Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF: Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Viðreisn er möguleg Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi. Rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar átti auðvitað að segja af sér strax að loknum kosningunum. Því fór þá fjarri, að fyrir lægi viljayfirlýsing stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf. Það hefði verið skilyrði þess, að stjórnin sæti, nema þá sem starfsstjórn. Stjórnarflokkarnir þrír héldu naumum en alls ónóg- um þingmeirihluta. Ljóst er, að þess konar stjórn yrði ekki til frambúðar. Forsætisráherra virðist ekki koma auga á það, en ríkisstjórn, sem ætti undir þingmönnum eins og Hjörleifi Guttormssyni komið, hvort mál næðu fram að ganga eða ekki, yrði skrípamynd ein. Þetta er Jóni Baldvin Hannibalssyni væntanlega ljóst, enda telur hann flokk sinn hafa sterka aðstöðu eftir kosningarnar, oddaaðstöðu. Alþýðuflokkurinn getur í þessari lotu val- ið, hvort mynduð verður viðeisnarstjórn Sjálfstæðis- - flokks og Alþýðuflokks eða ný vinstri stjórn með aðild Kvennalistans. Þingkonur Kvennalistans vilja nú flest til vinna að komast í ríkisstjórn. Þeim er ljóst, að þessi flokkur eða grasrótarsamtök lifa ekki öllu lengur, án þess að fulltrú- ar þeirra sýni aukna ábyrgð. Þessi breyttu viðhorf verða til þess, að fjögurra flokka vinstri stjórn kemur til greina. Kvennalistinn kynni í slikri stjórn að reynast miklu ábyrgari en hann hefur verið í afstöðu til mála, til dæmis þannig, að álmálið verði ekki ásteytingar- steinn, svo að eitt mál sé nefnt. Viðhorfm hafa að því leyti gjörbreytzt. En engu að síður er ekki sjálfgefið, að Alþýðuflokkurinn velji þennan kost. Mörgum kratanum finnst, að nú megi ekki láta tækifærið til viðreisnar sér úr greipum ganga. Þetta hefur verið rætt, og sumir vara alþýðuflokks- forystuna við fylgishruni, ef viðreisnarstjórn yrði mynd- uð. Reynslan frá viðreisnarstjórinni á sjöunda áratugn- um var hins vega góð. Þá var markaðskerfið byggt upp, landsmönnum til farsældar. Langflestum kjósendum varð ljóst, hvar í flokki sem þeir annars stóðu, að þetta var einhver merkasta ríkisstjórn síðari tíma. Samstarfið var gott. En hlutskipti ríkisstjórnarinnar var síldar- hrunið 1966-67, sem kallaði kreppu yfir þjóðina. Ríkis- stjórnin gerði þá vel miðað við aðstæður, betur en nokk- ur önnur ríkisstjórn hefði getað. Kreppan 1967-68 var óumflýjanleg, en af henni leiddi síðan fall stjórnarinnar. Forysta Alþýðuflokksins veit einnig, að nýliðar í flokknum, komnir frá Alþýðubandalaginu, hafa verið einhveijir ötulustu talsmenn markaðskerfisins. Því væri órökrétt, ef þessir menn snerust gegn hugsanlegri viðreisn. Auðvitað yrði engin leið að spá, hvort þessir flokkar gætu upplifað nýjan viðreisnaráratug. Það færi eftir því, hvort stjórninni tækist að forða þjóðinni frá þeim örlögum að hrapa 1 lífskjörum meðal þjóða eins og stefnir í. Samstillt viðreisnarstjórn hefur til þess betra tækifæri en vinstri bræðsla, þar sem svo mjög hefur verið hætt við sundurlyndi. Líkurnar á þessu þarf að kanna vel næstu daga. Það er rétt mat hjá formanni Alþýðuflokksins, að engan veginn er sjálfsagt, að vinstri stjórn verði mynnduð. Þriggja flokka vinstri stjórn yrði fráleit. Mistakist fyrstu tilraunir, mun stjórnarmyndun taka langan tíma. Þá munu verða reyndir hvers konar bræð- ingar. En óvíst verður, hversu farsælt slikt gæti orðið landsmönnum. Haukur Helgason Vemdum gróöur: Endurheimt- um landgæði í hugum flestra eru auðlindir ís- lands fólgnar í fiskimiðum, orku- lindum fallvatna og jaröhita. Meiri verömæti eru samt fólgin í mennt- un, tæknifæmi og þekkingu þegn- anna. Ein er sú auðlind, sem allt annað byggist á, en það er jarðveg; ur og sá gróður sem þar vex. Á gróðri jarðar byggist búseta fólks og í rauninni allt lífríki landsins. Um aldaraðir hafa íbúar landsins umgengist gróðurinn vægðarlaust. Fyrr á tímum vegna hinnar hörðu lífsbaráttu en á síðustu áratugum meira af vanþekkingu og skilnings- leysi á mikilvægi gróðurs sem und- irstöðu fjölbreytts lífríkis, mannlífs og menningar í landinu. Fræðsla og framsýni Á þessar öld hafa nokkrir okkar snjöllustu rithöfunda oft bent á gildi gróðurverndar og nauösyn þess að umgangast gróður með gætni. Um þetta efni ritaði Halldór Laxness á sínum tíma nokkrar ágætar og athyghsveröar hugvekj- ur. Á síðustu áratugum hafa bæst í flokk gróðurverndarmanna snjallir og vel menntaðir náttúru- fræðingar sem hafa miðlað mikilli fræðslu um gildi gróðurvemdar og uppgræðslu örfoka lands. Þetta hefur leitt til stofnunar félagasam- taka um allt land sem hafa á stefnu- skrá sinni gróðurvemd, land- græöslu og skógrækt. Gróðurfar er háð mörgum þátt- um. Sumir þeirra em á valdi nátt- úruafla, óháðir mönnum. Má þar nefna veðráttu, þar sem skiptast á hlýviðri og kuldatímabil, vindar og vatnsflóö, náttúruhamfarir svo sem eldgos, öskufall og ísalög. Aðr- ir þættir em á valdi mannsins. Ber þar hæst skefjalaust skógarhögg á sínum tíma, stjómlausa ofbeit sem er því miður enn við liði fram á þennan dag. Gróðurverndaráhugi Um áratugaskeið hafa áhuga- mannafélög haldið fundi og gefið út fræðslurit og unnið mikið verk við kynningu á landgræðslu og skógrækt. Einnig hafa opinberir aðilar vissulega lagt þessu máh hð. Má þar nefna ríkisstjómir, sveitar- félög, bæjarfélög og ekki síst Reykjavíkurborg, sem friðaði stóra landspildu (Heiðmörk) fyrir meira en 40 árum og nú fyrir fáum árum hefur Reykjavíkurborg friðað allt land borgarinnar fyrir lausagöngu búfjár. En þrátt fyrir þetta mun gróðureyðing í byggð hvergi hafa verið meiri á undanfórnum áratug- um en einmitt á Reykjanesskagan- um. Svipaða sögu er að segja um mestallt Landnám Ingólfs, þ.e. svæöi, sem markast af línu frá Hvalfirði til Þingvaha og síðan eftir þingvallavatni, Úlfljótsvatni, Sogi og Ölfusá til sjávar. Á þessu svæði er gróðurinn einna verst farinn á Reykjanesinu og við Þingvallavatn vestanvert. Að sögn náttúrufræð- inga, sem kannað hafa gróðurfar þessa svæðis, er aðeins unnt að finna upprunalegan gróöur á tveim stöðum: í þjóðgarðinum á Þingvöh- um og í elsta hluta Heiömarkar. Víða er þó hægt að sjá gróin svæði vaxin trjám þar sem blettir hafa veriö girtir og þeim nokkur sómi sýndur með landgræðslu. Ástand gróðurfars á þessu svæöi, þar sem meira en helmingur ahra landsmanna býr, er vissulega áhyggjuefni ábyrgra og framsýnna íslendinga, enda hefur þetta stóra vandamál oft verið rætt á málfund- um gróðurvemdarsamtaka og margar samþykktir gerðar um gróðurvernd og ræktun á þessu svæði. KjaUarinn Arinbjörn Kolbeinsson læknir. Formaður Árnesinga- félagsins í Reykjavík Það voru Líf og land, Amesingafé- lagið í Reykjavík og Landvemd en níu önnur félagasamtök um nátt- úmvemd studdu áskorun til Al- þingis um friðun Landnáms Ing- ólfs. Framkvæmdafélögin þrjú unnu að þessu í október og nóv- ember 1990 og þann 28. nóv. var þingflokksformönnum öllum ritað bréf ásamt ítarlegri greinargerð um máhð og framkvæmd þess. Tillaga til þingsályktunar -endurheimt landgæða í marsbyrjun 1991 var lögð fram á Alþingi thlaga til þingsályktunar um friðun og uppgræðslu lands. Efni þingsályktunartihögunnar var mun víðtækara en til var tekið af félögum þeim sem rituðu áskor- unarbréfið. Því er nauðsynlegt að breyta henni í meðfórum Alþingis. „Fyrsti árangur af þessari friðun og landgræðslu kemur fram á 3 til 5 árum en heldur síðan áfram um áratugi og aldir, íbúum landsins alls til hagsæld- nv, íí Akranes r KJÓSARSÝSLA FAXAFLÓl Mosfellsbfer Gmður Snndgorði Kópavogur^ • Gprðabœr Koflavík .' - . . Hafnarfjorður Hveragerðl Njarðvík # 4 GULLBRINGUSÍSLA • Grlndavik Þorlaksholn Eyrarbakki Stokkseyn Gróðureyðing í byggð hefur hvergi verið meiri en á Reykjanesskaganum og svo í mestöllu landnámi Ingólfs. Áskorun um friðun „Landnáms lngólfs“ Á aðalfundi Árnesingafélagsins í Reykjavík 3. des. 1987 var sam- þykkt áskorun til þáverandi menntamálaráðherra um að hann hlutaðist til um að Landnám Ing- ólfs yrði friöað fyrir lausagöngu búfjár. Tihögu þessari fylgdi ítarleg greinargerð ásamt lýsingu á hugs- anlegum friðunarframkvæmdum. Mál þetta var kynnt í fjölmiðlum og fékk víða góðar undirtektir. í júní 1990 boðuðu samtökin Líf og land til fundar með fulltrúum frá nokkrum félögum sem hafa gróðurvernd og landgræðslu á starfsskrá sinni. Þar var rætt um að breyta friðun Reykjaness í frið- un alls Landnáms Ingólfs, sam- kvæmt þeirri skilgreiningu er að ofan getur. Rökin fyrir þessu voru einkum þau að mikil gróðureyðing heföi átt sér stað annars staöar en á Reykja- nesinu, einkum noröan, vestan og sunnan við Þingvahavatn. Bent var á að friðunaraðgerö þessa land- svæðis væri miklu ódýrari og ör- uggari, það þyrfti minni giröingar- framkvæmdir og girðingar með- fram þjóðvegum á þessu svæði væri hægt að spara með öllu. Gróöureyðing væri nú á þessu landssvæði að undanskildu einu sveitarfélagi. Eftir nokkra fundi starfshópsins, sem Líf og land setti á laggimar, var ákveðið aö fela fulltrúum frá þrem félögum forgöngu þessa máls. í greinargerðinni var bent á að Landnám Ingólfs hefði algjöra sér- stöðu og friðun þessa landsvæðis fyrir lausagöngu búíjár gæti ekki orðið fordæmi fyrir friðun annarra landsvæða af mörgum ástæöum sem tilgreindar voru í greinargerð. Á aðalfundi Landverndar í sept. sl. var tillaga þessi um friðun Land- náms Ingólfs kynnt og stuðningur við hana samþykktur samhljóða. Þá hefur Ingvi Þorsteinsson, í bréfi til Alþingis, lýst sig samþykkan til- lögunni um friðun Landnáms Ing- ólfs fyrir lausagöngu búfjár og einnig lýst sig samþykkan flestum þeim rökum sem sett vom fram henni til skýringar. Þess er að vænta að þingsálykt- unartillagan verði tekin til með- ferðar á haustþinginu 1991 og í framhaldi af henni verði samið fmmvarp um friðun Landnáms Ingólfs. Hvaða afgreiðslu friðun Landnáms Ingólfs fær á næsta Al- þingi fer að sjálfsögðu nokkuð eftir því hvaða áhuga kjósendurnir sýna málinu. Kjósendur þurfa að kynna sér mál þetta vel, tala við sína þing- menn, leiöa þeim fyrir sjónir nauð- syn málsins og mikhvægi í nútíð og framtíð. Fyrsti árangur af þess- ari friðun og landgræðslu kemur fram á 3 til 5 ámm en heldur síðan áfram um áratugi og aldir, íbúum landsins ahs til hagsældar og heilla um ókomna tíð. Þannig verða land- gæði endurheimt. Arinbjörn Kolbeinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.