Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. FÉRRÚAR 1991
3
Fréttir
í leit að meiri peningum:
íslendingar mestu
lukkuf íklar í Evrópu
Islendingar eru mestu lukkufí-
klarnir í Evrópu ef marka má útttekt
hins virta alþjóðlega endurskoðun-
arfyrirtækis Coopers og Lybrand.
Á síðasta ári tók fyrirtækið saman
skýrslu fyrir árið 1989 og kemur fram
í henni hve miklu þjóðir Evrópu
spandera í veðreiðar, spilavíti og alls
konar happdrætti sem eiga það öll
sameiginlegt að borga vinninga út í
beinhörðum peningum.
Ejögur form happdrætta eru al-
gengust í álfunni og raunar úti um
allan heim; það eru skafmiðar, happ-
drætti, getraunir og lottó.
Samkvæmt niðurstöðu Coopers og
Lybrant nam heildarveltan á happ-
drættismarkaðnum í Evrópu rúm-
lega 800 milljörðum króna árið 1989.
Fyrirtækið hefur ekki viljað gefa upp
hvernig þær upphæðir skiptast á
milli hinna einstöku þátta, það er
hversu miklu hver þjóð eyðir í happ-
drætti, skafmiða og svo framvegis.
Norðurlandaþjóðirnar virðast
skera sig nokkuð úr því þær eyða
mun meira í að reyna áð hagnast á
hinum ýmsu peningahappdrættum
en aðrar þjóðir. íslendingar tróna
efstir á blaði, Norðmenn fylgia fast á
hæla íslendinga og Finnar eru ekki
langt undan. Svíar eyða og umtals-
verðum peningum í að reyna að
höndla meiri auðæfi en Danir virðast
ekki mjög spilasjúkir.
Þeir sem eyddu hins vegar minnst-
um peningum í að reyna að græða
meiri peninga eru Lúxemborgarar. Á
meðan hver íbúi í hertogadæminu
eyddi á árinu 1989 sem svarar 21
krónu í að höndla hamingjuna eyddi
hver íslendingur 10.365 krónum í
leitinni að meiri peningum.
-J.Mar
Magnea Albertsdóttir og Einar Guð-
brandsson spá í vinningslíkur.
Þeir eru margir sem spila I ýmiss
konar happdrættum í von um að fá
þann stóra.
Maður skefur í veikri von um að fá vinning, segir Sigurlaug Bjarnadóttir.
DV-myndir GVA
Skaíið í von um að fá vinning:
ISLAND
2.565
ilP;36Sl
SVlÞJOÖ
47.44|;
5.665
iDANMORK
33.874
2.169
IRIANO
UHI TIAND
11 648
3312
'SKALANI
AUSTURRlKI
31.838
79.186
4.488
40 521
4 092
IJALAI
FRAKKLAND
173.003
BÚLgAgj;
|l 3 357 I:
1.474^1!
JÚGÓSLA'
strALisi
PORTÚGAL
SPANN
ÍÍÁND
2í;sss:
!Hl!
19.021
H!!;,
'land::
11 648
3312
Heilfi irsjla 1989 I milljorðum kr
IfppÍtstsó á einstakliiui i kr.
SOVÉTRlKIN
62.143
214
TÉKKÓSLÓVAKÍA
Það fylgir þessu
smáspenningur
„Það fylgir því smáspenningur að
kaupa sér skafmiða. Maður skefur
samt í veikri von um að fá vinning
en hefur hins vegar í huga að maður
er að styrkja gott málefni sem er
Happdrætti Háskóla íslands," segir
SigurTaug Bjarnadóttir, fyrrverandi
alþingismaður, frá Vigur.
Islendingar eyða miklum íjármun-
um í ýmiss konar happdrætti. Þær
Guðrún Brynjólfsdóttir og Sigrún
Halldórsdóttir, afgreiðslustúlkur í
Happahúsinu í Kringlunni, sögðu að
það væri afar misjafnt hversu háum
fjárhæðum fólk eyddi í lukkuna. En
það mætti kannski segja að að meðal-
tali keypti hver einstaklingur lottó-
seðil fyrir 350 krónur og í leiðinni
væru keyptir skafmiðar fyrir 500
krónur.
Það virðist vera nokkurs konar
regla að þeir sem fá litla vinninga á
skafmiðana sína koma og fá nýja
skafmiða upp í vinninginn. Þegar
upp er staðið hefur fólk eytt öllu því
sem það græddi og stundum meira
til.
Það var og nokkuð athyglisvert að
fæstir þeirra er DV ræddi við vissu
hversu miklum fjárhæðum þeir
eyddu í lukkuna á mánuði eða höfðu
mjög óljósar hugmyndir um það.
Valgarður Jóhannesson sjómaður
var einn þeirra sem voru að skafa
fyrir framan Happahúsið. „Ég kaupi
mér stöku sinnum skafmiða og svo
kaupir íjölskyldan þrjá lottóseðla
fyrir helgar. Hins vegar spilum við
ekki í happdrættum, þetta dugar.“
Magnea Albertsdóttir og kunningi
hennar, Einar Guðbrandsson, voru
að skafa. „Ef við fáum milljón skipt-
um við henni á milli okkar,“ sagði
Einar. Það var hins vegar enginn
vinningur á miðanum og þá var að
skafa af þeim næsta. „Þegar maður
er auralaus tekur maður sjensinn að
kaupa sér skafmiða í von um að
maður fái aura," segir Magnea. „Ég
spila svo í happdrætti Háskóla ís-
lands og hef gert í mörg ár. Ég hef
einu sinni fengið stóran vinning þar,
það var fyrir nokkrum árum. Þá fékk
ég 10.000 krónur sem voru þriggja
mánaða laun mín þá. Þetta er allt
gert upp á gróðavonina að spila í
happdrættum. Það er bara þegar ég
kaupi miða af skátunum sem ég er
ekki að hugsa um að fá vinning. Þá
er ég einungis að styrkja gott mál-
efni.“
-J.Mar
Heffengiðeinstakl-
ingtilmeðferðar
vegna spilaf íknar
- segir Pétur Tyrfingsson
„Ég hef fengið einn einstakling til
meðferðar sem átti ekki við áfengis-
vandamál að stríða heldur var hann
sólginn í að spila í alls konar happ-
drættum og peningaspilum. Það var
fyrir um það bil ári. Sá maður var
búinn að spila sjálfum sér til óbóta
og gat ekki lengur sinnt vinnu eða
öðrum skyldum sínum. Hann var
ekki lagður inn á Vog heldur fór
hann í meðferð á göngudeild,“ segir
Pétur Tyrfingsson, ráðgjafí hjá SÁÁ.
„Ég vildi ekki leggja manninn inn
á meðferðarstofnun strax heldur láta
hann koma á göngudeild. Ef það
hefði ekki skilað árangri hefði ég lagt
hann inn. Ég setti upp nákvæmlega
sama prógramm fyrir þennan mann
og ég set upp fyrir einstakling sem
er að koma úr heföbundinni áfengis-
meðferð og hefur lágt streituþol. Það
virtist skila árangri en ég veit ekki
hver urðu afdrif þessa manns.
Áður en ég tók þá ákvörðun að láta
hann koma á göngudeild leitaði ég
fyrir mér hvort það væru einhverjir
læknar eða sálfræðingar sem hefðu
sérhæft sig í þessu vandamáli sem
er töluvert útbreitt. Það eru til að
mynda margir alkóhólistar, sem eru
búnir að vera í meðferð, sem detta í
eitthvað annað á eftir til að fylla upp
í tómarúmið sem skapast við að
hætta að drekka." -J.Mar
Hfc. A ^ i B i œu g m B m /Sffi É V flf i
rfeg Í4 ' ; /• .V g • m B J 1 g jfii it 1 » 1 : * ■ 1 Jt I wm g j II J
j-m kj M 1 f