Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. 39 Fréttir Hljómsveit Ingimars Eydal senn þrítug Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hljómsveit Ingimars Eydal á Akur- eyri er að öllum líkindum lífseigasta híjómsveit landsins en hljómsveitin verður 30 ára á þessu ári. Það eru engin ellimörk sjáanleg á hljómsveitinni þrátt fyrir þennan langa starfstíma og að undanfomu hefur Ingimar verið á faraldsfæti meö fólkið sitt. Hljómsveitin fór í vetur í Danmerkurferð þar sem hún lék á þorrablóti íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og í fyrsta skipti í för tíl Bandaríkjanna og skemmti á fagnaði íslendingafélagsins í Was- hington. Ákveðið er að á árinu komi út hjá Steinari hf. geisladiskar með hljóm- sveitínni. Á þeim verður að finna upptökur með hljómsveitínni allt frá 7. áratugnum og fram á tíunda ára- tuginn. I dag skipa hljómsveitina auk höfuðpaursins sjálfs Ingimars Eydal, þau Þorleifur Jóhannsson, Grímur Sigurðsson, Snorri Guðvarðarson, Brynleifur Hallsson og söngkonan Inga Eydal. Hljómsveit Ingimars Eydal. Norðurland vestra: Framkvæmda- m ráðinn Öm Þórarmsson, DV, fljótum: Þórir Jón Ásmundsson, véltækni- fræðingur frá Austara-Hóli í Fljót- um, var ráðinn framkvæmdastjóri Átaks hf. á Saúðárkróki. Alls bárust 22 umsóknir um stöðuna; flestir umsækjenda mjög hæfir og því tals- vert erfitt að gera upp á milli þeirra að sögn Árna Ragnarssonar, stjórn- armanns í Átaki hf. Jón hefur um árabil starfað hjá Slippstöðinni á Akureyri. Hann mun væntanlega byrja í þessu nýja starfi um mánaðamótín apríl-maí. Ráðn- ingartími hans er tvö ár. Átak er félagsskapur sem fyrirtæki á Sauðárkróki hafa stofnað. Þegar hafa 42 fyrirtæki gerst hluthafar og fleiri hafa sýnt áhuga á aðild. Átaki er ætíað að vinna að ýmsum nýjung- um í atvinnulífinu og einnig aö styrkja þá atvinnustarfsemi sem fyr- ir er. Árni lét þess getið í samtah við fréttaritara aö þótt hluthafar Átaks væru eingöngu á Sauðárkróki væri ekkert því til fyrirstöðu að sú at- vinnustarfsemi, sem komið yrði á fót, gætí nýst sveitunum í kring að einhverju leyti. Sauðárkrókur: Félagsheimilið í kröggum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Tæpar fjórar miUjónir króna vant- ar tíl að félagsheimilið Bifröst á Sauðárkróki geti staðið við skuld- bindingar sínar, sem að mestu urðu tíl við endurbætur hússins og hús- búnaðar fyrir 2-3 árum. Fram- kvæmdastjórn Bifrastar hefur óskað þess að eignaraðilar, Sauðárkróks- bær og sex félög í bænum, losi félags- heimilið undan þessum skuldum. Bæjarsjóður á 54,6% eignarhlut í Bifröst og hvert félaganna 7,4%. Þau eru kvenfélagið, iðnaðarmannafélag- ið, leikfélagið, ungmennafélagið, verkamannafélagiö og verkakvenna- félagið. Það yrðu því 2 milljónir sem kæmu í hlut bæjarsjóðs að greiða en um 270 þúsund hjá hverju félaganna. Sjálfstæðisflokkurinn: Frambodslistinn á Suðurlandi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi hefur samþykkt fram- boðstista flokksins vegna alþingis- kosninganna. Efstu sætí listans skipa: 1. Þorsteinn Pálsson, 2. Ámi Jo- hnsen, 3. Eggert Haukdal, 4. Drífa Hjartardóttir, 5. Arndís Jónsdóttir og 6. Arnar Sigurmundsson. -hlh DavfðOddsson áAkureyri Davíð Oddssort, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnir á næstunni til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördæmum landsins. Fyrsti fundurinn verður á Akureyri þriðjudaginn 26. apríl kl. 21:00. Fundarstaður er 1929 (áður Nýja bíó) við Ráðhústorg. Húsið opnar kl. 20:30. Auk Davíðs Oddssonar flytja Halldór 8löndal og Tómas Ingi Olrich stutt ávörp. Fundarstjóri: Sigurður J. Sigurðsson Allir velkomnir. Halldór FRELSI OG MANNÚÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.