Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Ræstingarstörf Tveir starfskraftar óskast (helst hjón) til ræstingarstarfa. Vinnutími eftir kl. 17. Aðeins reglusamt og áreiðanlegt fólk kemur til greina. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir kl. 18 á miðvikudag, 24. april, merkt „Ræsting 8142". í RAUTTyfaw RAUTT \ UOS 'T.'. l UOS/ l Urád ) Til sölu húseign og bifreiðageymsla á Akranesi. Kauptilboð óskast í Kirkjubraut 10, Akranesi. Stærð húseignarinnar er 338 m3 og bifreiðageymslunnar 248 m3. Eignirnar verða til sýnis í samráði við Svan Geirdal yfirlögreglu- þjón, Akranesi (s. 93-11166). Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrif- stofu vorri. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar að Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 f.h. þann 29/4/91. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verk- efnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af ibúðinni, sem er í St. Paulsgade 70 (örskammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (80 ferm.), en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jóns- húsi. íbúðinni fylgir allur nauðsynlegasti heimilis- búnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalar- tími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Enn fremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaup- mannahöfn. Útlönd _________________________ðv Harður jarðskjálfti skók Costa Rica og Panama 1 gærkvöldl: Tugir manna létust og hundr- uð særðust - sterkasti skjálftinn var 7,2 stig á Richter Tugir manna létust og hundruö særöust þegar öflugur jaröskjálfti reið yfir Mið-Ameríkuríkin Costa Rica og Panama um tíuleytið í gær- kvöldi að íslenskum tíma. Skjálftinn mældist um 7,2 stig á Richterkvarða. Fljótlega bárust fréttir um að tæp- lega þrjátíu manns hefðu látið lífið í Costa Rica og um tuttugu manns í norðurhéruðum Panama. í Changuinola, bæ við landamæri Costa Rica og Panama, féllu hús sam- an eins og spilaborgir og um eitt hundrað manns særðust. Bílar ultu í skjálftanum og fjöldi húsa eyöilagð- ist í miklum flóðum er fylgdu í kjöl- farið. Svipaða sögu var að segja í mörgum bæjum. Hafnarborgin Limon í Costa Rica varð illa úti í skjálftanum. Þar særð- ust hundruð manna þar sem fjöldi húsa og hótela hrundi til grunna. í Matina, bæ skammt frá, sagði starfs- maður Rauða krossins að afleiðingar þessa skjálfta væru það hræðilegasta sem hann hefði nokkum tíma séð. Starfsmaðurinn sagði að sjúkrahús hefðu verið yfirgefin vegna hættu á hruni og sjúklingar fluttir til ná- lægra bæja. Fjöldi brúa mun hafa hrunið í sjálftanum. Stærsta sjúkrahúsið í Limon var yfirgefið og fréttir hermdu að læknar þess hefðu framkvæmt skurðaðgerð- ir á fórnarlömbum skjálftans úti undir beru lofti. Eldur kom upp í olíustöð við borgina en fljótlega tókst að hemja hann. Hjálp var farin að berast frá Nic- aragua og Bandaríkjunum í nótt. Fluttu þyrlur meðal annars særðar manneskjur frá afskekktum svæðum í Costa Rica. Þessi öflugi jarðskjálfti mun hafa átt upptök sín um 120 kílómetra suö- austur af San Jose, höfuðborg Costa Rica. Á því svæði búa margir indíán- ar en snemma í morgun var ekki vitað mn örlög þeirra. í sjálfri höfuðborginni greip mikil geöshræring um sig meðal íbúanna þar sem rafmagn fór af og símasam- band rofnaði. Skemmdimar urðu þó mun minni en í skjálftanum í des- ember síðasthðnum. Sá mældist 5,6 á Richterskvarða og olli miklum skemmdum á byggingum í úthverfl borgarinnar. „Þetta er það versta sem ég hef nokkru sinni upplífað," sagði einn af björgunarmönnum Rauða kross- ins í bænum Matina. Þótt skjótt hafi verið brugðist við með hjálp er þó engin leið enn að gerast sér grein fyrir ástandinu á jarðskjálftasvæð- inu. Yfirvöld segja að eins að veru- legt tjón hafi orðið og að margir menn hafi látiö lífið. „Við höfum mestar áhyggjur af fólkinu. Það verður hægt að bæta tjón á mannvirkum síðar,“ sagði Rafael Angel Calderon Foumier, for- seti Costa Rica, í ávarpi til þjóðarinn- ar skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Jarðfræðingar segja að þessum skjálfta svipi mjög til þess sem varð í Los Angeles fyrir tveimur árum. Þá hmndu háhýsi og vegir eyðilögð- ust. Komin var nótt þegar þessi skjálfti varð þannig að umferð var ekki mikil. Þó er vitað um alvarleg óhöpp á vegum, t.d. þegar eldur kviknaði í olíuflutningabíl og þrír menn brenndust. Reuter /McM/ufr Helgarferð 9.-13. maí '91 / iaai Fráhær hnlnarfprrt til IWIAM flRHA á aápinc Ur 98 ílíin Maí mán þri 1991 fös lau 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1. Verkalýösdagurinn • 9. Uppsligningardagur -11. Lokadagur 14. Vinnuhjuaskildagi • 19. Hvitasunnudagur • 20. Annar í hvitasunnu Frábær helgarferð til MALLORCA á aðeins kr. 28.000 á mann, 2 í stúdíói. HAFÐU SAMBAND STRAX. Lagt upp frá Keflavík síðdegis 9. maí, uppstigningardag, og komið til baka aðfaranótt 13. maí. 3 heilir dagar - frábær upplyfting - einstakt tækifæri! OTKXVTMt Ferðaskrifstofa • Hallveigarstig 1 • Simar 28388 - 28580 Skel,tu þér m eð S0T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.