Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. 3 dv Viðtalið Égermikill renaissance- karl Nafn: Gunnar Pálsson Aldur: 35 ára Starf: Sendiherra Gunnar Pálsson hefur veriö skipaður sendiherra af utanríkis- ráöuneytinu. Gunnar verður meö aðsetur hér á íslandi en mun aö mestu starfa í Vínarborg þar sem viðræður um takmörkun vig- bunaðar standa yfir og er Gunnar fulltrúi íslands í þeim viðræðum. Gunnar er fæddur í Reykjavik og alinn þar upp lengst af en einn- ig bjó hann á Egilsstöðum um tíma. Ættir sínar á Gunnar að rekja til Vesturlands og Suður- lands. Nam heimspeki af kaþólskum munkum Öldugötuskólinn í Reykjavík var fyrsti skólinn sem Gunnar gekk í og síðan fór hann í barna- skóla Egilsstaða. Eftir þetta fór hann í Menntaskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan 1974. „Að því loknu fór ég til Dyflinnar og nam þar heimspeki af kaþólsk- um munkum í íjögur ár sem var ljómandi skemmtilegt. Þar lauk ég meistaraprófi með ritgerð 1979 um þekkingarfræði Kants. Síðan var ég í framhaldsnámi í Tíibing- en í Vestur-Þýskalandi. Þá fór ég til New York-ríkis i Bandaríkjun- um og skrifaði þar doktorsritgerð sem ég lagðí fram 1984 og fjallaöi um Machiavelli. Þar með lauk minni skólagöngu, alla vega í menntakerfinu.“ Heim til íslands kom Gunnar 1984 og bauöst þá starf í utanrík- isþjónustunni. „Ég varhérheima í tvö ár en var þá lánaður tilAtl- antshafsbandalagsins þar sem ég starfaði 1986-1988. Þá kom ég heim og tók við málefnum Atl- antshafsbandalagsins í ráðuney t- inu.“ Öryggi og samvinna í Evrópu Það sem Gunnar kemur til með að sjá um í Vínarborg er ráð- stefna um öryggi og samvinnu í Evrópu og afvopnunarmál. „í Vínarborg fara fram tvenns kon- ar viðræður, annars vegar við- ræöur 34 ríkja CSCE, sem er skammstöfun fyrir ráðstefnuna um öryggi og samvinnu i Evrópu um svokallaöar traustvekjandi aögeröir á hemaöarsviðinu, og svo hins vegar eru víðræður um takmörkun hefðbundins víg- -búnaöar. Þaö eru riki Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins sem-taka þátt í þeim viðræöum.“ Helstu áhugamál Gunnars eru fjallgöngur, endurreisnarbók: menntir og klassísk tónlist. „Ég er mikill renaissance-karl.“ Lífsmottó Gunnars segir hann vera aö rækja sín störf af skyldu- rækni og árvekni. Gunnar er ókvæntur og bam- laus en er í sambúð með Elínu Snorradóttur rússneskunema. -ns Fréttir Reykingabanninu frestað á Húsavík „Hér á sjúkrahúsinu eru margir langlegusjúklingar og við lítum svo á að þeirra raunverulega heimili sé hér. Við teljum að við getum ekki bannað þessu fólki að reykja ef það kærir sig um það á annað borð. Hvað varðar starfsfólkiö var einnig ákveðið að fresta reykinga- banninu um nokkra daga,“ segir Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarfor- stjóri sjúkrahússins á Húsavík. En yfirstjórn sjúkrahússins hefur ákveðið að fresta reykingabanni um óákveðinn tíma. „Þaö er unnið aö því aö koma upp reykingaaðstöðu fyrir starfsfólkið í kjallara gamla spítalans en þar dvelja engir sjúkhngar. Ég á ekki von á að sjúklingum verði meinað að reykja hér á sjúkrahúsinu í framtíðinni. Við höfum verið að ræða hvort ekki verði rétt í fram- tíðinni að takmarka reykingarnar við ákveðna tíma dagsins en það hefur enn sem komið er ekkert verið ákveðið í því sambandi.“ -J.Mar Pétur Jónsson: Mesta furða hvað gengur að framf ylgja banninu „Það gengur sæmilega að fram- fylgja reykingabanninu. EftirUt með að fólk sé ekki að reykja er í höndum starfsfólks sjúkradeUdanna. Ef starfsfólkið sér einhvern vera að reykja bendir það viðkomandi á að það sé bannað en það er ekkert skipulagt eftirUt í gangi til að fylgjast með reykingafólki. Starfsfólkið verð- ur hins vegar að fara út til að reykja,“ segir Gyöa Baldursdóttir, hjúk- runarfræðingur á Landspítalanum. „Þeir sem vilja fá undanþágu frá banninu'verða að sækja skriflega um hana til svæðisstjóra viðkomandi deUdar og hann metur svo hvort hún skuli gefin. Það er ógurlega misjafnt hvemig fólk tekur reykingabanninu, það eru einkum þeir sem eru búnir að reykja lengi og þurfa að dvelja langtímum saman á spítalanum sem eru ósáttir. En ég lít á reykingabannið sem lang- tímaverkefni sem tekur tíma að koma í gagnið.“ „Það hafa ekki verið veittar mjög margar undanþágur og það er mesta furða hvað gengur að framfylgja reykingabanninu," segir Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri stjómunar- sviðs Ríkisspítalanna. „Þetta hefur ekki orðiö jafnmikið vandamál og við höfðum gert ráð fyrir og eftirspurn eftir undanþágum ekki eins mikil og við áttum von á. En það verður að finna einhvem stað inni á sjúkrahúsunum þar sem þeir sem hafa fengið undanþágu til að reykja geta verið og reykt án þess að menga loftiö fyrir öðrum og án þess að þetta fólk skapi eldhættu. En sú ákvörðun var tekin af stjórn- unarnefnd Ríkisspítalanna fyrir rúmu ári að spítalarnir ættu að vera reyklaus hús og hún stendur enn- þá,“ segir Pétur. -J.Mar Loðskinnhf,: Skuldum breytt í hlutafé Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkróki: Á stjórnarfundi Kaupfélags Skag- firðinga um miðjan desember var samþykkt að breyta skuldum Loð- skinns við félagið aö mestu í lilutafé eða allt að þremur milljónum króna að uppfylltum vissum skilyrðum. Ekki skýrði stjórnin frá þessum skil- yrðum. Upphaflega óskaði Loðskinn eftir 15 milljóna króna hlutafé frá kaup- félaginu en á seinni stigum málsins lækkaði beiðnin niður í fimm millj- ónir króna. RÖÐ OG REGIA Víð eígum allar stærðir af fallegum fataskápum og verðíð slær engínn út. FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK Húsgagnajiöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.