Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. 39 Menning Flaututónlist Tónlistarfélagið í Reykjavík gekkst fyrir tónleikum í íslensku óperunni á laugardag. Flytjendur voru Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Flutt voru verk eftir Paul Hindemith, Eugene Bozza, Frank Martin, Carl Philipp Emanuel Bach og Carl Reinecke . Hindemith er í hópi merkustu tónskálda frá fyrri hluta þessarar aldar, ekki aðeins fyrir tónsmíðar sínar heldur einnig fyrir það hvemig hann tókst á við ýmis vandamál sem steðjuðu að ábyrgum tónsmiðum á hans tíma. Hindemith hafði áhyggjur af breikkandi bili sem hafði myndast milli tónskálda og áheyrenda. Hann tók á þessu með því að semja svonefnda „Ge- brauchsmusik" sem sameinar það aö vera áhugaverð og auðveld í flutningi. Þetta er samtímatónlist fyrir áhugamenn. Hindemith hafði sína eigin hugmynda- fræði um tónhst. Meðal áhersluatriða þar var mikil- vægi þátttökunnar í lifandi tónlistarflutningi, sam- bandið við hlustendur og tónalitet. Hann setti fram mjög virðingarverða almenna kenningu um notkun tónalitets í samtímatónlist. Það er ekki þar með sagt að hann hafl viljað snúa aftur til dúr og moll. Áhersla Hindemiths var á yfirtónaröðina og þá náttúrulegu skipan tónbila sem þar er að finna og mikilvægi grunntónsins. Kenning Hindemiths nýtur ekki mikils fylgis í dag en enginn getur fullyrt hvað síðar kann að verða. Sónatan fyrir flautu og píanó, sem þarna var flutt, er ágætt sýnishorn af vinnubrögðum Hindemiths. Verkið er býsna hefðbundið að formi og úrvinnsluhátt- um. Stef, þríhljómar og tónmiðjur eru það sem mest ber á en þó er yfirbragðið ómstrítt. Það er erfitt að ganga í hálfum skrefum og stundum er flík svo stöguð Tónlist Finnur Torfí Stefánsson að hún heldur ekki lengur bótum. Þetta virðist vera vandi tónamálsins hjá Hindemith. Nýjungar hans ná fyrst og fremst til yfirborðsins og kafa ekki nægilega djúpt til þess að verða fullkomlega sannfærandi. Verk- ið er að öðru leyti áheyrileg og vönduð tónhst og hand- bragðið er auðvitað fyrsta flokks. Aðrar tónsmíðar á þessum tónleikum, þótt ekki væru þær eins áhugaverðar og Hindemiths, voru vel gerð verk af fjölbreytilegu tagi og á ýmsum aldri og var það eitt sem gerði þessa efnisskrá skemmtilega. Síðasta verkið var hin fallega sónata Reineckes sem er álíka í anda Brahms og sónata C.Ph.E. Bachs er í anda gamla Bachs. Þær Áshildur og Helga Bryndís hafa þegar sýnt áheyrendum að þær eru engir aukvisar á hljóðfæri sín. Áshildur var að sjálfsögðu sú sem meira mæddi á á þessum tónleikum. Tækni hennar er mjög góð en auk þess hefur hún sérstakan mjög fallegan tón. Leik- ur hennar er sérlega skýr og hreinn og stundum var mótun hendinga hjá henni með fínlegri sveigju sem var í senn áhrifarík og kvenleg. Píanóleikur Helgu Bryndísar var mjög góður, bæði blæbrigðaríkur og hrynrænt nákvæmur og samleikur þeirra tveggja var eftir því. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Fréttir Sj ávarútvegsráðuneytið: Möskvar í botn- og f lotvörpu stækkaðir Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um stærð möskva í togvörpum, möskvamæla og mæhaðferðir. Helsta breytingin er sú að nú verður skylt að nota 155 millímetra möskvastærð í stað 135 millímetra til þessa. Hingað til hefur þó verið skylt að nota 155 millímetra möskva í 8 öftustu metr- um pokans þegar veitt er norðan ákveðinnar línu sem nefnd hefur veriö pokalína. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að lágmarksstærð í botn- og flot- vörpu verði nú 155 milhmetra möskvi. Þó verður heimilt að nota 135 milhmetra möskva sé veitt sunnan pokahnunnar en þó aldrei meira en í 25 öftustu metrum pok- ans. Aftur á móti verður pokalín- unni breytt og færist hún nær landi, einkum fyrir Vestíjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi. I reglugerðinni er gert ráð fyrir að umþóttunartími til þessara breytinga verði tvö ár eða til árs- loka 1992. -S.dór BINGÖ! Hefst kl. 19.30 í kvöld________ Aðalvinninqur að verðmæti________ ?j _________100 bús. kr.______________ le Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHÖLLIN _________300 bús. kr.______________ Eiriksgötu 5 — S. 20010 FACQ LISTINN - 2. VIKA Tilboð o§ kynning r a Polk Andio hátölunim The Speaher Specialist® Um leið og við kynn- um nýja línu af Polk hátölurum bjóðum við nokkur eldri módel á frábæru tilboðsverði, með 20-30% afslætti. Notið þetta tækifæri til að festa kaup á frá- bærum hátölurum á ffábæru verði. Við vekjum athygli á 3- hátalara kerfinu frá Polk: RM-3000. Þetta verðlauna- sett er tveir örlitlir hátal- arar fyrir háa tóna og djúp- bassabox sem hafa má hvar sem er. Ótrúlegur hljómur, vönduð hönnun og nú- tímaleg lausn! JVC myndbandstæki Sígrverð HR-D540....2H/Fullhlaðið/Text/NÝTT 43.900 HR-D580....3H/Fullhlaðið/text/NÝTT 52.200 HR-D830 ...........3H/HI-FI/NICAM 80.900 HR-D950EH.......4H/HI-FI/N1CAM/JOG 89.900 HR-S5500EH.......S-VHS/HI-FI/NICAM 119.900 HR-D337MS.......Fjölkerfa/SP/LP/ES 98.900 JVC lófavélin, 5 lux. 760 g JVC VideoMovie GR-AI..:............VHS-C/4H/FR 74.900 GRS70E....SVHS-C/8xSÚM/Blöndun/NÝ 119.900 GR-S99E ....S-VHS-C/8xSúm/Hi-Fi/Teikn/NÝ 129.900 GR-S707E........S-VHS-C/Semi.Pro 164.900 GF-S1000HE....S-VHS/stór UV/Hl-FI 194.600 Við erum með opið frá 10-16 á laugardögum. IMotið tækifærið og hlustið á Polk. Heita línan í FACO 91-613008 Sendum í póstkröfu Sama verð um allt land Veður Klukkan 6 í morgun var allhvöss austan- og norð- austanátt viða um landið. Sunnanlands og vestan var nokkuð bjart veður, þó voru él við suðurströnd- 'ina. Norðanlands og austan voru él, einnig norðan- til á Vestfjörðum. Syðst á landinu var frostlaust en um norðanvert landið var 2 til 4 stiga frost. Akureyri skýjað -2 Egilsstaðir alskýjað -2 Hjarðarnes léttskýjað 0 Galtarviti skafr. -3 Kefla víkurflug völlur alskýjað 1 Kirkjubæjarkiaustur alskýjað 0 Raufarhöfn snjóél -2 Reykjavik alskýjað 0 Vestmanríaeyjar skýjað 1 Bergen léttskýjað -1 Helsinki slydda 1 Kaupmannahöfn skýjað 4 Ostó skýjað 0 Stokkhólmur alskýjað 2 Amsterdam alskýjað 6 Berlín léttskýjað 4 Feneyjar þokumóða 2 Frankfurt rign.ogsúld 6 Glasgow skýjað 0 Hamborg rign. ásíð. klst. 5 London léttskýjað 7 LosAngeies alskýjað 14 Lúxemborg súld 5 Madrid skýjað 7 Montreai snjóél -8 Nuuk alskýjað -A Paris rigning 8 Róm léttskýjað 13 Valencia skýjað 13 Vín skýjað 0 Winnipeg heiðskírt -30 Gengið Gengisskráning nr. 3. - 7. janúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 55,640 55,800 5þ,880 Pund 106,467 106,773 106,004 Kan. dollar 48,113 48,251 48,104 Dönsk kr. 9,5070 9,5344 9,5236 Norsk kr. 9,3450 9,3719 9,3758 Sænsk kr. 9,7768 9,8050 9,7992 Firmark 15,1711 15,2147 15,2282 Fra.franki 10,7788 10,8098 10,8132 Belg. franki 1,7734 1,7785 1,7791 Sviss.franki 43,2323 43,3566 43,0757 Holl. gyllini 32,4157 32,5090 32,5926 Þýskt mark 36,5440 36,6490 36,7753 it. líra 0,04866 0,04880 0,04874 Aust. sch. 5,1939 5,2089 5,2266 Port. escudo 0,4098 0,4110 0,4122 Spá. peseti 0,5770 0,5786 0,5750 Jap“ yen 0,40868 0,40986 0,41149 Irskt pund 97,668 97,949 97,748 SDR 78,6449 78,8711 78,8774 ECU 75,2837 75,5002 75,3821 Simsvari vegna gengisskráningar 623270.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.