Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 25. MARS .199L 49 LífsstHl Könnun á mataræði íslendinga: Borðum þjóða mest af fiski íslendingar borða allra þjóða mest af fiski en grænmetisát þjóðarinnar er með því minnsta sem gerist í Evr- ópu. Þetta kemur meðal annars fram í könnun á mataræði landsmanna sem heilbrigðisráðuneytið og Mann- eldisráð íslands gerðu á síðasta ári. Úrtakið var tekið úr hópi fólks á aldr- inum 15 ára til 80. Neytendur Alls tóku 1240 manns þátt í könn- uninni af 1725 manna úrtaki. Talan 1725 lætur nærri með að vera 1% mannfjöldans á aldrinum 15 til 80 ára. Þjálfaðir spyrlar sóttu þátttak- endur heim og lögðu spurningar fyr- ir þá um matarvenjur þeirra. Þess var vandlega gætt að dreifing úrtaks- ins yröijöfn yfir landið og jafnt skipt á milh kynja. Könnunin er liður í framkvæmd á manneldis- og neyslu- stefnu sem Alþingi ályktaði að yrði fylgt til aldamóta. Laufey Stein- grímsdóttir næringarfræðingur stjórnaði könnuninni. Mesta fiskneyslu- þjóð Evrópu Fyrstu niðurstöður könnunarinn- ar voru kynntar á blaöamannafundi sem Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra og aðstandendur könnunarinnar efndu til. Margt at- hyglisvert kemur í ljós í þessari könnun. Það sem einna mesta at- hygli vekur er aö íslendingar borða aö meðaltali um 73 grömm af fiski á dag sem er mesta fiskneysla sem þekkist í Evrópu. Til dæmis má nefna að Norðmenn sem löngum hafa talið sig mikla fiskneysluþjóð eru ekki hálfdrættingar á við íslend- inga. Neysluvenjur íslendinga Hlutfall orku úr fitu - Karlar 25 ára og eldri - Sérfræðingar Ellilífeyrisþ. Verslunarm. Iðnaðarmenn Sjómenn Atvinnurek. Bændur ---------------------------------------------------I _______________________________________________________ . '. ■ 43,7% 0 10 49,3% 20 30 40 ' 50 Hlutföll orkuefna í fæðu í % íslenskt fæði Manneldismark ■ Kolvetni Prótín □ Fita Grænmetisneysla íslendinga er á hinn bóginn sú lægsta serh þekkist í Evrópu eða um 70 gramma meðal- neysla á dag. Grænmeti er mjög kol- vetnarík fæða, enda kemur í ljós að hlutfall kolvetna sem orkugjafa í fæðu er undir æskilegum mörkum hér á landi. Þess má geta að meðal- neysla á grænmeti hér á landi fer vaxandi svo þau mál standa til bóta. Könnunin staðfestir ennfremur það sem vitað var, að íslendingar borða almennt mjög próteinríka fæðu og er hlutfall próteins rúmlega 17% af orkuefnum fæðunnar. Til samanburðar er talið að nægjanlegt sé að prótein sé um 10% af orkuefn- um fæðunnar og því íslendingar langt yfir þeim mörkum. Fituinni- hald fæðunnar er hins vegar of hátt samkvæmt könnuninni, eða um 41% orkuefna. Æskilegt er talið að það hlutfah sé ekki meira en 35% og get- ur að skaðlausu farið niður í 25%. Of lítið af kolvetnum Fæða íslendinga er almennt ekki Fiskneysla á hvern mann að meðal- tali á íslandi er sú mesta í Evrópu. nógu kolvetnarík en samkvæmt könnuninni er hún tæplega 41%. Það hlutfah er æskilegt að sé 55% orku- efna. Manneldisráð setur það sem markmið að ná þessum hlutfóllum fyrir aldamótin hér á landi og má sjá hlutföll orkuefna eins og þau eru í dag á hringritinu hér annars staðar á síðunni. Til hhðar mjá sjá mark- mið manneldisráös. Það kom á óvart í könnuninni hve hlutfall orku úr fitu er misjafnt eftir því hvaða starfsstéttir eiga í hlut. Það kom í ljós að bændur hafa langhæsta hlutfah orku fæðunnar úr fitu eða tæp 50% fæðunnar. Þar á eftir koma atvinnurekendur en neðstir á hsta eru sérfræðingar ýmiskonar. Allir þessir hópar eru þó yfir þeim mörk- um sem Manneldisráð setur. Þessar niðurstöður má einnig sjá á töflunni hér til hliðar. Ríkasti þátturinn í of mikhh fitu- neyslu landsmanna er viðbitið á brauðið. Þættir eins og fituríkt kjöt skipta ekki eins miklu máh og við- bitið á brauðið. Magrari mjólkuraf- urðir geta einnig hjálpað mikið til við að lækka hlutfall fitu í fæðu. Til kolvetnisríkra fæðutegunda teljast meðal annars brauð, grænmeti, hrís- grjón og pasta en þessar fæðutegund- ir eru einmitt fitusnauðar. Þær inni- halda einnig mikið af vítamínum og steinefnum og þeir sem áhuga hafa á að bæta fæðuval sitt til heilbrigðara lífernis ættu því að leggja áherslu á að auka hlut kolvétnisríkra fæðuteg- unda á kostnað fituríkra. -ÍS ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR GG OXLUM GG I VORUBILA OG VAGNA ®] Stilling SAF - axlar byrðina SKEIFUNNI 11 SÍMI 679797 OG 679799 Páskamyndböndin í ár á myndbandaleigur á morgun CIC myndbönd sími 679787

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.