Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Vísnaþáttur Þegar slódin örðug er Seint í nóvembermánuöi síðast- liðnum barst mér bréf frá Ingvari Gíslasyni, fyrrv. alþingismanni, þar sem hann gerir grein fyrir til- urð stöku sem birtist í þætti sem bar fyrirsögnina: Stóðu öll vopn á vonum manns. Ég fékk leyfi hans til að birta þessa umsögn og nánari skýringar sem henni fylgja. Hann segir m.a.: „í vísnaþætti í DV laugardaginn 17. nóv. er birt vísa eftir Steingrím Davíðsson, skólastjóra á Blöndu- ósi, svohljóðandi: Tapist auður, tel ég lítilsvert, tapist vinir, þá er margt til baga. Dvíni traustið, bölið verður bert, bresti heiður, þín er glötuð saga. Ekki leynir sér að Steingrímur hef- ur þama að fyrirmynd vísu eftir danska 19. aldar skáldið og blaða- manninn Erik Bogh (f. 1822, d. 1899). Steingrímur hefur trúlega lært vísuna þegar hann var í Kenn- araskólanum í Reykjavík, en þar lauk hann kennaraprófi 1915. Vís- una er að finna í danskri lestrar- bók, sem þá var stuðst við í dönsk- ukennslu í skólanum. Frásögn í minningabók Kristjáns Sigurðs- sonar, kennara á Brúsastöðum í Vatnsdal (kennarapróf 1910), ber með sér að nemendur í Kennara- skólanum hafa eitthvað skemmt sér við að endurgera dönsku vís- una á íslensku. Kristjáni farast svo orð: „Eitt sinn var tekin upp sú ný- breytni að heita verðlaunum fyrir bestu þýðinguna á vísu eftir Erik Bogh, er var í danskri lesbók og á þessa leið: Tabes penge det er ikke vel, tabes venner det vil mindes længe. Tabes livet det er bagatel, tabes modet, da bor man sig hænge. Helgi Hjörvar gerði bestu þýðing- una, og er hún svo, og hygg ég rétt munað: Glatist fé og gull, það er mjög leitt, glatist vinir, þaö mun svíða lengi. Glatist lífið, gerir ekki neitt, glatist þrek er rétt, að hver sig hengi.“ En þá er að segja frá því, að við Guðmundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur og alþingismaður, gerð- um okkur það eitt sinn til gamans með alvarlegum þingstörfum 70-80 árum eftir að Helgi Hjörvar og Steingrímur Davíðsson og fleiri voru að fella vísukom þetta í ís- lenskt form, að reyna eitthvað svip- aö. Ég átti upptökin að þessu, þvi að ég datt af tilviljun ofan á fyrr- nefnda frásögn Krisfjáns Sigurðs- sonar og kenndi Guðmundi G. dönsku vísuna og bað hann að snara henni með mér. Endirinn varð sá að hvor setti saman sína gerð. Vísa mín er svona: Að missa auð sinn, það mörgu getur breytt. Vísnaþáttur Að missa vini, þá löng er hugar- kvölin. Að missa lífið, það mælist ekki neitt. Að missa þorið, er snaran eina völin. Guðmundur G. Þórarinsson leysti dæmið á eftirfarandi hátt: Þótt glatist fé má gera bót, geymast vinamissir hlýtur. Glatist líf ég hirði ei hót, en hengi mig, ef kjarkinn þrýtur. Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Tindum á Skarðsströnd, var hag- mæltur vel og fljótur að kasta fram stökum. Það var einhveiju sinni, er hann sat að teiti með nokkrum kunningjum, að einum þeirra fannst ástæða til að segja: „Þetta er nú orðinn fullmikill. leirburður hjá þér, Gvendur". Guðmundur svaraði að bragði: Vísan var í gamni gerð, gáðu að því, maður. Hún er hka lítilsverð og leirinn óharðnaður. Þorbjöm Bjömsson (þorskabítur) gerir greinarmun á hagmælsku ög skáldskap, eöa svo skil ég eftirfar- andi stöku hans: Að smíða úr efni svo í stuðlum standi ei stór er list, þó margur dáist að, en skapa efni er öllu meiri vandi og enginn nema skáldið getur það. Óskar Aðalsteinn, vitavörður og skáld, orti til skáldagyðjunnar: Oft ég rölti á þinn fund, orti ljóð af munni - hef víst marga stolna stund frá starfi á samvizkunni. Ásgrímur Kristinsson, fyrrum bóndi í Ásbrekku í Vatnsdal, leitaði til stökunnar þegar á móti blés:' Þegar slóðin örðug er og engar bjóðast lendur alltaf ljóðið yljar mér eins og móðurhendur. Og Bjami Guðmundsson frá Hjaltabakka tekur í sama streng: Mörg þér verði stundin stytt, stökur myndi gaman. Harpa vors og hjarta þitt hugljúft vinni saman. Hjálmar Þorsteinsson, bóndi á Hofi á Kjalarnesi, gerir vissar kröfur til vísnagerðarmanna: Talaðu íslenzkt erfðamál ef þú gerir bögu, hún á aö geyma hjarta og sál - heila ævisögu. En oft var viö ramman reip að draga, eins og fram kemur í stöku Kristjáns Samsonarsonar frá Bugðustöðum í Dölum: Vísan færði engum auð, aðeins stundargaman. Hagmælskan og höndin snauð héldu löngum saman. En ég hygg það sé til heilla best hagyrðingum öllum áð hafa orð Lilju Gottskálksdóttur, húsfreyju í Syðri-Hofdölum í Skagafirði, að leiðarljósi á því ári sem í hönd fer: Kveð ég ljóðin kát og hress, kvíði ei hnjóði í orðum, fyrst að góður guð til þess gaf mér hljóðin forðum. Torfi Jónsson Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, á neðangreindum tíma Skeiðarás 3, Garðakaupstað, þingl. eig. Raíboði hf., þriðjudagmn 8. janúar nk. kl. 14.35. Uppboðsbeiðendur eru Kristján Ólafsson hdl., Landsbanki íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Bjamastaðavör 8, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Hjördís Ámadóttir, mið- vikudaginn 9. janúar nk. kl. 14.20. Uppboðsbeiðandi er Eggert Ólafsson hdL____j___________________________ Breiðvangur 30, l.h.a., Hafharfirði, þingl. eig. Eyjólfur Agnarsson en tal. eig. Sigurður T. Guðmundsson, mið- vikudaginn 9. janúar nk. kl. 14.25. Uppboðsbeiðendur em Innheimta rík- issjóðs og Veðdeild Landsbanka Is- lands. Hverfisgata 37, l.h., Haínarfirði, þingl. eig. Erlingur Kristjánsson en tal. eig. Hilmar Ásgeirsson, miðvikudaginn 9. janúar nk. kl. 14.30. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaldheimtan í Hafiiarfirði og Gjaldheimtan í Reykjavík. Langitangi 1, Mosfellsbæ, þingl. eig. Holtadekk hf., miðvikudaginn 9. jan- úar nk. kl. 14.35. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Á. Jónsson hdl., Magnús H. Magnússon hdl., Ólöf Finnsdóttir lögír. og Öm Höskuldsson hrl. Hnotuberg 11, Haínarfirði, þingl. eig. Magnea A. Sigurðardóttir/Sigurður Bjama, fimmtudaginn 10. janúar nk. kí. 14.25. Uppboðsbeiðandi er Eggert Ólafeson hdl. Þemunes 9, Garðabæ, þingl. eig. Jó- hannes Georgsson, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.45. Uppboðsbeiðend- ur em Ingvar Bjömsson hdl., Inn- heimta ríkissjóðs, Pétur Kjerúlf hdl., Sigríður Thorlacius hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafn- arfirði, á neðangreindum tíma Stekkjarkinn 17, Hafnarfirði, þingl. eig. Jónas Guðvarðarson/Halldóra Guðmundsd. en tal. eig. Hans Kristj- ánsson/Kristín Kr., þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.25. Uppboðsbeiðend- ur em Ámi Grétar Finnsson hrl., Ásbjöm Jónsson hd]., Ásgeir Thor- oddsen hrl, Guðjón Armann Jónsson hdl., Hróbjartur Jónatansson hdl., Innheimta ríkissjóðs, Jón Þóroddsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands og Þorsteinn Einarsson hdl. Lindarflöt 36, Garðakaupstað, þingl. eig. Guðlaug N. Ólafsdóttir/Eggert A. Magnússon, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Eiríksson hdl. Víðir, Mosfellsbæ, þingl. eig. Eygerð- ur Ingimundardóttir en tal. eig. Kristj- án Oláfsson, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.35. Uppboðsbeiðendur em Bjöm Ólaíur Hallgrímsson hdl., Halldór Þ. Birgisson hdl., Innheimta ríkissjóðs, Jón Ingólfsson hdl., Veð- deild Landsbanka íslands og Öm Höskuldsson hrl. Skerjabraut 7 A, Seltjamamesi, þingl. eig. Sveinn Guðmundsson/Anna Er- lendsdóttir, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.40. Uppboðsbeiðendur em Egg- ert Ólafsson hdl., öjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón Á. Jónsson hdl., Jónas Guðmundsson lögfr. og Sigríð- ur Thorlacius hdl. Sunnuhvoll A, 201. Seltjamamesi. þingl. eig. Guðmundur Magnússon, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Eggert Ólafe- son hdl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Dvergholt 22, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ámi Andersen, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 13.50. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Ólafur Axels- son hrl. Bugðutangi 14, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurgeir Ámason, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Arkarholt 14, 1/6 hluti, Mosfellsbæ, þingl. eig. Anna Þorsteinsdóttir, þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Axelsson hrl. Mb. Þórhildur HF 206, Hafharfirði, þingl. eig. Þórður Þórðarson, þriðju- daginn 8. janúar nk. kl. 15.20. Upp- boðsbeiðendur em Byggðastofnun, Eggert _ Ólafeson hdl. og Fiskveiða- sjóður íslands. Lyngás 20, Garðakaupstað, þingl. eig. Silfurtún hf., miðvikudaginn 9. janúar nk. kl. 13.20. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Garðabæ og Iðnþró- unarsjóður. Litlabæjarvör 4, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Guðni Pálsson og Guðríður Tómasdóttir, miðvikudaginn 9. janúar nk. kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Garðabæ, Guðjón Á. Jónsson hdl., íslandsbanki hf., lög- fræðideild, og Ólöf Finnsdóttir lögfr. Marargrund 2, Garðakaupstað, þingl. eig. Vilhjálmur Ólafeson, miðvikudag- inn 9. janúar nk. kl. 13.35. Uppboðs- beiðendur em Ásgeir Thoroddsen hrl., Eggert Ólafeson hdl., Gjaldheimtan í Garðabæ, Guðmundur Pétursson hdl., Innheimta ríkissjóðs, Jón Eiríksson hdl., Jón G. Briem hdl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Miðbraut 4, 2.h.h, Seltjamamesi, þingl. eig. Pálína Sigurðardóttir, mið- vikudaginn 9. janúar nk. kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Baldur Guð- laugsson hrl. Álfaskeið 86, 3.h., Hafnarfirði, þingl. eig. Hjalti Einarsson en tal. eig. Krist- ín Jónatans/Sig. T. Sigurðs, miðviku- daginn 9. janúar nk. kl. 13.50. Upp- boðsbeiðendur em Friðjón Öm Frið- jónsson hdl., Gjaldheimtan í Hafhar- firði, íslandsbanki hf., lögfræðideild, og Veðdeild Landsbanka Islands. Víðihvammur 1, 2.h., Hafnarfirði, þingl. eig. Adolf Adolfsson, miðviku- daginn 9. janúar nk. kl. 13.55. Upp- boðsbeiðandi er Pétur Kjerúlf hdl. Hjallabraut 17,3.h., Hafiiarfirði, þingl. eig. Sigríður Þorleifsdóttir, miðviku- daginn 9. janúar nk. kl. 14.00. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Hafn- arfirði. Smyrlahraun 24, l.h., Hafharfirði, þingl. eig. Sigurður S. Ketilsson/Guð- rún Hjálmarsd., miðvikudaginn 9. jan- úar nk. kl. 14.05. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. Brattakinn 6, e.h., Hafharfirði, þingl. eig. Hjördís Jóna Sigvaldadóttir, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 13.20. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Hafnarfirði. Hringbraut 11, e.h., Hafnarfirði, þingl. eig. Þorvaldur J. Kristinsson, fimmtu- daginn 10. janúar nk. kl. 13.35. Upp- boðsbeiðendur em Guðjón Á. Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Lækjargata 22-30, Hafnarfirði, þingl. eig. Raftækjaverksmiðjan h£, fimmtu- daginn 10. janúar nk. kl. 13.50. Upp- boðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hrl., Gjaldheimtan í Hafharfirði, Iðn- lánasjóður, Innheimta ríkissjóðs, Klemenz Eggertsson hdl., Magnús M. Norðdahl hdl., Ólafur Gústafsson hrl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Sléttahraun 26, 2.h.v„ Hafiiarfirði, þingl. eig. Guðmundur Bergþórsson, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 13.55. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Veðdeild Landsbanka Is- lands. Helgaland 10, Mosfellsbæ, þingl. eig. Fríður Helga Hannesdóttir, fimmtu- daginn 10. janúar nk. kl. 14.05. Upp- boðsbeiðendur em Innheimta ríkis- sjóðs og Öm Höskuldsson hrl. Bæjarhraun 16, Hafharfirði, þingl. eig. Gissur og Pálmi sf„ fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Hafnaríírði. Engimýri 10, Garðakaupstað, þingl. eig. Valdís Kristinsdóttir/Hákon Giss- urarson, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Garðabæ og Inn- heimta ríkissjóðs. Eyland, Garðakaupstað, þingl. eig. Dánarbú Sigurðar Hannessonar, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.20. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðabæ. Hjallabraut 70, Hafiiarfirði, þingl. eig. Kristinn Sigmarsson, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.25. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Á. Jónsson hdl. Ljósaberg 20, Hafnarfirði, þingl. eig. Böðvar Hermannsson, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 14.35. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Hafharfirði og Veðdeild Landsbanka Islands. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. SÝSLUMAflURINN í KJÓSARSÝSLU. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum Hjallahraun 2, Hafiiarfh-ði, þingl. eig. Börkur hf/Þórarinn Jónsson en tal. eig. Pólaris hf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. janúar nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Axel Kristjánsson hrl„ Bjöm Jónsson hdl„ Gjaldheimtan í Hafiiarfirði, Iðnlána- sjóður, _ Iðnþróunarsjóður/Elfar Rúnarss., Islandsbanki hf„ lögfræði- deild, Sigríður Thorlacius hdl„ Tómas Þorvaldsson hdl. og Þorsteinn Einars- son hdl. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. • SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.