Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Veiki hlekkurinn Ríkisstjórnin er veiki hlekkurinn í þeirri keðju, sem ber þjóðarsáttina. Ráðherrar skreyta sig stolnum fjöðr- um, þegar þeir eigna sér árangurinn í efnahagsmálum. í raun hafa aðrir komið þeim samningum á, sem sköp- uðu grunn til bata í efnahagsmálum. Þetta verður kosn- ingamál, enda líður vart dagur án þess að einhver ráð- herrann stæri sig af ástandinu í þeim efnum. Réttmætar efasemdir um stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum komu fram í nýútkomnu riti iðnrek- enda á Norðurlöndum, Nordic Economic Outlook. Sér- fræðingar þeirra samtaka hafa kannað efnahagshorfur á Norðurlöndunum hver í sínu heimalandi. Þar segir, að uppi séu talsverðar efasemdir um stefnu ríkisstjórn- arinnar í Qármálum og peningamálum eins og það er ' orðað. Aðhaldsleysi í ríkisíjármálum og peningamálum gæti leitt til þess, að þensla myndaðist í efnahagslífinu, einkum ef af byggingu áformaðs álvers og tengdra virkj- ana verður. Jafnframt umljúki sérstök óvissa efnahags- stefnuna vegna alþingiskosninganna, sem verða í vor. Þetta er tvímælalaust rétt mat. Ekki skal andmælt bygg- ingu álvers, en eigi vel að vera, þyrfti aðhald að koma á móti á öðrum sviðum, svo að jafnvægi verði. Ella færu mál úr böndum, einkum þegar slíkar framkvæmd- ir bættust ofan á hallarekstur ríkisins. Þrátt fyrir vaxandi skattbyrði verður áframhaldandi halli á ríkissjóði í ár. Ríkissjóður hefur þá samfellt ver- ið rekinn með halla um sjö ára skeið, sem er hið lengsta í 45 ár. Sérfræðingar benda á, að peningamagn hafi vaxið of hratt. Hvort tveggja þetta er hvati til verð- bólgu, sem mundi á svipstundu eyðileggja árangur þjóð- arsáttarinnar og þar með alls þess, sem hinir almennu launþegar landsins hafa á sig lagt til þess að árangur næðist í efnahagsmálum. Auðvitað er það ljóst öllum sérfræðingum, sem ekki eru beinlínis á vegum ríkisstjórnarinnar, að mikið skortir á, að stjórnvöld standi við sinn hluta þjóðarsátt- ar. Almenningur veitir þessu síður athygh og kann að láta blekkjast af áróðri og fagurgala. Fólk tók auðvitað eftir deilunum um bráðabirgðalögin í launamálum há- skólamanna, og menn létu í sér heyra, til þess að stað- inn yrði vörður um þjóðarsáttina. Allt hitt er flóknara efni. Veitum athygli veikasta hlekknum, því að mikið er í húfi. Verðbólgan hefur að undanfórnu loks orðið skikk- anleg tala. Horfur eru á, að meðalgengi krónunnar hald- ist óbreytt í ár. Framleiðslan hefur smám saman verið að komast í lag, þótt vöxtur hennar verði kannski hverf- andi í ár vegna loðnubrests, þá erum við þó að komast upp úr skeiði síminnkandi framleiðslu á ári. Þannig hefur þjóðarsáttin verkað. Þess vegna eru höfuðsmenn stjórnarstefnunnar úr takti. Þeir setja skattamet en varpa jafnvægi í ríkis- rekstrinum og peningamálum út í hafsauga. Þeir tala um nýtt álver en gera síður en svo tilraun til að draga úr umsvifum annars staðar. Fjárlögin eru kosningaíjár- lög, þar sem ábyrgðinni er kastað yfir á þá, sem við taka að loknum kosningum. Árangurinn í efnahagsmálum má varðveita, verði framhaldið rétt. En auðvitað efast landsmenn um, að í sandkassaleik stjórnmálamanna finnist nokkrir þeir, sem munu bjarga málum. Því er sú hætta til staðar, að árangurinn spillist, þeg- ar á líður árið, vegna ábyrgðarleysis landsfeðranna. Haukur Helgason Skrykkjótt frið- arviðleitni reynd í tímaþröng Fyrir áramót var tilboð George Bush Bandarikjaforseta til Sadd- ams Hussein íraksleiðtoga, um gagnkvæmar heimsóknir utanrík- isráðherra landanna í úrslitath- raun til að afstýra stríði um Kú- væt, orðið að skæklatogi um dag- setningar. Bandaríkjastjóm kvað James Baker utanríkisráðherra ekki fara tii Bagdad síðar en 3. jan- úar, ella væri að engu ger marka- línan tU valdbeitingar gegn hemá- msliði íraks í Kúvæt, sem Öryggis- ráðið hafði sett við 15. sama mánaö- ar. Iraksstjóm svaraði að Saddam gæti ekki hitt Baker fyrr en 12. jan- úar. Dagsetningar geta naumast talist fullnægjandi ástæða til að láta niö- ur falla viðleitni til að koma í veg fyrir styrjöld, sem bersýnilega yrði bæði mannskæð, skaðvænleg jafnt heimshagkerfinu og pólitískum stöðugleika í þýðingarmiklum heimshluta og hefði jafnvel ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar. Þetta viðhorf gerði svo rækilega vart við sig, einkum á Bandaríkjaþingi og í Evrópubanda- laginu, að nú hefur Bush snúist hugur og hann býður nýjar dag- setningar, að þessu sinni fyrir fund utanríkisráðherranna, Bakers og Tariqs Aziz, á hlutlausum stað, Genf í Sviss. Sunnudaginn milli jóla og nýárs skomu fram á bandarískum sjón- varpsstöðvum þrír áhrifamenn á Bandaríkjaþingi og beindu ein- dreginni aövömn til Bush að láta ekki við svo búið standa, heldur sýna frekari viðleitni til að leita annarrar lausnar en styrjaldar. „Bandaríska þjóðin er alls ekki á bandi stríðs enn sem komið er,“ sagði Bob Dole, leiðtogi rebúblik- ana í öldungadeildinni. Les Aspin, demókrati og formað- ur hermálanefndar fulltrúadeildar, sagði skorinort að atlaga mætti ekki eiga sér stað nema beinar við- ræður hefðu verið reyndar fyrst. „Fólk vill vera visst um að við höf- um fullreynt alla aðra kosti. Ein- hvers konar fundur er í rauninni óhjákvæmilegt skilyrði.“ „Ég er ekki á því að bandaríska þjóðin styðji að senda landa sína í bardaga, fyrr en öll önnur úrræði hafa verið þrautreynd," sagði Lee Hamilton, demókrati og varaform- aður utanríkismálanefndar full- trúadeildar. í sömu blöðum og herma þessi mnmæli bandarísku þingmann- anna er skýrt frá ákvörðun stjórna ríkja Evrópubandalagsins að efna til fundar utanríkisráðherra sinna í Lúxemborg 4. janúar. Að tillögu stjóma Frakklands og Þýskalands Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson skyldi þar rætt hversu EB gæti tek- ið upp þráðinn í viðleitninni til að afstýra ófriði, ef svo færi sem horfði að ekki yrði af viðræðum milli stjóma Bandaríkjanna og ír- aks. Lúxemborg er tekin við for- mennsku í EB þetta misserið. Utan- ríkisráðherra landsins, Jacques Poos, lét brátt það boð út ganga að líkleg niðurstaða af fundi utanrík- isráðherranna yrði að íraksstjórn yrði boðið að hann færi til Bagdad af hálfu bandalagsins, svo ekki félli niður af vestrænni hálfu þráður friðarviðleitni síðustu tíu dagana fyrir 15. janúar. Framtak EB hlaut ekki góðar undirtektir á æðstu stöðum í Was- hington. Ekki bætti úr skák að Francois Mitterrand Frakklands- forseti sendi á eigin spýtur einn trúnaðarvin sinn til Bagdad til við- ræðna við íraska ráðamenn. Frek- ar en láta utanríkisráðherra Lúx- emborgar vera helsta tengiliðinn við íraksstjórn á úrslitastund, ák- vað Bush að gera Saddam nýtt til- boð, um fund utanríkisráðherra þeirra í Genf einhvern tíma frá mánudegi fram á miðvikudag í næstu viku. Svar ætti að berast um þær mundir sem þessi orð komast á prent. Þegar þau eru rituð er það eitt vitað aö bandarískir og íraskir sendiráðsmenn í Genf hafa ræðst við og höfðu þeir bandarísku orð á þvi eftir fundinn, hve þar hefði far- ið vel á með mönnum. Sendiherra íraks í Genf er Adnan Barzan al- Takriti, hálfbróðir Saddams Hus- sein. Jafnframt berast frá París fregnir af trúnaðarviðræðum sendimanna íraks annars vegar og Saudi-Arab- íu og Kúvæt hins vegar, bæði í Genf og Vín. Fylgir sögunni að þar hafi verið til umræðu hvað við taki við botn Persaflóa hörfi íraksstjórn. með her sinn frá Kúvæt. Ómögulegt er að henda reiður á að svo stöddu, hvaö hæft er í þess- um fregnum. En af orðum Mark Eyskens, gamalreynds utanríkis- ráðherra Belgíu, má marka hvað þeim stjómum meginlandsríkja sem beittu sér fyrir frumkvæði af hálfu EB er efst í huga. Hann komst svo aö orði að fyrst og fremst yrði að leiða Saddam Hussein skýrt fyr- ir sjónir að það væri hans og hans eins að velja um stríð eða frið. En jafnframt yrði að gera honum ljóst að léti hann Kúvæt af hendi, sköp- uðust skilyrði til frekari samninga- umleitana um þá hluti sem mestu skipta fyrir arabaþjóðir. Úr því sem komið er verður lítið fyrir utanríkisráðherrafundinn í Lúxemborg annað áþreifanlegt að gera en að bjóða Tariq Aziz að leggja lykkju á leið sína, annað- hvort þangað eða til Brussel, til að kynnast sjónarmiðum EB að lokn- um fundi þeirra Bakers, ef af hon- um skyldi verða. En bakvið tjöldin verður unnið af kappi að því að finna friðsamlega lausn á deilunni meðan tóm er til. Svo mikið er í húfi að annað væri óverjandi. Og taka ber eftir því að í boðskap sínum til Saddams segir Bush að tillagan um fund utanríkisráð- herranna í Genf sé síðasta tæki- færið til viðræðna stjómenda ríkj- anna fyrir 15. janúar. Hversu ákveðinn sem Bandaríkjaforseti er að láta lið sitt taka í lurginn á Sadd- am Hussein láti hann sér ekki segj- ast, sjást þess engin deili að hann ætli að blása til atlögu næsta dag eftir að tímamörkin sem sett eru á ályktun Öryggisráðsins eru um garð gengin. Calvin Waller, næstr- áðandi bandaríska heraflans í Saudi-Arabíu, hefur látið hafa eftir sér að liðið verði ekki búið til áhlaups á íraksher fyrr en ein- hvern tíma í febrúar. Haft er fyrir satt í Washington að yfirherstjóm- in hafi síðar staðfest það mat í álits- gerð til forsetans. Og líka er eftir þingsins hlutur. Jim Hoagland hjá Washinton Post metur pólitísku stöðuna í Banda- ríkjunum svo að Bush komist ekki hjá að leita eftir heimild þingsins til að hefja ófrið. Demókratar, sem ráða þingstörfum, hcdlast hins veg- ar að því að taka máhð ekki fyrir fyrr en eftir 15. janúar. George Mitchell, leiðtogi þeirra í öldunga- deild, sagði eftir fund þingleiðtoga með forsetanum á fimmtudag að sitt mat væri að á þingi væri ekki vilji til að veita honum óskoraða heimild til að grípa til vopna. Magnús Torfi Ólafsson Frá fundi George Bush Bandaríkjaforseta með þingleiðtogurn fyrir þingsetningu. Forsetinn situr milli demó- kratanna Tomas Foley, forseta fulltrúadeildar, (t.v.) og George Mitchelis, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.