Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. 15 „Sársaukaf ullur prósess“ Þegar minn gamli sögukennari, Jón Baldvin Hannibalssón, las fyr- ir í menntó um rússnesku bylting- una kallaöi hann samyrkjuvæð- ingu Stalíns „sársaukafullan pró- sess“. Hin sömu orð hefur hann haft opinberlega um fyrirsjáanleg- ar þrengingar sauðtjárbænda eftir að hafa með árangri att saman framleiðendum og neytendum. Svokölluð bændaforusta fram- kvæmir nú möglunarlaust „pró- sessinn“ hans Jóns Baldvins á umbjóðendum sínum. Kynningar- fundir bændasamtaka um breytta skipan framleiðslu sauðfjárafurða hafa veriö heilaþvottarsamkomur þar sem formælandi hefur sagt að þessi fundur væri eins stemmdur og fyrri, sagt mönnum hvað þeir ættu að hugsa, álykta. Stéttarsambandsfundurinn, þar sem lokað var á fréttamenn, líkt og um stríðsaðgerð væri að ræða, varð innsigli á ósjálfstæði og van- metakennd heillar stéttar. Stéttar sem virðist komin í beinan karllegg af þeim aumingjum sem á miðöld- um fylgdust aðgerðalausir í lotn- ingu með afhausun og drekkingu fólks sem það eitt hafði til „saka“ unnið að eignast barn utan hjóna- bands. Nasistar létu fanga stundum hengja hver annan. Bændum er nú ætlað að ýta hverjum öðrum út úr stéttinni, bítast um fullvirðisrétt, finna þá gömlu, þá sem hafa sýnt frumkvæði til að afla sér auka- tekna, knýja þá til að hætta, þannig að þeir ungu, þeir sem hvorki hafa vit né áræði tU nokkurs annars en rollustúss, geti hokrað áfram. En þeir sem eftir verða muni ekki geta andað léttar í sinni afneitun markaðslögmála og vöntun á frum- kvæði. Ríkisvaldinu mun veitast auðvelt að láta þá gossa í næstu „sölutregðu" sem er jafnörugg og árangursleysi undangenginna söluátaka. KjaUarinn Jón Hjálmar Sveinsson landbúnaðarverkamaður Sergio Leone í landbúnaði Það er fleira við sjömannanefnd en nafngiftin sem minnir á spag- hettívestra. Rikið, vinnuveitendur og launþegasamtök segja bændum að leggja upp laupana í þágu þjóð- arsáttar, sáttar sem bændur eru sagðir aðilar að, en fengu aldrei að greiða atkvæði um. Niðurgreiðsl- urnar, áratuga kverkatak ríkis- valdsins á bændum, gera því kleift að segja þeim að þiggja ölmusu eða ekkert. Örökstutt segir hinn þríhöföa þurs, stéttarsamband, búnaðarfé- lag og landbúnaðarráðuneyti að allt sé betra en að opna fyrir frjáls- an innflutning á landbúnaðarvör- um og afnema niðurgreiðslur með öllu. Réðu markaðsöflin væri það jafngildi þess að „bændur myndu rífa augun hver úr öðrum í frjálsri samkeppni" eins og einn fulltrúi stéttarsambandsins orðaði það. - Miðstýring var honum meir að skapi, hún var „nauðsynleg". Þó að eignarréttur og atvinnu- réttindi séu vernduð í stjórnarskrá gagnar það bændum á sjálfseignar- jörðum ekkert. Stéttarsambandið sjálft keypti sér lagatúlkun á þann veg að framleiðslukvóti og þar með kvótaskerðing jarða stæðist lög. Sá kostur sem bændur hafa nú í þý- lyndi tekið er sambærilegur við eftirfarandi. Ríkisstarfsmönnum skyldi fækkað um ákveðna tölu, þeir fengju sjálfir að ráða hverjir hættu en ef enginn segði upp yrði kaup allra lækkað þannig að sami sparnaður næðist. Þeim sem hættu yrði gert skylt að undirrita samning um að hvorki þeir né börn þeirra sæktu'nokkurn tíma um vinnu hjá hinu opinbera aftur. Svoleiðis „sársaukafullum prósess" fyndu krataforingjarnir og embættabornir niðjar þeirra sig ekki í. Afrek stalínskrar hagstjórnar Á sama tíma og bændur hafa aldrei verið færri eru tveir búnað- arskólar starfræktir í landinu, annar með háskólanám i búvísind- um. Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur aldrei verið stærri, félagskerfi bænda aldrei viðameira og aldrei fleiri fyrirtæki flutt inn rekstarvörur til landbúnaðar. Fyr- irtækin eru reyndar einu aðilarnir sem bændum hafa orðið til áþreif- „Skattborgarar hafa þegar látið 2 millj arða 1 ullariðnaðinn, án þess að árang- ur sjáist, þrátt fyrir að mestu hagspek- ingar þjóðarinnar séu í stjórn Álafoss.“ „RALA lagði af „sparnaðarástæöum" niður tilraunastöð sem náð hafði árangri í ræktun hreinhvíts fjár.“ - Úr rannsóknastofum landbúnaðarins. anlegs gagns. RALA lagði af „sparnaðarástæðum“ niður til- raunastöð sem náð hafði árangri í ræktun hreinhvíts fjár. Hún kost- aði 1 milljón á ári í rekstri. Skatt- borgarar hafa þegar látið 2 millj- arða í ullariðnaðinn, án þess að árangur sjáist, þrátt fyrir að mestu hagspekingar þjóðarinnar séu í stjórn Álafoss. Uppgötvast hefur aö of sterkum efnum hefur verið beitt við þvott íslensku ullarinnar, nokkuð sem hefur skemmt hana sem hráefni. fnnflutningur land- búnaðarafurða á að heita óheimil en Álafoss vinnur úr erlendri ull og hin niðurgreidda íslenska er flutt út sem tróð og stopp. Engin tækni hefur verið þróuð til að skilja hinn verðmæta þátt íslensku ullar- innar, þelið, frá hinum grófa. Tvö þúsund milljónir hefðu gert meira en það og kasmírull hefði fengið keppinaut. Nú á tímum fer eftirspurn eftir hreinum náttúruafurðum vaxandi erlendis en íslenskt lambakjöt myndi flokkast sem ein slík. Bænd- ur og afurðasala SÍS þvertaka fyrir að lambakjöt sé seljanlegt út með arði, án styrkja. Aldrei hefur verið sýnt fram á að ekki megi markaðssetja lambið sem villibráð á þröngum sælkera- markaði. Tilraunum til þessa hefur ætíð markvisst verið spillt af SÍS sem myndi missa af geymslugjöld- um ef varan seldist jafnóðum og hún væri framleidd. íslenska lambið nærist á villtum grösum, nýgræðingi allt sumarið, og Nýsjálendingar sem skoðað hafa það segjast aldrei hafa séö nýrna- mör í kind, fitusöfnun þeirra fjár sé ekki í kviðarholi heldur utan á skrokknum. Útflutningi lamba- kjöts, gaddfreðins í grisju, niður- greidds til samkeppni við gróft, blátt kjöt steppugengins ullarfjár úr verksmiðjubúum andfætlinga og það á almennum neytenda- markaði mætti líkja við það að hella tvítugu Glenfiddich saman við billegt rauðvín og bjóða sem svaladrykk á hafnarknæpu. Jón Hjálmar Sveinsson Réttur unga fólksins Ávallt eru hressir ungir menn og konur tilbúin til aðstoðar ef þörf kref- ur, segir m.a. i greininni. Unglingavandamál er orð í ís- lensku sem virðist orðið jafnsjálf- sagt og orðið unglingur. Margir eru þeir sem virðast álíta að unglingar geti ekki verið neitt annað en vandamál. í okkar þjóðfélagi þrífst gífurlegt misrétti gegn unglingum, áreiðanlega miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Unglingurinn og fjölmiðlar Því miður er til fólk sem dæmir alla unglinga fyrir slæma hegðun fárra. Oft er þetta fólk sem ekki hefur nein náin kynni af ungling- um. Á hverju byggir fólk þá dóm sinn; hvaðan kemur þessu fólki reynsla til að dæma eftir? Gæti það verið frá flölmiðlum eða vegna slæmrar reynslu af þeim fáu slæmu? Ef unglingar eða ungt fólk gerir eitthvað illt af sér er fjallað mjög neikvætt um það í fjölmiðlum og sjaldnast er athugaður æskufer- ill unglingsins eða þær aðstæður sem hann býr við eða annað sem gæti gefið skýringu og hugsanlega mildaö dóm almennings á lionum. Ef ekið er fram á hóp unglinga á götu úti á leið á dansstað heyrast raddir sem segja: drukknir ungl- ingar sem ekki gá að sér. En myndu slíkar raddir heyrast ef um fullorö- ið fólk væri að ræða? Þegar ungl- ingur verður fyrir ógæfu eins og að deyða mann eða slasa, er hann þá ekki í sömu sporum og sá full- orðni og dettur okkur í hug að koma illa fram viö fullorðiö fólk, sem á vegi okkar verður, sökum þess að einn af okkur hegðaði sér illa? Eða er það kannski vegna þess að við erum fullorðna fólkiö og vit- um mætavel að það er munur á okkur og þeim fullorðnum sem KjáUarinn Margrét Sigríður Sölvadóttir rithöfundur misstíga sig. Er þá ekki um sama mun að ræða hjá unglingunum? Unglingurinn og leigubílstjórinn Mér heyrist að leigubílstjórar vilji ekki aka með unglinga eða ungt fólk að næturlagi. Sjálfsagt segja þeir það vera vegna slæmrar reynslu þeirra af ungu fólki. En er ekki hættulegt að álíta að allir séu eins og er það ekki óréttlátt að láta syndir þeirra slæmu bitna á hin- um? Ég hef orðið vitni að því að ungir menn hafa árangurslaust reynt að stöðva leigubíla að nætur- lagi en þá er ekið hratt á brott þeg- ar séð er að unglingar eru að veifa. Þaö var í vondu veðri um hánótt fyrir skömmu að ungur maður reyndi að stöðva leigubíl en greini- lega vildi enginn aka honum. Hann var illa klæddur og orðinn gegn- blautur og þegar einn bíllinn stans- aði sem snöggvast á ljósum var leigubílstjórinn fljótur að læsa hurðunum og taka LAUS-skiltið niður er pilturinn nálgaðist. Hann varð reiður og sló í hurðar- húninn svo sprakk fyrir á hnúun- um. Nú var verr komið fyrir unga manninum því að fyrir utan það að vera blautur og óásjálegur var hann nú orðinn blóðugur á hend- inni líka. Ég hafði verið að bíöa eftir bíl sjálf og þegar ég veifaði stansaði hann strax. Ungi maður- inn, sem ég hafði verið að fylgjast með, kom hlaupandi er hann sá bílinn stoppa. Leigubílstjórinn sagði strax við hann að hann hefði stoppað fyrir mér en ekki honum og kuldablátt andlit piltsins lýsti að vonum vonbrigðum. „Við getum tekið hann saman," sagði ég því ég vorkenndi þessum unga manni og vildi koma honum heim til hans svo hann yrði ekki úti. „Kemur ekki til greina, ég tek aðeins þig“ kallaði leigubílstjórinn til okkar og gerði sig líklegan til að aká á brott ef ég kæmi mér ekki inn. Ég leit á unga mannmn og sagði kurteislega að mér þætti þetta leitt en mín vegna hefði hann mátt koma með. Hann sýndi mér fyllstu kurteisi en leit illilega til bílstjórans. Ég hugs- aði með mér er við ókum á brott frá honum: „Hvað hefði ég gert ef mér hefði verið sýnt slíkt órétt- læti?“ - Ég veit að ég hefði orðið óskaplega reið. En er það ekki ein- mitt þannig tilkomin reiði sem hef- ur hreiðrað um sig í brjóstum margra unglinga og kemur upp á yfirborðið við minnsta tilefni þegar þeim fmnst sér sýnt óréttlæti. Dæmum ekki að óreyndu Góðir lesendur. Verðum við ekki að hta í eigin barm og endurskoða framkomu okkar við unga fólkið? Ef við komum kurteislega fram við það þá er það kurteist á móti í flest- um tilfellum. Bíllinn minn hefur oft verið fastur í snjó og hálku og alltaf hefur mér verið bjargað af hressum ungum mönnum og kon- um sem reiðubúin eru til að að- stoða. Sýnum unglingum virðingu og fyllstu kurteisi, það eru mannrétt- indi sem þeir eiga skilin, en dæm- um þá ekki að óreyndu vegna þess að fáeinir ógæfusamir unglingar brjóta af sér. Fjölmiðlar ættu að ganga hér fram fyrir skjöldu og breyta hugarfari almennings með því að sýna miklu meira af því góða sem unglingar eru aö gera, t.d. í skólum og á öðrum vettvangi ungs fólks. Við ' eigum fallegt og duglegt æskufólk. Gefum því tækifæri til að sanna sig og kennum því góða framkomu með því aö koma vel fram við það. Látum jákvætt hug- arfar okkar verða þeim unglingum til hjálpa" sem eru svo ógæfusamir að hafa lent á glapstigum því flest- um má bjarga. Margrét Sigríður Sölvadóttir „Hann var illa klæddur og orðinn gegn- blautur og þegar einn bíllinn stansaði sem snöggvast á ljósum var leigubíl- stjórinn fljótur að læsa hurðunum og taka LAUS-skiltið niður er pilturinn nálgaðist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.