Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. 7 Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á fundum í Kaupmannahöfn: Sagði þeim að við mynd um hvergi gefa eftir Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- spænsks sjávarútvegs í skiptingu lagsins. Það sem spænski sjávarút- EFTA/EB samningana til að rétta meiri hlutdeild í heildarveiðiheim- isráðherra segir að hann og norski aílaheimilda innan Evrópubanda- vegurinn vill gera er að nota sinn hlut í því til að tryggja Spáni ildum Evrópubandalagsins." -JGH utanríkisráðherrann hafi á fundi Atlantshafsbandalagsins í Kaup- mannahöfn rætt við alla utanríkis- ráðherra Evrópubandalagsins og komið þeim í fullan skilning um að íslendingar muni ekki gefa eftir á lokasprettinum í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið og leyfa einhliða veiöiheimildir. „Tilgangur þessara viðræðna okk- ar var að koma í veg fyrir að eitt- hvert slys yröi á ráðherrafundi EFTA og Evrópubandalagsins í Lúx- emborg 18. júní og taka af öll tví- mæli við þessa menn um að samn- ingsstaða EFTA og staða íslands sér- staklega væri slík að þetta væri ekki samningatækni heldur bláköld al- vara. Ég sagði að það þýddi ekki fyrir þá að koma til þessa fundar á þeim röngu forsendum að þar gætu menn eins og venjulega sest að samninga- borðinu á þeim grundvelli að við myndum gefa eitthvað eftir.“ Jón segist hafa ítrekað að veiði- heimildir samkvæmt stefnu Evrópu- bandalagsins væru ekki á dagskrá og ef þeim væri haldið til streitu væru Island og Noregur út úr þess- um samningum og þeir yrðu þá að átta sig á hvað þaö þýddi. - Eru utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins tilbúnir að taka tillit til sérstöðu okkar íslendinga? „Það er engum ofsögum sagt af því að ísland nýtur mikillar velvildar í þessum hópi. Það var jákvæð niður- staða að því leyti að allir sögðust þeir vilja leggja sig fram um að finna lausn. Allir lýstu þeir yfir skilningi á sérstöðu íslands og lýstu yfir þeirri grundvallarafstöðu sinni að samn- ingarnir mættu ekki stranda á þessu efni.“ Helmingslíkur í Lúxemborg þann 18. júní - Ertu bjartsýnn á árangur á ráð- herrafundinum í Lúxemborg? „Ég lít á þetta sem fimmtíu:fimmtíu möguleika. Ástæðan er sú að þrátt fyrir þennan pólitíska velvilja, sem er alveg ótvíræður, þá erum við í samningum við framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins. Það er fram- kvæmdastjórnin sem hefur samn- ingsumboðið. Hún hlýtur að því er varðar sjávarútvegsmálin að styðjast við ráðgjöf svokallaðra sjávarútvegs- og landbúnaðardeilda, BT-14. Sú nefnd er að mestu mönnuð Spánveij- um sem fyrst og fremst eru fulltrúar sjávarútvegshagsmuna á Spáni. Það sem ég sagði utanríkisráðherrum Evrópubandalagsins hér á fundinum í Kaupmannahöfn var að ef Spán- verjarnir í nefndinni færu sínu fram, án þess að pólitískt væri tekið í taumana, þá færi þetta allt í vit- leysu.“ Ekki deila íslendinga og Spánverja Jón segir að framkvæmdastjórnin hafi við samningaborðið alltaf reynt að stilla þessu máli upp sem deilu- máli á milli Spánverja og íslendinga, það er að segja að það séu Spánverj- ar sem setji fram mjög harðar kröfur um veiðheimildir við ísland. „Þetta er rangt. Spánverjar eiga ekki í neinum deilum við íslendinga. Spánverjar eiga í höröum deilum við framkvæmdastjórnina. Ástæðurnar eru tvær. Þegar Spánveijar gengu í Evrópubandalagið árið 1985 þá varð þeim á fingurbijótur. Þeir náöu vondum samningum um hlut KASSETTUR FYRIR BÖRNIN f BÍUNN KRAKKARNIR LEIKA OG LESA ÖLL SÍGILDU ÆVINTÝRIN Á EINNI KASSETTU 75 mínútur af sögum og léttum lögum SOGUR: Rauðhetta • Nýju fötin keisarans • Prinsessan á bauninni • StígvélaSi kötturinn • Búkolla • Mjallhvít og dvergarnir sjö • Hans og Gréta. LOG: Siggi var úti • Um landið bruna bifreiðar • Hjólin á strætó snúast • Við setjum svissinn á • Upp á grænum hól • Það búa litlir dvergar • Krummi krunkar úti • Ein stutt, ein löng. NOKKRAR FLEIRI KASSETTUR SEM GÓÐAR ERU FYRIR BÖRNIN f BÍLINN Barnaleikir 1 8c 2; öll skemmtilegustu lögin sungin af krökkunum, auk þess sem Eddi frændi rabbar við krakkana. Rokklingana þarf ekki að kynna. Á þessum tveimur kassettum eru öll þau lög sem Rokklingarnir eru þekktir fyrir. KRAKKARNIR SYNGJA ÖLL VINSÆLUSTU LEIKSKÓLALÖGIN A milli laga spjallar Eddi frœndi við krakkana LÓG: Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur • Ég langömmu á • Krummi svaf í klettagjá • í Hlíðarendakoti • Bílarnir bruna yfir brúna • Litla flugan • Gráðug kerling • Við erum söngvasveinar • Pálína, Pálína • Fuglinn í fjörunni • Hver var að hlæja • Ein ég sit og sauma • Gæsamamma gekk af stað • Ef væri ég söngvari • Litirnir • Vorvindar glaðir • Lóan er komin • Guttavísur • Krumminn í hlíðinni • Káti vegfarandinn • Sofðu unga ástin mín. VERÐLAUNAGETRAUN I kynningarbæklingi fyrir fyrr- nefndar kassettur, sem liggur frammi á öllum útsölustöðum, er að finna verölaunagetraun. I vinninga eru fjögur reiðhjól frá versluninni Markið. Það eina sem börnin þurfa að gera er að svara þreniur laufléttum spurningum og senda inn svarmiða. ALLAR ÞESSAR KASSETTUR FÁST Á SÖLUSTÖÐUM UM LAND ALLT BG ÚTGÁFAN SKEIFUNNI 19, S: 689440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.