Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Page 26
34 MÁNUDAGUR 7. JANTJAR 1991. Afmæli Svanlaug Pétursdóttir Svanlaug Pétursdóttir, Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi, varð áttræð 27. desember. Svanlaug fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í kvöldskóla Verslunarskólans 1928-1930 og vann í fiskverkun 1959-1966. Svanlaug vannverksmiðjustörfhjá Sanitas 1966-1969 og hjá Nóa 1969-1972. Hún fluttist á Akranes 1972 og átti heima á Suðurgötu 94 þar í bæ. Fjölskylda Svanlaug giftist 2. febrúar 1935 Hannesi Guðjónssyni, f. 11. ágúst 1911, verkamanni í Rvík. Foreldrar Hannesar: Guðjón Þorkelsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Jónína Ásbjörnsdótir. Þau skildu. Synir Svanlaugar og Hannesar eru: Guðjón Hermann, f. 8. ágúst 1932, bifvélavirkjameistari í Rvík, kvænt- ur Sjöfn Ólafsson, d. 1990; Tryggvi Þór, f. 29. apríl 1935, kaupmaður í Rvík, kvæntur Valdísi Vilhjálms- dóttur bankamanni; Grétar, f. 9. apríl 1937, eftirlitsmaður í Rvík, kvæntur Sigrúnu Steingrímsdóttur, hún vinnur á dagheimili, og Guöni, verkstjóri í Rvík, kvæntur Valgerði Jónsdóttur verslunarmanni. Systkini Svanlaugar, samfeðra, eru: Jóhanna Soffía, f. 2. nóvember 1904, d. 1935, gift Ingólfi Árnasyni, er látinn,útgerðarmanni á Siglu- flrði; Ingólfur, f. 21. október 1906, er látinn, skrifstofumaður hjá Vega- gerð ríkisins, kvæntur Sæbjörgu Jónasdóttur; Hildur, f. 12. október 1907, d. 26. desember 1907; Viðar, f. 24. nóvember 1908, d. 8. febrúar 1988, tannlæknir í Rvík, kvæntur Ellen Knudsen; Zophonías, f. 17. maí 1910, d. 1984, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnuninni, kvæntur Stellu Sigurð- ardóttur; Hrafnhildur, f. 5. febrúar 1912, d. 1966, gift Sigurði Sigurðs- syni, d. 1955, bankaritara í Rvík; Áki, f. 22. september 1913, d. 1970, deildarstjóri á Hagstofunni, kvænt: ur Kristínu Grímsdóttur; Sturla, f. 6. september 1915, fyrrv. starfsmað- ur hjá Rafmagnsveitu Rvíkur, kvæntur Steinunni Hermannsdótt- ur; Jakobína, f. 9. febrúar 1917, var gift Hafsteini Gíslasyni, d. 1976, starfsmanni Loftleiöa; Skarphéð- inn, f. 11. október 1918, d. 1974, pró- fastur í Bjarnanesi, kvæntur Sigur- laugu Guðjónsdóttur; Friðrik Gunn- geir, f. 28. janúar 1921, skrifstofu- stjóri í Rvík, kvæntur Sigurrósu Guðbjörgu Eyjólfsdóttur; Pétur Vatnar, f. 11. september 1922, d. 3. febrúar 1926; Helga Guðrún, f. 17. nóvember 1925, gift Helga Thor- valdssyni, starfsmanni Flugleiða, og Jarþrúður, f. 27. ágúst 1927, gift ’ AntonLíndal Friðrikssyni, bryta í Rvík. Systkini Svanlaugar, sammæðra, eru: Margrét Jakobsdóttir, gift Gunnari Gunnarssyni, sjómanni í Rvík; Ingileif Jakobsdóttir, er látin, gift Jóni Gunnarssyni, verkamanni í Rvík, og Gísh Jakobsson, er látinn, fatapressari í Rvík, kvæntur Guð- rúnu Ólafsdóttur. Ætt Foreldrar Svanlaugar voru Pétur Zóphóníasson, f. 31. maí 1879, d. 21. febrúar 1946, ættfræðingur í Rvík, og Margrét Gísladóttir, f. 15. nóv- ember 1879, d. 24. maí 1961, giftist Jakobi Eyjólfssyni, sjómanni í Vest- mannaeyjum. Fósturforeldrar Svanlaugar: Guðjón Þórðarson, pakkhúsmaður í Rvík, og kona hans, Herdís Símonardóttir. Bróðir Péturs var Páll búnaðar- málastjóri. Faðir Péturs var Zóp- hónías, prófastur í Viðvík, Halldórs- son, b. í Brekku í Svarfaðardal, Rögnvaldssonar. Móðir Halldórs var Soífía Þorsteinsdóttir, systir Hallgríms, föður Jónasar skálds. Bróðir Soffíu var Baldvin, langafi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Móöir Péturs var Jóhanna, systir Friðriks, fóður Sturlu erfðafræð- ings. Jóhanna var dóttir Jóns dóm- stjóra Péturssonar, bróður Péturs biskups og Brynjólfs Fjölnismanns. Móðir Jóhönnu var Soffía, systir Benedikts, langafa Áslaugar, móður Geirs Hallgrimssonar. Systir Soffíu var Ragnheiður, langamma Guðnýj- ar, móðurVals Arnþórssonar. Soff- íu var dóttir Boga, fræðimanns á Staðarfelli, ættfóður Staðarfellsætt- arinnar, Benediktssonar, stúdents á Staðarfelli, Bogasonar, b. í Hrapps- ey, Benediktssonar, b. í Hrappsey, Jónssonar, Brokeyjar-Jóns, fálka- fangara í Brokey, Péturssonar. Móðir Boga á Staðarfelli var Hildur Magnúsdóttir, prests á Höskulds- stöðum, Péturssonar og konu hans, Ásgerðar Pálsdóttur, systur Bjarna landlæknis. Móðir Soffíu var Jar- þrúður Jónsdóttir, prests í Holti, Sigurðssonar, og konu hans, Sol- veigar Ólafsdóttur, lögsagnara á Svanlaug Pétursdóttir. Eyri, Jónssonar, ættfoður Eyrar- ættarinnar. Móðursystir Svanlaugar er Hall- gríma, amma Helga V. Jónssonar hrl. Margrét var dóttir Gísla, sjó- manns í Eyvakoti á Eyrarbakka, Jónssonar, borgara í Eyvakoti, Jónssonar, formanns í Borg, Jóns- sonar, beykis í Simbakoti, Jónsson- ar í Salthóli, Jónssonar. Móðir Jóns borgara var Ólöf Jónsdóttir, b. á Sléttum, Hafliðasonar. Móðir Margrétar var Guðlaug Jónsdóttir. Hreinn Ragnarsson Hreinn Ragnarsson kennari, Laug- arvatni, Ámessýslu, varð fimmtug- urágamlársdag. Starfsferi II Hreinn fæddist á Skagaströnd en ólst upp á Ólafsfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá M A1959, kennara- prófl frá KÍ1962, BA-prófi frá HÍ 1976, prófi í uppeldis- og kennslu- fræðum frá HI1977 og cand mag- prófi í sagnfræði frá HÍ1980. Auk þess er Hreinn ökukennari. Hreinn var kennari viö barna- og unglingaskólann á Raufarhöfn 1959-60 og 1962-66, við Héraðsskól- ann á Skógum 1960-61, var skóla- stjóri í Skúlagarði 1966-70, kennari viö Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1970. Hann hefur verið stunda- kennari og prófdómari við ML af og til frá 1975. Hreinn stundaði síldarvinnu og sjómennsku á sumrin frá 1956-67, auk þess sem hann var skrifstofu- stjóri SOdarverksmiðja ríkisins á Raufarhöfn 1964-65. Hreinn sat í stjórn Verkamannafé- lags Raufarhafnar um skeið og var hreppsnefndarmaður i Laugardals- hreppi 1974-86. Hreinn hefur skrifað ritdóma í tímaritið Sögu og er rit- sjóri og aðalhöfundur sögu síldveiða við ísland sem er í handriti. Fjölskylda Hreinn kvæntist 31.12.1960 Guð- rúnu Einarsdóttur, f. 31.5.1942, bókaverði en hún er dóttir Einars B. Jónssonar, kaupmanns á Raufar- höfn, sem lést 1968, og Hólmfríðar Árnadóttur. Hreinn og Guðrún eiga fjögur börn. Þau eru Harpa, f. 14.9.1959, íslenskukennari við Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, en hennar maður er Atli Harðarson, heimspekingur og kennari, og eiga þau eitt barn; Ragna, f. 10.7.1962, kennari við Gagnfræðaskóla Eski- fjarðar, en hennar maður er Friðrik Þorvaldsson kennari og eiga þau eitt barn; Freyja, f. 31.7.1964, stærð- fræðingur, búsett í Boston í Banda- ríkjunum, en hennar maður er Gísli Másson stærðfræðingur og eiga þau eitt barn, og Einar, f. 4.8.1969, sagn- fræðinemi við HÍ. Systkini Hreins: Hrafn, f. 1938, skipstjóri á Ólafsfirði, kvæntur Lilju Kristinsdóttur og eiga þau íjögur börn; Úlfur, f. 1939, bifvélavirki í Mosfellsbæ, kvæntur Unni Karls- dóttur og eiga þau þrjú börn; Edda, f. 1944, talsímavörðurí Reykjavík, og á hún eitt barn; Örn, f. 1946, d. 1951; Guðrún, f. 1950, skrifstofumað- ur á Hvammstanga, gift Vilhelm Guðbjartssyni málarameistara og eiga þau þrjú börn; Örn, f. 1953, kennari að Eiðum, kvæntur Sól- veigu Traustadóttur og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn, f. 1955, bif- reiðasmiður í Reykjahreppi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, kvæntur Þor- björgu Jóhannsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn, og Gísli, f. 1957, bókavörður í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Guðmundsdóttur og eiga þauþrjúbörn. Foreldrar Hreins: Ragnar Þor- steinsson, f. 28.2.1914, kennari, nú búsettur í Kópavogi, og Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 25.9.1915, húsmóðir. Ætt og frændgarður - Meðal systkina Ragnars má nefna Boga, fyrrv. yfirflugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og fyrrv. for- mann Körfuknattleikssambands- ins. Ragnar er sonur Þorsteins, b. í Ljárskógaseli, Gíslasonar, útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, Þorsteins- sonar. Móðir Þorsteins í Ljárskóga- seh var Ingveldur Jónsdóttir. Móðir Ragnars var Alvilda, hálf- systir, samfeðra, Ragnheiðar, móð- ur Ólafs Gunnarssonar rithöfundar og Ingibjargar, móður Gunnars Björnssonar, prests í Holti í Önund- arfirði. Alvilda var dóttir Boga, kaupmanns í Búðardal, bróður Bjöms, bankastjóra Landsbankans, fóður Sigurðar, kaupmanns og konsúls, fóður Níelsar P. sendi- herra. Bogi var sonur Sigurðar, b. á Sæunnarstöðum og á Þverá í Hall- árdal og síðan í Búðardal, Finn- bogasonar, b. á Kirkjubóli í Skaga- firði, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar á Þverá var Guðrún Árnadóttir, b. á Reykjarhóli, Ámasonar. Móöir Boga var Elísabet Björnsdóttir, b. á Þverá, Þorlákssonar. Móðir Alvildu Hreinn Ragnarsson. var María Guðmundsdóttir frá Kollugerði. Sigurlaug, móðir Hreins, er dóttir Stefáns, b. á Smyrlabergi, bróður Páls í Sauðanesi, fóður Sauðanes- systkinanna en m.a. má nefna Jón Helga, formann Hins íslenska garð- yrkjufélags; Pál Sigþór hrl.; Her- mann, doktor og prófessor við Edin- borgarháskóla, og Gísla, fyrrv. odd- vita á Hofi í Áshreppi. Stefán var sonur Jóns, b. I Sauðanesi, Jónsson- ar, b. á Syðsta-Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdóttir frá Flatatungu í Skagafirði. Móðir Stefáns á Smyrla- bergi var Helga Gísladóttir, b. í Flatatungu, bróður Helgu á Syðsta- Vatni. Móðir Sigurlaugar var Guð- rún Kristmundsdóttir. Hreinn og Guðrún dvöldu á heim- ili dóttur sinnar í Boston um ára- mótin. Jón Trausti Pálsson Jón Trausti Pálsson umsjónarmaö- ur, til heimilis að Hólum í Hjaltadal í Hólahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Jón Trausti fæddist að Hólum í Hjaltadal og ólst upp í Hjaltadaln- um. Hann lauk búfræðinámi við Bændaskólann á Hólum 1952 og stundaöi síðan ýmis störf næstu tíu árin. Jón Trausti var bóndi á Lauf- skálum í Hjaltadal 1962-82 en hefur verið starfsmaður Bændaskólans á Hólumfrál983. Jón Trausti hefur gegnt margvís- legum félags- og trúnaðarstörfum í Hólahreppi og er nú oddviti Hóla- hrepps og formaöur sóknarnefndar Hóladómkirkju. Fjölskylda Jón Trausti kvæntist 1.12.1964 Öldu Björk Konráðsdóttur, f. 8.9. 1942, starfsmanni við Bændaskól- ann á Hólum, en hún er dóttir Kon- ráðs Ásgrímssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur frá Skálá í Sléttu- hlíð en nú búsett á Akureyri. Börn Jóns Trausta og Öldu Bjark- ar eru Linda, f. 21.9.1965, nemi við Kennaraháskóla íslands; Edda, f. 4.2.1968, nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, og Páll Rúnar, f. 16.12.1976, nemi í Varmahlíðarskóla. Systur Jóns Trausta eru Sigur- laug, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Sighvati Torfasyni kennara, og Anna Kristín, bókavörður á Sauðár- króki, gift Ingólfi Sveinssyni útgerð- armanni. Foreldrar Jóns Trausta: Páll Jóns- son, f. 8.8.1896, d. 28.10.1981, b. á Laufskálum í Hjaltadal og síðar á Sauðárkróki, og Guðrún Gunn- laugsdóttir, f. 17.7.1907, húsfreyja, Jón Trausti Páisson. en hún dvelur nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Til hamingju með daginn 85 ára Svanhildur Guðmundsdóttir, Dunhaga 11, Reykjavík. Sigmundur Gestsson, Bakkavegi 23, Þórshöfn. 80 ára Lýdía Pálsdóttir, Skólavörðustíg 43, Reykjavík. 75ára Húnbogi Þorkelsson, Bárustíg 16B, Vestmannaeyjum. 60 ára Eygló Pálmadóttir, Möðrufelli 1, Reykjavík. 50 ára Sigurður Jónsson, Löngubrekku 20, Kópavogi. Ármann Olgeirsson, Vatnsleysu II, Hálshreppi. Arngrímur Arngrimsson, Baldursgötu 23, Reykjavik. Gigja Kristbjörnsdóttir, Goðabraut 23, Dalvík. 40 ára Ingvar Þór Bj arnason, Hagamel 22, Reykjavík. Jóna Kristjánsdóttir, Nesbala25, Seltjarnarnesi. Hans Gerald Haesler, Vallarbraut 12, Seltjarnarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.