Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu iirka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Skákað í skjóli friðar Níutíu íslendingar hafa sent frá sér áskorun til ríkis- stjórnar íslands um að lýsa yfir andstöðu sinni gegn stríðsaðgerðum í Austurlöndum nær. Hópurinn telur að íslensk stjórnvöld beri pólitíska ábyrgð á hugsan- legri styrjöld við Persaflóa með því að greiða atkvæði með samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita hervaldi til að koma írökum frá Kúvæt. Hér er að vísu ekki um fjölmennan hóp að ræða en allt eru það þjóðkunnir menn sem skrifa undir áskorun- ina og ekki verður dregið í efa að þeim sé full alvara með undirskriftum sínum. Og auðvitað hafa þessir menn sinn rétt til að láta skoðanir sínar í ljósi og senda frá sér hvers konar áskoranir og yfirlýsingar um úr- lausn heimsmálanna. Hér er flaggað í nafni friðarins. Níutíumenningarnir telja sig friðarsinna. Þeir styðja ekki stríðsrekstur og hafna þeirri lausn á deilunum við Persaflóa að hervaldi sé beitt til að Kúvætbúar öðhst yfirráð yfir sínu eigin landi. Þessi plata hefur áður verið spiluð. Þegar Hitler réðst inn í Súdetahéruðin hvöttu friðarsinnar til samninga við Þjóðverja. Eftir að nasistarnir höfðu ráðist inn í Tékkóslóvakíu var aftur sagt að semja skyldi við Hitl- er. Friðarsinnar vöruðu við hernaði og Chamberlain gekk í gildruna sem ofbeldisseggurinn lagði fyrir hann. Chamberlain hfir í sögunni fyrir hin fleygu orð: friður um okkar daga. Hann hafði ekki sleppt orðinu þegar Hitler réðst á Pólland og blóðbaðið hófst. Nú vilja friðarsinnar endurtaka þennan leik. Saddam Hussein hefur gerst sekur um ósvífna árás á sjálfstæða þjóð. Hann tók Kúvæt herskildi með vopnavaldi og hef- ur þurrkað Kúvæt af landakortinu. Nú heitir það hluti af írak. Ef Bandaríkjamenn hefðu ekki safnað liði til varnar Saudi Arabíu er allt eins líklegt að Saddam Hussein hefði lagt til atlögu gegn því landi og allir þekkja yfirlýsta stefnu hans um gjöreyðingu ísraels. Það er einkennileg túlkun á friði að halda skuli hlífi- skildi yfir árásarmönnunum, láta þá komast upp með hernað og ofbeldi og mælast síðan til þess að umheimur- inn bjóði ofbeldisseggnum kurteislega til friðarráð- stefnu! Það má ekki styggja Saddam Hussein. Það má ekki beita hervaldi til að kveða hernaðinn niður! Það er auðvitað vatn á myllu Saddams Hussein og illverka hans þegar friðarsinnar um allan heim mót- mæla stríðsrekstri gegn honum. Það er ekki ónýtt að hafa slíka bandamenn sem vilja fyrirfram útiloka stríð gegn þeim ofbeldismönnum sem ráðast gegn nágranna- ríkjum sínum og leggja þau niður. Það á bara að rétta þeim höndina og biðja þá allra auðmjúklegast að d’repa nú ekki fleiri menn! Friðnum má ekki spilla, friður um okkar daga. Það er kjörorð þeirra sem telja að ofbeldinu verði best svarað með því að gefast upp fyrir því. Hér er ekki verið að hvetja til styrjaldar. En hitt er eins víst að það er með öllu útilokað að lýsa yfir fyrir- fram að vöpnum verði ekki beitt gegn vopnum. Það er íjarstæðukennt með öllu ef íslendingar eiga að þvo hend- ur sínar af samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og kyssa vönd Saddams Hussein. íslendingar hafa skyldum að gegna í samfélagi þjóðanna og íslendingar þekkja þá staðreynd að linkind gagnvart ofbeldinu býð- ur ofbeldinu heim. Ekkert er Saddam Hussein kær- komnara en ótímabær hræðsla svokallaðra friðarsinna við hernaðarátök. Hitler skákaði í því skjólinu. Það ger- ir Saddam Hussein líka. Ellert B. Schram Skýrslugerðir og umferðaróhöpp: Opið bréf til dóms- málaráðherra Tilefni bréfs þessa er fyrirkomulag og framkvæmd núverandi skýrslu- gerða varðandi umferðaróhöpp um land aiit er gilt hafa frá því snemma árs 1988, með tilvísan tU núverandi umferðarlaga frá 1. mars 1988. - Þar er m.a. kveðið svo á, að dóms- málaráðherra gefi út reglugerð er í sér feli að óska eftir því við bif- reiðatryggingafélögin að finna nýtt skýrslueyðublað fyrir hinn al- menna ökumann er yrði ætíð til- tækt í öllum ökutækjum. Ástæða þess að slíkt fyrirkomu- lag skyldi tekið upp var sú að eftir giidistöku laganna skyldi lögregla ekki annast töku skýrslna af vett- vangi og væri verið að spara þenn- an útgjaldalið á fjárlögum, enda er það svo að öll löggæsla heyrir nú undir ríkið. - En tekið skal sérstak- Allsendis ófullnægjandi að ætla ökumönnum á sitt eindæmi að koma til skila upplýsingum um atvik að árekstri, segir m.a. í greininni. lega fram að lögreglurannsókn skuli fara fram ef slys ber að hönd- um við árekstra eða annars konar umferðaróhöpp. Til þess að kanna hvaða eyðublöð myndu henta voru fengnir valin- kunnir aðilar frá þrem bifreiða- tryggingafélögum og aö lokum fannst eyðublað er uppruna sinn átti í Bandaríkjunum. - Mönnum í þeim geira, er fjalla um bifreiðatjón og sakarmat, leist í fyrstu vel á þessi eyðublöð og að ökumenn myndu fylla þau út eftir bestu getu og samvisku en aðahnntak var þetta: Báðir ökumenn fylltu út eyðublaðið á forsíðu í tvíriti á árekstursvettvangi og vottuðu síð- an með undirskrift sinni. - Þar eð flest umferðaróhöpp verða miili tveggja aðila er vísað til ofanritaðs. Síðan skilaði hvor aðih sínu eintaki til síns tryggingafélags. Með þessu fyrirkomulagi yrðu ekki not fyrir aðstoð umferðarlögreglu. - Að vísu myndi umferðarlögregla aðstoða við útfyllingu ef þess væri óskað. Ekki góð reynsla Því miður hefur árangur þessa fyrirkomulags ekki gefið góða raun. Hvers vegna? Það er nefni- lega baksíða á eyðublaðinu þar sem aðilar að árekstri hafa möguleika, máski eftir að hafa fengið tauga- áfall að skýra sína hhð á óhappi eftir að formleg skýrsla hefúr verið gerð en forsíðunni verður ekki breytt eftir undirritun. - En þarna vih bresturinn einmitt verða og á ég þar við að báðir eða fleiri aðilar að umferðaróhappi fara að „fegra“ rétt sinn. Þetta hefur leitt th þess að jafnvel færustu lögmenn á sviði umferðar- laga, svo og skaðabótaréttar, hafa orðið að ráðleggja þeim starfs- mönnum, er sinna þessum mála- flokki bifreiðatryggingafélaganna, að þar sem báðir eða fleiri eru á öndverðum skoðunum verði niður- staðan sú að skipta beri sök, t.d. th helminga. Nú er það svo að ofangreindir starfsménn eiga iðulega í vök aö veijast og skiptir ekki máh hvort aðhar eru tryggðir hjá sama trygg- ingafélagi eður ei. Samvinna fuU- trúa félaganna er mjög góð og vil ég skýrt taka fram að þar er ekki um neina svonefnda „samtrygg- ingu“ að ræða. Sá er þetta ritar hefur unnið aö þessum málum um 35 ára skeið og er í sannleika sagt orðinn fullþreyttur á þessu fári hvað varðar núverandi ástand. - Vh ég benda hæstvirtum ráðherra á að það er oröinn ógjörningur þeim, er um þessi mál fjalla, að skha sínu hlutverki af heiUndum og gæta fyUsta hlutleysis hvað varðar þau gögn er berast. Skipttil helminga Þeir eru ekki ófáir tjónþolarnir er komið hafa bónleiðir til búðar vegna þess er að ofan greinir. Er KjaUarinn Magnús J. Tulinius tryggingafulltrúi hér er komið vh ég koma hér að kafla úr álitsgerð lögmanna er varðar umferðaróhapp, þar sem báðir dehdu skv. núverandi skýrslueyðublaði. Innskot þetta hljóðar svo: „Þegar metin er sök á áreksfri, er líkt stendur á og hér, er helst við að styðjast í sakarmati fjarlægð árekstursstaðar frá gatna- mótum og ökuhraða aftari bifreið- ar, sem oftast ræðst af hemlafórum. Um hvorugt þetta nýtur upplýsinga í þessu máU, en eingöngu er við að styðjast frásagnir ökumanna, and- stæðar um meginatriði og ófull- komið riss þeirra af vettvangi. Við svo stórvægilegan brest á upplýs- ingum eru heldur ekki lagafor- sendur til þess að sakarmat geti ráðist af sönnunarreglum. -Við svo búið er því ekki annarra kosta völ en skipta sök að jöfnu. Má hér glögglega sjá, hversu aUsendis ófullnægjandi sú aðferð er að ætla ökumönnum á sitt eindæmi að koma th skila viðhhtandi upplýs- ingum um atvik að árekstri, og láta við þær sitja sem grundvöll að sak- armati.Þetta getur slampast stund- um, en oftar en ekki fer eins og hér, að óvissa er um atriði, sem mestu máU skipta við maf á sök.“ Eins og hér kemur fram var hér skipt sök til helminga og vona ég að þeir lesendur, er orð mín lesa, skhji hve máUn eru í erfiðum far- vegi. - Hæstvirtur dómsmálaráð- herra: Margnefnt skýrslueyðublaö nær alls ekki sínum thgangi í því öngþveiti og tillitsleysi er tíðkast i nútímaumferð hér á landi í dag. Ég hefi heimsótt mörg lönd Evrópu sem utan þar sem ökutæki eru margfalt fleiri í ennþá minna skipulögðum borgum og bæjum. Þar varð ég aldrei vitni að slíkum óhöppum er hér eru nær daglegt brauð. - Áður en ofangreindar regl- ur tóku ghdi var gangur mála allt annar og eðlhegri: Ef um árekstur tveggja ökutækja var að ræða og óvefengjanlega var um einn söku- naut að óhappi að ræða skyldi sá gefa skýrslu til síns tryggingafé- lags, enda ekki tekin skýsla, nema full viðurkenning á .sök lægi fyrir. Ef lögregla var kvödd til sá viðkom- andi embætti ávallt um að senda þeim tryggingafélögum gögn, er aðild áttu að málum, og komu þá yfirleitt fram þær upplýsingar er mestu máh skipta. - Á því eyðu- blaði, er nú tíðkast, koma engar upplýsingar fram sem hér greinir, en eru hvað nauðsynlegastar við mat á sök, en stuðst er við í lög- regluskýrslum: Uppdráttur lög- reglu af vettvangi, hemlalengd, gerð hjólbarða, akstursfæri, veður- far, gerð gatna og vega, ástand öku- manna o.fl. Sviðsett óhöpp Ein er sú hætta er býður upp á misnotkun þessara eyðublaða, en hún er sú að sviðsetja óhöpp, án þess að til komi lögregla né aðstoð tryggingafélaganna. T.d. geta tveir aöilar sett á svið árekstur og haft ólöglega fé af tryggingafélögunum, og vil ég í því sambandi geta tveggja nýgenginna dóma í Sakadómi Reykjavíkur. Hér er að sjálfsögðu um sviksamlegt og glæpsamlegt athæfi að ræða. - Ég hafði fyrir nokkru tal af varðstjóra hjá um- ferðarlögreglu og spurði hvort hann væri hlynntur því að taka upp fyrri starfshætti og var svar hans: Hiklaust. Á sl. ári lagði þáverandi formaö- ur umferðarnefndar Reykjavíkur th við borgarráö að eflt yrði eftirlit með umferð og árekstrum og lög- regluhð aukið th þeirra athafna og var það samþykkt einróma, en jafnframt beint til þáverandi dóms- málaráðherra að hann kæmi á framfæri við fjárlagavaldið ósk um aukið fjármagn til þessara mála, en svarið var neikvætt. Að lokum þétta: Það hafa of margir landsmenn orðið fyrir skakkaföllum vegna vefengjan- legrar niðurstöðu og ónógra upp- lýsinga á téðum eyðublöðum. Dóm- arar hafa ekki treyst sér th að fjalla um máhn vegna ófullnægjandi gagna. Það er dýrt að vera fátækur en ýtrasta réttlæti í meðferð um- ferðarmála er aðkallandi nauðsyn er alla vegfarendur lands okkar varðar. - Tökum upp fyrri starfs- hætti hið allra fyrsta. Magnús J. Tulinius „Það hafa of margir landsmenn orðið fyrir skakkaföllum vegna vefengjan- legrar niðurstöðu og ónógra upplýs- inga á téðum eyðublöðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.