Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991.
Fréttir
DV
Sakadómur sýknaði konu af því að hindra opinberan starfsmann:
Tollstjóra óheimilt að
gera vörslusviptingu
- aðeins fógeta heimilt að taka eign sem lögtak hefur verið gert í
Sakadómur Reykjavíkur hefur
sýknaö rúmlega fertuga konu af
ákæru þar sem henni var gefið aö
sök aö hafa ekið bifreið á ófyrirleitin
hátt á yfirlögfræöing tollstjórans í
Reykjavík sem ætlaöi að framkvæma
vörslusviptingu á bifreiöinni. Konan
var einnig sýknuö af ákæru um að
hafa hindrað opinberan starfsmann
viö skyldustörf. Álit sakadóms var
aö stimpiláletrun fógeta í skjölum
fulltrúa tollstjóra væri „markleysa".
Yflrlögfræöingnum hefði þvi alls
ekki veriö heimilt að framkvæma
vörslusviptingu á bifreiðinni.
„Fógeti einn hefur heimild til að
taka eign, sem lögtak hefur veriö
gert í, úr umráöum geröarþola og er
þar um dómsathöfn að ræða,“ segir
meðal annars í dómi sakadóms. Helgi
I. Jónsson, sakadómari í Reykjavík
kvaö upp dóminn.
Málsatvik voru þau að kona sem
er yfirlögfræöingur tollstjóra fór viö
annan mann að íbúð í Möðrufelli til
aö svipta eiganda bifreiðar vörslu
hennar vegna söluskattsskuldar. Bíl-
inn átti aö setja á uppboð. Eiginkona
eigandans neitaði aö láta bílinn af
hendi. Eftir miklar deilur tók eigin-
konan bíllyklana, hljóp út að bílnum,
settist inn og læsti. Fulltrúi tollstjóra
og samstarfsmaöur hennar hlupu á
eftir og reyndu aö hindra konuna í
því að aka af staö. Konan bakkaöi
af stað og fór vinstra framhjól bílsins
yfir rist yfirlögfræðingsins. Hún féll
siöan í götuna þegar hún rakst í bíl-
inn þegar honum var ekið áfram.
Yfirlögfræöingur missti skjöl sín á
götuna.
Aöstoöarmanni fulltrúans tókst aö
forða sér. Ökumaðurinn fór síöan út
og rétti lögfræðingnum skjölin, aö
sögn ökumannsins. Viö svo búið ók
konan á brott og hvarf sjónum fólks-
ins. Meiðsl lögfræðingsins voru ekki
alvarleg. Lögreglan kom skömmu
síðar svo og ökumaöurinn. Var hin-
um umdeilda bíl síðan ekiö í svokall-
aö Vökuport í samráði viö eigendur.
í niðurstöðu sakadóms segir aö
varhugavert sé aö telja sannaö aö
konan hefði á ófyrirleitinn hátt stofn-
aö lífi og heilsu fólksins bersýnUega
í hættu. Hliösjón var höfð af fram-
burðum konunnar, eiginmans henn-
ar, og vitnis í Möðrufelli en þeir
stönguðust á viö framburði hinna
tveggja. Var konan því sýknuö af
þessu atriði. Hún var eigi að síöur
dæmd tíl aö greiða 12 þúsund króna
sekt fyrir ógætilegan akstur sam-
kvæmt umferðarlögum.
Konan var líka ákærð fyrir aö leit-
ast viö aö hindra opinberan starfs-
mann viö skyldustörf. Hún var einn-
ig sýknuö af því atriði þar sem ljóst
þykir að fulltrúinn hafði aUs ekki
heimUd til að svipta eiganda bOsins
vörslu hans - fuUtrúinn hefði því
ekki notið refsiverndar. í dóminum
sagði aö fógeti geti ekki að lögum
faliö tollstjóra eða öðrum fram-
kvæmd vörslusviptingargerðar.
Slíkt geti fógeti einn gert þar sem um
dómsathöfn sé að ræöa. Ríkissak-
sóknari hefur ekki ákveðið hvort
dóminum verður áfrýjað.
-ÓTT
Leigubílstjórar á Hreyfli glíma við krossapróf í mannlegum samskiptum. Það fellur enginn á þessu prófi, sagði
Pétur Guðjónsson leiðbeinandi um leið og hann útbýtti prófgögnum. DV-mynd GVA
Tollstjóraembættið:
Sjö lögtök síð-
ustu tvo mánuði
- segir deHdarfuUtrúi
„Það hafa verið gerð sjö lögtök hjá
þessu embætti á síðustu tveimur
mánuðum. Við höfum löggOdingu frá
dómsmálaráðuneytinu og fógeta. Við
vörslusviptingu er stuðst við aðfara-
lög en þegar málin koma hingað eru
þau send yflrborgarfógeta sem birtir
dóm. Mér finnst niðurstaöa Saka-
dóms því merkOeg," sagði Þórður
Sveinsson, deOdarfuUtrúi hjá toll-
stjóranum í Reykjavík, í samtali við
DV aðspurður um niðurstöðu Saka-
dóms um að aðeins fógeta sé heimilt
að taka eign sem lögtak hefur verið
gert í.
„Nú eru lögfræðistofur úti í bæ
með fullt af kröfum á skuldunauta.
Auk þess leggja fyrirtæki inn beiönir
hjá okkur. Frægt er að tveir sterkir
menn hafi stundað að sækja bíla.
Þetta er því fróðleg niðurstaða,"
sagði Þórður Sveinsson.
-ÓTT
HreyfHl:
Leigubílstjórar á
þjónustunámskeiði
„Það er ætlast tO að allir leigubíl-
stjórar fyrirtækisins fari á þetta
námskeið þó að það sé ekki hægt að
skikka menn til þess,“ segir Sæ-
mundur Kristján Sæmundsson,
framkvæmdastjóri HreyfOs.
í gær sátu 30 bílstjórar á svoköll-
uðu „þjónustunámskeiði" hjá Pétri
Guðjónssyni og ÁshOdi Jónsdóttur.
Þar var leigubílstjórum kennt hvern-
ig þeir gætu bætt þjónustu sína og
hvemig þeir ættu að koma fram
gagnvart viðskiptavinum sínum.
í fyrradag var annað slíkt nám-
skeið og sátu það einnig 30 bílstjórar.
Með vorinu eru svo fyrirhuguð fleiri
sams konar námskeið svo allir 240
bílstjórar fyrirtækisins eigi þess kost
að sækja námskeiðin.
„Námskeiðið gengur meðal annars
út á þaö að kenna starfsmönnunum
hvernig þeir eigi að laga sig að kröf-
um samtímans varöandi þjónustu,
hvernig þeir geti bætt samskipti sín
viö farþegana og einnig sín í millum.
Það er ekki einkamál hvers og eins
hvernig hann kemur fram.“
- Erþettafyrstasinn sembílstjórum
er boðið upp á slíkt námskeið?
„Það er það. Við munum skoöa
hvort það veröur jákvæður árangur
af þessu námskeiði. Ef svo er munum
við ef til vill bjóða upp á framhalds-
námskeið. Við lítum svo á aö öll
fræðsla sé til góðs og fjöldi fyrir-
tækja hefur sent starfsmenn sína á
svona námskeiö. Starfsmennirnir
hafa tekið þessu vel og mér finnst
að það séu allir jákvæðir gagnvart
þessu."
-J.Mar
Vísindanefnd Hvalveiöiráösins:
Engin samstaða um veiðiþol
„Það olli vonbrigðum og er
áhyggjuefni að vísindanefndin skyldi
ekki reynast þess megnug að ljúka
starfi sínu með afgerandi hætti hvað
varðar úttekt á langreyðarstofnin-
um,“ segir Jóhann Sigurjónsson,
sjávarlíffræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun, um aukaíund vísinda-
nefndar Alþjóöahvalveiðiráðsins.
- -.... n - ------------ir*nttta
Á fundinum náðist ekki samstaða
um áætlaö veiðiþol langreyða á
Norður-Atlantshafi, hvorki hér við -
land né annars staðar. Ekki náðist
samstaða um veiðikvóta eða flokkun
einstakra stofna. Þessar niðurstöður
verða sendar Alþjóðahvalveiðiráð-
inu sem fundar í Reykjavik í lok
maí. Fyrir þann fund kemur vísinda-
19. I f ff Wt .
Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti 1 Reykjavik:
Dómurinn breyt-
ir ekki okkar
fyrirkomulagi
nefndin saman á ný.
Það sem samstaða náðist þó um í
vísindanefndinni var stofnstærð
langreyðar. Samþykkti nefndin að
það væru 15.600 langreyðar á haf-
svæðinu Austur-Grænland - ísland
- Jan Mayen, þar af 8.900 langreyðar
á svæðinu milli Grænlands og ís-
lands. -hlh
fitrtff
„Um þessi mál hafa verið skiptar
skoöanir. Vörslusviptingar hafa ver-
iö erfiðar og vondar í framkvæmd.
Ég veit ekki hvaða leiðir verða farnar
í þessum málum á næsta ári þegar
aðskilnaður verður á dóms- og fram-
kvæmdavaldi. En framkvæmdin við
þessi mál er vandræði. Menn hafa i
gegnum tíöina verið að rugla saman
mismunandi framkvæmdum við hin
ýmsu embætti. En hvernig Sakadóm-
ur kemst að sinni niðurstöðu vegna
málsástæðna og ákvörðunar refsing-
ar breytir ekki okkar fyrirkomu-
lagi,“ sagöi Valtýr Sigurðsson, borg-
arfógeti í Reykjavík, við DV aðspurð-
ur um niðurstöðu Sakadóms um að
tollstjóraembættinu eða öðrum en
fógeta sé heimilt að taka eign sem
lögtak hefur veriö gert í.
„Niöurstaða Sakadóms er annað
en við höfum verið að vinna eftir.
Fógeti á að taka ákvörðun um hvort
skilyrði fyrir vörslusviptingu séu
fyrir hendi. Aðalreglan er sú að gerð-
arbeiöandi á að fá fjárnumda hluti í
sína vörslu viö fjárnámið. Hann á að
taka það til sín. Hvort sem ákvörðun
rtt ..............jsuhl 'f.f-.’ím
er sett á blað með stimpli eða ekki á
geröarbeiðandi að fara að vörslu
hlutarins. Skilyrðin áfógeti að kanna
efnislega en hann einn getur aftur á
móti heimilað vörslusviptingu þegar
sú ákvörðun hefur verið tekin.“
- Nú stendur dómur Sakadóms þar
til annað gerist. Breytir hann engu
fyrir borgarfógetaembættiö?
„Sakadómur taldi stimpiláletrun í
fógetabók markleysu þegar hann var
að ákvarða refsingu. En það er ekki
þar með sagt aö það hafi þýðingu
fyrir framkvæmd og mat fógeta. Viö
stimplum ekki í skjöl fyrir tollstjóra.
Það eru fulltrúar yfirborgarfógeta
með sérstaka löggildingu sem gera
lögtök fyrir hann. Þeir hafa eflaust
metið skilyrði fyrir vörslusviptingu
í þessu tilviki sem dómurinn fjallar
um.“
- Er þá eðlilegt að ýmsir aðilar úti í
bæ annist vörslusviptingar?
„Því verður eflaust haldið áfram
með óbreyttum hætti fyrst um sinn,“
sagði Valtýr Sigurðsson, borgarfóg-
eti í Reykjavík.
-ÓTT