Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Skák Hannes Hlífar Stefánsson mátti bíta í það súra epli að tapa síðustu skák sinni á Evrópumeistaramóti ungmenna í Amhem í Hollandi og faUa í fyrsta sinn í mótinu úr efsta sæti. Það var Norðmaðurinn Rune Djurhuus sem stal þannig Evrópu- meistaratilinum af Hannesi. Djur- huus hafði hálfum vinningi minna en Hannes fyrir lokaskákina en skaust upp fyrir hann við sigurinn og hlaut 8 v. Hannes varð einn í 2. sæti með 7,5 v. og þriðja sæti deildu Sovétmaðurinn Kramnik, Hollendingurinn Reinderman, Ungverjinn Somlai, Búlgarinn Delchev og Spánverjinn Comas, allir með 7 v. Hannes vann sex fyrstu skákir sínar og hafði um tíma hálfs ann- ars vinnings forskot. En úr síðustu fimm umferðunum var uppskeran heldur rýr - aðeins þijú.jafntefli en töp fyrir Djurhuus og Kramnik. Lánið lék ekki við Hannes í síöar- nefndu skákinni því að hann féll á tíma í 39. leik í jafnteflisstöðu, sem vafalítið hefur verið mikið sálrænt áfall. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem forystusauöurinn missir af lestinni. í hjólreiðakeppni þykir vandasamt aö fara fremstur því að þar er loftmótstaðan mest. Þeir sem koma í humátt á eftir geta nýtt sér umframorku til að fara á sprett á síðustu metrunum. Rune Djurhuus er fyrsti Evrópu- meistari Norðmanna sem fram að þessu hafa ekki getað státað af miklum skákmeisturum ef knatt- spymukappinn Simen Agdestein er undanskilinn. Djurhuus tefldi á þriðja borði með norsku sveitinni á ólympíumótinu í Novi Sad, á eftir Agdestein og Östenstad. Hann er alþjóðlegur meistari með 2405 stig - Hannes hefur 15 stigum meira. Frábær endasprettur gaf honum Evrópumeistaratitilinn - hann vann sex síðustu skákir sínar. Hannes og Djurhuus em gamlir keppinautar og hafa marga hildi háð í Norðurlandamótum í skóla- skák. Hannes er margfaldur Norð- urlandameistari og Djurhuus hefur sjaldan verið honum þungur í skauti. Vera má að Djurhuus hafi tekið framfórum síðan en mér býð- ur í gmn að Hannes hafl innst inni vanmetið hann vegna reynslunnar frá því í „gamla daga“. Hann tefldi a.m.k. kóngsindversku vömina ekki af nægilega mikilli nákvæmni - lék af sér peði og varð að gefast upp er fyrri tímamörkum var náð. Það er sorglegt að titilinn skyldi smjúga svona úr höndum Hannes- ar en árangur hans er þó sá besti sem íslendingur hefur náð á þessu móti. Sá er þetta ritar hlaut 9,5 v. af 13 og bronsverðlaun (ásamt Búlgaranum Danailov) fyrir rétt- um tíu ámm. Lítum á handbragð Hannesar. Þessi skák er úr fyrri hluta mótsins er allt lék í lyndi. Hvítt: Mitkov (Júgóslavíu) Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Rxc6 dxc6 7. Bd3 RfB 8. 0-0 e5 9. h3 Be7 10. Be3 0-0 11. Ra4 Hd8 12. De2 Rd7 13. b3 Hvítur teflir byrjunina rólyndis- lega. Hér er 13. c4 eðlilegri leikur sem svartur svarar væntanlega með 13. - RfB og síðan - Re6 og ridd- arinn býr sig undir aö stökkva á d4. 13. - b5 14. Rb2 Ba3 15. c4 Rf8 16. Hadl a6 17. Bbl Be6 18. c5 a5 19. Rd3 a4 20. Bc2 f6 21. Del axb3 22,- axb3 Bf7 23. f4 Biskup svarts á a3 tekur virkan þátt í baráttunni þar sem hann þrýstir að c-peðinu og hvítur fær ekki sótt að honum. Nú brýst hvit- ur fram á miðborðinu og opnar tafl- ið áöur en svartur nær að leika 23. - Re6. 23. - exf4 24. Bxf4 De7 25. b4?! Eftir þetta lendir frumkvæðiö í höndum svarts. Betra er 25. Bd6 en skiptamunsfómin 25. - Hxd6! 26. cxd6 Bxd6 viröist þó gefa svörtum dágóð færi. 25. - Hd4! 26. e5 Rg6! 27. De3 Rxf4 28. Hxf4 Ekki 28. Dxd4?? Re2+ og drottn- ingin fellur. 28. - Hxf4 29. Dxf4 fxe5 30. Rxe5 Bd5 Evrópumeistaramót unglinga: Titillinn smaug úr greipum Hannesar Biskupaparið gefur svörtum nú betri færi. Hvítur verður a.m.k. að gæta að sér í tímahrakinu. 31. Rg4 Bb2 32. Re3 Bf7 33. Df3 Hal! 34. Rf5? Betra er 34. Be4 Hxdl + 35. Rxdl Bd4 + 36. Kíl! þótt hvítur sé í vam- arstööu. Hins vegar ekki 34. Khl? Bg6 35. Bxg6 Del+ 36. Kh2 Bgl + 37. Khl BÍ2+ 38. Kh2 Dgl mát. 34. - De5 35. Hxal Bxal 36. Ddl Bd5 37. Dg4? Del + 38. Kh2 Be5+ 39. Rg3 g6! Hvítur hótaði 40. Dc8 + . Nú er hann í eilífðarleppun sem hann losnar ekki úr. 40. Dg5 Bc7 41. Dg4 Be5 42. Dg5 1 1 1 Á AAi ö ÍL A w ABCDE FGH 42. - De2! Máthótunin á g2 er illviðráðan- leg. 43. Dd8+ Kg744. De7+ Bf745. Be4 Annars fellur drottningin eftir 45. - Bxg3+. Nú er hvítur að sjálfsögðu glataður eftir 45. - Dxe4 og hann kaus að gefast upp án þess að bíða eftir leiknum. Þrír efstir í Groningen í 16 ár var Evrópumeistaramót ungmenna haldið í bænum Gron- ingen í Hollandi en nú er teflt í Arnhem. í staðinn er alþjóðleg skákhátíð í Groningen um jólin þar sem teflt er í mörgum flokkum. Undirritaður átti þess kost að tefla í efsta flokki þar sem tefldu Skák Jón L. Árnason níu stórmeistarar og einn alþjóð- legur meistari. Þetta var sterkt mót, af 13. styrkleikaflokki FIDE. Svo fór að þrír urðu efstir, yngsti stórmeistari Englendinga, Michael Adams, Piket, Hollandi, og Rogers, Ástralíu, sem allir fengu 5,5 v. Ad- ams var úrskurðaður sigurvegari á stigum. Eg vann fyrstu skák mína, gegn Piket, en það átti eftir að verða eina vinningsskák mín á mótinu! Ég tapaði fyrir Adams, Brenninkmei- er (Hollandi) og Rogers í síðustu umferð, sem var svo illa tefld skák af minni hálfu að ég hrósaði happi yflr því að árið skyldi vera á enda. Jafntefli varð í skákum mínum við Khalifman, Shirov, Gulko, Fed- orowicz og Wahls en samtals gerði þetta 3,5 v. Afleit frammistaöa en engu aö síður aðeins hálfum vinn- ingi minna en mér bar samkvæmt stigatölu. Undir lok ársins var eins og hol- lenska stríðsgæfan hefði snúið baki við íslendingum. í þriðju síðustu og næstsíðustu umferð átti ég unn- ið tafl gegn Sovétmönnunum Shirov og Khalifman og meira aö segja tvisvar gegn Shirov! Allt kom þó fyrir ekki og báöir sluppu með skrekkinn. Mig langar til að sýna ykkur skákina við Shirov sem var fjörlega tefld. Shirov er 18 ára Rússi frá Lettlandi og þykir meðal allra efni- legustu stórmeistara þeirra. Er ég lít til baka finnst mér óskiljanlegt hvemig ég fór að því að leika skák- inni niður í jafntefli. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Alexei Shirov Sikileyjarvörn 1. e5 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Be7 10. f3 Dc7 11. h4 b5?! Nákvæmara er 11. - Re5, eða 11. - Bd7. 12. Rxc6! Dxc6 13. Bd3 Bb7 14. g4 Rd7 15. Kbl Re5 16. Dg2 Hc8 17. Re2 Rxd3 18. Rd4 Eftir 18. cxd3 Dc2+ 19. Kal d5! á svartur nægileg gagnfæri. Ef nú 18. - Dc7 19. cxd3 d5 20. Hcl á hvítur mun betra tafl. Shirov grípur því til þess ráðs að reyna að „grugga taflið“. 18. - Rxb2!? 19. Rxc6 Rxdl 20. Hxdl Drottningarfórn svarts er byggð á innsæi. Hann hefur hrók, mann og peð í skiptum og að því er virð- ist góða sóknarmöguleika. En með næstu leikjum tekst hvítum aö treysta stöðuna. Textaleikurinn er betri en 20. Rxe7 Rc3+ (20. - Rxe3 21. De2 gefur hvítum betra) 21. Kal Kxe7 og svartur á góö færi. 20. - Hxc6 21. g5 h5 22. Bd4! e5 Ef 22. - 0-0 23 BÍ6! BxfB 24. gxf6 g6 25. Hd3! Kh7 26. Dd2 Hd8 27. Hc3 á hvítur yfirburðatafl. 23. Bb2 0-0 24. Hd3! Nái hvítur hrókakaupum dregur stórlega úr sóknarmöguleikum svarts. Nú er 24. - b4 25. a3! hag- stætt hvítum og einnig 24. - Hfc8 25. Dd2. 24. - f5 25. gxfB fr.hl. Hxf6 26. Hc3! Kf7 27. Hxc6 Bxc6 28. Bcl g6 29. Bg5 He6 30. Df2 d5 31. Bxe7 Hxe7 Ef 31. - Kxe7 32. Dc5+ Hd6 33. f4! Ke6 34. f5+ gxf5 35. exf5+ Kd7 36. Da7+ Kd8 37. Dg7 með vinnings- stöðu. 32. f4! exf4 33. Dxf4+ Ke6 34. e5 Hf7 35. Dg5 Hfl+ 36. Kb2 Be8 37. Dd8 Bd7 38. Dc7?? Eftir 38. Db8 má svara 38. - Hf7 með 39. Dg8 og svartur er glataður. Nú tekst svörtum að halda lífi í stöðunni. 38. - Hf7! 39. Dd6+ Kf5 40. Dxd5 Be6 41. Dd6 Hd7 42. Dxa6 Hd5 43. Db7 Kxe5 44. De7 Hd7 45. De8 Kf5? Betra er 45. - Kf6 með möguleik- um að halda taflinu. Nú ætti hvitur aftur að vinna... 46. Df8+ Kg4 47. Db4+ Kh3 48. Dxb5 Kxh4 49. a4 Bf5 50. a5 Kg3 51. a6 h4 52. De5+?? Eftir þetta getur hvítur ekki unn- ið því að h-peð svarts er svo sterkt. Við héldum báðir að 52. a7 Hxa7 53. Db8+ Kg2 54. Dxa7 h3 væri ein- ungis jafntefli en eftir skákina benti Khalifman fyrstur á 55. Db7 + Kg3 (ekki 55. - Kgl 56. Df3! h2 57. Dg3 + ) 56. Dc7+ Kg2 57. Dc6+ Kg3 58. Kc3! h2 59. Kd4 Bh3 60. Ke3 Bg2 61. Dxg6+ og vinnur. 52. - Kf3! 53. Dc3+ Kg2 54. Dc6+ Kg3 55. Dc3+ Kg2 56. Dc6+ Kg3 47. Dc3+ Kg2 Og jafntefli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.