Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. 15 Lögreglu- og f íknief namál Greinarhöfundur telur, að lögreglan verði að fá víðtækari rannsóknar- heimildir, og m.a. fjármagn til að greiða fyrir upplýsingar um aðstoð, sem leiða til uppljóstrunar mála. í íjölmiðlum má daglega lesa um hvers konar ofbeldi ungmenna, árásir, rán, þjófnaði o.fl. Foreldrar eru uggandi um framtíö barna sinna og leita skýringa á þessari ógnvekjandi þróun. Hvaða innviðir hafa brostið, hvaöa orsakavaldar eru öðrum líklegri í þjóðfélaginu sem valda þessu ástandi? Enginn er þess umkominn að geta gefið fullnægjandi skýringu. Flestir eru þó sammála um að minni afskipti foreldra af börnum og ungmennum, einkanlega mæðra, eigi ríkan þátt í þessum breytingum. Útivinnandi konum hefur íjölgað ár frá ári, almenn þátttaka þeirra á vinnumarkaðin- um og í félagsmálum skerðir eðh- lega tíma þeirra frá heimulunum. Þá virðist almenn velmegun og aukin fjárráð heimilanna stuðla öðru fremur að sívaxandi óreglu foreldra og unglinga. Hvað er til ráða? Áfengis- og fíkniefnaneysla er eins og kunnugt er aðal orsök af- brota. Af hverju er þá ekki mark- visst reynt að komast fyrir rætur meinsins? Aðgerðir ríMsvaldsins og stærri bæjarfélaganna ganga reyndar þvert á þessi markmið, þau keppast við að fjölga áfengisút- sölum og vínveitingastöðum. Þessi þjónusta við landslýð situr nánast í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, enda ráða þar hin hörðu og miskunnar- lausu gróðasjónarmið. Bjórnum var bætt við undir því yfirskini að bæta ætti „vínmenn- ingu“ þjóðarinnar og nú vilja ýms- ir að matvöruverslanir sjái um sölu hans. Á sama tíma og vínveitinga- stöðum fjölgar fyrir tilstilli borgar- og bæjaryfirvalda eykst áfengis- neyslan og afbrotum fjölgar. Þessir sömu ráðamenn þykjast hvergi nærri koma og reyna að firra sig ábyrgð. Hvíiik hræsni og mann- dómsleysi. Þeim sem öðrum frem- ur hafa búið til vandamálin ber að leysa þau. Kjallariim Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Það þýðir ekkert fyrir borgar- stjórann að bera sig illa undan drykkjuskap og afbrotum í borg- inni, „pólitísk" greiðvikni og fyrir- greiðsla hans fyrir rekstrarleyfum drykkjukráa víðsvegar um borgina hlaut að auka á vandann. í ráðleys- inu er gjarnan bent á auknar lög- regluaðgerðir til að hamla gegn árásum og spellvirkjum, en slíkar aðgerðir leysa ekki né draga úr drykkjuskap og fikniefnaneyslu. Handahófskennd niðurröðun Einhver kann að spyrja hvort greinarhöfundur hafi ekki fylgst með störfum fjölda nefnda og fé- laga sem vinna gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu. Jú, reyndar hef ég gert þaö og átti sæti í fjölmennri ríkisskipaöri nefnd í tvö ár sem fjallaði um þennan málaflokk. Sú reynsla sem ég fékk af þeim nefnd- arstörfum og fleiri greinargerðir annarra aðila um sömu málefni hafa gert mig svartsýnan. Tökum nokkur dæmi: Fræðsla, sem er veigamesti þáttur fyrir- byggjandi aðgerða, hefur mistekist. Skipulögð fjölmiðlafræðsla er eng- in og mjög takmörkuð í skólum landsins. Kennarar hafa htla sem enga þekkingu á þessu sviði og flestir skólar hafa því vanrækt að kynna nemendum sínum námsefni þar að lútandi. Sjónvarpið, sterk- asti fjölmiðill landsins, er nánast ekkert nýttur í þessum thgangi og engir aðilar hafa verið sérhæfðir til að annast slíka fræðslu. Þá er mér ekki kunnugt um að neinum ábyrgum aöila hafi verið fahð að útvega og skipuleggja sjónvarps- efni um vímugjafa né að fjármagni hafi verið útlilutað til þeirra hluta. Þá hafa flest lögreglu- og tohgæslu- yfirvöld vanrækt þennan mála- flokk. Hér er um mjög sérhæfð og vand- meðfarin rannsóknarmál að ræða og kann það að ráða einhverju um þann andbyr og ráðleysi, sem þessi mál hafa mætt. Svo virðist sem rannsóknir fíkniefnamála hafi ekki verið skilgreind sem forgangsverk- efni lögreglu- og dómsyfirvalda, andstætt því sem tíðkast hjá ná- grannaþjóðum okkar. Afleiðing- arnar eru augljósar, skortur á fjár- magni og sérhæfing löggæslu- manna er í lágmarki. Lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík hefur þó varið verulegu fjármagni og mannafla til reksturs fíkniefna- deildar og ber að virða þau mark- mið og árangur sem þar hefur náðst. Breytt viðhorf - nýjar leiðir Hinn harði, miskunnarlausi og síbreythegi heimur fíkniefnainn- flytjenda og dreifiaðha kallar á ný viðbrögð og aðgerðir löggæslu- manna. Aðgerðir við uppljóstrun slíkra sakamála verða að vera í stöðugri mótun og endumýjun. Th að nálgast þessi markmið þurfa rannsóknarmenn að endurskipu- leggja starfsemi sína m.a. að byggja upp skhvirk og víðtæk upplýsinga- kerfi um land aht. Lögreglan verð- ur að efla skhning og traust al- mennings og auka þannig upplýs- ingastreymi þar á mhli. Urvinnsla slíkra upplýsinga er vandmeðfarin og reyndar aðeins á færi sérhæfðra manna. Þá verður lögreglan að fá víð- tækari rannsóknarheimhdir og m.a. fjármagn til að greiða fyrir upplýsingar og aðstoð, sem leiða til uppljóstrunar mála. Ennfremur þarf að breyta lögum er varða hús- leitarúrskurði þannig, að þeir mið- ist við þann tíma sem rannsókn stendur, en séu ekki einskorðaðir við eina afmarkaða aðgerð eins og nú er. Rannsóknaraðih geti nýtt sér sama úrskurð' th ítrekaðrar leitar ef þörf krefur. Úrskurðir um síma- hlerun og aðrar upptökur í þágu rannsókna verði víðtækari en nú er. Tæknheg útfærsla verður ekki skilgreind hér, en meginmáli skipt- ir að nýta sér þær nýungar og tækni sem aðrar þjóðir hafa th- einkað sér við uppljóstranir og úr- vinnslu á þessu sviði. Kristján Pétursson .. er mér ekki kunnugt um að nein- um ábyrgum aðila hafi verið falið að útvega og skipuleggja sjónvarpsefni um vímugjafa né að fjármagni hafi ver- ið úthlutað til þeirra hluta.“ Kópavogsbær svík- ur gerða samninga Við voginn syðst í Kópavogi er htið samfélag þroskaheftra ein- staklinga. í þeim 142 manna hópi eru böm, unghngar og aldraðir sem samfélagið kaus á sínum tima að einangra þarna á stað sem þá var fjarri mannabyggðum. Þessi staður er Kópavogshæli. Á þeim tíma sem síðan er hðinn hefur ótal margt breyst. Ástand gönguleiða Umönnun og þjálfunarmöguleik- ar hafa breyst, húsakynnum er breytt til betri vegar, viðhorf th þroskaheftra hefur breyst eða hvað? Eru þeir kannski ennþá „af- gangsstærð". Óhreinu börnin hennar Evu? Það hvarílar alla vega að okkur starfsfólki á Kópavogs- hæh, þegar ferhmál innan lóðar Kópavogshælis ber á góma. Fyrir þá sem ekki vita er aðstæðum þar þannig háttað að heimiliseiningar og stoðdeildir liggja dreift á lóðinni og að íbúar á Kópavogshæh sækja alla daglega þjónustu utan sinnar heimhiseiningar þó innan lóðar sé. U.þ.b. /i hluti íbúa á Kópavogs- hæli er algjörlega háður hjólastól, og þarf alla aðstoð við flutning á milli staða, aðrir geta farið á mhli með aðstoð, enn aðrir em sjálf- bjarga. Ástand þeirra „gatna“ og „göngu- leiða“ sem íbúar og starfsmenn þurfa að fara um th að komast í vinnu, í skóla eða í þjálfun er hins vegar með þeim hætti að líkist KjaHarinn Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari verstu fjallvegum. Það var því með gleði og feginleik sem starfsfólk og íbúar tóku þeirri frétt sl. sumar að stjórn ríkisspítala hefði gert samning við Kópavogs- bæ þess eðhs að þeir tækju að sér ákveðinn hluta af gatnagerð á lóð Kópavogshælis, en í staðinn létu ríkisspítalar af hendi lóð undir þjónustuíbúðir og elliheimih á veg- um Sunnuhlíðarsamtakanna. Átti framkvæmdum á vegum Kópa- vogsbæjar að vera lokið fyrir 1. september 1990. En hvað gerist? Nýr meirihluti í bæjarstjórn Kópa- vogsbæjar sá sóma sinn bestan í því að standa ekki við þennan samning og fór fram á það við stjórn ríkisspítala að verkinu yrði frestað, og það boðið út í janúar 1991. Hvar á að spara? Stjórn ríkisspítala samþykkti síð- an að veita ákveðinni upphæð th verksins svo ljúka mætti fram- kvæmdum sem ekki voru innifald- ar í samningnum góða, en nauð- synlegar svo íbúar mættu komast klakklaust th og frá heimhum sín- um. En, enn á ný lýsa forráðamenn Kópavogsbæjar því yfir að þeir muni ekki standa við gerðan samn- ing, en hús Sunnuhlíðarsamtak- anna eru risin, þó að sjálfsögðu sé ekki verið að eigna þeim neinn hlut í máhnu, heldur að benda á að Kópavogsbær er búinn að inn- heimta sinn hluta samningsins. Hvað eru þessir menn að hugsa? Eru undirskrifaðir samningar einskis virði eða er svona auðvelt að hunsa lítilmagnann og treysta því að enginn taki upp hanskann fyrir hann? Er það kannski vegna þess að það eru ekki mörg atkvæði að sækja á Kópavogshælið? Eöa lýsir þetta því hvað íslendingar, eða eigum við kannski að segja forráðamenn Kópavogsbæjar, eru skammt á veg komnir með að við- urkenna rétt þroskaheftra th að lifa eðhlegu lífi rétt eins og við hin og njóta sjálfsagðra mannréttinda? Að komast frá heimih í skóla og vinnu. Að geta gengið um utan dyra, en þurfa ekki stöðugt að vera upp á hjólastól og aðstoð annarra kominn. Að lenda ekki í þeirri nið- urlægingu að þurfa að láta hvað eftir annað reisa sig við upp úr götunni því fótlun þín þohr ekki holu við holu og svo mætti lengi telja. Það er auðvitað auðvelt að bera fyrir sig sparnaði, en hvar á að spara? Hjá þeim sem ekki geta bor- ið hönd yfir höfuð sér? Enda verður kannski takmarkaöur spamaður- inn þegar upp er staðið og farið að greiða sjúkrahúsdvahr fyrir þá sem brotna hérna vegna ófærðar. Þeir peningar em hka teknir úr vasa skattgreiðenda í Kópavogi. Þess væri óskandi að forráða- menn Kópavogsbæjar hugsi sig um og hefji umsamið verk svo hægt verði að Ijúka því fyrir veturinn. Guðný Jónsdóttir „Enn á ný lýsa forráöamenn Kópavogs- bæjar því yfir að þeir muni ekki standa við gerðan samning, en hús Sunnuhlíð- arsamtakanna eru risin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.