Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Síða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991.
Sviðsljós
13 V
Ólyginn
sagði...
Steffi Graf
StefS Graf, tennisstjarnan fræga
frá Þýskalandi, er ekki hrifin af
frægöinni sem fylgt hefur góöum
árangri í íþróttinni. Hún segist
gjarnan vilja varpa af sér oki
frægðarinnar, en það sé sífellt
erfiöar aö fá að vera í friði. Stefii
segist hafa ígrundað vel þann
möguleika að flytja aðsetur sitt
til Bandaríkjanna og koma aðeins
til Þýskalands til þess að taka
þátt í mótum. Hún segist ætla að
gera alvöru úr þessu ef fjölmiðlar
í Þýskalandi láta hana ekki í friði.
DV-myndir S
Gym80
- ný heilsuræktarstöð
Þeir Jón Páll Sigmarsson, sterkasti
maður heims, og Jóhann Möller
tannlæknir hafa opnað nýja líkams-
ræktarstöð að Suðurlandsbraut 6.
Nefnist fyrirtækið Gym 80. Starfsem-
in fer fram á tveimur hæðum húss-
ins.
Þama er um að ræða einhvern full-
komnasta tækjasal landsins en auk
þess er salur fyrir leikfimi eða aðrar
þær æfingar sem tengjast hreyfingu.
Að sjálfsögðu fylgir svo gufubað og
ljósabekkir og annaö þaö sem til-
heyrir nútíma líkamsræktarstöðv-
um.
Mikill áhugi virðist vera á líkams-
rækt á íslandi um þessar mundir ef
marka má fjölda þeirra líkamsrækt-
arstöðva sem í rekstri eru vítt og
breitt um landið og þá ekki síst á
höfuðborgarsvæðinu.
-S.dór
John Cleese
John Cleese, leikarinn frægi, sem
allir muna eftir úr myndinni „A
Fish Called Wanda“, er nú á leið-
inni í þriðja hjónaband sitt.
Cleese, sem er nú 51 árs gamall,
ætlar aö leiöa Alyce Faye Eich-
elberger upp að altarinu síðar á
þessu ári. Cleese á tvö hjónabönd
að baki, en hann skildi við síðari
konu sína, Barböru Trentham, i
maí á síðasta ári. Árið 1983 skrif-
aði John Cleese bók í samvinnu
við sálfræðing sinn sem ber heitið
„Fjölskyldur og hvernig á að við-
halda þeim“. Eitthvað virðist
Cleese sjálfum hafa gengið illa að
halda forskriftinni úr þeirri bók.
David Bowie
Söngvarinn frægi David Bowie
er nýtekinn saman við þeldökka
stúlku sem er ein af frægari fyrir-
sætum heims. Hún heitir Iman
og er borin og barnfædd í Kenýa.
Bowie, sem er 41 árs gamall, hafði
undanfarin 3 ár búið með ballett-
dansaranum Melissu Hurley sem
er aðeins 25 ára gömul, en upp
úr því sambandi slitnaði í ágúst
á síðasta ári. Iman er tíu árum
eldri en Melissa. David Bowie
hefur nóg að gera um þessar
mundir því hann er að leika í
kvikmyndinni „The Linguini In-
cident" með Rosönnu Arquette,
Marlee Matlin og Shelley Wint-
ers.
Jón Páll i hinum fullkomna tækjasal Gym 80.
Hveragerði:
Michelsen verslar á ný
Sigriður Gunnarsdóttir, DV, Hverageröi:
Margir eldri Hvergerðingar ráku
upp stór augu þegar þeir fréttu að
Frank Michelsen væri kominn til
Hveragerðis ásamt fjölskyldu sinni á
ný og farinn að versla. Frank er
Hvergerðingur í húð og hár og rak
“ blómaverslun Michelsens með fóður
sínum hér lengi á árum áður. Blóma-
verslunin var seld fyrir 11 árum, nú
Blómaborg, og Frank flutti með fjöl-
skyldu á höfuðborgarsvæðið.
Frank Michelsen hefur tekiö við
rekstri Olís - matvörumarkaðarins -
keypti reyndar reksturinn af Óla Kr.
Sigurðssyni, forstjóra Olís, hinn 18.
janúar sl. og byijaði að höndla. Mat-
vörumarkaðurinn varð gjaldþrota og
var lokað 31. desember síðastliðinn.
ÓU Kr. tók þá sjálfur við rekstrinum
og rak verslunina þar til Frank
keypti hana á dögunum, Hvergerö-
ingum til mikillar ánægju.
Frank Michelsen á miðri mynd, sonurinn Steinþór honum á vinstri hönd
ásamt viðskiptavinum. DV-mynd Sigríður
Jón Páll og Jóhann Möller, eigendur Gym 80 líkamsræktarstöðvarinnar að
Suðurlandsbraut 6.
Sjúkrahús Akraness:
Góðar gjafir Iionessa
Sigríður Snævarr kvödd
Jóhanna S. Sigþóxsdóttir, DV, Þýskalandi:
Fjölmenni var samankomið í ís-
lenska sendiráðinu í Bonn um dag-
inn og væri það ekki í frásögur fær-
andi ef ekki hefði verið um sérstakt
tilefni að ræða. Það var sem sé verið
að kveöja Sigríði Snævarr sendifull-
trúa sem látið hefur af störfum í
Þýskalandi.
Sigríður hefur sem kunnugt er tek-
ið við starfi sendiherra í íslenska
sendiráðinu í Stokkhólmi og er fyrsta
íslenska konan sem gegnir slíku
starfi í utanríkisþjónustunni.
í kveöjuhófmu, sem sendiherra-
hjónin í Bonn, þau Hjálmar W. Hann-
esson og Anna Birgis héldu Sigríði,
var margt gesta, bæði íslenskra og
þýskra. Sendiherrann flutti kveðju-
ávarp þar sem hann þakkaði Sigríði
meöal annars fyrir ánægjulega sam-
veru og vel unnin störf. Hann óskaði
henni velfarnaðar á nýjum starfs-
vettvangi og kvaðst raunar viss um
að hún mundi una sér vel á hinum
nýja stað. Þar hefði hann sjálfur
starfað um skeið og vissi því að
Stokkhólmur væri skemmtileg borg.
Sigríður sagði meðal annars í ræöu
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra
í Bonn, þakkaöi Sigriði Snævarr,
fyrrverandi sendifulltrúa, fyrir vel
unnin störf og óskaði henni velfarn-
aðar í nýju starfi í Stokkhólmi.
sinni að dvölin í Bonn hefði verið
mjög reynslurík. Henni hefði gefist
kostur á að fylgjast með þeim miklu
breytingum sem urðu í þýsku þjóð-
lífi og stjórnmálum er náðu hámarki
við sameiningu þýsku ríkjanna.
Einnig hefði henni gefist kostur á að
vinna aö móttöku forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur, og heföi
koma forsetans verið sögulegt atvik
á starfsferli sínum í Bonn.
pokasölu Lionessa.
Tækin, sem eru af Sanyo-gerð og
voru valin í samráði viö Blindrafé-
lagið, eru ætluð til notkunar fyrir
sjúklinga, þannig að þeir geti t.d.
hlustað á sögur, leikrit og fleira, sem
boðið er upp á á hljóðsnældum.
Frá afhendingu tækjanna. Á myndinni eru Sigurður Ólafsson, forstöðumað-
ur Sjúkrahúss Akraness, Ásta Björg Gisladóttir, formaður Lionessuklúbbs
jk Akraness, og þær Sigríður Árnadóttir og Margrét Guðbrandsdóttir úr liknar-
nefnd Lionessa. DV-mynd Árni S. Árnason
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesú
Lionessuklúbbur Akraness afhenti
fyrir skömmu Sjúkrahúsi Akraness
að gjöf sex útvarps- og snældutæki
með heymartækjum. Tækin voru
keypt fyrir ágóða af árlegri plast-