Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. 41 ið að líkami með lifandi hjarta sé ekki dauður. Munur á dauða manns og dauða líkama hans Umræða um dauðann hefur að undanfömu einkennst af því að láöst hefur að gera greinarmun á dauða manns og dauða mannslíkama. Vegna þessa hafa margir, þar á með- al ýmsir fræðimenn sem um málið hafa fjallað, falhð í þá gryfju að segja að þegar manneskjan sé látin þá sé líkami hennar lík. Þetta teljum við að sé ekki rétt, því að greinarmunur þeirra á lifandi manneskju og dauöu líki er ekki tæmandi. Án þess að reynt sé að móta full- komna skilgreiningu er hægt að segja að líkami sé lifandi á meðan kerfisbundin starfsemi líffæra hans sé enn til staðar. Þegar algjört heila- drep - og jafnvel heilastofnsdrep - á sér stað er rétt að segja að kerfis- bundin starfsemi líffæra manns sé verulega skert (og stöðvun hennar yfirvofandi), en hún er ekki endilega úr sögunni. Heilinn, og sérstaklega heilastofninn, er mikilvæg stjórnstöð líkamsstarfseminnar, en þótt hann sé hættur að starfa, ber hringrás blóðsins áfram með sér boð milli líf- færa, og meðan hjartastarfsemi fer fram er kerfisbundin starfsemi ýmissa líffæra til staðar. Hér verður því að horfast í augu við þá staðreynd að þótt algjört heiladrep feli í sér að öll sálarstarfsemi sé úr sögunni og manneskjan því skilin við þá felur það ekki í sér dauða líkamans. Hér verður því að greina á milli tveggja hugtaka um líkamlegan dauða: dauða manneskjunnar, sem sam- svarar algjöru heiladrepi, og dauða mannslíkamans, sem samsvarar endanlegri stöðvun kerfisbundinnar starfsemi líffæra. (í þessu felst að við höfnum þeirri skoðun að skilgrein- ing dauða sem miðar við „Sálarstarf- semi“ eða „sálarlíf ‘ manns sé hafin yfir líffræðilega eða læknisfræðilega mælikvarða, eins og stundum er haldið fram (sjá ofannefnda bók Lambs, 5. kafla). í okkar umfjöllun er lykilstarfsemin starfsemi heilans og hún er talin vera það vegna tengsla hennar við sálarlifið. Viðhvorthug- takið skal miða? í framhaldi af þessu þarf að spyija: Við hvort hugtakið ber að miða þegar úrskurða skal mann látinn? Hvenær er við hæfi að kveðja hinn látna og veita honum nábjargirnar? Hvenær er réttlætanlegt að fjarlægja úr hon- um lífsnauðsynlegt líffæri, ef það stendur til? Hvenær má búa hann til greftrunar? Við þessum spurningum eru mis- munandi svör. Við teljum tvímæla- laust rétt að úrskurða mann látinn þegar öll sálarstarfsemi er endanlega hætt, það er við algjört heiladrep. Manneskjan er látin, jafnvel þótt lík- ami hennar sé enn með lífsmarki. Það er rétt og eðlilegt að ættingjar kveðji hana á þessari stund - því að „sálin er farin úr líkamanum" - og raunar er það rangt gagnvart þeim að láta sem svo að manneskjan sé ekki dáin. Aftur á móti er ekki viö hæfi að fara með lifandi líkama eins og lík, til dæmis búa hann til greftr- unar fyrr en kerfisbundin starfsemi líffæra er úr sögunni. Góðar ástæður geta verið til þess að halda líkama á lífi um stund eftir að manneskjan er látin, til að mynda í því skyni að bjarga lífi ófædds bams með keisara- skurði. (í slíkum tilvikum hefur ver- ið talað um „ventilated corpse“ móð- urinnar, en það felur í sér áðurnefnd- an hugtakarugling, því líkami móð- urinnar er ekki dautt lík þótt hún sé látin.) Einnig er það stundum æski- legt vegna líffæraígræðslu. En oftast nær er ekki ástæöa til þess að viðhalda lífi í líkamanum eftir að manneskjan deyr, enda felur það í sér óvirðingu við manneskjuna að halda slíkum líkama á lífi án rétt- mætrar ástæðu. Af ýmsum ástæðum er víða tahð æskilegt að hafa til viðmiðunar lög- bundna skilgreiningu á dauðanum. Nú er til umfjöllunar fmmvarp til laga um ákvörðun dauða, en hingað til hefur ekki verið kveðið á um það í landslögum. í frumvarpinu segir í 2. grein: Maður telst vera látinn þegar öll heilastarfsemi hans er hætt og engin ráð era til að heilinn starfi á ný. Af framansögðu er Ijóst að við tökum undir þessa grein. Hér er miðað við algjört heiladrep sem hefur í för með sér að sálariíf manneskjunnar er fyllilega og endanlega slokknað. Sambærilegar skilgreiningar, sem gera ráð fyrir starfsemi heilans sem lykilstarfsemi lífsins, hafa veriðlög- leiddar víða um heim. Þýðing þessarar skilgreiningar er þó bundin þeim reglum sem settar eru um skilmerki heiladreps og að- ferðir til þess að greina hvenær það hefur átt sér stað. Um skilmerki heiladreps hafa lagafrumvarpið og fylgiskjal þess tvennt að segja. í fyrstu málsgrein 3. greinar frum- varpsins segir: Staðfesta má dauða manns ef hjartsláttur og öndun hafa stöðv- ast svo lengi að öll heilastarfsemi er hætt. í fylgiskjali með frumvarpinu segir síöan: í langflestum tilfellum má ákvarða dauða samkvæmt þessu ákvæði. Með skoðun (hlustun, þreifingu slagæðar, hjartariti) er staðfest að öndun og hjartsláttur hafi stöðvast. Venjulega stöðvast öll heilastarfsemi um það bil 20 mínútum eftir að hjartað hættir að slá. Hér er miðað við hin gömlu skil- merki til staðfestingar dauða, þótt nýrri skilgreiningu sé beitt. í fylgi- skjalinu er þó ekki fyllilega ljóst við hvaða aðstæður sé rétt að nota hin gömlu skilmerki við greiningu heila- dreps. Þetta mætti skýra betur í fylgi- skjah fmmvarpsins. I annarri málsgrein 3. greinar frumvarpsins stendur þetta: Hafi öndun og hjartastarfsemi verið haldið við með vélrænum hætti skal ákvörðun um dauöa byggjast á þvi að skoðun leiði í ljós að öll heilastarfsemi sé hætt. í fylgiskjalinu em taldir upp grein- ingarþættir sem ber að nota til stað- festingar dauða samkvæmt þessari málsgrein. Þeir eru: algjört meðvit- undarleysi, stöðvun sjálfkrafa önd- unar, „flatt" heilarit, og að tiltekin taugaviðbrögð fáist ekki. (Sjáaldurs- viðbragð, hornhimnuviðbragð, augnhlustarviðbragð, kokviðbragð og viðbragð við sársaukaáreiti í and- liti eða úthmum. Auk þessa em viss skilyrði sett um það hvenær þessir greiningarþættir geta tahst fuhnægj- andi.) Til viðbótar þessu er krafist að röntgenmyndir af hehaæðum séu teknar í öhum vafatilvikum og ahtaf þegar nema skal brott líffæri úr við- komandi sjúklingi til ígræðslu. Við þetta er tvennt að athuga. i fyrsta lagi er siðferðilega rétt að gæta ýtrustu varúðar í öhum tilvikum. í öðm lagi virðist okkur að þeir grein- ingarþættir, sem upp eru taldir, nægi saman th þess að staðfesta að öll starfsemi heilans sé hætt en vart til þess að staðfesta óyggjandi að hún sé óafturkræf. Algjört heiladrep þýð- ir í raun að starfsemi heilans sé end- anlega hætt vegna skorts á blóðflæði til heilans. Æðamyndataka af hehan- um (cerebral angiography) sýnir ótvírætt hvort blóðflæði sé um heil- ann eða ekki. Þess vegna teljum við að æðamyndataka eða hugsanlega aðrar nýjar aðferðir, sem geta ótví- rætt skorið úr um þetta, séu nauð- synlegar í öhum þeim tilfehum þar sem dauði er staðfestur með heila- drepsskilmerkjum. (í Forskrifter om dodsdefinisjonen i relasjon th lov nr. 6 av 9. februar 1973 í Noregi er eftir- farandi einmitt krafist sem ófrávíkj- anlegs skilmerkis um algjört heila- drep: „opphevet blodtilforsel til hjemen pávist ved cerebral angio- grafi (dvs. rontgenfotografering av hodet etter insproytning af kontrast i halspulsárene)“.) í 4. grein frumvarpsins segir: Hehbrigðisráðherra skal setja reglur um það hvaða rannsókn- um skuh beita th þess að ganga úr skugga um að öh hehastarf- semi sé hætt. Reglur þessar skulu vera í samræmi við tiltæka lækn- isfræðhega þekkingu á hveijum tíma. Það er óneitanlega æskilegt, jafnvel nauðsynlegt, að endurskoða þessar reglur með vissu mihibili í ljósi þeirra öru breytinga sem eiga sér stað á sviði læknisfræði. Hér er þó um að ræða margþætt og viðkvæmt mál sem hefur bæði tæknhegar, sið- fræðhegar og guðfræðilegar hhðar. Nauðsynlegt að endurskoða Þess vegna teljum við mikhvægt að setja á laggimar fastanefnd sem heföi það hlutverk að fylgjast með framvindu mála á þessu sviði og gera thlögur um nauðsynlegar breytingar á reglugerð. í slíkri nefnd, sem væri á vegum heilbrigiðsráðuneytis, ættu að sitja siðfræðingur, guðfræöingur, hjúkrunarfræðingur og læknir. (Þá tilhögun mætti hafa á að Rannsókn- arstofnun í siðfræði myndi tilnefna siðfræðing og guðfræðing, hjúkr- unarfræðingur yrði thnefndur af Hjúkrunarfélagi íslands og læknir af ráðuneytinu.) Á íslandi finnst engin löggjöf um skhgreiningu og skilmerki dauða; svo augljós hafa ummerki hans lengst af þótt. Vegna breyttra að- stæðna hafa margar þjóðir á liðnum árum sett sér lög sem telja mann lát- inn ef heili hans er hættur að starfa. íslendingar eru síðastir þjóða í Vest- urevrópu th að undirbúa shka lög- gjöf. Samþykkt þess frumvarps sem fyrir liggur heföi í för með sér htla breytingu frá núverandi tilhögun en mikhvæga engu að síður. Dauðsföll á íslandi eru nú árlega 1700-1800. (Upplýsingar frá Hagstofu íslands.) Einungis í 10-20 thvikum má búast við að leita þurfi beinna skilmerkja heiladreps. í öðrum tilvikum er stuðst við heföbundin skilmerki. Mörg erfið vandamál hafa risið í tengslum við meðferð sjúkhnga sem lífi hefur verið haldið í með vélræn- um hætti. Ný dauðaskilgreining ætti að auðvelda okkur að greiða úr nokkrum þeirra. Sú skhgreining dauða sem frumvarpið kveður á um og þau skhmerki dauða sem þar er gert ráð fyrir eru afdráttarlaus og áreiðanleg. Þau taka af öll tvímæli um það hvenær manneskja er skihn við og hjálpa okkur til þess að taka ákvarðanir um það hvenær hætta skuli meðferö. (Ekki verður þar með svarað öllum slíkum spumingum því eftir stendur vandinn um réttmæti „líknardráps" og ,,líknardauða“.) Það væri því ávinningur af ofan- greindu frumvarpi, yrði það að lög- um með þeim breytingum sem við höfum lagt th.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins. Framfarir í læknavisindum hafa neytt menn til þess að endurskoða dauða- skilgreiningar. dv Heimurinn og ég Happy Mondays. Háteigskirkja «SSI«OW*NflH8M¥51IHÍ SNiAhW»W01000H INlðimWt smM'kmmmm SAVQNOM VfDUS oiava Háteigs- kirkja útí heimi Ég hef margsinnis býsnast yfir því að heimurinn sé ekki rétt stærri en stofan heima. Ég er enn sömu skoðunar. Mennirnir. Himinninn. Kirkjan. Ástæðan er saga sem er svohljóð- andi: Kristján Bragason gengur inná brautarstöðina í Giessen sem er hundrað þúsund manna bær sextíu kílómetra frá Franfurt. Og ekkert með það; í blaðsöluturninúm er eintak af Spex tímaritinu sem flyt- ur heimamönnum fréttir úr „und- erground“heiminum. Á forsíðu eru þrír menn úr Happy Mondays hljómsveitinni. í baksýn er blár himinn og Háteigskirkja. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson Kristján. Kirkjan. Kristján Bragason sá Happy Mondays síðast á tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð í vetur sem leið. Hann keypti blaðið þess vegna. Efthvhl keypti hann hka blaðið vegna þess að hann sá Háteigs- kirkju og hugsaði heim. Kirkjan Því segi ég það að heimurinn er ekki stærri en svo að Háteigskirkja er hvarvetna. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39- 105 Reykjavík - Sími 675500 Sjúkraliði öldrunarþjónustu Okkur vantar sjúkraliða í aðstoð við böðun aldraðra að félags- og þjónustumiðstöðinni að Bólstaðarhlíð 43. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 627077. Umsóknarfrestur er til 11. janúar nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í Síðumúla 39 á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.