Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. 3 Fréttir Aðstandendur fegurðarsamkeppni Vestflarða: Höfnuðu boði um ferða- vinninga í verðlaun - til að þurfa ekki að gefa umboðsmanni ferðaskrifstofunnar boðsmiða Aðstandendur keppninnar um feg- urðardrottningu Vestfjarða höfnuðu boði Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar um að gefa 3 ferðavinninga þegar keppnin var haldin á ísafirði 16. mars síðastliðinn. Ástæðan var sú að þá hefði þurft að láta umboðs- menn ferðaskrifstofunnar fá boðs- miða á hátíðina en Veröld ætlaði að vera með ferðakynningu í leiðinni. Veröld ætlaði að gefa þeirri stúlku, sem kosin yrði fegurðardrottning Vestfjaröa, ferðavinning og einnig 2 ferðavinninga sem heppnir gestir fengju. í staðinn ætlaði Veröld að hafa ferðakynningu í húsinu og starfsmenn ferðaskrifstofunnar í Reykjavík ætluðu að koma til ísa- fjarðar í þeim tilgangi. En þegar Gísli R. Árnason, umboðsmaöur Veraldar, nefndi þetta við umsjónarmenn keppninnar vestra neituðu þeir að láta starfsmenn Veraldar hafa boðs- miða á hátíðina og þeir hefðu því þurft að borga sig inn. Þetta vildu þeir ekki sætta sig við og ekkert varð því úr ferðavinningagjöfunum. Dagný Björk Pjetursdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar, segir að ekki hafi verið rætt við sig um ferða- vinningana heldur stúlkur sem að- stoðuðu hana við undirbúninginn. „Síðan er húsið, þar sem keppnin var haldin, svo lítið, tekur bara um 100 manns í sæti, að það hefði ekki verið hægt að gefa boðsmiða. Ef allir sem komu nálægt keppninni, þeir sem gáfu gjafir, þjálfuðu stúlkurnar og svo stúlkurnar sjálfar, hefðu feng- ið boðsmiða hefðu þeir orðið um 60 talsins. Það var því ákveðið að gefa enga boðsmiða," segir Dagný Björk. -ns Vorverk borgarstarfsmanna eru hafin þótt enn sé ekki nema aprílmánuð- ur. Skiltin á götum Reykjavíkur þarf að hreinsa eins og annað og þessir ungu menn voru í óðaönn að þvo og bóna í blíðviðrinu um daginn. DV-mynd S Óveðrið í febrúar: Tjón nemur um 290 milljónum króna - gróðurhúsabændur urðu verst úti „Ails hafa borist tilkynningar um eitthvað á milli 2200 og 2300 tjón yfir allt landið frá því óveðrið geisaði í febrúar og kostnaður tryggingafélag- anna vegna þeirra nemur í kringum 290 milljónir króna,“ sagði Kristján Guðmundsson, formaður sérstakrar nefndar á vegum ríkisins sem skipuð var til að kanna óveðurstiónin. „Tjón utan trygginga, þ.e. þau tjón sem menn hafa ekki tryggt sig fyrir, eru álíka mörg,“ sagði Kristján. Hann taldi ástæðuna vera þá aö byggingareftirliti væri áfátt víða, þá sérstaklega í dreifbýli. Oft hefði slæmur frágangur á dyra- og hurða- búnaði orðið til þess að óveðrið náði inn og olli meiri skemmdum en ella. Sú starfsstétt, sem varð einna verst úti í óveðrinu, eru gróðurhúsabænd- ur. Hjá nokkrum þeirra urðu skemmdir upp á tvær milljónir króna en alls greiða tryggingafélögin 68'milljónir vegna tjóns á fasteignum þeirra og ræktun. Meðalupphæð allra tjóna var í kringum 140 þúsund kronur. Tvö stærstu tryggingafélögin, Vá- tryggingafélag íslands hf. og Sjóvá- Almennar tryggingar hf„ bera mesta kostnaðinn. Olafur Jón Ingólfsson, deildarstjóri almenningstengsla hjá Sjóvá-Almennum, sagði að þeim hefðu borist 616 tilkynningar um tjón sem næmu samtals um 86 milljónum króna. Stærsti einstaki þátturinn var kostnaður við þrjá byggingakrana sem eyðilögðust í Reykjavík en þeir kostuðu 20 milljónir. Þórður Þórðarson, deildarstjóri í eignatryggingum hjá VÍS, sagði að VIS heföu borist 1580 tjónstilkynn- ingar sem næmu 160 milljónum króna. Þar af eru fjörutíu milljónir vegna skemmda á gróður- og útihús- um sem flest voru á Suðurlandi. Tryggingafélögin eru þó almennt tryggö með endurtryggingu hjá er- lendum tryggingafélögum gagnvart öllum stærri tjónum. -ingo Akureyri: Frambjóðendur ræða um umhverf ismál Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Frambjóðendur þeirra stjórnmála- flokka, sem þegar hafa tilkynnt framboð í Norðurlandskjördæmi eystra, munu ræða stefnu flokka sinna í umhverfismálum á opnum fundi á Akureyri í kvöld. Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst kl. 20.30. Það er íslandsdeild Norræna um- hverfisársins sem stendur að fundinj um og þeir sem tala eru Sigbjörn Gunnarsson, Alþýðuflokki, Stein- grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda- lagi, Guðmundur Bjarnason, Fram- sóknarflokki, Sigurborg Daðadóttir, Kvennalista, Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, og Árni Steinar Jóhannsson, Þjóðarflokki/Flokki mannsins. - Að loknum framsöguer- indum verða opnar umræður með þátttöku áheyrenda. BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511 VIRÐISAU KASKATTU R Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.