Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Síða 28
 36 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Fréttir •> :> DV-mynd Árni S. Árnason Fríða (t.v.) og Sólveig á námskeiðinu. Akranes: Tvær konur á skip- stjórnarnámskeiði Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Tvær konur, þær Sólveig Krist- insdóttir og Friða Ingimarsdóttir, voru fyrir skömmu í hópi nemenda sem luku svokölluðu „pungaprófi", námskeiði sem veitir skipstjóra- réttindi á bátum allt að 30 tonnum að stærð. Þær eru jafnframt fyrstu konurnar á Akranesi til þess að öðlast þessi réttindi, samkvæmt heimildum DV. Sólveig sagði í samtali við DV að sig hefði lengi langað til þess að fara á skipstjórnarnámskeið og hefði ákveðið að slá til þegar hún sá það auglýst. Hún sagðist vonast til þess að fleiri konur fylgdu í kjöl- farið því að þær gætu náð sér í þessi réttindi ekki síður en karl- menn. Andlát Kristrún Fransdóttir, Norðurbrún 1, lést 27. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Olga Helena Ásgeirsdóttir, Karlagötu 3, lést á Landspítalanum að kvöldi 3. janúar. Aðalsteinn Helgason, fyrrum bóndi Króksstöðum, Eyjafirði lést á St. Jó- sefsspítala að kvöldi 3. janúar. Margrét Antonsdóttir andaðist 31. desember. Jarðarfarir Fanney Sveinsdóttir, Týsgötu 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, mánudaginn 7. janúar, kl. 15.00. Útfor Helgu Jensen, Víðimel 23, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, mánudaginn 7. janúar, kl. 15.00. Jón Jósepsson, Furugerði 7, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Útför Þórunnar Kristinsdóttur, Hverfisgötu 102A, fer fram þriðju- daginn 8. janúar kl. 13.30 frá Foss- vogskapellu. Fríða Guðmundsdóttir, Espigerði 14, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 7. janúar, kl. 15.00. Anna Kristjánsdóttir frá Arnarholti, Hrísateig 13, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 8. janúar kl. 15.00. Kristín Jakobína Sigurðardóttir frá Snæbjarnarstöðum, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Ingóifur J. Stefánsson, múrara- meistari, Suðurgötu 25, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Aðalheiður Ólafsdóttir frá Vest- mannaeyjum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. janúar kl. 15.00 Árni Mathiesen Jónsson lögfræðing- ur, Álftamýri 48, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 7. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Tapað fimdið Síamsköttur týndur í Hafnarfirði Síamsköttur, fress, hvarf frá Slétta- hrauni í Hafnarfirði. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er niðurkominn er hann vinsamlegast beðinn aö hringja í síma 50831. Akranes: Samvinnubankinn fór á 220 milljónir króna Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Samvinnubankinn lauk fyrir stuttu formlega hlutverki sínu hér á Akranesi þegar Búnaðarbankinn hóf starfsemi í fyrsta sinn í bænum í kjölfar kaupa hans á eignum Sam- vinnubankans á Akranesi. Kaupverð mun vera 220 milljónir króna. í því verði er stór húseign upp á þijár hæðir sem meðal annars hýs- ir nú bæði bæjarskrifstofur og Skatt- stofu Vesturlands. Starfsfólk Búnað- arbankans er hið sama og áður var hjá Samvinnubankanum, sem hafði starfað hér í rúman aldarfjórðung. Viðræður á milli Búnaðarbanka og Landsbanka, sem keypti Samvinnu- bankann á síðasta ári, hófust snemma á árinu og stóðu fram til hausts. Ekki tókust þó samningar og skömmu áður en gengið var til samn- inga við Búnaðarbankann benti allt til þess að íslandsbanki keypti útibú Samvinnubankans. Samvinnubankahúsið við Kirkjubraut er nú komið í eigu Búnaðarbankans. DV-mynd Árni S. Árnason. Bragi Þóröarson útgefandi ásamt konu sinni, Elínu Þorvaldsdóttur, og Þorvaldi, syni þeirra. DV-mynd Sigurður Hörpuútgáfan Akranesi: Hef ur gefið út 300 bækur á 30 árum Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Hörpuútgáfan á Akranesi fagnaði fyrir stuttu 30 ára afmæli fyrirtækis- ins. Á þessum 30 árum hefur fyrir- tækið sent frá sér um 300 bókatitla. Bragi Þórðarson hefur frá upphafi verið eigandi útgáfunnar sem vaxið hefur fiskur um hrygg jafnt og þétt. Á síðasta ári opnaði Hörpuútgáfan afgreiðslu við Síðumúla í Reykjavík. Á meðal rita frá Hörpuútgáfunni, sem vakið hafa landsathygh sl. 30 ár, má nefna safnrit Guðmundar Böð- varssonar, Borgfirska blöndu, sálma og kvæði séra Hallgríms Pétursson- ar, ljóð systkinanna frá Grafardal, ritsöfnin Leiftur frá liðnum árum, Lífsreynslu, Aflakónga og athafna- menn og Bændur á hvunndagsfótum. Þá er ótalin ein metsölubókanna frá nýliðnum jólum, Þá hló þingheimur. t W ; ^ . .. ^... Maðurinn minn, faðirokkar, tengdafaðir og afi 11||| . Ólafur Jón Hávarðsson, W Efri-Fljótum 2, Meðalfandi, IH i . . V- J :iHj| lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 3. janúar. Jarðsett veröur !;W; ; \ J að Prestsbakka á Síðu laugardaginn 12. janúar kl. 14. | Spf S 0*''' S& 4 Jf' f IIK * t Þórunn Sveinsdóttir Magnhildur Ólafsdóttir Viðar Pálsson Hávarður Ólafsson Margrét Ólafsdóttir Jón Reynir Einarsson Guðlaug Ólafsdóttir og barnabörn ' WBi 4 jbHH *•» ;PHL m ;' ÉÉÉÉ ' r Tilkyimingar Ný hársnyrtistofa í Grafarvogi Nýlega var opnuð hársnyrtistofan Höfuð- lausnir í nýju verslunarmiðstöðinni í Grafarvogi. Veitt er öll almenn hár- snyrtiþjónusta, -jafnt fyrir dömur sem herra. Opið er frá kl. 9-18 virka daga og frá kl. 10 á laugardögum. Eigendur eru Jónína Sóley Snorradóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir. Síminn á stofunni er 676330. ÖLVUHARIAKSTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.