Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. 39 Allir í jólaskapi áEMS-mótinu - sniðugt mót á réttum tíma Úr leik Stjörnunnar og Vikings í 5. flokki kvenna. Þetta finnst blaðamönnum DV annsi undarleg „blokkering" hjá Stjörnustúlkunum en árangursrik, þrátt fyrir allt. Ekki þarf að segja frá hvar boltinn endaði! Dagana milli jóla og nýárs var haldið EMS-mót í samvinnu Pósts og síma og HSÍ. ÍR-ingar sáu um fram- kvæmd mótsins fyrir hönd HSÍ og var framkvæmdin þeim til sóma, bæði hvað varðaði dómara og um- sjón leikja almennt. Leikið var í 6. flokki karla og 5. flokki kvenna. Það vakti athygli DV-manna hve mörg lið höfðu tilkynnt þátttöku en mættu svo ekki þegar á hólminn var komið. Þetta er vítavert athæfi manna sem eru að vinna með höm- um. Ekki nóg með að þeir séu að svikja leikmenn úr eigin hði heldur líka krakka úr öðrum félögum sem áttu von á fleiri leikjum. Keppnin hófst á fimmtudeginum og var leikið flmmtudag, fostudag og Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson laugardag. Keppni var jöfn og spenn- andi og voru flestir leikjanna í jám- um. Það var þó fyrir mestu að allir voru í jólaskapi og að á svona móti skiptir þátttakan en ekki sigurinn máli. í 6. flokki karla var leikið í tveimur riðlum og vom A-hð í öðmm en B-lið í hinum. í keppni A-hða sigmðu KR-ingar og unnu þeir aha sína leiki og em mjög sterkir í þessum flokki. ÍR lenti í öðru sæti og vann aha sína leiki nema við KR. í þriðja sætinu var hð Stjörnunnar, í fjórða sæti Grótta og Fram rak lestina. í keppni B-höa sigraði lið Stjörnunnar úr Garðabæ, í öðra sæti urðu ÍR-ingar, Leiknir í því þriðja, KR í fjórða og Framarar ráku lestina eins og í A- hða keppninni. í 5. flokki kvenna mættu fleiri hð til keppni og voru hðin það mörg í A-liðum að keppt var í A- og B- úrsht- um en þaö fyrirkomulag er þekkt erlendis frá og þykir það eina rétta í þessum yngri aldursflokkum.. Það er skemmst frá aö segja að KR sigraði í A-úrshtum, ÍR varð í öðm sæti, Stjaman í þriðja og Víkingur í fjórða sæti og í B-úrshtum sigraði Grótta, Fram varð í öðm sæti, Fylkir í þriðja sæti og Leiknir rak lestina. í B-liða keppninni sigraði ÍR og Fram varð í öðru sæti og í C-liða keppninni sigraði ÍR. Hér skorar einn af hinum efnilegu leikmönnum ÍR úr hraðaupphlaupi í leik gegn Fram á EMS-mótinu um jólin. Það er greinilegt að með fleiri leikjum í þessum byrjendaflokkum karla og kvenna eykst tækni og hraði samfara því að liðin jafnast að getu sem gerir keppnina skemmtilegri fyrir vikið. Vörnin í fyrirrúmi i leik ÍR og KR i EMS-mótinu um jólin. Bæði þessi lið áttu nokkurri velgengni að fagna og er greinilegt að ágætt unglingastarf í þessum félögum er byrjað að bera árangur. Þessi friði hópur handboltakappa úr FH og Haukum úr Hafnarfiröi tók þátt i SS-mótinu sem fram fór fyrir skömmu. Mótiö fór fram í Kaplakrika og var að frumkvæði FH. Spiluðu þessir ungu kappar, sem voru alls 100, á þremur völlum samtimis og var glatt á hjalla. Hugmynd FH-inga með þessu móti er að ná I yngri drengi en áður hefur tiðkast. Eftir að mótinu lauk bauð SS öllum viðstöddum uppá SS-pylsur og svaladrykk. Auður Hermannsdóttir, hin efnilega stúlka frá Selfossi, er hér i baráttu við einn leikmann Svia og hafði betur þvi skömmu síðar lá knötturinn i netinu. Auður er tvimælalaust einn af framtíðarleikmönnum íslensks kvennahandknattleiks. Handbolti unglinga HAGVIRK Slalcur árangur Norðurlandamót stúlkna f. 7Þ1 og seinna var haldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika mhli jóla og nýárs. Ekki getum við íslendingar verið mjög stoltir af árangri okkar hðs og kom í ljós á þessu móti að við stöndum öðram Norðurlandaþjóð- um langt að baki í þessari íþrótt og það sem verra er að e.t.v. er munurinn enn að aukast. Nú er ráð að aðilar innan kvennahandbolt- ans setjist niður og skoði málin í nýju ljósi og geri eitthvað í málun- um í stað þess aö horfa á og láta innbyrðis deilur ráða ferðinni. Gústaf Bjömsson landsliðsþjálf- ari á greinilega verk fyrir höndum og er það vonandi að honum endist tími og þol th að gera þær breyting- ar á íslenskum kvennahandbolta sem þarf. Það er alveg ljóst að th þarf að koma átak, ekki bara hjá HSÍ, heldur kannski fyrst og fremst hjá félögunum, en HSÍ þarf náttúr- lega að móta hehdarstefnuna. Magnús Sigurðsson, Stjörnunni, er einn af mörgum efnilegum leikmönn- um 21 árs landsliðs íslands. Liðið tapaði fyrir Japönum en í það vant- aði marga leikmenn sem koma til með að verða lykilmenn í verkefnum liðsins á árinu. Ágætur leikur gegn Japan Landshð Islands skipað leik- mönnum 21 árs og yngri lék einn landsleik við A-landshð Japans fimmtudaginn 27. desember. Leikurinn var jafn og spennandi mestan hluta leiktímans og vom Japanir yfir í hálfleik, 6-9. Strax í seinni hálfleik komu okkar menn ákveðnir th leiks og náðu að jafna, 9-9, og komust um miðjan seinni hálfleikinn í 14-12. Japanir voru svo sterkari á lokasprettinum og endaði leikurinn með japönskum sigri, 16-18. Islensku strákarnir geta þrátt fyrir tap verið nokkuð ánægðir með sinn hlut í þessum leik því að í hðið vantaði marga lykilmenn og má fuhyrða að ef Gunnar Einars- son þjálfari hefði mátt beita þeim öhum heíði sigurinn orðið okkar megin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.