild til að þú fáir frelsi á nýjan leik fyrr en eftir í það minnsta þrjá- tíu ár og þá því aðeins að fullvíst þyki að samfélaginu stafi ekki leng- ur hætta af þér.“ Amanda Lawson býr ný hjá ömmu sinni og afa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.