Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. 55 Reykjavík fyrr og nú Leifsstöð fyrri tíma Hér er enn ein myndin eftir hinn merka ljósmyndara, Magnús Ólafs- son, fengin að láni úr kverinu Reykjavík 200 ára. Þessi mynd Magnúsar mun vera tekin um 1914 en ári áður hafði verið hafist handa við gerð lokaðr- ar hafnar í Reykjavík og stóðu meginframkvæmdir þess verks fram til 1917. Fram aö þeim tíma höfðu bryggj- urnar norður af Hafnarstræti legið við opnu hafi þrátt fyrir margra áratuga kvartanir, kröfur og vangaveltur um lokaða höfn eða skipakví í Reykjavík. Gamla myndin sýnir því vel hvar gamla fjöruborðið var rétt sunnan við núverandi Tryggvagötu, áður en uppfyllingar og stórhýsi komu til sögunnar á þessum slóðum. Bryggjuhúsið Húsið, sem er lengst til hægri á báðum myndunum, er gamla Bryggjuhúsið. Það er því góð við- miðun þegar myndirnar eru born- ar saman. Bryggjuhúsið var reist arið 1863 af C.P.A. Koch útgerðar- manni en hann og meðeigandi hans að húsinu seldu það 1870 Samein- aða gufuskipafélaginu sem þá hafði á hendi siglingar til landsins. Nokkur helstu verslunarfyrir- tækin í bænum hafa síðan átt hús- ið. Fischersverslun eignaðist það árið 1880 og síðan eignaðist Duus- verslun húsið og bryggjuna árið 1904. Þá komst húsið í eigu heild- sölufyrirtækisins Nathan & Olsen árið 1927. Síðan þá hafa lengst af verið verslanir á jarðhæðinni, m.a. áfengisútsala um skeið og á seinni árum verslunin Álafoss. Bætt var við Bryggjuhúsið aö austanverðu árið 1908 og settir á það kvistir og turn á austurþak. Skemma hafði risið að austanverðu við húsið árið 1907. Tuttugu árum síðar var húsið hækkað og nokkru seinna, er skemman var einnig hækkuö, var þessum tveimur hús- um slegið saman í eitt. Er hafnarframkvæmdum var lokiö árið 1917 stóð til að rífa Bryggjuhúsið og framlengja Aðal- strætið norður í Tryggvagötu. Af þessum framkvæmdum varð þó ekki og stendur húsið enn á sínum stað. Hlið Reykjavíkur Lengst af var opinn undirgangur gegnum þvert Bryggjuhúsið frá bryggjunni og suður í norðurenda Aöalstrætis. Flestir þeir sem komu sjóleiðina til Reykjavíkur utan af landi eða frá útlöndum fóru um þetta veglega hiið bæjarins og í ganginn safnaðist gjaman hópur manna sem tók þar á móti vinum og vandamönnum eða þeirra sem einungis voru að leita frétta úr öðr- um landshlutum eða utan úr hin- um stóra heimi. Húsið var því nokkurs konar Leifsstöð nútímans. Ágúst Jósefsson og Bryggjuhúsið Hinn sómakæri prentari og al- þýðuflokksmaður, Ágúst Jósefs- son, bæjarfulltrúi og heilbrigðis- fulltrúi bæjarins í rúm þijátíu ár, lýsir þessu hlutverki Bryggjuhúss- ins á skemmtilegan hátt í bók sinni, 1 Ljósmynd: Magnús Ólafsson - Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar Mynd: Páll Stefánsson Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, en tilefnið var heim- koma hans frá Kaupmannahöfn árið 1905. Ágúst segir þar m.a.: „í Bryggjuhússganginum hitti ég nokkra kunningja frá fyrri árum, sem buðu mig velkominn heim. En bezti kunninginn þótti mér þó vera Bryggjuhúsið sjálft. í því húsi og á bryggjunni, sem það dró nafn af, hafði ég leikið mér þegar ég var lítm drengur, og þar hafði ég unnið fyrir daglegu brauði mínu frá því ég gat vettlingi valdið, og þekkti þar alla húsaskipun hátt og lágt. Mig langaði helzt til að ganga um allt húsið þegar í stað, og anda að mér hinum einkennilega þef, sem ævin- lega var í gömlum geymsluhúsun- um, þef af saltfiski, kornvöru, kryddvöru og víntunnum. Ég var í huganum þakklátur fyrir að fá að stíga fæti mínum inn í þetta hús á undan öðrum húsum í bænum. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Fyrir tilverknað seinni tíma manna hefur Bryggjuhúsið breytt svo um svip, að það er nær óþekkj- anlegt sjónum manna á mínum aldri. Þetta einkennilega gamla hús ber nú ekki lengur sitt foma nafn, heldur er það aðeins númer í gatna- kerfi borgarinnar, Vesturg. 2.“ Núllpunktur hús- númerakerfisins Þetta skrifaði Ágúst um Bryggju- húsið árið 1959 en nú má reyndar geta þess að fyrir örfáum árum kom einmitt sterklega til greina af hálfu borgaryfirvalda að færa Bryggjuhúsið nær uppmnalegu horfi þess og opna aftur undirgang- inn fræga þó auðvitað fengi hann aldrei aftur sitt forna hlutverk. Umkvartanir Ágústs yfir því að Bryggjuhúsið sé ekki lengur nefnt sínu gamla nafni leiöa hugann að öðru merku hlutverki hússins. Það hlutverk þess er enn í fullu gildi þó auðvitað fækki þeim sem vita af þessu veigamikla hlutverki. Vegna staðsetningar sinnar við enda Aðalstrætis, elstu götu Reykjavíkur, gegnir Bryggjuhúsið því lykilhlutverki að ákvarða götu- númer allra húsa höfuðborgar- svæðisins. Þannig em hús talin við tiltekna götu frá Bryggjuhúsinu - jafnar tölur á h'ægri hönd en odda- tölur á þá vinstri. Vedur Á morgun verður norðaustanátt, líklega nokkuð hvöss um norðvestanvert landið. Snjókoma eða élja- gangur á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi en víðast bjart veður sunnanlands. Frostlaust við suður- og austurströndina staðar. en frost víðast annars Akureyri slydduél 1 Egilsstaðir snjókoma i Hjaröarnes skýjaö 3 Galtarviti snjókoma -1 Keflavíkurflugvöllur skýjað 1 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 1 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavik skýjað 2 Vestmannaeyjar léttskýjað 4 Bergen skúr 2 Helsinki þokumóða 0 Kaupmannahöfn léttskýjað 5 Osló skýjað 2 Stokkhólmur þokumóða 2 Þórshöfn skýjað 6 Amsterdam skýjað 6 Barcelona mistur 12 Berlín skýjað 8 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt skýjaö 8 Glasgow skúr 7 Hamborg skýjað 7 London skúr 5 LosAngeles skúr 12 Lúxemborg skúr 5 Madrid mistur 6 Malaga skýjað 15 Mallorca skýjað 16 Montreal snjókoma -7 Nuuk alskýjað -9 Orlando alskýjað 18 Paris skýjað 7 Róm hálfskýjað 16 Valencia skýjað 13 Vín þokumóða 5 Wmnipeg skafrenning -19 Gengið Gengisskráning nr. 2. - 4.. janúar 1991 kl. 9.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,820 54,980 55,880 Pund 106,721 107,032 106,004 Kan. dollar 47,589 47,728 48,104 Dönsk kr. 9,5364 9,5642 9,5236 Norsk kr. 9^725 9,3999 9,3758 Sænsk kr. 9,7797 9,8082 9,7992 Fi. mark 15,1961 15,2405 15,2282 Fra.franki 10,8030 10,8346 10,8132 Belg. franki 1,7793 1,7845 1,7791 Sviss. franki 43,3582 43,4848 43,0757 Holl. gyllini 32,5197 32,6146 32,5926 Þýskt mark 36,6775 36,7845 36,7753 it. líra 0,04878 0,04893 0,04874 Aust. sch. 5,2135 5,2287 5,2266 Port. escudo 0,4112 0,4124 0,4122 Spá. peseti 0,5787 0,5804 0,5750 Jap.yen 0,41125 0,41245 0,41149 Irskt pund 97,983 98.269 97,748 SDR 78,3581 78,5868 78.8774 ECU 75,4789 75,6992 75,3821 Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 4. janúar seldust alls 9,089 tonn. Magn í Verðíkrónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,084 49,00 49,00 49,00 Keila 0,746 49,00 49,00 49,00 Langa 0,629 79,00 79.00 79,00 Lúða 0,109 516,38 420,00 560,00 Saltfiskur 0,155 203,35 200,00 205,00 Skata 0,090 20,00 120,00 120,00 Þorskur, sl. 6,994 27,81 70,00 137,00 Undirmál. 0,282 90,00 90,00 90,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 4. janúar seldust alls 7,260 tonn. Langa 0,350 51,00 51,00 51,00 Keila 0,050 21,00 21,00 21,00 Ýsa.ósl. 1,450 60,28 157,00 164,00 Undirmál. 0,060 21,00 121,00 121,00 Steinbítur 0,050 62,00 62,00 62,00 Þorskur, ósl. 5,300 03,60 89,00 121,00 !ÖLVDHAÍ|AKSTUR EINSTAKT A ISLANDI 96 BLAÐSIÐUR FYRIR KRONUR Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.