Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Athyglisverð eftirmæli Á aðalfundi Flugleiða hf. nú fyrir helgina flutti Sig- urður Helgason eldri athyglisverða ræðu, þegar hann lét af stjórnarformennsku í félaginu. Sigurður lét þau orð falla að tímabært væri að gefa alla flutninga í lofti frjálsa. Hann sagði: „Menn hafa orðið varir við vaxandi óánægju með þessa skipan mála, þ.e. einkaleyfisveitingu til starf- rækslu áætlunarflugs. Á sama tíma og frjálsræði og aukin samkeppni á sér stað í fjölmörgum greinum at- vinnulífsins er engin breyting á þessu fyrirkomulagi. Sú staðreynd að erlend ílugfélög hafa takmarkalítil rétt- indi til flugs til landsins nægir ekki sem rök til viðhalds þessu kerfi. Menn spyrja einfaldlega, hvers vegna eiga útlendir aðilar að hafa þennan rétt, en aðeins einn inn- lendur aðili sitji að þessum réttindum hér á landi.“ Og Sigurður heldur áfram: „Eftir vandlega íhugun þessa máls er niðurstaða mín sú að gefa eigi alla flutninga í lofti frjálsa, bæði innan- lands og milli landa, hugsanlega með einhverjum um- þóttunartíma. Að sjálfsögðu verður að búa svo um hnút- ana að fyllsta öryggis sé gætt og leyfi til flugreksturs verði einungis veitt þeim aðilum, sem upfylla þær ströngu kröfur sem gilda um slíkan rekstur og þeim kröfum verður að fylgja eftir. Ég geri mér grein fyrir því að þessi skoðun á ekki miklum skilningi að mæta hjá fjölmörgum aðilum innan þessa félags. Ég er hins vegar sannfærður um að tíminn mun leiða í ljós að þessi lausn mála verður ekki umflúin.“ Sigurður Helgason eldri talar af reynslu. Hann var forstjóri Flugleiða hf. um langt árabil og er sá maður sem lengst og best hefur þjónað Flugleiðum af framsýni og áræði. Sigurður talar hér gegn hagsmunum Flugleiða sem hann hefur þó borið fyrir bijósti svo lengi. En hann gerir það af sömu framsýninni og sama áræðinu og áður hefur komið fram á farsælum ferli hans. Sigurður gerir ekki ráð fyrir að grundvöllur sé fyrir rekstri annars íslensk flugfélags á millilandaleiðum eins og sakir standa. En hann telur réttilega að með algjöru frelsi, losni Flugleiðir við einokunarstimpilinn og herð- ist jafnframt í hugsanlegri samkeppni. „Mikil hætta er á að allur rekstur sem á einhvern hátt nýtur verndar eða forréttinda safni á sig óþarfa kostnaði og menn séu ekki jafnvel vakandi og þar sem aðhald er sterkt í formi samkeppni." Eitt þeirra atriða sem Sigurður bendir á og mælir með afnámi leyfisveitinga til eins flugfélags á hverri áætlunarleið er afstaða stéttarfélaga. Nefnir hann flug- menn í því sambandi. Tilhneigingin verður sú að þeir beiti ótakmörkuðum verkfallsrétti sínum í tíma og ótíma. Þegar öll völd í atvinnurekstri eru í höndum eins eða fárra stéttarfélaga eykst hættan á misnotkun, hótun- um og stöðvun á samgöngum. Hér hefur Sigurður sjálfsagt í huga hótanir flug- manna um skyndiverkfóll sem eiga að hefjast strax í næstu viku til að knýja á um verulega kauphækkanir. Enn er lítið vitað um ágreininginn í deilunni milli Flug- leiða og flugmanna en haft er eftir forsvarsmanni flug- manna að þeir telji meðal annars að heimavinna þeirra hafi aukist! Þeir þurfa hærra handbókargjald! Sú krafa er tilefni þess að nú á að leggja niður vinnu og stilla íslenskum samgöngum upp við vegg. Slíkar aðgerðir mundu auðvitað ekki ganga ef hér væru tvö eða fleiri flugfélög og það er einmitt einkarétt- arstaða Flugleiða sem býður þessari fáránlegu kröfu- gerð heim. Ellert B. Schram Lúxus ábyrgð- arleysisins Oft hefur veriö rætt um ítöðu fjöl- miðla og fjölmiðlafólks í þjóðfélag- inu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur. Fræg var heimsósómagrein • Solchenitsins á sínum tíma þegar hann kom frá hinum fátæku og lagalausu Sovétríkjum og virti fyr- ir sér þjóðskipulag vestrænna ríkja. Honum fundust áhrif blaða- manna mikil. Enginn hafði kosið þá en vald þeirra var gífurlegt. Hversu oft birta ekki fjölmiðlar rangar fréttir sem nær ógjörlegt er að leiðrétta? Að mati nóbelsskálds- ins hafa blaðamenn mikið vald en ekki samsvarandi ábyrgö. Þessari spumingu hefur að sjálf- sögðu oft veriö velt upp. Við lifum á fjölmiölaöld í fjölmiðlaþjóðfélagi. Haft er eftir kunnum fjölmiöla- fræðingi: „Sparta var hernaðar- ríki. England var á miöri 19. öld fyrsta iðnríki Evrópu. Bandaríki nútímans eru fyrsta „fjölmiðlaríki veraldarinnar“.“ Nýlega birtist í tímaritinu Dia- logue grein um hlutverk blaðanna. Þar getur að líta athyglisverða grein Teds S. Smith sem er prófess- or í „fjölmiðlafræöum". Greinina nefnir prófessorinn Bit varðhunds- ins. Árni Bergmann fjallaði fyrir nokkru um greinina og þessi mál, reyndar á víðara sviði, í Þjóðviljan- um. Sjónarmiðin, sem þarna koma fram, eiga rétt á sér í umræðunni og eru athyglisverð bæði fyrir fjöl- miðlamenn og almenning. Hlutverk varðhundsins Ted S. Smith telur að blaðamenn eða fjölmiðlafólk yfirleitt gangi of langt í hlutverki sínu sem varð- hundar í lýðræðislegu þjóðfélagi. í rauninni er hann að gera því skóna að hin neikvæða afstaða al- mennings til stjórnmála og opin- berra stofnana og jafnvel lýðræðis- ins í heild stafi af því hversu brenn- andi í andanum fjölmiölamenn séu að finna neikvæðar hliðar mála. Þannig leiðir ritfrelsiö fjölmiðla- frelsið til andhverfu sinnar. Svo sammála sem við erum öll um nauðsyn frelsis til orðs og æðis geti fjölmiölafrelsið í þessari mynd leitt til sköpunar nokkurs konar fjölmiðlasérréttindahóps sem aftur gengur þvert á ákvæði stjórnar- skráa um jafnrétti og valddreif- ingu. Hið stöðuga flæði gagnrýni nei- kvæðrar afstöðu grafi undan lýð- ræðinu sjálfu. Einu sinni var sagt að lýðræðið væri afleitt stjórnarfar en eigi að síður það besta sem völ væri á. Gagnrýnin verður ekki gagnrýni í þeim venjulega skilningi heldur leit að slæmum fréttum því þær vekja athygli ogfjölmiðillinn selst. í stað þess að greina allar hliðar mála og stuðla að því að almenn- ingur uppfræðist og verði hæfari til að velja og hafna lýðræðisþjóð- félagi birtist varðhundurinn og bít- ur. Öfugt við stjórnmálamanninn, sem kynnir stefnu sína og aðgerðir, þarf fjölmiðlamaður ekki að bera ábyrgð. Gagnrýni hans er skoöana- laus, hann skiptir um vígvöll, gagn- rýnir án þess að benda á aðra leið. Árni Bergmann kallaði grein sína í Þjóðviljanum Hiö gagnrýna skoð- analeysi fjölmiðla. Skoðanalaus gagnrýni Sjálfsagt á gagnrýni Teds S. Smith ekki við í sama mæli á ís- landi og hún á rétt á sér í Banda- ríkjunum. Eigi að síður eru þessi mál hollt umhugsunarefni. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður Þar var þá tekist á um skoðanir, líklega á útimörkuðum, og almenn- ingi gert að taka afstöðu. Þetta riflar upp umræðuna um „flokkssneplana" sem blaðamenn trúir hugsjóninni um heiðvirða blaðamennsku kalla svo. Þróunin er að í stað þeirra komi „hið gagnrýna skoðanaleysi", lúx- us ábyrgðarleysisins þar sem „markaðurinn" knýr menn til að vekja athygli með „slæmum frétt- um“. Auðvitað nota ég hér jaðrana til að skýra málin í stuttri grein. En stefnan virðist vera að við eig- um ekki að gleðjast yfir því hversu langt við höfum þó náö. Við eigum ekki að þerra svitann af enninu að loknum vinnudegi og líta með ánægju yfir unnin verk. Við eigum full óþolinmæði og „Skyldu þeir sem erfa landið vera eins konar íj ölmiðlaforréttindastétt hverrar forréttindi eru að géta skoðanalaus gagnrýnt og búið við lúxus ábyrgðar- leysisins og uppskorið meiri völd en nokkur annar hefur 1 þjóðfélaginu?“ „Lýðræðið gengur ekki upp nema menn nái samstöðu. Sú samstaða verður að nást með málamiðlun.. Gagnrýni og fréttaflutningur eru nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi lýð- ræðis. En hvort tveggja er vanda- samt. Frelsi getur breyst í óskapn- að ef.ábyrgð fylgir ekki. Nefndur Ted segir eitthvað á þá leið að á sama tíma og þátttakendur í stjóinmálaumræðu og stefnu- mörkun verði að líta raunsætt á áhrif og gagn gerða sinna þurfi fjöl- miðlamenn alls ekki að taka tillit til slíks. Fjölmiðlar hafi þannig þróast í einhvers konar stöðuga sfjórnar- andstöðu. En sú stjórnarandstaða þarf ekki að taka afstöðu eða verja gjörðir sínar og stefnu eða bjóða valkost við þá stefnu sem hún gagnrýnir. Skoðanalaus gagnrýni. Lúxus hennar er ábyrgðarleysið. Að geta gagnrýnt allt og alla án þess aö hafa skoðun eða stefnu og bera enga ábyrgð. Þarf ekki að halda sig viö neitt ákveðið mál. Verði það óþægilegt má skipta um víglínu. Þessa þarf ekki að verja lengur. Stjórnmálamaðurinn verður hins vegar að verja stöðu og stefnu sína. Ritfrelsið og málfrelsið er heilagt. Vitnað er til þess að Thomas Jeffer- son sagði einhvern tíma: „Ætti ég að velja hvort við hefðum ríkis- stjórn án dagblaða eöa dagblöð án ríkisstjórnar veldi ég það síðar- nefnda.“ Jefferson þekkti þó á þeim tíma aðeins dagblöð sem voru eins kon- ar „flokksmálgögn". Blöö sem börðust með hörku fyr- ir málstað flokkshollustu eða með hlutdrægni fyrir ákveðnum mál- um. óánægju að ræða hversu langt er eftir, hve margt er ógert. Lýðræði - samstaða Grundvöllur lýðræðisins er að meirihlutinn ráði. Lýðræðið geng- ur ekki upp nema menn nái sam- stöðu. Sú samstaða verður að nást með málamiðlun því sem betur fer eru einstaklingar þjóðfélagsins ekki eins og líta ekki alla hluti sömu augum. Stefnan virðist hins vegar vera að við eigum ekki að gleðjast yfir virkni lýðræðisins þegar samstaða næst og málamiðlun sameinar ólík sjónarmiö. Þetta er þó sjálfur kjarninn sem lýðræðið byggist á. Heldur ber að tortryggja mála- miðlanir og samstöðu sem óeðlileg hrossakaup, eftirgjöf eða uppgjöf. Lúxus fjölmiðlanna er að þessa afstöðu þurfa þeir ekki að verja né benda á haldbetri lausn. Reki þá í vörður má alltaf skipta um um- ræðuefni. Málið er ekki heitt leng- ur. Skyldu þeir sem erfa landið vera eins konar fjölmiðlaforréttinda- stétt hverrar forréttindi eru að geta skoðanalaus gagnrýnt og búið við lúxus ábyrgðarleysisins og upp- skorið meiri völd en nokkur annar hefur í þjóðfélaginu? Góð spurning það og holl fyrir alla. Á undanfórnum árum hefur sið- fræði læknisfræöinnar verið í brennidepli. Siöfræði fjölmiðlunar er mikilvægt málefni í brothættu lýðræði og sundruðum heimi and- stæðna. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.