Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Side 12
12 Spumingm ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Hver helduröu að verði kjörinn íþróttamaður ársins? Einar Jóelsson: Ég fylgist ekkert meö því en þaö er alltof mikiö af íþróttum í sjónvarpinu. Svavar Þór Einarsson nemi: Pétur Guömundsson. Hann á þaö skilið. Jakob Svavarsson: Get ekki svaraö þvi. Halldór Egill Kristjánsson nemi: Hef ekki hugmynd. Ég fylgist lítiö meö íþróttum. Jóhann Már Sigurbjörnsson nemi: Veit þaö ekki. Aileen Soffia: Jón Páll kraftamaður. Lesendur Stríðsrekstur íslendinga og skinhelgin: Ekki viðj baraþeir... Jökulfell Sambandsins. Eina íslenska skipið sem sinnir kallinu um hernaðar- aðstoð í Persaflóadeilunni. Jóhannes Guðmundsson skrifar: Vegna áskorunar 90 „þjóðkunnra íslendinga", eins og segir í fréttum, til ríkisstjórnar íslands um að íslend- ingar styðji ekki stríðsrekstur gegn írökum hefur forsætisráðherra að vonum blandast í málið. Hann sagöi aö viö íslendingar gætum lítiö gert og í besta falli vonaö að allt færi vel aö lokum. En hann var nokkuð sein- heppinn í ummælum sínum, eins og stundum vill brenna viö. Forsætisráðherra sagöi m.a: „Við höfum ekki sent vopn, eins og allir vita, og stuðningur okkar hefur aö- eins verið bundinn viö flóttafólkið. ‘ ‘ Þetta má svo sem til sanns vegar færa. Hitt er þó kaldranalegt aö í sama mund og þeftá er sagt er eina íslenska skipafélagið sem tekur þátt í vopnaflutningum til Persaflóa- svæðisins, Samband ísl. samvinnufé- laga, aö leigja skip sitt, Jökulfellið, til að flytja vopn og skotfæri frá Þýskalandi til ótilgreindrar borgar við Persaflóann. Ég er síöur en svo að fordæma Sambandið fyrir þessa leigu á skip- inu. Við íslendingar verðum að átta okkur á því að við tilheyrum hinum vestræna heimi og höfum skyldur að rækja í Atlantshafsbandalaginu eins og aðrar þjóðir innan þess. Því væri það ekkert óeðlilegt þótt við hefðum brugðist við beiöni um að- stoð viö þennan mikla stríðsrekstur við Persaflóann með því m.a. að leggja af mörkum eitt skip eða svo til flutninga eins og reyndar hafði verið farið fram á. Það er hins vegar óheppilegt að forsætisráðherra skuli sinna áskor- un nokkurra þekktra vinstri manna sem nú ætla eina ferðina enn að þvælast fyrir með því að láta ófrið- lega hér heima og þykjast þess um- komnir að slá botninn úr samstöðu vestrænna þjóða gegn bijálæðingum sem ráðast á friðsamar þjóðir með hervaldi. Það er ekki mikill mann- dómur sem felst í því að hrópa í si- fellu: Ekki við, bara þeir, þegar mæta þarf sameiginlega ógn sem varðar allan heiminn. Rýnt í kristalskúluna Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið áskilur sér rétt til að sty tta bréf og símtöl sem birtast á les- endasíðum blaðsins. Regina Thorarensen skrifar: Eg horfði á þátt Ríkissjónvarpsins 2. janúar sl. „Rýnt í kristalskúluna". Þráinn Bertelsson var stjómandi og mættu aðrir stjómendur Ríkisút- varpsins taka hann sér til fyrirmynd- ar. - Hann var ekki að naga neglurn- ar eða hafa áhrif á einn eða neinn. Ég var langhrifnust af rússnesku konunni, hún talaði af reynslu og miklu viti. Henni fannst t.d. að það gæti ekki gengið í htlu landi að þegar byijað væri á nýjum atvinnurekstri þá fylgdu allir á eftir eins og t.d. skeði í laxeldinu og refaræktinni, fremur en að fylgjast þá með og sjá fyrst hvemig atvinnureksturinn gengi hjá nokkmm mönnum. - Ég er þessari rússnesku konu sammála en ríkis- stjómir Þorsteins og Steingríms mega hafa óþökk fyrir að moka svona peningum í áðúrgreindan at- vinnurekstur. Ég hef alltaf verið hálfhrædd við kvennahstakonuna Þórhildi Þor- leifsdóttur, formann þingflokks Kvennahstans. í gær var hún svo falleg og óþreytt og talaði af mikilli sanngimi og hugsun. Það er auðséð þegar hún er á Alþingi og einnig er hún kemur í sjónvarp, að hún er oft svo yfir sig þreytt og sjúskuð og oft þá ill og ábyrgöarlaus. I gær var hún hins vegar eins og „diskódrottning". Hún minnir mig svo oft á er ég sé hana á Alþingi á kvígu eina sem ég kynntist sem barn. Ég var aldrei hrædd við kvígu þessa, en vék mér bara til hliðar þegar kvígan ætlaði að stanga mig. Þá varð hún afvelta og ég hjálpaði henni þá á fætur. Hlutafjármarkaðurinn Sparifjáreigandi skrifar: . Nú hefur komið í ljós að íslending- ar eru þess fýsandi að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja og atvinnu- reksturs með því að gerast þar sjálfir eigendur. Og er því kenningin um að skattaafsláttur ráði mestu um Hvað geta sparifjáreigendur gert? - hækkun? ur. - Fáir hafa a.m.k. rokið til og selt bréf sín fyrstu dagana á nýbyij- uöu ári. Það kemur þó betur í ljós þegar líða tekur á mánuðinn og allt fram á vor. Að þeim reynslutíma fengnum getum við sagt til um með nokkurri vissu hvort hlutabréfa- Keypt verðbréf eða knújð á um yajda- En hvað getum við sparifjáreigend- gert? Eigum við aö taka út okkar fé og fjárfesta í hlutabréfum, verð- tryggðum spariskírteinum ríkis-, sjóðs, sjóðbréfum eða enn öðrum fjármagnstilþrifum? Eitt er víst, við getum ekki setið og látið sem ekkert sé. - Vextir áf sparifé eru langt fyrir neðan allt velsæmi á meðan keppst er um að ná til fjármagns okkar úr ýmsum áttum. Gott væri t.d. ef sjávarútvegsfyrir- tæki gætu farið inn á þá braut að laða til sín innlent fé í stað þess að þurfa að slá erlend lán. Ég vildi óska að hér kæmist stöðugleiki á fjár- magnsmarkaðinn og sparifjáreig- endur fengju sannvirði fyrir sinn þátt í sparnaðinum. En við búumst þá hka við að sjá viðbrögð innláns- stofnana í þessa átt. Vaxtalækkun hjálpar engum ef hún er ekki í sam- ræmi viö æðaslátt þjóðlífsins og at- vinnuástandsins á hveijum tima. hiutaíjárkaupin ekki haldbær leng- markaðurinnerkominntilaövera. DV Haftiarfjörður: færhrós J.K. skrifar: Það var mikiö álag á starfs- mönnum Hitaveitunnar á dögun- um þegar allt ætlaði um koh að keyra vegna skorts á heitu vatni frá Nesjavöllum. Við hér í Hafn- arfirði vorum meðal þeirra sem lentu í hvað raestum hremming- um af þessum sökum. Hvað sem um Hitaveituna má segja og stjómendur hennar er það staðreynd að hún og starfshð -hennar, sem annaðist viðgerðir og síðar að byggja upp dælustöð fyrir hverfið, stóð sig með hreinni prýði og aht þetta hö á skilið mik- ið hrós, ekki síst frá okkur hér í Haftiarfirði. Ég hef líka heyrt marga ræða þetta á þessum nót- um og því sendi ég þessar línur. Gjaldmiðilsbreyt- ingusemfyrst Eiríkur Guðmundsson skrifar: Nú er að koma að því eina ferð- ina enn að gjaldmiðihinn okkar er að verða að engu. Séð hef ég að krónan sé ekki orðin nema rétt tæpir 10 aurar nú, miöað við árið 1981! Hvers vegna gerum við þá ekki eina thraun enn til að styrkja krónuna með því að fella enn tvö núll af henni? Þegar gjaldmiðhsbreytingin átti sér stað síðast, um áramótin 1980/1981, láöist að setja fast kaupgjald og verðlag. Þétta var því tilgangslaus gjaldmiðhsbreyt- ing. Með bráðabirgðalögunum hefði mátt nota tækifærið og taka tvö núh af krónunni og þá væri nú annað viðhorf th þjóðarsáttar- innar. - Því ber brýna nauðsyn nú th að styrkja gjaldmiðilinn. Vindurinn í„hnúi“ Gaui skrifar: Það fer í taugamar á mér þegar veriö er að tala um að vindurinn liafi farið í þetta marga „hnúta“. f morgunút varpi rásar 2 í morgun var sagt að vindinum hefði „sleg- ið upp í 40 hnúta“ þegar mest var! - Þetta er einfaldlega vUlandi og máheysa, a.m.k. á meðan við styðjumst ekki að fuhu við ensku mæheininguna „knot“ sem að visu hefúr lengi verið notuð í flugmáh hérlendis. Við höfura mælieiningar í vind- stigum og th skamms tíma var talið að 12 stiga vindur þýddi mjög mikið rok og 14 stiga vindur væri ofsarok. - Meira mældist vist ekki i vindstigum. Ef hins vegar á að mæla vindinn í „hnútum" er eins gott aö leggja vindstigin niður eða gefa landsmönnum upplýsingar um vindstigin jafnframt hnútun- um. Sigurjónvill ekki hamborg- araograuðvín Magnús Gíslason hringdi í fréttum af leyfisveitingu fyrir veitingahúsið Jarlinn th að selja létt vín og bjór hefúr komiö frám að sumir fiúltrúar minnihlutans í borgarstjóm vUja ekki að skyndibitastaöir, sem standa meöfram fjölförnum akbrautum, fái vínveitingaleyfi. - Hvers vegna veit enginn. Hins vegar skýröi fuUtrúi Alþbl. í bórgarstjóm, Sígurjón Pétursson, frá því að hann vUdi a.m.k. ekki láta bendla sitt nafn við svona staði, t.d. þegar kallað væri upp nafú og númer gestsins: „Siguijón Pétursson, hamborgari og rauövín"! Þetta kahar maður nú að vera snobbaður. Hvers vegna má ekki selja vín nema þar sem borð em dúkuð og þjónað er tíl borðs?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.