Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 7
MtfK’ÚDAGUR 25,’ÍVfAtíS 'íÚY:
78
Vidskipti
Kaupmenn ólmir
í að selja bjór
Kaupmenn í Reykjavík eru ólmir
í aö selja bjór í verslunum sínum. Á
aðalfundi Félags matvörukaup-
manna í Reykjavík og nágrennis á
dögunum var skoraö á stjórnvöld að
leyfa sölu bjórs í almennum verslun-
um.
í ályktun fundarins segir: „Félag
matvörukaupmanna í Reykjavík hef-
ur margsinnis á undanfórnum árum
áréttað þá skoðun sína að matvöru-
verslanir ættu að fá leyfi til að selja
bjór eins og aðrar neysluvörur.
Kaupmenn eru fullfærir um að
sinna þessum þörfum markaðarins
sem öðrum. Mál þessi hafa af og til
verið reifuð við rétt yfirvöld en því
miður, enn sem komið er, án árang-
urs.
Við bendum á að við höfum gott
og viðurkennt húsnæði til sölu allra
matvæla og við höfum á að skipa
þjálfuðu verslunarfólki. Öll okkar
starfsemi fer fram undir eftirhti heil-
brigöisyfirvalda.
Starfsmönnum almennra verslana
er ekkert síður treystandi en af-
greiðslumönnum hjá ÁTVR til þess
að krefjast skilríkja um aldur við-
komandi kaupanda ef vafi léki þar á
um.“
Þá skora kaupmenn á yfirvöld að
fella nú þegar niður aðstöðugjöld á
matvöruverslun. „Gjaldið er óeðli-
legt og úr samræmi við nútímann og
alltof íþyngjandi fyrir starfsemina."
-JGH
Morgunverðarfundur Verslunarráðs:
Vaskinn í 15 prósent
Á morgunverðarfundi Verslunar-
ráðs íslands í fyrramáhð verður
kynnt sjónarmið skattanefndar ráðs-
ins um að lækka vaskinn, virðis-
aukaskattinn, úr 24,5 í 15 prósent.
Fundurinn hefst klukkan 7.50 í fyrra-
málið í Súlnasal Hótel Sögu.
Skattanefnd Verslunarráðs bendir
á að innan Evrópubandalagsins hafi
undanfarið verið stefnt í tveggja
þrepa virðisaukaskatt, 4 til 9 prósent
og 14 til 20 prósent. Innan bandalags-
ins séu tvö þrep talin raunhæf póU-
tísk markmið en ekki endUega æski-
legasta leiöin.
Skattanefndin álítur nauðsynlegt
að þessari þróun verði fylgt hér á
landi og bendir á þann kost sem
æskilegan og raunhæfan að lækka
virðisaukaskattinn úr 24,5 í 15 pró-
sent.
Meginúrræði nefndarinnar eru af-
nám undanþága á greiðslu virðis-
aukaskatts og þar með um leið aukin
innlend viðskipti og bætt skattaskil.
Ennfremur markviss samdráttur
ríkisumsvifa, meðal annars með
einkavæðingu á ýmsum sviðum.
Frummælendur í fyrramálið verða
Steingrímur Ari Arason, hagfræð-
ingur Verslunarráðsins, og Örn
Johnson, framkvæmdastjóri Skorra.
Þeir Geir H. Haarde, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokks, Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, og
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra svara á fundinum spurn-
ingum um það hvort niðurfærsla
virðisaukaskattsins sé rétt stefna og
raunhæftmarkmið. -JGH
Vorum að fá frá
SKÍÐABOGAR FRÁ KR. 4.568,-
BURÐARBOGAR FRÁ KR. 2.562,-
Bílavörubú6in
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
Opió laugardaga 10-13
©T®
r\aa io
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
FRÁBÆR FEKMINGMILBOÐ FRÁ
EX-76 hljómtækjasamstæöa
Magnarí 2x40w RMS (2x80w Music Power).
10 banda tónjafnarí , .Surrond sound“.
Innstunga fyrir hljóðnema.
Útvarp: FM stereo, LB-MB sjálfleítarí, 20 stöðva minní,
klukka/timer.
Segulband: Tvöfalt (dekk 1 fram og til baka).
Geislaspílari: 3 geisla „Double OversampIíng“.
Hátalarar: 50w.
Verð kr. 65.210 stgr.
CSD-XL 202
Frábært ferðatæki með geislaspilara og segulbandi.
Verð aðeins kr. 25.990.
Inter sound CD-90P
Ferðageislaspilari: 3 geisla, 16 laga minni, burðartaska,
straumbreytir fyrir 220V og rafhlöðuhylki.
Verð kr. 17.915 stgr.
Sendum í póstkröfu.