Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 9
MÁNÚDAGUR 25. f t \ f, fTi \}T / Wr MARS 1991. Uflönd Sovéskir kolanámuverkamenn á fundi. Tugir þúsunda þeirra hafa lagt nið- ur vinnu og krefjast betri kjara og aðbúnaðar. Auk þess krefjast margir þeirra afsagnar Gorbatsjovs Sovétforseta. Simamynd Reuter Kreppan í Sovétríkjunum eykst: Námumenn neita að snúa aftur til starf a -átökíGeorgíu Kolanámuverkamenn í Sovétríkj- unum sýndu þess engin merki í gær að þeir hygðust ætla að verða við beiðni yfirvalda um að snúa aftur til vinnu. Leiðtogar námumanna í Kuz- bass í Síberíu og Donbass í Úkraínu sögðu að ummæli Valentins Pavlovs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, um að verkfall þeirra leiddi til efnahags- legs hruns hefði engin áhrif á ákvarðanir þeirra. Gjaldþrot er nú sagt blasa við í sumum námunum og fullyrt er að það muni taka langan tíma áður en hægt verður að hefja störf í þeim á ný. Verkfall námumanna, sem kreíjast betri kjara og aðbúnaðar og afsagnar Gorbatsjovs forseta, er mjög víðtækt. Mikhail Shchadov, ráðherra námumála, sagði í gær að verkfallið hefði haft mjög slæm áhrif á helstu iðngreinarnar eins og til dæmis stál- iðnaðinn, bílaiðnað og vélaiðnað. Meöal annars nefndi ráðherrann að dregiö hefði úr framleiðsln á land- búnaðarvélum. Shchadov ítrekaði hins vegar það sem Pavlov forsætis- ráðherra hafði sagt áður að yfirvöld myndu einungis semja við námu- verkamenn ef þeir sneru aftur til vinnu. í sovéska lýðveldinu Georgiu brut- ust í gær út átök milli sjálfstæöis- sinna og Osseta sem vilja vera áfram í Sovétríkjunum. í frétt sovésku Tass-fréttastofunnar sagöi að beitt hefði verið vélbyssum, handsprengj- um og eldflaugum. Á laugardaginn gerði Boris Jeltsin, forseti Rússlands, samkomulag við leiðtoga þjóðernissinna í Georgíu um að binda enda á óeirðirnar sem kraf- ist hafa yfir fjörutíu mannslífa í hér- aðinu Suður-Ossetíu. Moskvuvald- inu hefur ekki tekist að bæla niður óeirðirnar og er litið svo á að sam- komulagið hafi styrkt stöðu Jeltsins. Samkvæmt því verður skipuð sam- eiginleg sveit sem afvopna á þá sem takaþáttíóeirðunum. Reuter Finnland: Jaf naðarmenn í stjórnarandstöðu Jafnaðarmannaflokkurinn í Finn- landi ætlar í stjórnarandstöðu eftir svo gott sem tuttugu og fimm ára setu í stjórn. Flokksráðið ákvað í gær að taka ekki þátt í stjórnarmyndun- arviðræðum vegna hins mikla ósig- urs í kosningunum fyrir viku. Þá missti flokkurinn yfir níutíu þúsund atkvæði og átta þingsæti. Það varð hins vegar Miðflokkurinn sem hlaut flest atkvæði og varð stærsti flokkur Finnlands. Búister við að stjórnarmyndunar- viðræður hefjist eftir að nýtt þing kemur saman 4. apríl næstkomandi. Sérfræðingar telja að það geti tekið yfir mánuö að mynda nýja stjórn. FNB Gjörbreyttur og glæsilegur NISSAN SUNNY Verð frá kr. 869.000,- stgr. Ingvar Helgason ht Sævarhöfóa 2 sími 91-674000 TILCOfTA 27. mars - 8. apríl 6 sœti laus vegna forfalla Verb frá 46.800 kr. m.v. 2 DBL roi 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.