Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Qupperneq 26
26 TPPt HAÍtVfAT. 8 fff 10ACTTJT.CIIffci ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Fólk í fréttum Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi er framleiðandi kvik- myndarinnar „Ryð“. Sigurjón er faeddur 15. júní 1952 á Akranesi og ólst þar upp og í Rvík. Starfsferill Sigurjón lék með hljómsveitunum Ævintýri, Flowers og Brimkló með námi og varð stúdent frá VÍ1973. Hann lauk BA-prófi í ensku og bók- menntum frá HÍ1977 og var í námi í kvikmyndagerð í háskólanum í Suður-Kaliforníu 1978-1980. Sigur- jón samdi handritið og leikstýrði kvikmyndinni The Story of L. Sharkey sem vann Focus-verðlaun- in 1979. Hann var í námi fyrir leik- stjóra hjá American Film Institute 1981-1982 og var framleiðandi kvik- mynda og tónlistarmyndbanda í Los Angeles 1982-1983. Sigurjón leik- stýrði Litlu hryllingsbúðinni í Gamla bíói 1983 og var framleiðandi kvikmyndarinnar Nickel Mountain. Hann geröi myndirnar Hard Rock Zombies og American Drive-In ásamt skólafélaga sínum í AFI, Steve Gloin. Þeir stofnuðu fyrirtæk- ið Propaganda Films í nóvember 1986 en það hefur framleitt yfir 150 tónhstarmyndbönd og eru mörg þeirra þekktustu tónlistarmynd- böndin í Bandaríkjunum. Þeir fram- leiddu kvikmyndirnar Pl-Private Investigations 1986 og The Blue Igu- ana 1987. Þeir framleiddu Kill Me Again 1988 og Tryllt ást (Wild at Heart) 1989 í leikstjórn David Lynch en sú mynd vann gullpálmann í Cannes 1990. Sigurjén er einn af framleiðendum framhaldsmynda- flokksins Tvídranga (Twin Peáks) 1989, í leikstjórn David Lynch, er framleiðandi kvikmyndarinnar ,,Ryð“ 1990, í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 2. desember 1973 Sigríði Jónu Þórisdóttur, f. 2. febrúar 1950, sérkennara fyrir heyrnarskerta. Foreldrar Sigríðar eru Þórir Jónsson, framkvæmda- stjóri í Rvík, og kona hans, Hanna Felixdóttir. Sonur Sigurjóns og Sig- ríðar er Þórir Snær, f. 12. ágúst 1973. Bróðir Sigurjóns er Karl Jóhann, f. 8. september 1950, hljómlistarmaður í Hveragerði. Sambýliskona Karls er Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir nemi. Ætt Foreldrar Sighvats eru Sighvatur Karlsson, f. 16. janúar 1933, bryti á Akranesi,ogkonahans, Sigurborg Sigurjónsdóttir, f. 5. nóvember 1933, d. 28. janúar 1986. Sighvatur er son- ur Karls, póst- og símstöðvarstjóra á Blönduósi, Helgasonar, b. í Gauts- dal í Geiradal í Dalasýslu, Helgason- ar, b. í Garpsdal, Helgasonar. Móðir Helga í Gautsdal var Gróa Egils- dóttir, b. a Gillastöðum í Reykhóla- sveit, Jónssonar. Móðir Karls var Ingibjörg Friðriksdóttir, b. á Gests- stöðum, Magnússonar, b. á Skáld- stöðum, Jónssonar, b. í Hvítadal, Sigurðssonar, bróður Sigurðar, langafa Áslaugar, móður Geirs Hall- grímssonar. Móðir Jóns var Guðrún Aradóttir, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumsspnar. Móðir Sighvats var Ásta Sighvats- dóttir, bankastjóra íslandsbanka, Bjarnasonar. Móðir Sighvats var Þorbjörg Sighvatsdóttir, b. á Melum á Kjalarnesi, Jónssonar, bróður Kristínar, móður Benedikts, alþing- ismanns, fóður Einars, skálds. Móð- ir Sighvats á Melum var Þorbjörg Sighvatsdóttir, b. í Grjóta í Rvík, Sighvatssonar. Móðir Sighvats var Gunnhiidur Jónsdóttir, sýslumanns í Rvík, Hjaltalíns, ættfóður Hjalta- línsættarinnar. Móðir Ástu var Ágústa, systir Guðrúnar, móður Sigfúsar Blöndals orðabókahöfund- ar. Önnur systir Ágústu var Emilía, amma Boga Ágústssonar, frétta- stjóra Sjónvarpsins. Ágústa var dóttir Sigfúsar, prests á Undirfelli, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þor- steinssoar, ættföður Reykjahlíðar- ættarinar. Móðir Ágústu var Sigríð- ur Björnsdóttir, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, Blöndals, ætt- föður Blöndalsættarinnar. Sigurborg var dóttir Siguijóns, skipstjóra á Neskaupstað, bróður Fannýjar, móður Ingvars Gíslason- ar, ritstjóraTímans. Sigurjón er sonur Ingvars, alþingimanns á Ekru 1 Norðfirði, Pálmasonar, b. á Ysta- gih, Sigurðssonar. Móðir Pálma var Ingibjörg, systir Jóns, afa Jóns al- þingismanns á Akri, fóður Pálma, alþingismanns á Akri. Ingibjörg var dóttir Pálma, b. í Sólheimum, Jóns- sonar, b. á Ásum, Benediktssonar. Móðir Pálma var Ingiríður Jóns- dóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónsson- ar, ættföður Skeggsstaðaættarinn- ar. Móðir Sigurjóns var Margrét, systir Ólafar, móður Finns listmál- ara og Ríkarðs myndhöggvara Jóns- sona. Margrét var dóttir Finns söðlasmiðs á Tunguhóli í Fáskrúðs- firði, Guðmundssonar, b. á Brim- nesi, Magnússonar, b. í Dölum, Stef- ánssonar, b. í Sandfelli, Magnússon- ar, ættfóður Sandfellsættarinnar. Móðir Sigurborgar er Jóhanna Sigfmnsdóttir, sjómanns í Neskaup- stað, Sigurðssonar, Jósefssonar, á Sigurjón Sighvatsson. Sævarenda, Grímssonar, bróður Gríms, langafa Gríms Helgasonar, fóður Vigdísar rithöfundar. Móðir Jóhönnu var Vilborg Bene- diktsdóttir, Björnssonar, Hallgríms- sonar, b. á Búðum á Fáskrúðsfirði, Hallgrímssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunnarssonar, skálds. Móðir Benedikts var Vilborg Sigurðardótir, b. í Njarðvík, Gísla- sonar, b. í Hólshjáleigu, Gíslasonar, bróður Benedikts, langafa Halldóru, móður Ragnars Halldórssonar, stjórnarformanns ÍSALs. Afmæli Pétur Sveinsson Pétur Sveinsson rannsóknarlög- reglumaður, Heiðnabergi 11, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Svefneyjum á Breiðaflrði en ólst upp til átta ára aldurs í Hvallátrum. Hann flutti þá að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann átti heima til tvítugs. Þá flutti Pétur með konuefni sínu til Patreksfjarðar þar sem þau giftu sig og hófu búskap. Á Patreksfirði bjuggu þau hjónin til ársins 1984 en fluttu þá til Reykjavíkur þar sem þauhafabúiðsíðan. Pétur lauk gagnfræðaprófi frá Núpi og síðan námi viö Stýrimanna- skólann í Reykjavík en hann hefur hin meiri skipstjórnarréttindi á fiskiskipum. Þá lauk hann prófum frá Lögregluskólanum 1978. Pétur hóf sjómennsku sína á bát frá Akranesi 1956 og stundaði síðan sjóinn til ársins 1974, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri á bátum frá Patreksfirði. Hannhóflöggæslu- störf á Patreksfirði 1974 og hefur verið lögreglumaður síðan, fyrst á Patreksfirði og síðan í Reykjavík. Hann var skipaður rannsóknarlög- reglumaður í september sl. Pétur starfaði í Lions-hreyfmg- unni á Patyreksfirði og var þar m.a. formaður fjáröflunarnefndar. Hann var einn af stofnendum Rauða kross-deildarinnar í Vestur-Barða- strandarsýslu og var formaður hennar frá stofnun og þar til hann flutti suður. Þá var hann gjaldkeri Stangaveiðifélags Patreksfjarðar, starfaði í sjálfstæðisfélaginu á Pat- reksfirði í mörg ár, var varamaður í hreppsnefnd og sat þar lengi í hafn- arnefnd. Fjölskylda Pétur kvæntist 21.4.1962 Sigur- veigu Helgu Thorlacius Jónsdóttur, f. 28.5.1941, deildarstjóra í ríkisbók- haldinu en hún er dóttir Jóns Ingi- valds Sveinssonar frá Girði á Barða- strönd, sjómanns sem lést 1974, og Fjólu Árnadóttur frá Hnjóti í Ör- lygshöfn, húsmóður sem einnig er látin. Pétur og Sigurveig eiga fjögur börn. Þau eru Jón, f. 12.11.1961, múrari í Reykjavík og starfsmaður hjá Steintaki, kvæntur Eddu Sig- urðardóttur frá Húsavík og eiga þau tvö börn; Sveinn, f. 14.10.1962, vél- virki í Garðabæ, kvæntur Þorbjörgu Svövu Óladóttur iyfjatækni; Arn- fríður Thorlacius, f. 2.6.1965, gjald- keri við Landsbanka íslands, Múla- útibú, gift Sörla Ágústssyni mat- reiðslumanni og starfsmanni á Vogi, og eiga þau eina dóttur, og Pétur Ingi, f. 30.3.1974, nemi í MS, búsettur í foreldrahúsum. Pétur á tvö systkin. Þau eru Ástríður, f. 18.8.1942, húsmóðir í Reykjavík, og Brandur, f. 13.12.1945, stýrimaður og nú starfsmaður hjá Faxamarkaði. Foreldrar Péturs eru Sveinn Pét- ursson, f. 6.8.1920, fiskmatsmaöur hjá Granda hf., og Rebekka Guð- mundsdóttir, f. 5.10.1921, húsmóðir og fyrrv. starfsmaður á Hrafnistu. Ætt Sveinn er sonur Péturs, úr Grunnavík, Sveinssonar Pétursson- ar. Móðir Péturs Sveinssonar var Pálína Tómasdóttir. Móðir Sveins fiskmatsmanns var Ástríður Jóns- dóttir frá Barmi á Skarðsströnd. Rebekka er dóttir Guðmundar, b. og verkamanns í Sjóbúð á Bíldudal, Arasonar, b. í Barmi í Gufudals- sveit, Guðmundssonar. Móöir Guð- mundar í Sjóbúð var Björg Jóns- dóttir. Móðir Rebekku vár Þorbjörg, ljósmóðir á Bíldudal, Guðmunds- dóttir, b. ogoddvita í Skáleyjum, Jóhannessonar, b. á Kirkjubóli á Bæjarnesi, Bæringssonar. Móðir Guðmundar í Skáleyjum var Ingi- Pétur Sveinsson. björg Guðmundsdóttir úr Hvallátr- um. Móðir Þorbjargar var Steinunn Sveinbjörnsdóttir, b. í Skáleyjum, Magnússonar. Móðir Steinunnar var María Jónsdóttir úr Svefneyj- um. Pétur tekur á móti gestum á heimili sínu eftir klukkan 17.00 á afmæhs- daginn. Endurskinsmerki stórauka öryggi í umferðinni. yUMFERÐAR RÁÐ Höfum opnað glæsilegan veitingastað að Faxafeni 11. Leigjum út salínn fyrír einkasamkvæmi á kvöldín 50 manns í sæti, t.d. brúð- kaup, þorrablót, afmæli, árshátíðir o.fl. o.fl. Upplýsmgar i simtim 678860 - 676649 95 ára Guðrún Reinaldsdóttir, Austurbergi 34, Reykjavík. 75ára Jón Jóhannsson, Krabbastíg 1A, Akureyri. Guðrún P. Friðriksson, Stórholti 1, Akureyri. 70 ára Sumarliði Mariasson, Laugamesvegi 56, Reykjavík. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, ■ Áifaskeiði 72, Hafnarfirði. Harald Faaberg, Seilugranda 1, Reykjavík. 60ára Jóhann B. Sveinsson, Hraunbæ 71, Reykjavík. Ragnheiður S. Jónasdóttir, Álfhólsvegi 84, Kópavogi. Lára Gísladóttir, Hafnarstræti 2, ísafirði. Haukur Kristinsson, Böðvarsgötu 10, Borgarnesi. 50 ára Guðmundur Guðfinnsson, Blikanesi 4, Garðabæ. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. Minny Þorláksdóttir, Hrannarbyggöl3, Ólafsfirði. Kristinn Finnsson, Hamragerði 29, Akureyri. 40 ára Guðmundur Guðmundsson, Hraunbæ 146, Reykjavík. Pétur Eiríksson, Langholti II, Hraungerðishreppi. Alma Hanna Guðmundsdóttir. Sjávargötu 6, Bessastaðahreppi. Ingunn Guðmundsdóttir, Lundarbrekku 8, Kópavogi. Jörundur Þórðarson, Kjarrhólma 16, Kópavogi. Sigfríður Lárusdóttir, Furugrund 46, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.