Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991.
Sparið allt að 60%
Ef þú ætlar aö gera góö kaup á
gólfdúk, teppum eða mottum þá
ERTÆKIFÆRIÐ l\IÚI\IA
Hellingur af stökum teppum og
mottum - hrúga af teppabútum.
5.000
fermetrar
af teppum
2.500
fermetrar
af gólftlúk
8YGGINGARM ARKAÐUR VESTURBÆJAR
Teppadeild - Hringbraut 120 - Sími 28605
Útlönd
DV
Mark Phillips eignað
barn á Nýja-Sjálandi
Móðir Felicity Tonkin heldur því fram að eiginmaður önnu Bretaprinsessu
sé faðir telpunnar. Simamynd Reuter
Mark Phillips, eiginmaður Önnu
Bretaprinsessu, þarf að öllum líkind-
um að fara í litningapróf á Nýja-
Sjálandi vegna ásakana sem þaðan
koma um að hann hafi getið konu
barn þar fyrir sex ár.um. Eftir því
sem kona að nafni Heather Tonkin
segir á hann þar nú dóttur að nafni
Felicity.
Móðirin hefur lagt fram kæru á
hendur Mark og krefst þess að hann
viðurkenni að vera faðir stúlkunnar
og greiði meölag. Talsmaður kon-
ungsfjölskyldunnar vill ekkert láta
hafa eftir sér um málið, sem hefur
farið hátt í breskum blöðum síðustu
daga. Hjónaband Önnu og Marks
hefur verið stöðugt tilefni slúður-
sagna síðustu ár og er Elísabet
drottning hætt að hafa afskipi af
málinu. Anna er eina dóttir Elísabet-.
ar. Anna prinsessa hefur einnig verið
þögul um málið en hún er nú á ráð-
stefnu hrossaræktenda í Japan.
Nokkuð er síðan Heather Tonkin
gerði þá kröfu að Mark viöurkenndi
að vera faðir stúlkunnar. Það er þó
fyrst nú að hún ákveður að sækja
málið fyrir dómstólum. Gangi málið
alla leið kann svo að fara að Mark
veröi að fara til Nýja-Sjálands og
gangast undir próf svo úr því verði
skorið í eitt skipti fyrir öll hvort
stúlkan er dóttir hans.
Margar tilraunir hafa verið geröar
til að heyra álit Marks á málinu en
hann hefur engu svarað. Heather
Tonkin er hestakona og sótti nám-
skeið í hestamennsku hjá Mark þeg-
ar hann var þar árið 1983.
Reuter
# f
Af DICK CEPEK dekkjum 36-38 og 44" (verð á 36" 22.015 kr.) *
(verð á 38" 25.415 kr.) *
(verð á 44" 29.452 kr.) *
Af MÖDDER 36 og 38" dekkjum (verð á 36" 17.807 kr.) *
(verð á 38" 20.980 kr.) *
AfRANCHO dempurum (verðáRS5000 3.048 kr.) *
(verð á RS7000 3.945 kr.) *
12% AFSLÁTTUR
af ARB loftlæsíngum (verð Toyota D-cab 52.632 kr.) *
Af NOSPIN driflæsingum (verð Ford 9" 30.486 kr.) *
10% AFSLÁTTUR
af vönduðum hvítum 15x12" felgum (verð 8.910 kr.) *
Visa - Euro greíðslukjör í allt að 12 mánuði
Vagnhöfða 23, sími 685825
Þar sem allt fæst í jeppann
Opið laugardaga til kl. 14.00
* Verö mlöað viö staögreiösiu
Fékk eyðni við
að berja homma
Breti nokkur hefur smitast af ekkifyrrenmaðurinnviðurkenndi
eyðni eftir að hafa barið eyðnisjúk- að hann og nokkrir vinir hans
an homma til óbóta. Þessi saga er hefðu haft það sér til skemmtunar
staðfest í breska læknatimaritinu að berja homma að skýringin
Lancet, sem út kemur í dag. fékkst.
í fyrstu stóðu læknar ráðþrota Læknarnir fóru þá að rannsaka
þegar eyðniveira fannst í mannin- hendur mannsins og þá kom i Ijós
um. Ekkert benti til að hann hefði að hann hafði fjölda smására og
smitast eftir hefðbundum leiðum. telja læknar aö hann hafi smitast
Maðurinn sór og sárt viö lagði að af blóði fórnarlamba sinna. í Lan-
hann hefði aldrei samrekkt annarri cet segir aö þetta ætti að vera
mannveru en konu sinni og hún mönnum víti til varnaðar þegar
reyndist ekki vera smituð. það gerist æ algengara i stórborg-
Hann er ekki eitnrlyfjaneytandi um að ráðist sé á homma.
og hefur ekki þegið blóð sem hugs- Reuter
anlega gæti boriö smitið. Það var
Náttúruvernd í Kína:
Dauðadómur fyrir
að drepa pöndu
Dómstóll í Kína hefur dæmt bónda
til dauða fyrir að hafa orðið panda-
birni að bana. Kínverjar leggja ofur-
kapp á aö koma í veg fyrir að pöndum
verði útrýmt í landinu en þær eru
nú sárafáar eftir og óvíst hvort unnt
reynist að bjarga stofninum. Það er
kínverska bændablaðið Dagur sem
flytur þessar fréttir.
Fimm menn voru að verki með
bóndanum þegar pandan var drepin
og hlutu þeir allir fangelsisdóma;
einn þeirra lífstíöarfangelsi en hinir
verða að sitja inni í fimmtán ár.
Bóndinn hefur ekki veriö tekinn
af lífi ennþá og óvíst hvort nokkurn
tíma kemur að aftökunni. Dómstóll-
inn ákvað að hann skyldi fá tækifæri
til aö bæta ráö sitt meö góðum verk-
um fyrir þjóöfélagið. Verði bóndinn
hins vegar uppvís að því að skerða
hár á höfði pöndu þá bíður aftöku-
sveitin hans.
Hinir dæmdu eru ef til vill seinustu
mennirnir í Kína sem reyna aö veiða
pöndur vegna skinnanna. Áöur þótti
sjálfsagt aö veiöa þær en nú eru að-
eins um 1000 dýr eftir í stofninum.
Þau eru öll í Kína og hafa náttúru-
verndarsamtök legið Kínverjum á
hálsi fyrir að gera ekki allt sem hægt
er til að bjarga síöustu pöndunum.
Yfirvöld í Kína hafa brugðíst við með
því að láta það varða dauðarefsingu
að drepa dýrin og jafnframt hafa víð-
áttumiklar bambuslendur verið friö-
aðar fyrir pöndurnar.
Reuter
Markaðshúsið, Snorrabraut 56, (2, hæð) Markaðshúsið, Snorrabraut 56, (2. hæð) Markaðshúsið, Snorrabraut 56, (2. hæð) Markaðshúsið
Handklæði 350 áður 7901 Hnepptar jakkapeysur 2500 áður 8500
Opið mánudaga-föstudaga 12-18, laugardaga 10-16. Opið mánudaga-föstudaga 12-18, laugardaga 10-16.