Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. 7 Viðskipti Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Bandaríkjunum: Propaganda Films er komið af gelgjuskeiðinu Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður í Bandarikjunum og einn aðaleiganda Propaganda. Hann segir að það mikilvægasta í fyrirtækja- rekstri sé að vera öðruvísi, finna sér sína sérstöðu. Sérstaða og styrkleiki Propaganda sé sú staðreynd að það sé eina fyrirtækið sem hafi innan sinna veggja alhliða kvikmyndagerð. Hvert svið hafi st'ðan aftur sína sérstöðu. Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi í Bandaríkjunum og einn af aðaleigendum bandaríska kvik- myndafyrirtækisins Propaganda Films, sagði á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu á fóstudaginn að velgengni fyrirtækisins væri því að þakka að það Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 2-3 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb 6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5 lb 18mán.uppsögn 10 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 ib Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema ib Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6,5-7 ib.Lb Sterlingspund 12-12,5 Sb Vestur-þýsk mörk 7-7,6 Sp Danskar krónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(for\7.) 12,25-13.75 Ib Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,5-14,25 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr-) 16-17,5 Allir nema ib Útlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 12,25-13.75 Lb.Sb SDR 10,5-11,0 Ib.Bb Bandaríkjadalir 9,5-10 Allir nema Sb Sterlingspund 15-15,25 Sb Vestur-þýsk mörk 10-10,7 Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Overðtr. des. 90 13,2 Verðtr. des. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Lánskjaravísitalades. 2952 stig Byggingavisitala jan. 565 stig Byggingavisitala jan. 176,5 stig Framfærsluvísitala des. 148,6 stig Húsaleiguvísitala óbreytt 1 .okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,256 Einingabréf 2 2,847 Einingabréf 3 3,456 Skammtímabréf 1,765 Kjarabréf 5,156 Markbréf 2,747 Tekjubréf 2,039 Skyndibréf . 1,535 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,524 Sjóðsbréf 2 1,791 Sjóðsbréf 3 1,753 Sjóðsbréf 4 1.508. Sjóðsbréf 5 1,057 Vaxtarbréf 1,7785 Valbréf 1,6670 Islandsbréf 1,088 Fjórðungsbréf 1,063 Þingbréf 1,088 Öndvegisbréf 1,079 Sýslubréf 1,095 Reiðubréf 1,070 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88 Eimskip 5,57 5,85 Flugleiðir 2,42 2,53 Hampiðjan 1,72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,83 Eignfél. Iðnaðarb. 1,89 1,98 Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 Islandsbanki hf. 1,36 1,43 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1.07 1.12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1.28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,43 3,60 Olís 2,00 2,10 Hlutabréfasjóður ViB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1.01 1,05 Auðlindarbréf 0,95 1,00 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. hefði fundið sér mjög sterka sérstöðu á markaðnum og það veitti alhiiða þjónustu í kvikmyndagerð. „Erum að selja drauma“ „Það er mjög mikilvægt að fyrir- tæki þekki þann markað sem þau vinna á. í okkar tilviki er um að ræða markað þar sem gífurleg sam- keppni ríkir. Þetta eru viðskipti þar sem verið er að versla með hug- myndir. Við erum að selja drauma.“ Sigurjón og bandarískur samstarfs- maður hans og skólabróðir, Steve Gohn, eiga 51 prósent í Propaganda á móti Polygram, sem á 49 prósent. Polygram er fjölþjóðafyrirtæki með rætur í Bretlandi og á Philips stórfyr- irtækið um 80 prósent í því. 5 milljarða velta Árið 1990 var velta Propaganda um 100 milljónir dollara eða um 5 millj- arðar íslenskra króna. Á síðastliðn- um fjórum árum hefur veltan fjór- faldast. „Þetta er frekar lítið fyrirtæki á bandaríska vísu. En þaö er nógu stórt til að taka áfollum og nógu lítið til að við höfum góða yfirsýn yfir það.“ Sigurjón segir að það hafi verið þeirra heppni að byrja í myndbanda- framleiðslunni og ná fram samstarfi við Polygramfyrirtækið sem veðjað hafi á þá félaga svo til nýskriðna úr skóla. „Við hefðum aldrei getað byggt upp Propaganda ef ekki hefði komið til þessa samstarfs við Polygram. Við vorum meira með hugmyndirnar en það með fé, tækni og kunnáttu." Propagánda hefur verið mjög öflugt í gerð tónlistarmyndbanda á bandaríska markaðnum og unniö að gerð myndbanda með þekktum stór- stjörnum í kvikmyndaheiminum. Réttir menn á réttum stað „Það var okkar heppni að byrja í myndbandaframleiðslunni. Þar vor- um við réttir menn á réttum stað, mest fyrir tilviljun. Síðan höfum við breikkað starfssviðið, við höfum þró- að Propaganda úr einhliða mynd- bandafyrirtæki í alhliða kvikmynda- gerðarfyrirtæki. Þar með höfum við náð sérstöðu á markaðnum sem við vildum ná.“ Propaganda og nokkur dótturfyrir- tæki þess framleiða nú tónlistar- myndbönd, sjónvarpsauglýsingar, sjónvarpsþætti, kvikmyndir og sjón- varpskvikmyndir. Þá annast eitt fyr- irtækja Propaganda, Manifesto- Films, dreifingu á kvikmyndum og sjónvarpsefni. „í Bandaríkjunum er það svo að það eru nokkur stóru myndver, eins og Paramount og Columbia, sem eru með um 85 prósent af allri fram- leiðslu og dreifmgu kvikmynda. Við þessi fyrirtæki er nánast útilokað að keppa. Enda keppum viö ekki í kvik- myndum við stóru myndverin. Þess í stað er sérstaða okkar að framleiða myndir sem stóru myndverin vilja ekki framleiða, til dæmis af ótta við umtal og þess háttar. í þessu felst sérstaða sem er ákaflega mikilvæg." Framleiða eingöngu auglýsingar um ímynd Siguijón segir að sérstaða Propa- ganda í auglýsingagerð sé einfóld, fyrirtækið framleiði fyrst og fremst ímyndarauglýsingar og þá heist fyrir aldurshópinn 14 til 34 ára. Hann seg- ir að þessi hópur hafí mestar ráðstöf- unartekjur vestanhafs sem skih sér aftur í öruggum tekjum við gerð aug- lýsinganna. „Það þýðir ekki að biðja okkur um að gera aörar auglýsingar en ímyndarauglýsingar. Og þetta vita þeir sem koma til okkar.“ í framleiðslu sjónvarpsþáttanna hefur Propaganda riáð sérstöðu með því að láta sterkan höfundarstimpil vera á þáttunum. „Ég get nefnt Tvídranga sem dæmi. David Lynch er leikstjóri með sterkan stíl. Þennan stíl fær hann að nota í þáttunum og þannig hefur hann listrænt frelsi. Með því að gefa leikstjórum listrænt frelsi við gerð þáttanna færðu til þín fleiri góða og þekkta leikstjóra." Tuttugu góðir leikstjórar Að sögn Sigurjóns kostar meðal- myndin hjá stóru myndverunum nú um 30 milljónir dollara í framleiðslu. Um 160 slíkar myndir eru framleidd- ar á ári. „Þetta þýðir að þekktir leik- stjórar gera ef til vill ekki nema eina mynd á um þriggja ára fresti. Þeir vilja gera eitthvað þess á milli, eins og sjónvarpsþætti og sjónvarpsaug- lýsingar. Með því að vera með allar hliðar kvikmyndagerðar innan veggja fyrirtækisins hefur okkur tekist að fá til liðs við okkur þekkta leikstjóra sem þar með geta sinnt margvíslegum verkefnum. Nú hefur fyrirtækið um 20 leikstjóra á sínum snærum. Þeir hafa gert samning við okkur um að vinna ekki fyrir aðra. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur sem framleiðendur. Við höfum gott fólk á okkar snærum og fáum þá frekar góð verkefni." Sigurjón segir að Propaganda hafl á undanfórnum árum stofnað dóttur- fyrirtæki sín sem mörg hver séu í samkeppni hvert við annað, sérstak- lega á myndbandamarkaðnum. Skipta rekstrinum upp í nokkur dótturfyrirtæki „Þegar fyrirtæki er komið með meira en 30 til 40 prósent af mark- aðnum er gott að skipta fyrirtækinu upp í nokkur smærri og láta þau keppa sín á milli.“ Þá segir hann að mjög mikilvægt sé að fá til sín samstarfsaðila sem komi með fé og hugmyndir í einstök verkefni og dreifa þannig fjárhags- legri áhættu. Fyrir vikið skuldi Propaganda ekki krónu og vaxta- greiðslur þess á síðasta ári hafi verið innan við 500 þúsund íslenskar krón- ur. „Kvikmyndagerð er áhættusöm og nauðsynlegt er að takmarka ábyrgðina til að forðast hugsanlegan skell af einstökum verkefnum." Loks vitnaði Sigurjón í bandarísk- an ráðgjafa sem líti á fyrirtæki eins og mannskepnuna. Þau eigi sér öll ákveðið lífshlaup. „Propaganda hef- ur hfað sína bernsku og hefur veriö á gelgjuskeiðinu síðastliðin tvö til þrjú ár með öllu því sem gelgjuskeiði fylgir. Nú er það komið til manns." -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.