Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Völdum rænt á Haiti í morgun: Foringi dauða- sveitanna lýsir sigforseta Roger Lafontant, leiðtogi manna sem fylgdu Jean-Claude Duvalier, fyrrum forseta, að málum, lýsti því yfir í morgun að hann hefði tekið öll völd í landinu. Þá höfðu borist fréttir af tveggja stunda skotbardaga við forsetahöllina. „Ég er nú forseti lýðveldisins,“ sagði í tilkynningu frá Lafontant í útvarpinu á Haiti í morgun. Tilkynn- ingin var ekki lengri og engar frek- ari skýringar gefnar. Ertha Pacal Trouillot hefur verið bráðabirgðaforseti Haiti síðustu mánuði. Hún átti aö víkja úr embætti í næsta mánuði fyrir prestinum Je- an-Bertrand Aristide sem vann glæstan sigur í forsetakosningum þann 16. desember. Trouillot sagði í morgun að hún ætlaði að víkja úr forsetastóli fyrir Lafontant. Hún var þá enn í forsetahöllinni. Ekki er vitað nú hvar Aristide er niðurkominn en talið er að hann sé enn í höfuðborginni Port-au-Prince. Engar fréttir var að hafa af valdarán- inu í erlendum sendiráðum í höfuð- borginni í morgun og þar virtust menn ekkert vita hvaö var að gerast. Lafontant kom heim úr útlegð í júlí í sumar. Hann var áður innan- ríkisráðherra hjá Duvalier og er tal- inn bera ábyrð á miklum manndráp- um lögreglunnar í valdatíð Duvali- ers. Þegar við komu Lafontants til landsins var gefin út fyrirskipun um handtöku hans en lögreglan hefur ekki sinnt fyrirmælum yfirboðara sinna. Almennt er taliö að Lafontant hafi verið yfirmaður leynilegra dauða- sveitá forsetans. Hann hefur þó alltaf neitað ásökunum í þá veru. Lafont- ant bauð sig fram í forsetakosning- unum en var vikið frá þátttöku af tæknilegum ástæðum. Hann hefur hvað eftir annað lýst því yfir að Ar- istide taki ekki við embætti en jafn- framt sagt að hann ætlaði sér ekki að beita valdi til að hrekja hann frá völdum. Reuter Presturinn Jean-Bertrand Aristide hafði sigur í forsetakosningum i desemb- er. Hann átti að taka við völdum í næsta mánuði en flest bendir til að svo verði ekki. Simamynd Reuter 8 9 Útlönd Ástralía: Átta drepnir íhrottaleg- umfjöl- skylduerjum Lögreglan i Ástraliu rannsakar nú tvö morðmál þar sem svo virð- ist sem fjölskylduerjur hafi leitt til þess að átta menn féllu í val- inn. Málin eru ekki tengd en hafa vakið óhug í Ástralíu nú rétt að lokinni jólahátiðinni. Annað málið virðist hafa sprottið af deilum vegna forræðís yfir bami. í þvi tilviki skaut mað- ur fyrrum eiginkonu sina, unga dóttur þeirra, fyrrverandi tengdafoður og aö lokum sjálfan sig eftir að hafa deilt yið konuna um bamið. í hinu tilvikinu létu fiórir einn- ig lífið en morðinginn hefur ekki fundist. Það gerðist í borginni Adelaide og var í fyrstu talið að um eldsvoða hefði verið aö ræða. í eldinum fórst kona og þrjú börn hennar. Þegar lögreglan fór að rann- saka málið kom í ljós að fórn- arlömbin höföu öll verið bundin og kveikt í húsinu. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir þessum morð- um en talið er að þau séu hliðstæð hinum fyrri. Enn hefur þó enginn verið handtekinn. Reuter Bardagar halda áfram í Sómalíu: Uppreisnarmenn hafa blásið til lokasóknar Uppreisnarmenn í Sómalíu segjast hafa hafið lokasóknina gegn Mo- hamed Siad Barre forseta í höfuð- borginni Mogadishu. Þótt fréttir af ástandinu í landinu séu óljósar þá virðist flest benda til að mjög þrengi nú að forsetanum og liðsmönnum hans. Menn forsetans halda enn ílugvell- inum í Mogadishu. Uppreisnarmenn sækja nú að vellinum með öllu sínu liði en þeir hafa yfir nokkrum bryn- vörðum bifreiöum aö ráða auk fót- gönguliðs. Mannfall hefur verið mik- iö, ekki hvað síst meðal óbreyttra borgara í höfuðborginni en átökin hafa ekki breiðst til annarra lands- hluta. Siad Barre hefur verið við völd í Sómaliu frá árinu 1969 og er einn þeirra þjóðarleiðtoga Afríku sem hefur setið einna lengst á valdastóli. Barre er fyrrum yfirmaður í her- num. Hann er um áttrætt og rændi sjálfur völdum í landinu á sínum tíma. Um langt árabil hefur Barre í raun aðeins haft höfuðborgina á valdi sínu en andstæðingar hans stjórnað að mestu öðrum landshlutum. Þess vegna hefur Barre verið kallaður „borgarstjórinn í Mogadishu" þótt hann hafi átt að heita forseti landsins alls. Átökin í Sómalíu hafa nú staðið í tíu daga og menn forsetans hafa stöð- ugt orðið að láta undan síga þótt þeir hafi varist vel við flugvöllinn. Stjóm- málaskýrendur í Afríku segja að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Barre verður að gefast upp því að hann hafi í reynd misst öll völd í landinu. Uppreisnarmenn fullyrtu í gær að Barre væri flúinn úr landi en í morg- un létu þeir enn sem forsetinn væri á flugvellinum enda hefur fréttin um flótta hans hvergi fengist staðfest. Fjöldi útlendinga flúði frá Sómalíu á laugardaginn með flugvélum frá Bandaríkjunum og Ítalíu. Þá lá flug- völlurinn undir stöðugum árásum og ekki tókst að halda fólksflutning- unumáframígær. Reuter Þrátt fyrir harða bardaga um flugvöllinn í Mogadishu hafa nokkrar flugvél- ar komist þaðan með flóttamenn. Þar á meðal eru erlendir borgarar og einnig nokkrir menn úr liði Siad Barre forseta. Simamynd Reuter Brenndi þrjár dætur sínar til bana Lögreglan í Cliftonville í Kent á Englandi telur fullyíst að faðir þriggja stúlkna hafi brennt þær til bana í bíl sínum. Maðurinn lét einn- ig lífið í eldinum. Faðirinn hét John Roy og var refsi- fangi. Hann fékk að heimsækja fiöl- skyldu sína um jólin. Vitni segja að hann hafi hellt einhverjum vökva yfir bílinn þar sem dætur hans voru, settist sjálfur inn og kveikti í. Elsta dóttirin var sjö ára en sú yngsta 18 mánaða. Roy skreiö út úr bílnum í ljósum logum en lést þegar hann var kominn út. „Málið er enn í rannSókn. Ef grun- ur okkar reynist réttur er þetta ör- ygglega eitt hörmulegasta atvik sem ég hef haft spurnir af,“ sagöi tals- maðurlögreglunnar. Reuter gítarskóli ®**ÖLAFS GAUKS Innritun hefst í dag og fer fram daglega á virkum dögum kl. 14.00-17.00 í skólanum, Stórholti 16, sími 27015. # #' uTSaí LAJ N IFULLUM GANGI LAUGALÆK SÍMI 33755

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.