Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um fréft, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hver’t fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst, óháð dagblaö MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Sjómenn vilja áhættuþóknun „Stéttarsamtök finnskra og sæn- skra sjómanna hafa þegar undirritaö '<m. samninga um sérstaka áhættuþókn- un þegar félagsmenn þurfa að starfa á hættusvæðum eins og t.d. við Pers- aílóann. Þar er kveðið á um 200% álag og að allar tryggingar hækki. Við stefnum að sambærilegum samningum, enda eru mannslíf ekk- ert ódýrari hér en í Finnlandi," sagði Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur, í sam- tali við DV í gær. Tildrög málsins má rekja til farar Jökulfellsins með hergögn til ónefndrar hafnar við Persaflóann en nokkrir skipverjar hafa yfirgefið skipið í kjölfarið. Fulltrúar Sjó- mannafélagsins og Samskipa munu koma saman til fundar í dag þar sem ^ áhættuþóknunin verður rædd og segir Guðmundur að ekki komi ann- að til greina en að íslenskir sjómenn sitji við sama borð og kollegar þeirra annars staðar á Norðurlöndum. -GRS Borgaraflokkurinn: Ásgeir Hannes ekkimeð Ásgeir Hannes Eiríksson, alþingis- maður Borgaraflokksins, skrifar kjördæmisráði flokksins í Reykjavík bréf í dag, þar sem hann hafnar þátt- töku í könnun ráðsins á því, hverjir skuli vera í efstu sætum flokksins við þingkosningarnar. Ásgeir Hannes segir í viðtali við DV að pólitisk framtíð sín sé óráðin. -HH Fundu loðnu út af Austfjörðum Bæði Hólmaborg SU og Börkur NK hafa orðið vör við loðnu á svæði út af Austfjörðum. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson eru nú komin á slóðina til að mæla það magn sem veiðiskipin urðu vör við. Vegna illviðris hefur ekkert verið hægt að leita út af Norðurlandi til þessa. -S.dór Helgi tapaði Helgi Ólafsson stórmeistari tapaði skák sinni við Chandler í áttundu umferð skákmótsins í Hastings en hún var tefld síðdegis á laugardag. -J.Mar LOKI Þetta hefurveriö rafmagnað loft! Rafmagn á Norðurlandi er víðast komið á - þó eru einstaka bæir enn rafmagnslausir - mikil vinna framundan Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: Viðgerðarstörf vegna rafmagns- leysisins á Norðurlandi gengu vel i gærdag og er rafmagn nú víðast hvar komið á. Þó er mikil vinna framundan. T.d. er hluti Reykjahverfis í Þing- eyjarsýslu enn rafmagnslaust og þar lýkur ekki vinnu fyrr en í viku- lokin, að talið er. Þar í sýslunni og eins í Eyjafirði eru enn einstaka bæir rafmagnslausir en Unur að þeim bæjum hafa verið mjög illa farnar og veriö klipptar frá kerf- inu. Sömu sögu er að segja af Norður- landi vestra að þar eru viða ein- staka bæir rafmagnslausir. Veður á Norðurlandi hefur nú breyst, þar var ágætisveður í morgun en nokk- uð hefur kólnað og snjór er þvi hættur að leggjast á rafmagnslín- urnar. - sjá nánari fréttir á bls. 6 Talið er að um 300 staurar á Norðurlandi vestra og um 500 staurar á Norðurlandi öllu hafi brotnað vegna ísingarinnar. Þá þarf að endurnýja tugi kílómetra raflina. DV-mynd Magnús Ólafsson Mikið fjör var á þrettándagleði í Mosfellsbæ í gær. Það voru Hestamannafélagið Hörður, Björgunarsveitin Kyndill og Leikfélag Mosfellsbæjar sem stóðu fyrir herlegheitunum. Að vonum voru hin ýmsu fyrirbæri á ferð, svo sem Grýla, Leppalúði, einhverjir jólasveinar og að sjálfsögðu álfadrottning og álfakóngur. Það voru 2000-2500 manns sem tóku þátt í gleðinni og gengu blysför að brennu sem kveikt var í við Álmholt. DV-mynd Hanna Veðriðámorgun: Éljagangur fyrir norðan Á morgun má búast við norð- austanátt með 4-6 vindstigum. Éljagangur á Norður- og Austur- landi og einnig vestur með suður- ströndinni en léttskýjað vestan- lands. Frost verður á bihnu 0-5 stig. Stórgígureftir öflugasprengingu Mikil sprenging varð á Djúpavogi í gærmorgun er sprengjusérfræðing- ar Landhelgisgæslunnar sprengdu tundurdufl sem höfðu rekið á Star- mýrarfjörur. Alls var um fimm bresk dufl að ræða og var eitt þeirra fullt af sprengiefni. Að sögn lögreglu hef- ur verið mikið brim á þessum stað um áramótin og hafa duflin fundist eftir að lækkaði í fjöruboröinu. Gæsl- unni var gert viðvart á fimmtudag og komu menn frá henni í gærmorg- un. Virka duflið skyldi eftir sig gíg sem var tíu metrar í þvermál og þriggja metra djúpur. „Sprengiefnið, sem er í þessu, samsvarar flögur til fimm hundruö kílóum af dínamíti," sagði lögreglumaður á Djúpavogi í samtali við DV. Hann sagði að bændum í nágrenninu hefði brugðið er þeir heyrði þessa miklu sprengingu. „Þetta var geysiöflug sprenging." Nokkuð algengt er að finna dufl í Starmýrarfjöru og þá sérstaklega eft- iraðbrimhefurveriðmikið. -ELA /SM,V £ c72177 SMIÐJUKAFFI sm<m FRITT Hm 0PNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR 111 ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.