Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991.
15
Þaö eru ekki mjög mörg ár síðan
laun á íslandi voru verðtryggð. Á
síöustu árum verðtryggingarinnar
geisaði mikið verðbólgubál og var
það ástand notað til að boða þá trú
í mörgum sterkustu fjölmiðlum
landsins að verðbólgan og allt sem
af henni leiddi væri einvörðungu
verðtryggingu launa að kenna. Því
varð lítið um varnir þegar vísitölu-
binding launa var afnumin enda
héldu menn að glíman við verð-
bólgudrauginn yrði nú auðunnin.
En einhvern veginn gekk brösu-
lega að vinna á djöfsa þótt verð-
tryggingu launa væri ekki lengur
fyrir að fara. Við sem unnum að
gerð kjarasamninga á undanförn-
um árum vorum í öngum okkar því
þótt stundum liti út fyrir að við
værum að vinna góða sigra við
samningaborðið var sá ávinningur
næstum að engu orðinn við næstu
útborgun og þótt setið væri við
KjaHarinn
Sigríður Jóhannesdóttir
kennari, skipar 2. sæti á
framboðslista Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi
„Það er óþolandi niðurlæging fyrir fólk
sem skilar fullum vinnudegi að hafa
ekki upp úr krafsinu laun sem nægja
fyrir einfaldri framfærslu.“
samningagerð oft á ári hélt kaup-
máttur grunnlauna stöðugt áfram
að minnka. Svo var að lokum kom-
ið að þrátt fyrir að landið væri lág-
launasvæði miðað við nágranna-
löndin blasti við hrun atvinnuveg-
anna um land allt. Svo þungur var
fjármagnskostnaðarbaggi atvinnu-
veganna orðinn þegar ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar fór frá í ágúst
1988 að fjölmörg fyrirtæki hefðu
orðið gjaldþrota jafnvel þótt þau
hefðu ekki þurft að greiða nein
laun. Þannig hafði ríkisstjórninni
tekist með hávaxtastefnu og er-
lendri skuldasöfnun að gera ávinn-
ing góðærisins að engu.
Þjóðarsátt
Hin svokallað þjóðarsátt, sem
gerð var á árinu 1990 af verkalýðs-
félögum, atvinnurekendum og rík-
isvaldinu, virðist hins vegar ætla
að skila þeim árangri að verðbólga
er hér orðin minni en hún hefur
verið í íjöldamörg ár.
Þjóöarsáttin, sem gerð var á þeim
nótum að aðeins átti að reyna að
viðhalda því sem við höfðum en
ekki vinna neina nýja sigra, hefur
----------------------------—--
Ný launastefna - launajöfnuður
því variö kaupmáttinn betur en
aðrir samningar sem gerðir hafa
verið á undangengnum árum. En
við skulum ekki gleyma því að
þjóðarsáttin er aðeins vamarbar-
átta. Nú, þegar náðst hefur sá stöð-
ugleiki sem leitað var eftir, þurfum
við að nýta tækifærið og einbeita
okkur að því að lægstu laun í
landinu séu ekki smánarblettur á
þjóðinni. Það er óþolandi niðurlæg-
ing fyrir fólk sem skilar fullum
vinnudegi að hafa ekki upp úr
krafsinu laun sem nægja fyrir ein-
faldri framfærslu. Dagvinnulaun
undir 65 þús. kr. á mánuði eiga
ekki að vera til. Tryggingabætur
þarf að sjálfsögðu að hækka til
samræmis.
Krónutöluhækkun á laun
Þau okkar sem njóta heldur betri
kjara verða að fallast á að slá af
kröfum til þess að hægt sé að koma
til móts við þá sem verst eru settir.
Ég tel því aö í næstu kjarasamning-
um eigi að freista þess að ná aukn-
um launajöfnuði með því að sam-
þykkja krónutöluhækkun á laun í
stað prósentuhækkunar.
Ég tel að það geti verið nauðsyn-
legt að grípa til slíkra aðferða nú
þvi þær munu leiða til meiri tekju-
jöfnunar í þjóðfélaginu. Nýleg
könnun leiðir í ljós að undanfarið
hefur launamunur milli karla og
kvenna farið vaxandi. Ég tel að
krónutöluhækkun á laun sé hður
í þeirri viðleitni að hamla gegn
þeirri óheillaþróun. Ég held að til
að tryggt sé að launafólk njóti
ávaxtanna af árangri þjóðarsáttar-
innar þurfi Alþýðubandalagið aö
eiga aðild að næstu ríkisstjórn.
Launafólk þarf því að leggja sig
fram í komandi kosningabaráttu í
því skyni að Alþýðubandalagið fái
svo sannfærandi kosningu að ekki
verði fram hjá því gengið við mynd-
un næstu ríkisstjórnar.
Sigríður Jóhannesdóttir
,,... við skulum ekki gleyma því að þjóðarsáttin er aðeins varnarbarátta."
Enn ein syndaaf-
lausn Framsóknar
Framsóknarflokkurinn hefur
setið nær samfellt í ríkisstjóm í
tuttugu ár. Á þessum tuttugu árum
hefur verðbólga að jafnaði verið
hærri en áður þekktist hér á landi.
Hjöðnun veröbólgunnar að undan-
fórnu er hófsömum samningum
vinnuveitenda og launþega að
þakka en hvorki Framsóknar-
flokknum né samstarfsflokkum
hans í ríkisstjórn. Ástandið í hefð-
bundnum landbúnaði, loðdýra-
rækt og fiskeldi er lýsandi fyrir
afleiðingar af sjóðasukki og sér-
tækum millifærsluaðgerðum fram-
sóknarmanna og meðreiðarsveina
þeirra.
Á sama tíma og nálægar þjóðir
hafa búið við hagvöxt hefur ríkt
stöðnun og doði yfir íslensku efna-
hagslífi. Stjórn framsóknarmanna
hefur fylgt hnignandi siðferði og
þá sérstaklega á síðustu árum.
Á þessum tuttugu árum hefur
það verið viss viðburður fyrir
hverjar kosningar til Alþingis að
framsóknarmenn hafa stigið á
stokk og velt því sem miður hefur
farið í stjórn landsmála yfir á sam-
starfsflokka sína hverju sinni.
Þessi lítilmannlega athöfn ágerðist
verulega eftir að karl nokkur
gleyminn tók við formennsku í
flokknum.
Alltaf skal hann koma fyrir
hveijar kosningar og láta sem hann
eigi enga sök á því að ríkisstjórnir
hans hafi skaðað þjóðina með
Kjallaiinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
stjórnarháttum sínum. Hann setur
upp svip hins hrekklausa góð-
mennis sem hefði viljað gera hlut-
ina öðruvísi en því rhiður voru
vondir menn með honum í stjórn
og því fór sem fór. Auðvitað á hann
enga sök á því enda upptekinn í
laxveiðum og við leit að gömlum
fatnaði á flóamarkað unga fram-
sóknarmannsins mikinn hluta árs-
ins. - Svo er hann eingöngu forsæt-
isráðherra, og hvaða ábyrgð ber
hann á ríkisfjármálum, húsnæðis-
málum eða menntamálum?
Iðnaðarráðherra hefði
betur...
Fyrir skömmu fór þessi rulla af
stað eina ferðina enn enda stutt í
kosningar. Herra gleyminn kom
fram fyrir þjóð sína og sagði að ef
hann hefði fengið að fylgjast betur
með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráð-
herra væru samningar um álver á
Keilisnesi eflaust lengra komnir!
Af reynslu undanfarinna ára
kom þetta auðvitað engum á óvart.
Ómerkilegar og undantekningar-
laust ómaklegar árásir herra stein-
gleymins á samstarfsmenn sína
eru orðnar einskonar vörumerki
Framsóknarflokksins. - Iðnaðar-
ráðherra svaraði þessum dylgjum
reyndar þannig að ekkert stóð eftir
nema uppdráttarsýki og óheilindi
herra gleymins.
Lélegur landbúnaðar-
ráðherra
Páll Pétursson, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, tók
síðan undir árásir formanns síns á
samstarfsmenn þegar hann lýsti
því yflr að landbúnaðarráðherra
væri „lélegur". Þetta væri alveg
dæmalaust ef framsóknarmenn
hefðu ekki stundað þetta í mörg ár.
- Páll Pétursson er auðvitað einn
þeirra manna sem bera ábyrgð á
því að Steingrímur Sigfússon er
landbúnaðarráðherra.
Að ætla að víkja sér undan þeirri
ábyrgð með þessum hætti gengur
auðvitað ekki upp. Hitt er svo ann-
að mál að Steingrímur Sigfússon
hefur verið lélegur landbúnaðar-
ráðherra og enn verri samgöngu-
ráðher'ra. En Páll Pétursson kom
honum í stólinn, hefur stutt hann
allan tímann og hefur aldrei gert
tilraun til að koma honum frá. Páll
ber einnig sérstaka heiðursábyrgð
á nýundirrituöum búvörusamn-
ingi sem hann var að skamma land-
búnaðarráðherra fyrir.
Páli hefði verið í lófa lagið að
stöðva þennan samning ef hann
hefði verið ósáttur við hann. Það
gerði hann ekki, og ber því sem
stjórnarliði fulla ábyrgð á honum.
Þetta ættu bændur í Húnavatns-
sýslum að hafa í huga þegar þeir
kjósa í næsta mánuði. - Páll ber
ábyrgð hvað sem hann segir um
landbúnaðarráðherra.
Syndaaflausn handa
sjálfum sér
Kaþólska kirkjan aflaði sér tekna
með sölu aflátsbréfa og innleiddi
með því nýja (ó)siði í veitingu
syndaaflausnar. Flestum þykir
þetta svartur blettur á sögu kirkj-
unnar.
Framsóknarmenn hafa á síðustu
áratugum atað íslensk stjórnmál
auri með því að kenna öðrum um
eigin afglöp. Þeir hafa hvað eftir
annað gengið lengra en áður þekkt-
ist í veitingu syndaaflausnar. - Þeir
telja sig geta veitt sjálfum sér af-
lausn allra vondra mála með því
að rægja samstarfsmenn sína.
Glúmur Jón Björnsson
„Ómerkilegar og undantekningarlaust
ómaklegar árásir herra steingleymins
á samstarfsmenn sína eru orðnar eins-
konar vörumerki Framsóknarflokks-
ins.“