Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Spumingin Hvernig leggst nýja árið í þig? Sæmilega. Eg vona bara aö allir hafi þaö gott. Karesa Hólmfríðardóttir stöðumæla- vörður: Bara ágætlega. Ástandiö er reyndar slæmt í útlöndum en það lagast. Jóhannes Þ. Guðbjartsson húsa- smíðam.: Bara nokkuö vel. Mér líst vel á þjóömálin en hef áhyggjur af Persaflóadeilunni. Sigríður Jakobínudóttir: Vel, ég er viss um það þetta veröur gott ár fyr- ir þjóðina. Hafsteinn Valgarðsson sjómaður: Ég vona að þaö komi sæmilega út. Þró- unin hefur hvarvetna veriö til batn- aðar ef undanskihð er ástandið viö Persaílóa. Smári Jón myndlistarmaður: Vel auðvitaö. Annars er best að láta stjömuspekingana um þetta. Lesendur Láglaunahópamir hugsa sér til hreyfings: Fleiri þarf að fella Baldvin skrifar: Menn hafa veriö að fylgjast með skrifum ungra manna í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Einn þeirra hefur t.d. skrifað kjarngóðar greinar um kjör verkamanna, og nú síðast grein í DV sem hét „Opið bréf til verkamanna Dagsbrúnar". - Þetta eru auðvitað allt orð að sönnu sem maðurinn segir í greininni. Það eru hér á landi tveir hópar, þeir sem hafa nóg á milli handanna og þeir sem hafa það ekki, þ.e. eru ekki mat- vinnungar vegna lágra launa og slæmra kjara sem samið hefur verið um fyrir þá, Það er hka rétt að það er hægt að stórhækka laun verkafólks án þess að hrinda af stað verðhækkunar- skriðu, hvað þá verðbólgu. Þegar hver einstaklingur t.d. í íiskvinnslu skilar um 20 milljónum í þjóðarbúið á einu ári (eins og árið 1989) er þá hægt að segja að þessi hópur fólks valdi verðbólgu? Hópur sem vinnur verðmæti að upphæð 250 milljarðar króna og eru rúm 70% þjóðartekna? Og þá er það „þjóðarsáttin". Er hún ánægjuefni fyrir verkafólk eða laun- þega innan Alþýðusambandsins? Fá- ir ef nokkur í þeim hópum myndi' samþykkja það. - Og það eru ekki bara launþegar innan Dagsbrúnar sem eru hart keyrðir af þjóðarsátt og öðrum galdraformúlum for- sprakka ASÍ og VSÍ, þar eru t.d. á sama báti allir félagsmenn VR og annarra launþegafélaga sem hafa nákvæmlega sömu miðstýringu og Dagsbrúnarfólk. - Það er því full þörf á að mynda öflugt mótframboð í fleiri launþegafélögum en Dags- brún. En einhvers staðar verður að byrja. Ef ungu mönnunum í Dagsbrún tekst að fella núverandi stjórn félagsins með sterku mótframboði er röðin komin að hinum láglaunafélögunum. Það þarf að fella mun fleiri launþega- foringja og mynda nýjan, sterkan kjarna forystumanna launþega, kjarna sem stendur af sér gylliboð um „þjóðarsáttir" til að reisa sér minnismerki sem friðarboðberi, maður ársins eða eitthvað sem eng- um gagnast í baráttunni fyrir bætt- um kjörum íslensks launafólks. Dagsbrún aðeins fyrsta skrefið? Traustvekjandi tillögur Þorsteins Sigurður Guðmundsson skrifar: Það hlýtur að vera mörgum fagn- aöarefni að sjá tillögur formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Páls- sonar, sem leggur til að fækka eigi ráðuneytum m.a. til að vinna að spamaði í ríkissrekstrinum. Hann vill að ráðuneytin veröi ekki fleiri en níu, vill sameina núverandi ráðu- neyti og leggja önnur niður. - Enn- fremur vill Þorsteinn að þingmönn- um verði fækkað þannig að þeir verði ekki fleiri en 55 talsins. Þarna kemur einnig til hugmynd formannsins um að landinu öllu verði skipt upp í einmenningskjör- dæmi og þar með einn landslista til Alþingis. Ef þetta er það sem koma skal undir forsjá Sjálfstæðisflokksins jafnframt því að afnema þá skatta sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt á landslýð, þá þarf sá flokkur varla að örvænta um fylgi þegar kjósendur ganga til kosninga sem verða á árinu. Er það ekki einmitt þetta sem menn hafa verið aö andæfa gegn svo kröft- uglega á síöustu misserum; hækk- andi sköttum og alltof stóru bákni hins opinbera, starfsfólki og stofnun- um, þ.á m. of mörgum þingmönnum? - Munurinn á núverandi flokkum er kannski ekki mikill þegar horft er á yfirborðið, en meginmunurinn felst þó í stefnumörkun þeirra, sem er sú hjá vinstri flokkunum og Framsókn- arflokknum, að þar er áætlað að halda áfram með skattahækkanir og þar með aukin ríkisútgjöld, en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lýst sig fllbú- inn til að stöðva hvort tveggja. Mér þykir því tillögur formanns Sj álfstæðisflokksins traustvekj andi og vil hvetja fólk, ekki síst unga fólk- ið til að léggja mat sitt á þær með framtíðina í huga. Það er ekki víst að við verðum þess umkomin að sameinast um hag lands og lýðs mik- iö lengur ef áfram verður haldið á þeirri braut sem nú hefur verið farin síðan þessir valdhafar fengu lykla- völdin. Enn um „slysastaura" Kristinn Snæland skrifar: i sl. nóvembermánuði skrifaði ég pistil í DV um umferðarmál. Þar benti ég á að vegna rangs halla götu, svo og vegna staðsetningar tiltekinna ljósastaura, væri sífellt verið að aka á staura þessa. Nefndi ég þar til m.a. tvo hættustaði, eða beygjuna á Norð- urfelli og beygjuna á Skógarseli, sunnan við gróðrarstöðina Alaska. Ég hefði einnig átt að nefna beygj- una eða lykkjuna af Reykjanesbraut inn á Miklubraut, en allar eiga beygj- ur þessar það sameiginlegt að þar eru ljósastaurar settir utanvert í kant- inn, en flestir vita að bifreið sem rennur til í beygju, rennur út úr beygjunni, og þá hugsanlega á staur- ana. - Þetta vita þeir líka hjá borg- inni og því hafa þeir settr víggirðingu um staurana sína við Norðurfell og Skógarsel. Þessi víggirðing dugir skammt og nú hefur á aðeins um það bil á eirini viku veriö ekið á ljósastaura í öllum þessum beygjum og það þrátt fyrir víggirðinguna. Þrír ljósastaurar eru fallnir með tilheyrandi tjóni viökom- andi ökumanna. - Ekkert þessara tjóna hefði orðið, aðeins ef okkar v menn hjá borginni hefðu haft vit á að staðsetja staurana innanvert í við- komandi beygjum. Það er löngu tímabært að flytja þessa „slysastaura" innanvert í beygjurnar, og það ætti að gerast ekki seinna en strax. Að minnsta kosti ætti ekki aö setja upp nýja staura í stað hinna skemmdu. „Löngu timabært að flytja þessa „slysastaura" innanvert í beygjurnar," segir m.a. í bréfinu. „Nomenklature" Ki'istján S. Kjartansson skrifar: Hér á landi er fiskveiðikvóti á farra manna höndum, fjármála- manna sem hafa auðveldan að- gang aö fé. Þeir sem vinna hörð- um höndum að fiskveiðum eru máttvana gegn forréttindahópi þessum. - A meðan allt færist í lýðræðisátt i Austur-Evrópu fest- ist sósíalískt viðhorf hér í sessi. Einstaklingsframtakið má sín einskis. Skattar hækka, svo og ríkisforsjá. Núverandi kvótakerfi ætti að hverfa og allir veiddu úr sameíg- inlegum heildarafla. Leigja ætti fiskveiðiieyfl tfl skipa og báta með þeim hætti að viss prósenta af óskiptri kostnaðaríriutdeild útgerðar af afla rynni í ríkissjóð. - Minni bátar, sem ekki taka kostnaðarhlutdeild, greiddu gjald af óskiptum afla í smábátafélagið. Hluti þessa eða viss hundraðs- hiuti rynni þá í rikissjóð. Útaðborða fyrirtvo S.E. hringdi: Útvarpsstöðin FM hefur verið í örum vexti á síðustu mánuðum. Þulirnir, sem þar starfa, virðast ekki allir starfi sínu vaxnir. Þetta set ég fram vegna þess að mér flnnst ámæhsvert þegar afkára- legar setningar eru tuggðar í Iflustendur og engin tilraun gerð tíl lagfæringar. Viss spurningarleikur er í gangi á útvarpsstöðinni og eru verðlaunin; „út að borða fyrir tvo“! Mér finnst að þetta ætti hik- laust að umorða og segja aö hér væri um að ræða máltíð fyrir tvo. Manni dettur varla annað í hug en hestar eða útigangsfénaður þegar talað er um að fara út að borða. - Besta lausnin væri að starfsmenn eða þulir FM fengju rækilega tflsögn um málfar og það sem þeir ætla að segja við hlustendur sína. Mátturha&kkar Hreiðar hringdi: Mér flnnst fara heldur illa á þvi hjá heilsuræktarstöðinni Mætti, sem er í eigu verkalýðsfélaganna, að hækka verðlag hjá sér mitt í þjóðarsáttarkeppninni. Ég var þarna í æfingum í desmánuði sl. og greiddi þá kr. 1.900. Br það rann svo út á nýársdag var búið að hækka gjaldið upp í kr. 2.300 eða um rúm 20%. Þetta finnst mér ekki ná nokk- urri átt. Ég fékk engar haldbærar skýringar á verðhækkuninni aðrar en þær að þetta hefði bara gerst yflr áramótin. - Ég held að þarna geti ýmislegt gerst þegar þjóöarsáttin er ekki höfð til hlið- sjónar í sameiginlegum rekstri verkalýösfélaganna á forvarnar- og endurhæflngarstöð fyrir fé- lagsmenn þeirra. „Avon“-vörurnar Jóhanna Ólafsdóttir hringdi: í lesendabréfi hinn 28. des. sl. var spurst fyrir um Avon-vörur, hvar þær fengjust og beiðni um upplýsingar þar að lútandi. Ég vil upplýsa að Avon-snyrtivör- urnai' eru ekki fáanlegar í al- mennum verslunum, en eru seld- ar hér engu að síöur samkvæmt ákveðnu pöntunarkerfi. Þeir sem vilja fá nánari upplýs- ingar hringi vinsamlegast í síma 651518 þar sem ég svara þeim er vilja vita nánar um fyrirkomulag. Þakkírfrá Mæðra- styrksnefnd Guðlaug Runólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mæðrastyrks- nefndar, hringdi: Þökkum af alhug öllu því góða fólki sem veitti okkur ómetanleg- an stuðning í jólasöfnun okkar. Guð blessi ykkur öll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.