Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. 15 Síðbúin kveðja til Ríkisútvarpsins Það er líklega ómögulegt að gera þeim sem fæddir eru eftir 1960 ljóst hvað útvarpið var íslensku þjóð- inni áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Fyrir þá sem ólust upp til sveita var útvarpsviðtækið helsti tengiliðurinn við umheiminn eins og það er kallað. - Um útvarp- ið bárust fréttir af landinu öllu og frá útlöndum. Aidrei mátti missa af veðurfrétt- unum, sumar né vetur, og í þættin- um um daginn og veginn var rabb- að um margt það sem efst var á baugi hverju sinni. Erindi, sögur og tónlist veittu innsýn í margt það besta sem hugsað hafði verið og skapað í orðum og tónum. - Út- varpið var í senn háskóli og afþrey- ing. Afreksmenn á mörgum sviðum Þegar sá er þetta ritar átti um nokkurra ára skeið því láni að fagna að starfa við útvarpið varð honum ljóst að þeir sem mótuðu útvarpsstarfsemina í upphafi voru bæði vel menntaðir hugsjónamenn og raunsæir framkvæmdamenn. Þeir hugsuðu sér útvarpið sem menningarstofnun fyrst og f'remst, þar sem íslensk tunga væri töluð skýrt og fallega og þar sem strang- ar kröfur væru gerðar til efnis þess sem flutt var. Útvarpið átti ekki að „drepa tím- ann“ fyrir fólk heldur að halda því vakandi. Útvarpið átti ekki að vera síbylja talaðs máls og tóna heldur miðill upplýsinga, fræðslu og mennta. Eg kom fyrst að útvarpinu sem fréttamaður í Svíþjóð en varð síðar . fastur starfsmaður. Þá unnu enn á útvarpinu menn sem höföu verið viðloðandi útvarpið frá byrjun og margir höfðu unnið þar frá því á stríðsárunum. Kynnin af þessu fólki hafa verið mér mikils virði. Eg efa að á öðrum fjölmiðlum hati Kjallarmn Haraidur Ólafsson dósent um þær mundir verið saman kom- inn hópur manna og kvenna með svo víðfeðma menntun og áhuga- svið og þeir er störfuðu á útvarp- inu. Þarna voru íslenskufræðingar og bókmenntafræðingar, tungumála- garpar og sagnfræðingar, guðfræð- ingar og óperusöngvarar, píanó- snillingar og tónskáld, rithöfundar og leikarar, skáld og hagfræðingar, þulir, sem allt virtust vita og kunna á öllu skil, tæknimenn sem allt lék í höndunum á. Og er þá langt frá því að allt sé upptalið því margir voru afreksmenn á mörgum svið- um. Er þetta minning ein sem tíminn hefur brenglað? Eg held ekki. Það þyrfti ekki annaö en nefna nöfn þeirra, sem störfuðu við útvarpið sumarið 1966, til að ganga úr skugga um að svona var það. Málsvörn íslensku þjóðarinnar Auðvitað tókst ekki nærri alltaf að standast þær kröfur sem við vissum að gerðar voru til útvarps- ins. Auövitað voru gerð mistök, og auðvitað var útvarpið skammað fyrir hlutleysisbrot, lélega dagskrá, ófyndna skemmtiþætti, langar og leiðinlegar sinfóníur og mann- skemmandi poppmúsík. Allt þetta fengum viö að heyra. En útvarpið hélt áfram eins og ekkert hefði ískorist með veðurfregnir og kvöldvökur, morgunútvarp og passíusálma, framhaldssögur og háskólafyrirlestra, fréttir og jóla- kveðjur. Maður fyllist undrun og lotningu þegar maður sér Morgunblaðið frá upphafi. Þarna er hver stafkrókur á sínum stað, fréttir, eftirmæli, greinar og auglýsingar, skrítlur og leiðarar í mörgum, mörgum bind- um. En treystir sér nokkur til að reikna út hve mörg bindi það væru ef allt það sem talað hefir verið í útvarp frá því á jólafóstu 1930 fram undir jól 1990 væri prentað? - Mann svimar við tilhugsunina. Vart er við öðru að búast en mörg þau orð hafi fallið í grýtta jörð og önnur verið etin af fuglum loftsins. Öll hafa þau samt verið málsvörn íslensku þjóðarinnar, yfirlýsing um að við vildum vera menningar- þjóð með sjálfstæða tungu og sjálf- stæð viðhorf. Útvarpiö hefir verið gluggi út í heiminn en jafnframt horft rannsakandi augum á það samfélag sem það er hluti af. Ekki ríkisvaldsins Um leið og gamall starfsmaður útvarpsins sendir því síðbúnar af- mæliskveður, þá á hann þá ósk því til handa að hið opinbera, hvort sem það eru alþingismenn eða ráð- herrar, láti útvarpið í friði, og forðist að vekja upp tortryggni gagnvart fréttaflutningi þess og starfsemi allri. Enginn fjölmiðill, hvort sem það er útvarp eða blöð, kemst hjá því að eitt og annað megi gagnrýna, bæði hvað snertir efnisval og efnis- meðferð. En það er ekki ríkisvalds- ins að skipa fyrir hvað birt skuli og hvemig í fjölmiðlum, síst af öllu ríkisfjölmiðlum. Það er engin hætta í því fólgin fyrir lýðræði í landinu, þótt tölur skolist til í frétt- um eða einhver telji á sig hallað í deilumálum. Hins vegar er lýðræð- inu hætt ef ríkisvaldið fer að „rannsaka" fréttaflutning fjöl- miðla, og er þá skammt í það fyrir- bæri sem ekki verður kallað annað en óbein ritskoðun. Látum útvarpið í friði með mis- tök sín, það er svo langtum fleira sem þar er gert vel og af góðum huga. Þótt eg horfi með samblandi af trega og gleði til þess tíma er eg starfaði á útvarpinu þá veit eg að útvarpið má aldrei staðna. Eðli þess er að halda stöðugt áfram og fylgjast með öllu því sem gerist. Það er sjálft hlutverk þess að vera síbreytilegt - án þess að missa sjón- ar á því hlutverki sínu að upplýsa,- mennta og veita skemmtun. Haraldur Ólafsson „Hins vegar er lýðræðinu hætt ef ríkis- valdið fer að „rannsaka“ fréttaflutning íjölmiðla, og er þá skammt í það fyrir- bæri sem ekki verður kallað annað en óbein ritskoðun,“ „Látum útvarpið í friði með mistök sín - það er svo langtum fleira sem þar er gert vel.. Burt með fóstureyðingarnar íslendingar eru ein minnsta og fá- mennasta þjóðin í heiminum sem jafnframt er sjálfstæð þjóð, lýðveldi með eigið þing og sfjóm. Þjóðin býr í tiltölulega stóru landi sem er víða nánast óbyggt én landsgæði eru nóg til þess að brauðfæða milljón manna þjóð, jafnvel hugsanlega 2-4 milljóna. Samt hefir það verið látið við- gángast og verið talið löglegt að konur létu eyða fóstri, jafnt giftar sem ógiftar, jafnvel án vitundar eða vilja veröandi foður og einhver ómerkileg tylliástæða notuð til þess að réttlæta verknaðinn. Lagabreytingar er þörf Þá er það mér ávallt undrunar- efni að nokkur læknir skuli kinn- roðalaust geta stundað lækningar eftir að láta hafa sig í það að fram- kvæma fóstureyðingar sem tví- mælalaust stríða þvert gegn hinu göfuga læknaheiti. Víst eru kringumstæður fólks misjafnar en ég held aö íslenska þjóðin hafi fyllilega efni á því að styðja það fólk fjárhagslega sem á annars erfitt með að ala upp böm sín. Þar að auki er ávallt fjöldi fólks sem er reiðubúið að taka að sér og ala upp þau böm sem foreldramir hafa ekki af einhverjum ástæðum möguleika til þess að ala upp. Til þess að losa þjóðina við þessa skömm sem fijálsar fóstureyðingar eru þarf lagabreytingar frá Alþingi og er málið þá að sjálfsögðu í hönd- um þingmanna. En hafi núverandi þingmenn ekki manndóm í sér eða kjark til þess að taka máhð upp og afnema siðlaus lög, sem ég held að hafi verið sett í fljótfærni af vangá, eru kosningar á næstunni og þá hafa kjósendur það í hendi sér að Tryggvi Helgason flugmaöur sópa þingmönnum út af Alþingi og velja nýja. Algjört lýðræði Að vísu „stálu“ þingmenn hluta af kosningaréttinum af kjósendum fyrir allmörgum árum þegar kosn- ingalögunum var breytt á þann veg að útstrikun af lista gilti ekki leng- ur að fullu heldur bara að hluta. Með þessu fengu flokkarnir það vald að geta troðið inn á Alþingi óhæfum mönnum sem kjósendur í rauninni kærðu sig ekkert um en voru á vissan hátt neyddir til að kjósa, ellegar kjósa annan flokk eða sitja heima. Kjósendur eru eðlilega í sínum fulla og óskoraða rétti til að krefj- ast þess af Alþingi að það skili „þýf- inu“ undanbragðalaust og það strax í vetur. Ef lýðræði á að kall- ast á islandi þá verður það að vera „... þjóðin hefur að auki enn einn möguleika til þess að losa sig við þessi vansæmandi fóstureyðingalög en það er með því að kreQast þjóðaratkvæða- greiðslu um mábð.“ algjörtlýðræði,ekkibaraaðhluta. við þessi vansæmandi fóstureyð- Islenska þjóðin hefur að auki enn ingalög en það er með því að krefj- einn möguleika til þess að losa sig ast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Og með því að talið er aö mikill meirihluti sé andvígur fijálsum fóstureyðingum þá tel ég einsýnt hvemig úrslit verði í þeim kosningum. Það er því einlæg von mín að stutt verði til þessara tímamóta og er sennilegt að íslendingar verði þar með fyrsta þjóðin í heiminum til þess að afnema með öllu fóstureyð- ingar. íslendingar myndu þá jafn- framt verða lýsandi fyrirmynd allra annarra þjóða. Tryggvi Helgason Losa þarf þjóðina við þá skömm sem frjálsar fóstureyðingar eru, segir m.a. í greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.