Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. Meiming Pétur Gautur er leikrit sem alltaf á erindi á leiksvið - segir Ingvar E. Sigurðsson, annar tveggja leikara sem leikur Pétur Gaut Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Péturs Gauts ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur sem leikur Sólveigu. DV-mynd GVA Þeir sem sáu stuttmynd Óskars Jónassonar SSL 25 sem sýnd var í Sjónvarpinu fyrir rúmri viku þekktu sjálfsagt Ingvar E. Sigurðsson sem fór með eitt aðalhlutverkið. Þegar þessi sama kvikmynd var sýnd í Regnboganum í fyrra vissu örugg- lega fáir hver Ingvar var. í dag vita allir sem hafa fylgst meö leikhúsun- um í vetur hver Ingvar er. Ingvar lék eitt þriggja hlutverka í Ég er meistarinn sem er eftirtektar- verðasta íslenska leikritið sem frum- sýnt hefur verið á þessu ári og hefur leikritið vakiö mikla athygli og um- tal. Þegar átti að hætta sýningum á leikritinu samkvæmt áætlun var Leikfélagi Reykjavíkur ekki stætt á því vegna mikillar aðsóknar sem sást meðal annars í því að hundruð manna voru á biðlista þegar áætluö síðasta sýning var auglýst. Ingvar leikur þessa dagana í tveim- ur leikritum því auk þess að leika í Ég er meistarinn leikur hann Pétur Gaut ásamt Amar Jónssyni í sam- nefndu leikriti sem er opnunarleikrit í breyttu Þjóðleikhúsi, Þessi tvö stóru hlutverk sem Ingvar hefur leikið í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu í vetur er stórt og mikið stökk fyrir ungan leikara sem er að byrja feril sinn. Ingvar var því feng- inn í stutt spjall um þessi tvö leikrit og þær persónur sem hann túlkar. Hann var fyrst spurður hvort hinar miklu vinsældir leikritsins Ég er meistarinn hefðu komið honum á óvart. „Það kom mér alls ekki á óvart aö leikritið yrði vel sótt. Þótt Ég er meistarinn sé eftir ungan og óþekkt- an rithöfund er hér um mjög gott leikrit að ræða. En að það yrði eins vinsælt og raun ber vitni kom mér á óvart.“ - Þegar ákveðiö var að hætta við að hætta, varstu þá ekki byrjaður aö æfa Pétur Gaut? „Það var tekin snögg ákvörðun um að byrja aftur og það var'erfitt að kyngja þvi í fyrstu. Þegar fariö er að æfa í jafnstóru verki og Pétur Gautur er er maður hættur að hugsa um annað. Það ruglar því dálítið fyrir manni að fara að æfa afjur upp leik- ritið. En það gekk vel að æfa nýja leikkonu upp, Bryndís Petra var fljót að komast inn í verkið og æfingar upp á nýtt gengu mun betur en ég átti von á.“ - Em ekki mikil viðbrigði að fara úr þriggja leikara verki af litla sviði Borgarleikhússins og yfir í hið fjöl- menna leikrit Pétur Gautur? „Jú, það er allt öðruvísi. Þessi tvö leikrit eru mjög ólík í allri uppsetn- ingu. Þar að auki er textinn í Pétri Gaut í bundnu máli sem gerir það að verkum að þú ert með gjörólíkan texta.“ - Á Pétur Gautur erindi inn í nútí- maleikhús? „Pétur Gautur hefur alltaf átt er- indi í leikhús. Þar er að finna þær spurningar sem ávallt leita á mann- inn. Hver erum við? Hvert emm við aö flýja? Hvert viljum við komast?" - Nú eruð þið tveir sem leika Pétur Gaut, þú og Amar Jónsson? „Pétur Gautur er í leikritinu ungur og hann er gamall. í leikgerðinni sem Þjóðleikhúsið sýnir byrjum við á Pétri Gaut í útlöndum, leið hans ligg- ur síðan heim til Noregs, þar sem hann mætir persónum úr æsku. Minningar birtast honum og þar kem ég til sögunnar í fyrsta sinn og er aðeins í kaflanum þegar hann er ungur í Noregi og má segja að ég sé inni í leikritinu í tvo klukktíma. Arn- ar er aftur á móti inni á sviði allan tímann." - Er Pétur Gautur gott leikrit? „Mér fínnst Pétur Gautur frábært leikrit. Það hefur allt sem prýöa þarf gott leikhúsverk.“ - Nú var sú ákvörðun tekin að láta semja nýja tónlist við Pétur Gaut, þegar til er klassísk tónlist við leik- ritið sem allir þekkja? „Það hefði verið skrýtið að hafa gömlu tónlistina við þessa upp- færslu. Þegar Pétur Gautur er frum- sýndur í Noregi, þá er það Grieg sem semur tónlist fyrir þá sýningu og henni var ekkert frekar ætlað að vera við aðrar uppfærslur. Sú tónlist er alveg frábær þótt sagt sé að Ibsen hafi ekki aldrei verið ánægður með hana.“ - Nú hafa farið fram miklar breyt- ingar á Þjóðleikhúsinu, Hefur sú breyting einhver bein áhrif á leikar- ana á sviðinu? „Nú hef ég ekki áður leikið í Þjóö- leikhúsinu, þannig að ég get ekki boriö það saman viö hvernig var áður en sviðsopið sjálft hefur verið stækkað og þegar salurinn breytist breytast hljómgæðin, vonandi til batnaðar? - Er ekki einstakt að fá strax á fyrsta vetri sem atvinnuleikari jafnstór og góð hlutverk og þú hefur fengið? „Jú, auðvitað er það frábært en um leið er þaö heppni að fá að starfa með jafnhæfileikamiklum leikstjór- um og Kjartani Ragnarssyni og Þór- hildi Þorleifsdóttur." - Hvað tekur við þegar þessum leik- vetri lýkur? „Hvað næsti vetur ber í skauti sér veit ég ekki. Það er langt liðið á vet- urinn og Pétur Gautur gæti verið tekinn upp aftur næsta vetur en í sumar mun ég leika í kvikmyndinni Inga Ló á grænum sjó sem leikstýrt er af Ásdísi Thoroddsen. Þar leik ég eitt af aðalhlutverkunum, ungan sjó- mann sem heitir Skúli. Kvikmynda- tökur munu fara fram á Vestfjörðum og í Reykjavík." -HK Frumsýning á Dal hinna blindu 1 kvöld: Erf itt en skemmtilegt að leika með lokuð augu - segir Kjartan Bjargmundsson, einn leikaranna í kvöld frumsýnir leikhópurinn Þíbylja verkið Dalur hinna blindu sem er unnið upp úr smásögu eftir H.G. Wells. „Það var í haust sem leik- hópurinn kom saman og ákvað að gera leikgerð eftir þessari smásögu. Eftir að hugmyndir höfðu verið skrif- aðar niður tók leikstjórinn, Þór Tuli- níus, við og skrifaði leiktextann," segir Kjartan Bjargmundsson sem er einn tíu leikara sem taka þátt í sýningunni. Leikritið segir frá feðgum sem brotlenda flugvél sinni hátt uppi í grösugum dal, lokuðum frá hinni svokölluðu siðmenningu. íbúar dals- ins eru allir blindir og hafa verið þaö í nokkrar aldir. Leikritið greinir síð- an frá samskiptum feðganna og hins blinda samfélags. Þar sem flestir leikaramna leika blindar manneskjur þurfti góðan og langan undirbúning og var Asgerður Siguröardóttir blindrakennari feng- in til að aðstoða og í raun að kenna Eins og sjá má á þessari mynd eru leikararnir, sem leika blinda, með lok- uð augu. leikurunum að haga sér eins og blint fólk gerir. „Við vorum æfð í að vera blind. Eg var til dæmis leiddur um allt Borgarleikhúsið og yfir í Kringluna með bundið fyrir augum og það er óhætt að segja að það hafi verið skrýtinn tilfinning. Maður skynjar öll hljóö öðruvísi en þegar maður sér hlutina og til að mynda gat ég að litlu leyti gert mér í hugarlund hvar ég var staddur," segir Kjartan um fyrstu reynslu sína af því að geta ekki séð. Aðspuröur sagði Kjartan að leikar- arnir væru meö augun límd aftur á sýningum en sæju aðeins því sjálf- sagt myndi allt fara úr skorðum við allar skiptingar ef svo væri ekki. „Uppfærslan á leikritinu hjálpar líka til því mjög dimmt er á sviðinu og í nokkrar mínútur er meira að segja aldimmt." Kjartan kvað það vera erfitt að leika svona með lokuð aug- un en á móti kæmi að það væri skemmtileg glíma og mikil reynsla. Dalur hinna blindu verður frum- sýndur í kvöld í Lindarbæ. Næstu þrjár sýningar verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöld og svo annan í páskum. -HK Bragi Sveinsson heldur hér á veggspjaldi sem auglýsir Lista- hátið æskunnar. Teikningin er eftir hann. DV-mynd BG Þingfundur æskunnar í Al- þingishúsinu er meðal þess sem áætlað er að gera á víðtækri Listahátíö barnanna sem haldin verður 20.-28. apríl í Reykjavík. Geysifjölbreytt dagskrá með þátt- töku bama og unglinga er fyrir- huguö og er óhætt að segja að börnin ráði ferðinni þessa viku. Myndlistarsýningar á verkum barna verða víða en sú stærsta veröur í Gerðubergi. Tónleikar verða einnig víða, meðal annars í íslensku óperunni. í Ásmundar- sal verður listasmiöja þar sem bömin vinna með arkitektum en einnig er stefht að listasmiðjum í tengslum við dagskrá Listasafns íslands og í safni Ásgríms Jóns- sonar, Gerðubergi og Norræna húsinu. Kvikmyndahús borgar- innar munu taka þátt í vikunni og verða barna- og unglinga- myndir sýndar daglega. Rokktón- listin fær einnig sinn skerf og er stefnt að rokktónleikum daglega í Púlsinum og tónleikum á Lækj- artorgi að kvöldi síðasta vetrar- dags. Aðeins hefur verið stiklað á stóru en úölmargt annaö verður börnum og unglíngum til skemmtunar og fróðleiks. Hátíð- ardagskrá verður í Borgarleik- húsinu 20. apríl, dagskrá sem verður síðan endu^tekin viku síð- ar í lok Listahátíðarinnar. Um leið og Listahátíðinni er ætlaö að hvetja börn og foreldra, fóstrur og kennara til áfram- haldandi gróskumikils starfs á þessu sviði þá er hún einnig nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem börn og unglingar sýna sköpunarverk sín sem þau hafa unnið að í vetur. Tímamótaverk á Sauðárkróki Þórh. Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Timamótaverk heitir nýtt leik- rit eftir Hilmi Jóhannesson sem Leikfélag Sauðárkróks hefur haf- ið æfingar á. Hilmir samdi þetta leikrit gagngert að beíðni Leik- félagsins í tilefni 50 ára afmælis þess á þessu ári. Leikstjórn er í höndum Elsu Jónsdóttur og verö- ur frumsýning í upphaf Sæluviku þann 7. april. Að sögn Elsu er hér um lauflétt verk að ræða. Það gerist á fundi hjá leikfélagi úti á landi og gæti það gerst hjá hvaða áhugaleikfélagi sem er. Tíma- mótaverk er ekki staðfært og ekki farið aftur í sögu Leikfélagsins eins og sumir hafa getið sér til um. Persónur og leikendur eru ellefu talsins. Höfundurinn, Hilmir Jóhannesson, segir að tími sé til komínn að setja þennan titil á verk sitt því hingað til hafi hann ekki samiö neitt annað en tímamótaverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.