Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Side 4
4 j Y ;•;> {•" JU/ (11.V / f MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. Fréttir DV Skoðanakönnun D V: Ríkisstjórnin er komin í minnihluta Ríkisstjórnln er komin í minni- Úrtakiö í könnuninni var 600 hluta meöal landsmanna samkvæmt manns. Jafnt var skipt milli kynja skoðanakönnun sem DV gerði nú um og jafnt milli höfuöborgarsvæðisins helgina. og landsbyggðarinnnar. Spurt var: Afstaðantil ríkisstjórnarinnar 45 35 25 □ Febrúar □ Mars ■ Nú Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svara ekki Með og á móti ríkisstjórninni - Þeir sem tóku afstöðu - Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis- Það er 3,1 prósentustigi minna en var stjórninni? í skoðanakönnun DV um síðustu Af öllu úrtakinú sögðust 39,2 pró- mánaðamót. Andvígir ríkisstjóm- sent vera fylgjandi ríkisstjóminni. inni sögðust vera 41,2 próent. Það er Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana (i %): júní ágúst okt. des. jan. apr. ág. okt des febr. 4. nú mars Fylgjandi 18,7 23,8 23,7 28,0 25,8 30,3 32,8 34,5 44,3 42,5 42,3 39,2 Andvígir 60,5 56,0 60,0 50,0 53,3 50,3 42,8 41,3 36,4 38,7 38,8 41,2 Óákveðnir 18,7 16,2 14,0 20,5 17,2 14,8 23,2 22,7 16,8 16,7 15,3 16,3 Svaraekki 2,2 4,0 2,3 1,5 3,7 4,5 1,2 1,5 2,5 2,7 3,5 3,3 Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar (í %): júr í ágúst okt. des. jan. apr. ág. okt des febr. 4. nú mars Fyigjandi 23,6 30,0 28,3 35,9 32,6 37,6 43,4 45,5 55,0 52,4 52,2 48,8 Andvígir 76,4 70,0 71,7 64,1 67,4 62,4 56,6 54,5 45,0 47,6 47,8 51,2 aukning um 2,4 prósentustig frá fyrri könnun. Óákveðnir em nú 16,3 pró- sent, sem er aukning um eitt pró- sentustig frá fyrri könnun. Þeir sem svara ekki eru nú 3,3 prósent sem er fækkun um 0,2 prósentustig frá könnuninni um síðustu mánaðamót. Þetta þýðir að af þeim sem taka afstöðu styðja 48,8 prósent ríkis- stjórnina nú. Það er fækkun um 3,4 prósentustig frá fyrri skoðanakönn- un. Andvígir stjóminni era nú 51,2 prósent, sem er fjölgun um 3,4 pró- sentustig að sama skapi. Ríkisstjómin hefur notið fylgis meirihluta landsmanna samkvæmt skoðanakönnunum DV síðan í des- ember. Nú er aftur komið í sama ástand og var þar áður. Rétt er þó að athuga að skekkjufrá- vik í svona könnun er um 3-4 pró- sentustig. -HH Ummælifólks ikönnuninni Karl í Reykjavik sagði, að ekki væri geíiö, að eittlivað betra tæki við þótt núverandi stjórn færi frá. Kona á Norðurlandi sagöi, að skipta þyrftí um stjóm og fá Sjálf- stæðisflokkinn með. Karl í Reykjavík vonaðist eftir hreinum meirihluta handa Sjálfstæðis- flokknum. Kona á landsbyggð- inni sagðí, að þetta væri sami grautur í sömu skál. Kona á höf- uðborgarsvæðinu sagðist vera þreytt á þjóðarsáttinni og stjórn- inni. Karl á landsbyggðinni sagði, að Davíð Oddsson þyrfti að verða forsætisráðherra. Kona á lands- byggðinni sagöist engan veginn geta gert upp á milli „þessara skarfa." -HH í dag mælir Dagfari Hörður formaður Flugleiðamenn héldu aðalfund sinn á fimmtudaginn. Þar bar það tvennt til tíðinda að félagið kynnti hagnað af starfseminni og svo hitt að Hörður Sigurgestsson tók við stjómarformennsku í félaginu. Þetta með hagnaðinn hefðu Flug- leiðamenn betur látið ósagt, enda hafa flugmenn strax farið í launa- baráttu og krefjast þess að félagið borgi þeim meira fyrir að fljúga um með fullar vélar af farþegum. Hyggjast þeir stöðva flug á föstu- daginn langa til að hvíla sig á þess- um önnum, enda þurfa flugmenn að fljúga vélunum báðar leiðir án þess að taka sér hvíld og er álagið að verða þeim ofviða. Mun ein krafan vera sú að varaáhöfn verði með í hverri ferö til að fljúga vélun- um til baka, svo hin áhöfnin geti hvílt sig á heimleiðinni. Mun það vera vegna aukins álags flugmanna heima fyrir við lestur á allskyns leiðbeiningum sem fylgja því að kunna að fljúga. Það kom hinsvegar ekki á óvart að Hörður Sigurgestsson skyldi taka við stjómartaumunum í félag- inu. Hörður er sem kunnugt er framkvæmdastjóri hjá Eimskip en Eimskip situr nánast eitt að flutn- ingum á sjó til og frá landinu alveg eins og Flugleiðir sitja nánast einir að flutningum í lofti til og frá landinu. Svo þegar það bætist við að Eimskip á langstærsta hlutinn í Flugleiðum er auðvitað nærtæk- ast að stjóm þessara flutninga sé í höndunum á einum og sama mann- inum. Hvers vegna að vera að dreifa kröftunum og hvers vegna að láta aðra en þá sem ráða ferð- inni, stjóma henni? Hér eftir getur Hörður Sigur- gestsson lyft litla fingri og stöðvað samgöngur milli íslands og út- landa. Hér eftir ræður hann því einn og sér hversu pupullinn þarf að borga mikið í fragtgjöld og far- gjöld og hann þarf hvorki að spyrja kóng né prest og hvað þá ríkis- stjórn. Þetta er auðvitaö miklu hentugra fyrirkomulag heldur en að margir séu að keppa um markaðinn og fólk vaöi í einhverri óvissu um hveijum eigi að ferðast með, aö flytja með og mörg verð séu í boði. Það bakar ekkert nema vandræöi. Þaö hefur verið hagnaður hjá Eimskip og það er hagnaður hjá Flugleiðum. Ef þetta fer eftir, verð- ur eftirleikurinn auðveldur. Hann felst í því að hagnaðurinn hjá Eim- skip verður notaður til aö kaupa aukiö hlutafé í Flugleiðum og auk- inn hagnaður í Flugleiöum leiðir til þess að hlutabréfm í Eimskip hækka og hagnaðurinn eykst og þá er hægt að kaupa meira í Flug- leiðum og svo koll af kolli. Til að viðhalda því frelsi sem þessi einkafyrirtæki boða í krafti einkarekstursins, getur Höröur, framkvæmdastjóri hjá Eimskip ráðfært sig við Hörö sem er stjórn- arformaður hjá Flugleiðum og síð- an getur Hörður hjá Eimskip ákveðið aö fragtgjöldin hjá Flug- leiðum hækki upp fyrir fragtgjöld- in hjá Eimskip og þá verður Hörður hjá Eimskip að hækka lítillega fragtgjöldin hjá Flugleiðum til aö hagnaðurinn minnki ekki hjá Eim- skip. Þannig getur hann haft hreyf- ingu á gjöldunum og sagt að mark- aðurinn ráði verðbreytingunum og staðið í samkeppni við sjálfan sig svo einkareksturinn njóti sín. Og svo þarf Hörður Sigurgestsson hjá Eimskip og Hörður hjá Flugleiöum aö muna eftir því að fara á kjörstað í kosningunum í næsta mánuði til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og standa þannig vörð um einkafram- takið. Enginn efast um að það er þó nokkuð mikið starf að vera fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, enda munu launin vera í samræmi við þá ábyrgð. Sömuleiðis krefst það áreiðanlega nokkurrar vinnu að gegna stjómarformennsku hjá eina millilandaflugfélagi íslendinga. Það hefur og verið í höndum eins manns á fullum launum. Þetta hvomtveggja ætlar Höröur Sigur- gestsson að jafnhenda í framtíðinni og lætur sig ekki muna um það. Þetta er tveggja manna maki og þetta er hinn sanni athafnamaður. Það er líka ljóst að þegar þessi tvö merku fyrirtæki eru runnin saman í eitt, er eðlilegt að stjóm þeirra renni líka saman í eitt. íslendingar ganga að kjörborðinu í apríl og halda aö þeir séu að kjósa sér stjórn. Á meðan situr Hörður Sigurgestsson við skrifborðiö sitt og hlær. Hann veit betur. Hann veit hver ræður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.