Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 24
.32 íeei HAUMAL .V flUOAaiMÁM MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Merming Turangalila Sinfóníuhljómsveit æskunnar, undir stjórn Pauls Zu- kofskys, lék á tónleikum í Háskólabíói í gær. Á efnis- skránni var Turangalila, sinfónía Olivers Messiaens. Jeanne Loriod lék á Ondes Martenot og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Nafnið á þessu merkilega verki segir töluvert um innihald þess. Turanga mun vera úr sanskrít, nafn á hljóðfallshætti sem skilgreindur var af indverska spekingnum Sarngadeva en hann var uppi á tólftu öld. Messiaen notar að vísu ekki þennan hljóðfallshátt en heitið lýsir þeirri áherslu sem er í verkinu á hryn- rænni úrvinnslu. Turanga mun tákna tíma og hreyf- ingu en lila lífskraft, sköpunargleði. Allt þetta setur mjög svip á verkið. Að kalla þetta verk sinfóníu sýn- ist hins vegar töluvert rangnefni, að minnsta kosti ef heföbundin merking þess er höfö í huga. Verkið á lítið skylt við sinfóníu, hvorki að formi til né tónamáli. Má segja að það sé allt eins í fullkominni andstöðu við þess konar verk. Engin stefræn úrvinnsla, heldur stokkið úr einu efni í annað með tilheyrandi endur- tekningum og minna þau vinnubrögð á Stravinsky. Trúlegast er ástæðan fyrir þessari nafngift sú ein að ekki voru tiltæk önnur nöfn á hljómsveitarverki að sambærilegri lengd og efnisinnihaldi. Margt athyglisvert er að flnna í notkun hljómsveitar og hljóðfæra í verkinu. Hlutverk píanósins er stórt og glæsilegt. Þá er notað sérkennilegt rafmagnshljóðfæri, Ondes Martinot, sem ef til vill má kalla fyrirrennara Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hljóðgervla nútímans, auk töluvert skrautlegs slag- verks og þótti þetta nýnæmi þegar verkið var fyrst flutt, þótt það sé algengt nú til dags. Það þarf stórhug til að takast á hendur þetta auðuga og margbrotna verk en Sinfóníuhljómsveit æskunnar hefur áður lyft Grettistökum. Kraftaverkamaðurinn að baki hinum ótrúlega árangri hljómsveitarinnar er auðvitað stjórnandinn, Paul Zukofsky, sem stjómaði af afslöppuðu valdi manns sem gjörþekkir viðfangsef- nið og nýtur þess sem hann er að gera. Hljómsveitin, sem var styrkt meö ungum hljóðfæraleikurum erlend- is frá auk nokkurra reyndari manna, stóð sig með mikilli prýði og var oft ekki annað að heyra en að fullþroskaðir atvinnumenn sætu á pallinum. Anna Guðný Guðmundsdóttir lék hinn erfiöa píanópart mjög vel og oft með miklum tilþrifum. Frú Loriod kunni sinn part utan að og lék hann af mikilli næmni. Leik- ur hennar var blæbrigðaríkari en við mátti búast úr rafmagnshljóðfæri þótt stundum væri hljómurinn óþægilega sterkur, a.m.k. fyrir þá sem sátu beint fyrir framan hátalara hljóðfærisins. Aðstandendur myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut „Gullna pálmann". Háskólabíó: Tryllt Ást ★★★ Neistar frá næsta funa? Eftir 4 ára fjarveru frá kvikmyndatjaldinu snýr Banda- ríkjamaöurinn David Lynch aftur með sinni umtöluð- ustu kvikmynd til þessa. Með henni (og sérstaklega Tvídröngum) hefur hann höfðað til stærri áhorfenda- hóps heima og heiman en fyrr og situr nú á hátindi ferils síns. Sagan af ungu skötuhjúunum Sailor og Lula er saga hinna dæmigeröu útlaga á flótta undan fortiðinni og réttvisinni. Sailor er nýsloppinn úr fangelsi fyrir manndráp en Lula beið dyggilega eftir honum og sam- an taka þau upp fyrri áhyggjulausa hætti (gott kynlíf og hart rokk & ról eða var það öfugt?) og stinga af í átt til Kalifomíu. Raunveruleikinn nær í skottið á þeim í Big Tuna, Texas, þar sem bálreið móðir Lulu leitar hefnda og mun skeinuhættari ógnun bærir á sér: ábyrgðin! Upp úr skáldsögu Barry Gifíbrd útfærir Lynch skrýtna og sérstaka „vega“-mynd með vænum skammti af hugleiðingum um ást í ýmsum myndum. Sailor Ripley og Lula Pace Fortune eru eftirminnileg- ar persónur sem ættu að tilheyra saklausari tímum. Afbragsleikur Nicholas Cage og Laura Dem gerir þær ljóslifandi svo langt sem þær ná. Þeim tekst alltaf að halda höfði, á hveiju sem gengur. Sailór og Lula hafa bæði lokað á kaldan og grimman raunveruleikann og leita athvarfs hvort hjá öðru og rokktónlistinni (vímu- gjafamir era þægilega fjarverandi). Lynch notar söguefnið sem stökkpall með áhorfand- ann yfir í sinn eigin myrka heim, Lynch-land, þar sem stjómleysi ríkir og afbrigðilegir menn og konur tala tungum. í Lynch-landi hefur aldrei verið eins lítið um venjulegt fólk og núna og stanslaust verða á veginum sálræn og líkamleg úrhrök. Sumir eru gamlir vinir í nýjum gervum, aðrir óskemmtileg viðbót. Ferðin er einkennileg en ekki truflandi og alls ekki eins minnis- stæð og áður. Ekkert af því sem fyrir augu ber nær að hræra í dimmustu fylgsnum sálarinnar eins og fyrri ferðir. Einhver hefur hreinsað til í Lynch-landi og það duglega. Lengi vel hefur Lynch komist upp með einkennilega hluti í myndum sínum en núna gengur hann of langt. Furðulegheitin trufla meginsöguna jafnoft og þau bæta við hana. Sumt era skýrar vísanir og líkingar, t.d. í Galdrakarlinn í Oz, en annað er óljóst (maður að tala um hund, annar að tala um dúfur, dvergur, stytta á náttborði o.fl.). Ef þetta era gátur þá gat ég Kvikmyndir Gísli Einarsson ekki ráðið þær og ég hafði það ekki alltaf á tilfinning- unni að eitthvað bitastætt gæti legið að baki þeim. Þótt Lynch láti sálartetrið í friði er hann langt frá því að vera kraftlaus. Mörg atriði búa yfir miklum eldmóði, sérstaklega þau er viðkoma tónlistinni heitt- elskuðu. Lula fríkar út þegar hún flnnur ekki rokkið fyrir hörmungarfréttum í útvarpinu. Sailor dýrkar Elvis umfram allt og finnur anda hans jafnvel í arg- asta þungarokki. Fjölmörg sterk atriði hefðu getað myndað enn sterk- ari heild ef ekki hefði komið til áhersla á herskara af illfyglum. Þeir eru alhr með tölu ýktir og óspennandi og alls ekki ógnvekjandi, þrátt fyrir mikla innlifun. Alhr með tölu, þ.e. utan Bobby Peru. Hann kemur eins og himnasending og bjargar síðasta kafla myndar- innar með glæsibrag. Dafoe er óborganlega viðbjóðs- legur og fær mitt atkvæði sem fjölhæfasti leikarinn í Hollywood. Fyrst Jésús, síðan Bobby Pera. Hvað næst? Sú útgáfa á myndinni sem við fáum hingað er ókhppt, sama útgáfa og fékk verðlaunin í Cannes í vor og sama útgáfa og var sýnd í Bandaríkjunum í haust. Eitt eða fleiri groddaraleg atriði fuku meðan Lynch var að klippa myndina og prufusýna og voru því aldrei sýnd almenningi. Þó Tryllt ást sé skref aftur á bak fyrir Lynch er ekki þar með sagt að tíminn og fleiri nærskoðanir geti ekki leitt annað í ljós. Myndir, sem era þess virði að grand- skoða, koma allt of sjaldan hingað til lands og þvi ættu unnendur kvikmyndalistarinnar aö gjörnýta sér hvert einstaka tækifæri th þess. Wild at Heart (band-1990) Handrit: David Lynch (Blue Vel- vet), eftir bók Barry Gifford, Sailor and Lula. Leikstjórn: Lynch (Dune, Elephant Man). Framleiðendur: Monty Montgomery, Sigurjón Sighvatson, Steve Golin. Leikarar: Nicholas Cage (Moonstruck, Peggy Sue Got Married), Laura Dern (Blue Vel- vet, Shadowmakers), Diane Ladd (Chinatown, Christmas Vac- ation), Harry Dean Stanton (Paris, Texas, Repo Man), Willem Dafoe, Isabella Rosselinl, Sherilee Fenn (Twin Peaks), Sheryl Lee (Twin Peaks), Jack Nance, Freddie Jones. Sviðsljós Tony Curtis hefur löngum þótt ágætisleikari en minna er vitað um hæfi- leika hans í eldhúsinu. Ekki virðast þeir þó ýkja hrifnir samstarfsmenn hans hjá NBC af kaikúnanum sem hann bar á borð fyrir þá. Hér eru hvorki feðgar né bræður á ferð. Sá sköllótti (þ.e.a.s. sá til vinstri er afinn og sá höfuðminni er barnabarnið. Vinnufélagar þess gamla héldu reyndar að hann hefði verið að eignast son en það er á misskilningi byggt og leiðréttist hér með. Ég mátti ekki bleyta hárið og skildi það því eftir á meðan ég fékk mér sundsprett gæti verið haft eftir þessum strák. Staðreyndin er hins vegar sú að myndin er af tveimur strákum, sem reyndar eru bræður, og heita Dustin og Nicholas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.