Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991.
15
Skáldkonan og „báknið“
Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings. - . er skaldkona góð...
Verra er, þegar hún tekur skáldaleyfið með sér í ræðustól Alþingis ... “
Guðrún Helgadóttir er skáld-
kona góð og á einnig oft skemmti-
lega spretti sem stjórnmálakona.
Verra er, þegar hún tekur skálda-
leyfið með sér í ræðustól Alþingis,
og allra verst þegar fjölmiölar taka
að sér að koma boðskap hennar
gagnrýnislaust til almennings, hk-
lega í trausti þess að svo gamal-
reynd þingkona í virðulegu emb-
ætti forseta sameinaðs þings fari
ekki með neitt fleipur.
Púður ífjölmiðlum
En einmitt það átti sér stað við
umræöur um frumvarp til laga um
ferðaþjónustu 20. desember sl. Fjöl-
miðlungum þótti greinilega púður
í því, að þar beitti Guðrún sér gegn
tveimur flokksbræðrum sínum, og
komu málflutningi hennar óspart
til skila, en sáu ekki ástæðu til að
leita leiðréttinga á rangfærslum í
máli hennar. Þar sem líklegt er, að
einhverjir haíi talið, að þar hafi
verið byggt á staðreyndum, verður
ekki hjá því komist að leiðrétta
verstu vitleysuna.
Guðrún lýsti því yfir í ræðu sinni,
að hún væri algjörlega andvíg fyrr- _
nefndu lagafrumvarpi um ferða-
þjónustu. „Það er margt sem kem-
ur til,“ sagði Guðrún. „Hér er verið
í fyrsta lagi að bæta enn við bákn-
ið, setja á stofn feröamálaráð,
ferðamálastjóra, ferðamálasjóð, og
ég get ekki skilið til hvers.“
26 ára gamalt „bákn“
Undirritaðri er reyndar fyrir-
munað aö skilja, hvernig það hefur
getað farið framhjá þingkonunni,
að allt þetta, sem hún telur að eigi
að „bæta enn við báknið“ hefur
verið til árum saman og m.a. til
umræðu í tengslum við fjárlög og
KjaUarinn
Kristín Halldórsdóttir
formaður Ferðamálaráðs
lánsfjárlög á hverju einasta ári í
háa herrans tíð vegna knappra
fjárveitinga.
Hið rétta er, að Ferðamálaráð ís-
lands var stofnað með lögum árið
1964, og fyrsti fundur ráðsins var
7. júlí það sama ár. Lúðvíg heitinn
Hjálmtýsson var fyrsti formaður
ráðsins, en hlutverk þess var að
vera Aiþingi ráðgefandi um allt,
sem lyti að feröamálum í landinu.
Ferðamálasjóður var einnig sett-
ur á stofn árið 1964 og hefur um
árabil ekki kostað ríkissjóö nokk-
urn skapaðan hiut.
Árið 1976 var stöðu Ferðamála-
ráðs breytt verulega og falin stjórn
ferðamála undir yfirstjórn sam-
gönguráðuneytis. Jafnframt var
ákveðið að skipa ferðamálstjóra,
sem annaðist daglega stjóm ráðs-
ins, og gegndi Lúðvig heitinn þeirri
stöðu fyrstur manna.
Forsjálnin kom fyrir ekki
í þetta sinn voru alþingismenn
svo forsjáhr aö ákveða Ferðamála-
ráði tekjustofn, sem standa skyldi
undir kostnaöi við hin mörgu og
brýnu verkefni, sem við blöstu í
ferðamálunum. Þessi tekjustofn
var - og er enn - 10% af árlegri
vörusölu Fríhafnarinnar í Kefla-
vík. Um leið var verð allra vara í
Fríhöfninni hækkað um 10% til
þess að ekki væri tekið fé frá öðrum
verkefnum á vegum ríkisins.
Sjaldan hefur verið gengið jafn
skynsamlega frá fjármögnun verk-
efna á vegum ríkisins, því oft vill
brenna við, að ekki finnast neinir
fjármunir, þegar framkvæma á
ýmis verkefni, sem Alþingi sam-
þykkir. Nú var tekjustofninn ein-
faldlega búinn til. Sú forsjálni kom
þó fyrir ekki, því hinn sísoltni rík-
iskassi hefur aldrei skilað réttri
upphæð til ferðamálanna og stund-
um jafnvel tekið til sín allt að 80%
af lögboðnu framlagi. Þetta er að-
alástæða þess, að Ferðamálaráð
hefur aðeins sinnt sumum verkefn-
um sinna sæmilega, öðrum illa og
sumum alls ekki.
Mörg og stór verkefni
Sem dæmi um verkefni ráðsins
má nefna landkynningu og mark-
aðsmál, þátttöku í alþjóðlegu sam-
starfi, ráðgjöf og aðstoð við aöila í
ferðaþjónustu, þjónustu- og upp-
lýsingastarfsemi fyrir ferðamenn,
og síðast en ekki síst skal nefna
frumkvæði að fegrun umhverfis og
samstarf við einkaaðila og opin-
bera aðila um snyrtilega umgengni
lands í byggðum sem óbyggðum.
í fyrrnefndu lagafrumvarpi er
verkefnum ráðsins fækkaö, en þó
lögð áhersla á þau, sem hér hafa
verið talin upp. Auðvitað mætti
hugsa sér einhverjar aðrar lausnir
en að hafa slíkt „bákn" sem þetta
til þess að annast framangreind
verkefni. En þau verður að vinna,
og kostnaðurinn við „báknið“ hef-
ur aðeins numið broti af þeim tekj-
um, sem þessi vænlega atvinnu-
grein hefur fært þjóðarbúinu. Þær
tekjur námu um 11 mihjörðum í
gjaldeyri á nýliðnu ári auk mikilla
innlendra tekna.
Það er því ástæðulaust fyrir þá
ágætu skáldkonu Guðrúnu Helga-
dóttur að ræða ferðamál á þeim
nótum, sem hún gerði í jólaönnum
hins háa Alþingis.
Kristín Halldórsdóttir
.. fyrirmunaö aö skilja, hvernig það
hefur getað farið framhjá þingkon-
unni, að allt þetta, sem hún telur að
eigi að „bæta enn við báknið“ hefur
verið til árum saman... “
/
Nýja Dagsbrún ’91
Hvers vegna nýja Dagsbrún? Jú,
sú aldna og þreytta er að syngja
sitt síðasta, enda hefur ekki verið
kosið í 18 ár í þessu stóra félagi sem
hefur verið leiðandi afl í öllum
samningum undanfarin ár.
En nú skal verða breyting þar á
vegna þeirrar kaupmáttarrýrnun-
ar sem orðið hefur undanfarið.
Sátt vina og vandamanna
Árið 1988 voru gerðir samningar
og komu tvær kauphækkanir til
framkvæmda. Síðan var verðstöðv-
un á kaupi og verðlagi fram á vor
1989. Ef ekki hefði orðið þessi fryst-
ing hefði kaupið verið eins og sýnt
er á meðf. töflu þann 15. febrúar
1989, samkv. samningunum 1988, í
staðinn fyrir febrúar 1989. 1. maí
1988 var skrifað undir þá samninga
sem voru kauplækkun upp á rúm
3% hjá hafnarverkamönnum. Þetta
eru afleiðingar af sambandsleysi
forustunnar við hina vinnandi fé-
laga.
Þjóðarsáttin, sem er sátt vina og
vandamanna og pólitíkusa, sýnir
að kaup í sama flokki og áður er
getið hefur breyst frá 26. febrúar
1988 til 1. júní 1990 um 19% að
meðaltali hjá hafnarverkamönn-
um, eða um rúmar 7000 kr. Hér er
átt við mánaðarlaun.
Svo eru menn undrandi á því
hvers vegna við viljum skipta út
forystusveitinni. Eru það ekki næg
rök að láta lækka kaupið okkar
þannig að þaö sé ekki lifandi á hinu
góða og fagra íslandi þar sem við
höfum slitið barnsskónum mann
fram af manni, kynslóð fram af
kynslóð? Eöa er verið að flæma
okkur af landi brott og flytja inn
vinnuafl sem þiggur lægri laun en
við, eins og gerst hefur í Evrópu
undanfarinn áratug eða svo?
Kjallariim
Páll Þorgríms Jónsson
flokksstjóri og meðstjórnandi
í mótframboðinu
Hugmyndir nýrrar forystu
Ég vona að það sé ekki ósk lands-
manna. En sé svo þá er illa komið
fyrir mínum kæru löndum og þá
verður ekki gott að heita íslending-
ur á íslandi vegna þess að við eig-
um allt okkar undir útflutningsaf-
urðum okkar í Evrópu.
Hvað gera landsmenn þá? Mér er
spurn.
Jú, við myndum sjálfsagt leita
eftir aðstoð líkt og Sovétríkiniðru
að gera í dag.
Við viljum hins vegar ekkert
þannig-lagað heldur sýna að við
séum sterk þjóð sem veit hvað hún
vill.
Ný forysta í Dagsbrún hefur
ákveðnar hugmyndir um hvernig
megi gera lífvænlegt á hjara ver-
aldar, t.d. að setja á hátekjuskatt,
hækka skattleysismörkin, hækka
launin, auka framleiðni hér heima
og svo framvegis.
Allt tekur þetta tíma og kostar fé
en það skilar sér í þjóðai'búinu með
betra verkafólki sem sér að það
uppsker eins og það sáir.
Kosið verður um nýja stjórn í
janúar 1991 og ég vil skora á alla
þá sem berjast við að láta launin
endast út mánuðinn að skoða þá
kosti er viö bjóðum upp á og voru
kynntir í síðasta tölublaði frétta-
bréfs Dagsbrúnar. Ég skora á þá
aö láta vilja sinn í ljós í atkvæða-
greiðslunni með því að skipta um
forystu.
Kaupið hækkar ekki sjálfkrafa.
Hingað til höfum við orðið að hafa
fyrir því að sækja það eins og betl-
arar.
Munið í janúar 1991, ný stjóm og
ný viðhorf.
Páll Þorgríms Jónsson
<1132)) fíii[ J v i í »* i (i 3 l
„ ... ekki hefur verið kosið í 18 ár í
þessu stóra félagi sem hefur verið leið-
andi afl 1 öllum samningum undanfarin
ár. En nú skal verða breyting þar á
vegna þeirrar kaupmáttarrýrnunar
sem orðið hefur undanfarið.“
Þjóðarsáttin er sátt vina og vandamanna og pólitikusa, segir hér m.a.
LAUN HAFNARVERKAMAIMNA
- miðað við 3. launaflokk -
■ Varð □ Hefði orðið
50.000 f
20.000!
10.000!
Grunnlaun
15. feb. 1989
Eftir3ár
Eftir7ár
Eftirl ár
Eftir 5ár
Eftir 12 ár
n-— afleiöingar af sambandsleysi forystunnar viöhina vinnandi fétaga.‘