Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 44
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áf skrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MANUDAGUR 25. MARS 1991. Stúlka slegin og hún rænd Ráðist var á par um tvítugt sem var að koma út úr Bíóhöllinni í Mjódd á tólfta tímanum í gærkvöldi. Stúlkan var slegin í hnakkann með hnefa- höggi að því er talið er og handtaska síðan rifm af henni Nánast samtímis var þrifið í jakka samferöamanns stúlkunnar og honum haldiö rétt á meðan stúlkan var rænd. Tveir pilt- ar, á að giska 18-20 ára, annar ljós- hærður en hinn dökkhærður, hlupu í burtu og hurfu sjónum parsins. í veski konunnar var seðlaveski, tékkhefti og skilríki en aðeins um 500 krónur í peningum. Málið er í rann- sókn hjá lögreglunni.-Stúlkan hlaut ekki teljandi meiösl en pilturinn er ómeiddur. -ÓTT Bílvelta: Tveir slösuðust Júlía Imsland, DV, Hö&\: Tvö ungmenni slösuðust og voru ílutt með sjúkraflugvél til Reykjavík- ur þegar slys varð við brúna á Grjótá í Austur-Skaftafellssýslu á laugar- dagskvöld. Fólksbifreið lenti á brúar- stópa, kastaðist niður í grýttan árfar- veg og lenti á hvolfi. r Tildrög slyssins voru þau að tveir bílar voru að mætast við brúna og sá ökumaður bílsins á austurleið ekki hinn bílinn fyrr en um seinan. Reyndi hann að koma í veg fyrir árekstur með því aö sveigja út á veg- arkantinn og stansa en ienti þá á brúarstólpanum. í hinum bílnum var 5 manna fjölskylda sem sakaði ekki. Ungmennin sem slösuðust voru bæði í bílbeltum. Þrír metrar voru niður í árfarveginn og er bílinn mik- ið skemmdur ef ekki ónýtur. Líðan ungmennanna er sæmileg eftir at- vikum en meiðsli þó ekki fullkönnuð. Rosalega skrít in tilf inning Ægir Már Kárason, DV, Sudnmesjum: „Þetta er alveg rosalega skrítin til- frnning. Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta er búið að vera alveg meiri háttar gaman og hópurinn er alveg frábær. Við erum allar drottningar á okkar hátt og höfum unnið okkar sigur,“ sagði Sigrún Eva Kristins- dóttir, 19 ára fegurðardrottning frá Innri-Njarðvík, en hún var kjörin ungfrú Suðurnes á laugardagskvöld. Sigrún Eva var valin úr hópi átta stúlkna sem kepptu um titilinn. Hún stundar nám í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og aðaláhugamál hennar eru suöur-amerískir dansar og ferðalög um framandi slóðir. LOKI Átti Davíð ekki að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins? Hópur af piltum réðst á þrjá unga menn 1 Austurstræti: Rotuðu einn og þrí kjálkabrutu hann spörkuðu 1 rænulaust fómarlambið sem hóstaði upp blóði „Viö vorum nýkomnir út af Fimmunni í Hafnarstræti. Þegar við vorum komnir á móts við Penn- ann í Austurstræti sáum við hóp af 16-18 ára strákum koma og ráð- ast á okkur með hnefana á lofti. Við höfðum aldrei séð þá áður. Ég gæti trúað aö þeir heföu verið átta saman,- Þetta leit greinilega út fyrir að vera skipulögð árás. Þeir réðust að okkur og kýldu okkur,“ sagði Þorkell Hreinsson, 20 ára piltur, i samtali við DV í gær. Þorkell var á ferð meö tveimur félögum sínum í miðbænum að- faranótt laugardagsins þegar margir piltar réðust á þremenning- ana og slösuðu þá alla. Einn þeirra þríkjálkabrotnaði og fór í aðgerð á sjúkrahúsi í gær. Hann hefur rákir í andlitinu eftir skóspörk. Hljóð- himna sprakk í öðrum en Þorkell fékk áverka á höfði. Árásarmenn- irnir rotuðu þann sem kjálkabrotn- aði og spörkuðu í hann þegar hann lá rænulaus og hóstaði upp bíóði. „Við sáum hvað var aö gerast og reyndum aö forða okkur. Á móts við Utvegsbankann náðu þeir ein- mn okkar - þeim sem var síðastur. Þeir réðust að honum og náðu að rota hann. Þegar félagi okkar var orðinn meðvitundarlaus spörkuðu þeir í hann liggjandi þar sem hann lá rotaöur blóði sínu. Hann var rænulaus og hóstaði upp blóði. Ég hljóp að honum og var smeykur um að hann hefði meiðst innvortis. Það blæddi það mikið úr honum. Þegar ég stumraði yfir honum fékk ég högg í andlitið. Félagi okkar náði að grípa í hárið á einum árás- armannanna og hélt honum. Hinir lögðu á flótta. Lögreglan kom síðan mjög fljótlega og náði þeim sem var haldið,“ sagði Þorkell Hreinsson. Félagi hans lá á sjúkrahúsi í gær eftir aðgerð. Vegna beinbrota í kjálkum getur hann ekki talað og er í spelkum. Árásarmaðurinn sem náðist gaf þær skýringar við frumrannsókn hjá lögreglu að hann hefði verið að hjálpa félögum sínum. Rannsókn- arlögregla rikisins hefur nú mál þetta til meðferöar. -ÓTT Viðbrögð við skoðanakönnun DV: Spennandi barátta „Fyrir okkur sjálfstæðismenn er þetta ágætis könnun. Ég er ekki undrandi á því að fylgi ríkisstjórnar- innar minnki miðað við það upplit sem var á henni á síðustu dögum þingsins. Það var ekki glæsilegt. En hvað okkur varðar virðist niöurstað- an vera svipuð og í síðustu könnun en þá jókst fylgi okkar. Maður verður þó að vera raunsær því einhverra hluta vegna hafa sjálfstæðismenn ætíð fengið ,betri útkomu í könnun- um heldur en í kosningum," segir Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki. „Þessi skoðanakönnun sýnir mjög svipaða stöðu og síðast, breytingarn- ar eru vart marktækar. Eins og áður er stærsti hópurinn sá sem ekki læt- ur í ljós skoðun sína eða er óákveð- inn, úrslitin geta því orðið önnur í sjálfum kosningunum. Ég er þess fullviss að Alþýðuflokkurinn fær meira fylgi," segir Jón Sigurðsson, Alþýöuflokki. „I þessari könnun eru óákveðnir stærsti flokkurinn og niðurstöðurn- ar sýna að kosningabaráttan verður spennandi. Alþýðubandalagið hefur verið að styrkja stöðu sína síöustu vikurnar. Við erum bjartsýn," segir Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu- bandalagi. „Þótt ég sé auðvitað ekki ánægð með þessa tölu er ég ánægð með að sjá það er aukning frá því síðast og tel að þessi tala eigi eftir að hækka þegar nær dregur kosningum. Þá sýna þessar niðurstöður að ríkis- stjórnin er óvinsæl áfram,“ segir Kristín Einarsdóttir, Kvennalista. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með að Framsóknarflokkurinn haldi vel sínu og sé heldur aö sækja á. Ég tel það að þakka sterkri forystu hans í ríkisstjórn. Ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn eykur enn fylgi sitt,“ segir Guðmundur Bjarna- son, Framsóknarflokki. -kaa-ns-JGH Skipverji slasaðist alvarlega Sigrún Eva Kristinsdóttir var kjörin ungfrú Suðurnes um helgina. DV-mynd Ægir Már Maður slasaðist lífshættulega er hann féll á þilfar Stuðlafoss þar sem skipið lá við bryggju á Patreksfirði síðdegis á laugardag. Maðurinn slas- aðist illa á höfði. Enginn vitni voru að slysinu og ekki vitað um tildrög þess. Maöurinn er skipverji á Stuðla- fossi og var áhöfnin að vinna við lest- un og losun. Maðurinn var enn lífs- hættu í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann á Borgarpít- alann. Maðurinn er á gjörgæsludeild. -JJ Veðrið á morgun: Kaldieða stinnings- kaldi Á morgun verður suðvestan eöa suðsuövestan kaldi eöa stinn- ingskaldi. Skúrir eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið en léttskýjaö norðaustanlans. Hiti á bilinu 0-5 stig. /á3- A'***&.\ i f ELDSMIÐIAN o? Q Á-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.