Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991.
Fréttir
Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík:
Verkalýðsfélag byggir fjár-
hús og hlöðu í Borgarf irði
- fær landskuld greidda í lambsverði og fyrirgreiðslu hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins
Iöja, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík, hefur nýlokið við bygg-
ingu fjárhúss og hlöðu að Svignask-
arði í Borgarfirði. Jörðin er í eigu
félagsins og eru þar nokkur orlofs-
hús sem það á að hluta til. Ábúandi
á jörðinni er Skúli Kristjónsson
bóndi og stundar hann nokkurn bú-
skap, einkum hrossarækt.
Nýju byggingarnar hafa vakið at-
hygli margra, jafnt vegfarenda sem
almennra félagsmanna í Iðju. Bygg-
ingamar þykja bera af öðrum úti-
húsum í sveitinni og virðist sem ekk-
ert hafi verið til sparað við fram-
kvæmdirnar. Við hönnun útihú-
sanna var þess gætt að hægt væri
að koma við nýtískulegum vélum og
tólum við hirðingu skepnanna. Þau
eru véltæk og er hægt að keyra um
þau traktorum við útmokstur á skít
og koma heyi í hlööu.
Reistu líka íbúðarhús
Fyrir nokkrum árum reisti félagið
einnig íbúðárhús fyrir leiguliðann,
honum að kostnaðarlausu. Hafa allar
þessar framkvæmdir verið kostaðar
af félaginu og þykir ljóst að kostnað-
urinn vegna þessa nemi eitthvað á
annan tug milljóna króna.
Að sögn Halldórs Grönvold, fram-
kvæmdastjóra Iðju, má rekja tildrög
þessara framkvæmda til ársins 1967
þegar félagið keypti jöröina. Kaupin
voru gerð með þeim skilmálum að
bóndinn fengi aö búa á henni ævi-
langt. Hann segir að samkvæmt jarð-
arlögum sé félaginu, sem eiganda
jarðarinnar, skylt að halda jörðinni
við og þar með að sjá til þess að íbúð-
ar- og útihús séu í góðu ástandi.
„Félagið stóð einfaldlega frammi
fyrir því að gamla íbúðarhúsið, sem
var byggt 1909, og útihúsin frá 1947
voru orðin ónýt. Við höfðum um það
eitt að velja að ráðast í þessar fram-
kvæmdir sjálfir eða láta ábúandann
um það og borga honum síðan kostn-
aðinn. Við mátum það þannig að það
væri betra að við gerðum þetta. Við
erum hins vegar ekki að stunda land-
búnað sem einhverja aukabúgrein."
Ýmsar tekjur af jörðinni
Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar,
formanns Iðju, er það stefna félags-
ins aö láta þann arð, sem jörðin gefur
félaginu, renna aftur til hennar.
Hann segir leiguliðann greiða félag-
inu landskuld í lambsverði en einnig
séu tekjur af sölu veiðileyfa í Gljúf-
urá og Norðurá og af orlofshúsunum.
„Við höfum haft umtalsverðar tekj-
ur af jörðinni þau 23 ár sem við höf-
um átt hana og mér fmnst sjálfsagt
að láta hana njóta þess. Til lengri
tíma séö munu þessar fjárfestingar
einnig skila sér til okkar í auknum
tekjum af henni.“
Aðspurður segir Guðmundur að
frá því jörðin var keypt hafl þróunin
verið ábúendum og leiguliðum mjög
í hag. Réttur þeirra hafi aukist veru-
lega. Að sama skapi hafi jarðarkaup-
in orðið félaginu þyngri í skauti en
við var búist í upphafi.
„Okkur dytti ekki í hug að fara út,
í svona kaup núna, en þetta er okkar
eign og við verðum að fara eftir lög-
um. Við höfum hins vegar reynt að
gera þetta sem ódýrast og höfum til
dæmis notið fyrirgreiðslu hjá ýms-
um sjóðum landbúnaðarins. Meðal
annars höfum við fengið lánaö í
Stofnlánadeildinni seni tekur ein-
ungis 2% vexti.“
Bæði Halldór og Guðmundur Þ.
sögðu að ekki væru fyrirhugaðar
frekari byggingaframkvæmdir af
hálfu Iðju að Svignaskarði í Borgar-
firði. Hins vegar stæði til að girða
jörðina og reyna að græða landið
upp. -kaa
Rafmagns-
laust í
Fljótum
Öm Þóraiinsson, DV, Fljótunx
Rafmagn fór af Vestur-Fljótum
laust eftir hádegi á fimmtudag og
er örsökin rakin til ísingar. Línur
slitnuðu og 10-20 staurar brotn-
uðu í sveitinni. Unnið hefur verið
að bráðabirgðaviðgerð sleitu,-
laust og átti henni að ljúka í gær-
kvöldi samhliða því að rafmagn
kæmi á aftur.
Hús eru víðast hvar hituð upp
með rafmagni og skortur á því
hefur komið sér illa fyrir marga.
Dæmi eru um að fólk hafi flúið
til ættingja og þá er erfitt með
mjaltir. Ástandið var skárra í
Austur-Fljótum en þar var þó
rafmagnslaust í einn og hálfan
sólarhring.
Harður árekstur varð á mótum Njarðargötu og Sóleyjargötu síðdegis á föstudag. Ökumenn beggja bílanna voru
fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Þeir voru i fyrstu fastir i bílunum en fljótlega tókst að losa þá. Meiðsl mann-
anna munu ekki vera mjög alvarleg. Vegna slyssins óskar slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík eftir þvi
að vitni, sem voru á vettvangi, gefi sig fram til að aðstoða við rannsókn málsins. DV-mynd S
ísafjöröur:
Flogiðífyrsta
sinnáárinu
Flogið var á ísafjörð í gær í fyrsta
skipti á nýju ári. Um miðjan dag í
gær höfðu sex vélar lent á ísafirði
og átti að hreinsa biðlistann. Að auki
sáu ísfirðingar í fyrsta sinn dagblöð
þessa árs í gær og voru aö vonum
glaðir. Helgin var róleg og lét lög-
reglavelafsínufólki. -ELA
Færtáflesta
Innanlandsflug Flugleiða og Arn-
arflugs gekk vel um helgina. Fært
var á flesta staði og þeir tæplega 2600
manns, sem biðu flugs fyrir helgi, eru
nú flestir komnir á áfangastað. Um
160 farþegar bíða enn flugs, þar af
50tilÞingeyrar. -GRS
í dag mælir Dagfari
Reyklaus spítali
Nú er illt í efni á Landspítalanum.
Sjúkhngar og starfsfólk hafa verið
sett í reykingabann. Spítalinn er
reyklaus og hefur þessu banni ver-
ið fylgt svo fast eftir að líf og heilsa
þeirra sem innandyra eru hefur
verið sett í mikla hættu. Ekki
minnkar hættan af því að reykja
utan dyra, enda eru veður válynd
um miðjan vetur og aldrei að vita
nema vesalings fólkið verði úti í
reykingapásunum og er þá til lítils
unnið að leggjast inn á spítala ef
sjúklinganna bíða þau örlög að
týna lífrnu við það að bjarga heil-
sunni.
Sagt er að mikil óánægja ríki inn-
an spítalans. Starfsfólkiö, sem
reykir, heimtar undanþágur og
sjúklingarnir, sem reykja, telja
heilsu sinni teflt í tvísýnu með
þessu fáránlega banni.' Sígarettu-
lausir reykingamenn verða við-
skotaillir og skapstiröir og bitnar
sú geðvonska á nærstöddum eins
og nærri má geta. Starfsfólk, sem
fær ekki að reykja, lætur geðvonsk-
una bitna á sjúlingunum sem eru
lagðir inn í þeirri trú að vel sé að
þeim farið. Nú geta þeir búist við
að starfsmenn spítalans hreyti í þá
ónotum og neiti jafnvel alveg að
veita þeim aðhlynningu í hefndar-
skyni fyrir að fá ekki að reykja.
Þannig geta blásaklausir sjúkling-
arnir orðið fórnarlömb , þeirrar
styrjaldar sem geisar á Landspíta-
lanum og er ástæða til að vara sjúkt
fólk alvarlega við því að leggjast
inn á spítalann. Hætt er við að heil-
sunni hraki enn þegar sjúklingur-
inn lendir í höndunum á reykinga-
manni í banni.
Að því er nikótínistana á sjúkra-
beðinum varðar má sömuleiðis
búast við því að þeir láti reiði sína
bitna á starfsfólkinu og hér eftir
hlýtur það að vera skynsamlegast
fyrir lækna og hjúkrunarlið að
ganga varlega um sjúkrastofur ef
ske kynni að sjúklingarnir tækju
upp á þvi að fá útrás gagnvart hjúk-
runarliðinu.
Af þessu sést að nú er ekki lengur
hægt að flokka innanhússfólk á
Landspítalanum í sjúka og heil-
brigða. Þar eru allir undir sömu
sök seldir þegar nikótínið er ann-
ars vegar. Nú má búast við að bæði
læknar og sjúklingar þurfi á smók-
pásu að halda í miðjum uppskurði
og þá er ekki í önnur hús að venda
en snara skurðarborðinu, sjúkl-
ingnum og lækninum út úr spíta-
lanum og undir vegg. Reyklaus
skal spítalinn vera og engar undan-
þágur gefnar nema viðkomandi
veifi vottorði framan í hina reyk-
lausu. Sjúkhngarnir fá þá vottorð
hjá læknunum og læknarnir hjá
sjúklingunum þegar það þykir
sannað að læknismeðferðin beri
ekki árangur nema skapinu sé
kippt í lag með því að báðir fái að
púa hvor framan í annan.
í rauninni er ekki nema eitt ráð
við þessum vanda. Annars vegar
verða þeir að hætta við læknanám
sem taka reykingar fram yfir störf
sín ,og svo hins vegar að þeir einir
veikist sem ekki reykja. Reykinga-
menn geta ekki búist við að fá bót
meina sinna ef þeir leggjast inn á
Landspítalann. Ef þeir veslast ekki
upp í geðvonskuköstum í rúminu
drepast þeir úr vosbúð undir vegg.
Veikur reykingamaður á sér enga
von. Reykjandi læknir fær ekki
vinnu. Það varðar við lög ef síga-
rettur finnast innan dyra á spíta-
lanum.
Nú munu eftirlitsmenn ganga um
sjúkrastofur og afdrep starfsfólks
og leita uppi þá brotamenn sem
firinast með sígarettur á sér. Eng-
um er hleypt inn á spítalarin sem
reykir. Vopnaðir verðir er næsta
skrefið og fiknilögreglan verður að
senda hasshundinn á vettvang til
að þefa uppi reykingafólkið til að
varna því innkomu. Það verður að
fylgja þessu banni eftir meö rögg-
semi, enda öllum ljóst að heilbrigði
þjóðarinnar stafar mikil hætta af
þeirri fimmtu herdeild innan
Landspítalans sem vinnur að því
að drepa sig með reykingum.
Baráttan um reykleysið fer
harðnandi og það fer vel á því að
upp úr sjóði á sjálfum Landspíta-
lanum. Ef nikótínið er hættulegt
er helsta sjúkrahús landsins kjör-
inn vettvangur fyrir slík átök. Það
fer vel á því að þeir sem helst hafa
vit á heilsu og heilbrigði og mest
hafa þörf fyrir lækningu verji síð-
asta vígi nikótínsins. Skaðsemi
reykinga verður að eiga sér athvarf
á réttum staö. Ef menn vilja drepa
sig á reykingum geta þeir ekki
fundið,. sér heppilegra aðsetur en
einmitt þau húsakynni þar sem
menn heyja sitt síðasta stríð.
Dagfari