Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 13
MÁNUÐAGUR 25. MARS 1991. 13 Sviðsljós Sólveig Eiríksdóttir sést hér með verðlaunahönnun sinni sem verður fram- lag íslands til Smirnoff International Fashion Award í Amsterdam í lok maí. Þorrablót á Flórída Það er til mikils aö vinna því sigur- vegarinn í þeirri keppni fær í verð- laun heils árs námsdvöl í tískuhönn- unardeild eins frægasta hönnunar- skóla heims, Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. í öðru sæti keppninnar hér heima varð Vilhjálmur Vilhjálmsson, Myndlista- og handíðaskólanum, og í þriðja sæti varð María Ólafsdóttir sem stundar nám við Parsons School of Design í París. Fyrir nokkru var haldin hér á landi hin alþjóðlega fatahönnunarkeppni Smirnoff, „Smirnoff International Fashion Award,“ en hún er hluti af alþjóölegri keppni meðai nema í fata- hönnun og fataiðnaði. Tólf keppendur tóku þátt og voru þrír þeirra valdir úr til að fullhanna flíkur sínar og leggja fyrir dómnefnd. Aö þessu sinni var það nemi viö Myndlista- og handíðaskóla íslands, Sólveig Eiríksdóttir, sem sigraði í keppninni. Hún tekur því þátt í al- þjóðlegri úrslitakeppni í Amsterdam þann 29. maí næstkomandi ásamt sigurvegurum frá 21 öðru landi. Og hér má lita verðlaunaflíkurnar þrjár. F.v. hönnun Vilhjálms Vil- hjálmssonar, sem varð i öðru sæti, þá sigurbúningur Sólveigar Eiriks- dóttur og loks búningur Mariu Ólafs- dóttur sem lenti i þriðja sæti. Anna Bjamason, DV, Flórída: Fyrsta þorrablót íslendingafélags- ins á Flórída var haldið fyrir stuttu en félagið gengur undir nafninu Leif- ur Eiríksson. Þorrablótið þótti í alla staöi takast mjög vel og var stemn- ingin góð. Að yenju var boðið upp á þorramat og brennivín en einnig var hljómsveit Jakobs Jónssonar fengin til að spila, lesin kvæði, sungið og dansað. Hátt í 90 manns mættu á staðinn og voru margir þeirra komnir langt að, sumir þurftu jafnvel aö aka í 7 klukkustundir til að komast á áfangastað. Þeirra á meðal voru Hilmar Skagfield, aðalræðismaður íslendinga í Flórída, og eiginkona hans, frú Kristin, en þau búa í Talla- hassee. Starfsfólk veitingahússins þar sem blótið var haldið hafði þó á orði að því þætti sviðin heldur ókræsileg á að líta og taldi jafnframt að lyktin af hákarlinum væri ekki líkleg til að afla honum vinsælda! Margrét Kristmannsdóttir, gjaldkeri íslendingafélagsins á Flórída, er hýr á svip er hún sneiðir hrútspungana frá íslandi en í Bandaríkjunum ganga þeir undir þvi heillandi nafni: Klettafjalla-ostrurnar! FERMINGARTILBOÐ Fallegt, vandað og vel hannað myndbandstæki í takmörkuðu magni á ómótstæðilegu vetrartilboðsverði. Gestir þorrablótsins fá sér af krásunum, Hilmar Skagfield ásamt konu sinni, Kristinu. og Þorkell Valdimarsson sem kom frá Suður-Flórída. MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN ELTA-ESC 8025 HQ MYNDBANDSTÆKI Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum við sérstaklega góð- um samningum við ELTA í Vestur-Þýskalandi og getum því boðið takmarkað magn ELTA-ESC 8025 HQ myndbandstækja „á ótrúlega góðu verði“. • Þráðlaus fjarstýring • 14 daga upptökuminni • HQ hágæða mynd • Hæg-spilun • Sjálfvirk endurspilun • Kyrrmynd • Mjög hljóðlátt • Einfalt í notkun FERMINGARTILBOÐSVERÐ 26.950,- Gæði á góðu verði SD 3 Greiðslukjör við allra hæfi Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 Keppni í fatahönnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.