Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Page 5
LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1991.
5
dv Fréttir
Hlynnt að
„fóstur-
börnunum“
um helgina
„Markmiöiö er að stuðla að hugar-
farsbreytingu hjá fólki og fá það til
að bera meiri virðingu fyrir um-
hverfmu. Við ætlum að gera uppeldi
fósturbarnanna varanlegt, ekki bara
sjá um að fæða þau tímabundið,"
sagði Guðrún Svéinsdóttir, verkefn-
isstjóri umhverflsverkefnis sem nú
er að heíjast á vegum Ungmennafé-
lags íslands, UMFÍ.
Verkefninu, sem er langstærsta
umhverfisátakið til þessa, hefur ver-
ið gefið nafnið „Fósturbörnin“ og
miðar að því að fá hvert ungmenna-
félag í landinu, 245 talsins, til að taka
að sér fósturbarn úr náttúru landsins
og sjá um það næstu þrjú árin.
Þegar talað er um fósturbarn getur
t.d. verið um reglulega hreinsun
ákveðinnar fjöru að ræða, hreinsun
meðfram vegarkafla, land til upp-
græðslu, gróðursetningu í ákveðið
landsvæði, heftingu foks eða annað
sem kemur landinu til góöa.
„Móttökur félaganna hafa farið
langt fram úr björtustu vonum, það
er a.m.k. 80% þátttaka,“ sagði Guð-
rún.
Hún sagði að sumstaðar yrði verk-
efnið unnið í samráði við sveitar-
stjóra á viðkomandi stað, en að það
væri í höndum hvers félags að fylgja
því eftir næstu þrjú árin.
Fjölmörg félög og félagasamtök
hafa lagt málinu lið. Hæst ber þar
aö nefna Toyota-umboðið, P. Samú-
elsson, sem er langstærsti styrktar-
aðilinn, en einnig er Búnaðarbanki
íslands stór styrktaraðili.
UMFÍ fékk einnig Landgræðsluna,
Náttúruverndarráð, Skógrækt ríkis-
ins og Ferðamálaráð til að aðstoða
sig, bæði hvað varðar fjármagn og
fagmannlegar ráðleggingar.
Landsvirkjun:
Fimm prósent
hækkun
Gjaldskrá Landsvirkjunar gagn-
vart almenningsveitum mun hækka
um fimm prósent frá og með næstu
mánaðamótum. Þessi ákvörðun var
tekin á fundi stjórnar Landsvirkjun-
ar í gær.
Að teknu tilliti til þessarar hækk-
unar gerir stjórnin ráð fyrir að
rekstrarhagnaður fyrirtækisins í ár
verði um 280 milljónir enda komi
ekki til frekari hækkana síðar á ár-
inu. Þá gerir stjórnin ráð fyrir
greiðsluhalla upp á 680 milljónir og
að arðgjöf af eigin fé verði 1,1 pró-
sent.
-kaa
Davíð á
tvöföldum
launum
Enginn ráðningarsamningur var
gerður við Davíð Oddsson borgar-
stjóra og fylgir hann því almennum
reglum þriggja mánaða uppsagnar-
frest. Þetta kom fram á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudaginn.
Það er launamálanefnd borgarinn-
ar sem ákvað laun borgarstjóra sem
eru jafnhá forsætisráðherralaunun-
um. Forsætisráöherra fær yfir
300.000 krónur á mánuði þannig að
Davíð þiggur líklega nálægt 700.000
krónur um næstu mánaðamót.
Tillögu Nýs vettvangs um skoðana-
könnun um eftirmann borgarstjóra
var vísað frá.
-PÍ
nnir
T0P40
AMERICAN
nióur fjörutíu vinsælustu
hlustenda hevrir
m
þeear hann er fluttur
samtímis á yfir 1000
65 þjóölöndum og nú
pinn
a laugarúogum
, F'
útvar] psstöövum í) •fir