Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 17 Iþróttir Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Gíf urleg spenna er framundan - fallbaráttan í algleymingi þar sem fjögur lið berjast við falldrauginn Geysíleg barátta er framundan í úr- valsdeildinni í körfuknattleik og hefur spennan aldrei verið meiri. Það er ekki einungis að hart sé barist um sæti í úrslitakeppninni heldur er fallbarátt- an hreint ótrúlega spennandi og þar getur ýmislegt gerst. Fimm liö berjast um íjögur sæti í úrslitakeppninni og fiögur um fali í 1. deild. Neösta liðið í úrvalsdeild þegar upp verður staðið fellur beint í 1. deild en liöið í næstn- eðsta sæti úrvalsdeildar leikur við liðiö sem hafnar í öðru sæti í l. deild. Hér verður á eftir spáð í spilin varð- andi fallbaráttuna en við byrjum á að líta á stöðu neðstu liðanna og þá leiki sem liðin eiga eftir; Valur.......24 7 17 1986-2118 14 (ÍBK úti og Grindavík heima) Snæfell.....23 6 17 1794-2034 12 (KR úti-Njarövík heima-ÍR heima) ÞÓr.........23 6 17 2079-2208 12 (ÍR úti-ÍBK úti-Tindastóll heima) ÍR..........23 5 18 1878-2164 10 (Þór heima-Haukar úti-Snæfell úti) • Eins og fram kemur hér að framan má ljóst vera að ýmislegt getur gerst. Staða Valsmanna er þó best og ÍR-inga verst eins og stendur. Franc Booker mun mjög líklega leika þrjá síðustu leikina með ÍR og það hefur sitt að segja svo ekki sé meira sagt. Ljóst er að ekkert má út af bregða hjá liðunum fjórum í þeim leikjum sem eftir eru. „Úrslitinumfaliið ráðast í Hólminum“ Við leituðum álits tveggja leikmanna í úrvalsdeildinni sem lausir eru við falldrauginn og berjast harðri baráttu á toppi deildarinnar. Sá fyrri er Jón Kr. Gislason, leikmaður og þjálfari Keflvikinga. Hannsagði i gær: „Barátt- an um fallið er ekki minna spennandi en baráttan um sæti í úrslitakeppn- inni. Það er mjog erfitt að spá fyrir um þetta og næstu leikir verða ótrúlega spennandi enda mætast þá oft liðin innbyrðis sem beijast um tilverurétt sinn í deildinni, En ég held að úrslita- leikurinn um fallið verði í síðustu umferðinni er Snæfell leikur gegn ÍR í Stykkishólmi,“ sagði Jón Kr. Gísla- son. „Held að ÍR falli“ Pétur Guðmundsson, leikmaður Tindastóls, sagði um fallbaráttuna við DV í gær: „Það er mjög erfitt að segja til um þetta. Þórsararnir eru búnir að vera í því í vetur að gefa frá sér unna leiki og þeir eru með óútreiknanlegt lið. Ég var nokkuð öruggur um það fyrr i vetur að ÍR myndi falla en síðan fengu þeir Franc Booker og ÍR-ingar eru seigir í dag. Samt held ég enn að það verði ÍR sem fari niður," sagði Pétur Guðmundsson. Af Pétri er það annars að frétta að hann er enn slæmur vegna meíðsla og ekki víst hvort hann getur ieikið afar þýðingarmikinn leik Tindastóls gegn Grindavík i Grindavík næsta sunnu- dag. Liðin berjast um fjórða sætið i úrslitakeppninni og eiga þrjá leiki eftir en Gríndvíkingar eru með tveimur stigum meira en Stólarnir. -SK MarkakóngstitiIIinn 11. deild karla: Valdimar hafði betur í einvíginu við Hans -16 leikmenn skoruðu yfir 100 mörk í deildinni • Valdimar Grimsson úr Vai skoraði 181 mark deildarkeppninni. Valdimar Grímsson úr Val hafði betur í einvíginu við Hans Guð- mundsson úr KA í keppninni um markakóngstitil 1. deildar karla í handknattleik. Valdimar tryggði sér titilinn á laugardaginn þegar hann gerði 12 mörk gegn ÍR á meðan Hans gerði „aðeins" 7 mörk gegn Gróttu. Valdimar gerði því alls 181 mark í deildinni en Hans kom næstur með 167. Það voru samtals 16 leikmenn sem skoruðu 100 mörk eða meira í 1. deildar keppninni í vetur. Þeir urðu eftirtaldir, mörk/vítaköst: Valdimar Grímsson, Val......181/33 Hans Guðmundsson, KA........167/27 Konráð Olavsson, KR.........161/29 StefánKristjánsson.FH.......142/39 Gylfi Birgisson, ÍBV........140/39 Gústaf Bjarnason, Selfossi..139/15 Petr Baumruk, Haukum........135/34 Magnús Sigurðsson, Stjörnu..125/38 Karl Karlsson, Fram.........122/14 Páll Ólafsson, KR...........121/19 Guðjón Árnason, FH..........119/5 Birgir Sigurðsson, Vikingi..111/0 Stefán Amarson, Gróttu......105/23 Halldór Ingólfsson, Gróttu...103/23 Sigurður Sveinsson, KR.......101/2 Sigurður Bjarnason, Stjörnu 101/9 Þegar htið er á mörk úr einstökum stöðum á vellinum kemur í ljós að Valdimar og Hans eru að sjálfsögðu einnig markahæstu menn í sínum stöðum í deildinni, en auk þeirra hafa Páll Ólafsson, Stefán Kristjáns- son, Gústaf Bjarnason og Jakob Sig- urðsson skorað mest, hver úr sinni stöðu. Þá eru vítaköst ekki talin með. Hornamenn vinstra megin Jakob Sigurðsson, Val...........95 Sigurpáll Aðalsteinsson, KA.... 78 Frosti Guðlaugsson, ÍR......... 65 Páll Þórólfsson, Fram.......... 64 Axel Björnsson, Stjörnunni...... 59 Skyttur vinstra megin Miðjumenn Páll Ólafsson, KR.............102 Stefán Amarson, Gróttu........ 82 Sigurður Gunnarsson, ÍBV...... 77 Jón Kristjánsson, Val......... 77 SteinarBirgisson, Haukum...... 74 Skyttur hægra megin Stefán Kristjánsson, FH.......103 Magnús Sigurðsson, Stjörnu.... 87 ErlingurKristjánsson.KA....... 85 Ólafur Gylfason, ÍR........... 72 Júlíus Gunnarsson, Val........ 69 Línumenn Gústaf Bjarnason, Selfossi....124 Birgir Sigurðsson, Víkingi....111 Skúli Gunnsteinsson, Stjörnu.. 92 Jóhann Pétursson, ÍBV......... 74 Páll Bjömsson, Gróttu......... 72 Hornamenn hægra megin Valdimar Grímsson, Val........148 nans Lruomunasson, ... .132 Bjarki Sigurðsson, Víkingi .. 65 Guöjón Ámason, FH 114 Sigurður Friðriksson, ÍBV ... 63 Karl Karlsson, KA 108 Sveinberg Gíslason, Haukum ... 55 Gylfi Birgisson, ÍBV 101 -vs PetrBaumruk,Haukum ....*. 101 Diisseldorf í toppsætið • Héðinn Gilsson. HHéðinn Gilsson og félagar hans í Tum Ðússeldorf em komnir á toppinn í 2. deild þýska handboltans eftir sig- ur á Rheinhausen, 23-18, á heimavehi sínum á sunnu- daginn. A sama tima töpuöu aðalkeppinautar Dússel- dorf, lið Hameln, fyrir Bayer Leverkusen á útivelli, 21-18. Dússeldorf haíði mikia yfirburði gegn Rheinhausen og um tíma var munurinn 10 mörk, 19-9. Undír lokin slakaði Dússeldorfliöið á en öruggur sigur samt í höfn. Héðinn Gilsson skoraði 5 af mörk- um síns liðs og var sprækur og nálgast óðum sitt gamla góða form. Dússledorf er í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Hamlen sem á þó ehm leik til góða og Hameln hefur mun betri markatölu. -GH Southampton og Forest skildu jöf n á The Dell Southampton og Nottingham Forest skildu jöfn í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Southampton, sem lék á heimavelli, fékk óska- byrjun strax á 2. mínútu þegar Neii Ruddock náði forystunni. Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Steve Hodge fyrir Forest. Liðin verða að eigast við að nýju á mánudaginn kemur á City Gro- und í Nottingham. Það lið sem sigr- ar í þessari viðureign mætir Nor- wich í átta liða úrslitum keppninn- ar. 18.512 áhorfendur fylgdust með leik liðanna á The Dell. Þess má geta í leiðinni að varalið Nottingham Forest og Shefíield United leika á miðvikdagskvöldið. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þá verða tveir íslendingar í hvoru liði, annars vegar Þorvald- ur Örlygsson hjá Forest og Hörður Magnússon, sem dvelur við æfmg- ar hjá Shefíield United um þessar mundir. Eftir þann leik veröur lík- lega ljóst hvort af samningi Harðar verður við enska liöið. -JKS Enskir stúfar D Mike Pejic er nú talinn líklegur eftirmaður Aian Ball hjá 3. deildar liðinu Stoke City. Ball sagði af sér framkvæmdastjóra- stöðunni eftir ósigur Stoke um síðustu helgi. Pejic er fyrrum leikmaður Stoke City en hefur undanfarið þjálfað hjá Port Vale. Þjófur í heimsókn hjá Dave Beasant • Dave Beasant, markvörður Chelsea, átti heldur ömurlega daga um síðustu helgi. Fyrst var brotist inn á heimili hans og skartgripum stolið frá eiginkonu hans. Síðan mátti leikmaðurinn þola tap gegn Sheffleld Wednes- day í fyrri undanúrslitaleik lið- anna í deildarbikarnum. Sárabót- in fyrir Beasant var sú að þjófur- inn eða þjófarnir tóku ekki verð- launagripi hans en í safni mark- varðarins er m.a. að finna verö- launapening fyrir sigur í bikar- keppninni árið 1988. Líklegt að Pearson taki við hjá WBA • WBA er nú talið líklegt til að ráða Stuart Pearson, fyrrum leik- mann Manchester United, sem framkvæmdastjóra til loka keppnistímabilsins. Pearson hef- ur stuðning leikmanna WBA og er það talið ráða úrslitum. For- ráðamenn WBA hafa þó ekki gef- iö upp alla von um að krækja í „stórt“ nafn en láta það væntan- lega bíða þar til í sumar. Robson ræðir málin áOld Trafford • Bryan Robson á nú í viðræðum við forráðamenn Manchester United um nýjan samning. Ef samkomulag næst er gert ráð fyr- ir að Robson skrifl undir til tveggja ára en að þeim tíma liðn- um ætti að bíða hans öruggt starf hjá félaginu við þjálfun af ein- hverju tagi. Því má svo bæta við að leikmenn Manchester United eru sagðir hafa fengið um 300 þúsund íslenskar krónur fyrir að koma félaginu í úrslitaleik deild- arbikarsins á Wembley 21. apríl. Hvað verður um Darren Beckford? • Afsögn Kenny Dalglish hjá Liverpool gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir Darren Beckford, framherja Port Vale. Dalglish er sagður hafa verið yfir sig hrifinn af Beckford sem er verðlagður á 850 þúsund pund en samningur hans við Port Vale rennur út í sumar. Ef Liverpool hættir viö er gert ráð fyrir að Coventry hlaupi í skarðið en borgi sennilega um 100 þúsund pundum minna heldur en ensku meistararnir enda er heldur minna í buddunni á Highfield Road en Anfield Road. Steve Coppell vill kaupa Rod Wallace • Steve Coppell, framkvæmda- stjóri Crystal Palace, er tilbúinn til að borga eina milljón punda fyrir Rod Wallace, útherja Sout- hampton. ítölsk lið hafa líka áhuga á Rod og ef leikmaðurinn kýs þann möguleika er Coppell sagður ætla að krækja í Franz Carr hjá Nottingham Forest. Á- kefðin í Coppell er talin eiga ræt- ur að rekja til þess að Palace á í harðri toppbaráttu við Arsenal og Liverpool og telur Coppell nauðsynlegt að kaupa leikmann til að veita risunum keppni um titilinn. Newcastle lánar leikmann • David Robinson, framherji Newcastle, hefur verið lánaður til Peterborough. Lánstíminn er einn mánuður og að honum lokn- um gefur Peterboroguh svar um hvort liðið hyggist kaupa leik- manninn eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.