Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
íbúðarhúsnæði á Selfossi
eða í nágrenni Selfoss
Óskað er eftir einbýlishúsi til leigu á Selfossi eða í
nágrenni Selfoss.
Tilboð sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir
20. júní nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 7. júní 1991
Turtles og Simpson
- Háskólabolir
- Jakkar
-T-bolir
- Náttföt
kr. 1.090
kr. 1.186
kr. 586
kr. 980
Opið virka daga 9-18. Lau. 10-16
Einbvli raðhús
Logmanns- & fasteignastofa
REYKJA VÍKUR
Skipholti 50C, sími 678844
Fasteign er
okkar fag
Vesturfold Ca 180 fm einbýli á
einni hæð. Fullbúið að utan, fokhelt að
innan. Góð eign á góðum stað. Sendum
teikningar um land allt.
Grafarvogur Neðri hæð í tvíbýlis-
húsi, ca 140 fm, ásamt bílsk. Afh. full-
búið að utan, fokhelt að innan.
Hentugt fyrir hestamenn í ná-
grenni Reykjavíkur Ca 200 fm
mjög sérstakt einb. ásamt ca 150 m úti-
húsi. Ca einn hektari lands. Stórkost-
legt úrsýni. Hentar vel fyrir hestamenn.
í nágrenni Reykjavíkur er
laust mjög gott fullbúið raðhús með sér-
íbúð í kjallara. Arinn, parket, garðhús,
gróinn garður. Mjög góð lán áhvílandi.
Mosfellsbær Einbýli, ca 180 fm á
einni hæð. Afh. tilbúið undir tréverk og
fullbúið að utan. Frábær staðsetning.
Laugarás
Stórglæsil. ca 290 fin parhús með
innb. bílskúr. Húsið er allt hiö
vandaðasta: sérsmíðaðar innr., 4
svefnherb., blóraaskáli, arinn í
stofu. Ákv. sala. Ath., eignaskipti
koraa tii greina.
2 5 lierb.
Hlíðar
Ca 130 fm sórhæð í þríbýli. 3
svefnherbergi, 2 eamliggjandi
stofur. Ibúðin er laus fljótlega.
Langamýri, Gb. Ca 117 fm íbúð á
jarðhæð. Áhvílandi ca 4,5 Vd. Ákveðin
sala.
Suðurgata
Hafnarfirði, 4 herb. + bflskúr.
íbúðin er stórglæsileg í 4-býli.
Afhent fullbúið að utan, er til-
búiö undir tréverk að innan.
Ath.: fcil afhéndingar strax.
Álfholt Veðdeild 4,9, ca 120 fm íbúð
á fyrstu hæð. Afhent tilbúið undir tré-
verk. Sameign fullfrágengin.
Piparsveinaíbúð Miðbær Glæsi-
leg 50 fm íbúð í steinhúsi. Allt nýtt, laust
fljótlega. Góð kjör. Nýtt á sölu.
Gamli bærinn Hafnarfirði, 50 fm
jarðhæð, frábær kjör. Verð 3,5.
Bugðulækur Snotur 55 fm íbúð í
kjallara. Rólegt hverfi, stutt í skóla.
Áhvílandi 1,5. Ág. útb.
Vesturbær Mjög góð ca 70 fm íbúð,
öll endurnýjuð, parket, aukaherb. í
kjallara. Laus fljótlega. Verð 5,9.
Rauðarárstígur Stórglæsileg 2ja
herb. ca 65 fm íbúð, bílskýli, suðursval-
ir. Laus fljótlega.
Krummahólar Góð 3 herb. íbúð
m/góðu útsýni, bílskýli. Stutt í skóla
og alla þjónustu. Laus mjög fljótlega.
Álftamýri Stórgóð 2 herb. íbúð á
2. hæð. íbúðin er öll endumýjuð. Frábær
staður. Mjög góð lán.
Austurströnd - vesturbær
Mjög góð ca 85 fm íbúð ásamt bíl-
geymslu. Veðd. 2,3.
Ljósheimar Ágæt 3 herb. 80 fm
íbúð á efstu hæð með frábæru útsýni.
25 fm svalir. Eignasklpti möguleg á
stærri eign. Laus fljótlega.
Engihjalli 80 fm stórglæsileg 3 herb.
íbúð. Öll endurnýjuð.
Kópavogur Ca 90 fm góð íbúð í
sambýlishúsi. Parket. Verð 6,9.
Miðbær Mjög góð 70 fm íbúð á
1. h. Allt'nýtt, parket, sérbílustæði.
Háaleiti Ca 110 fm endaíbúð í blokk.
Gott útsýni. Suðursvalir.
Rekagrandi Stórgóð 110 fm
íbúð á 2 hæðum. Gott útsýni, bíl-
skýli. Eignaskipti koma til greina
á einbýli á Álfianesi - Seltjamar-
Breiðholt Ca 95 fm stórgóð íbúð, 3
svefnh. Góðar suðursv. Parket á gólfum.
Miðbær Glæsileg ca 110 fm 5
herb. íbúð. Allt nýtt. Parket á gólf-
um, tvennar svalir, frábært útsýni.
Klassaeign. Nýtt á sölu.
Grænatún, Kópav., 3-4 herb. ris-
íbúð í tvíbýli. Smekkleg eign. Verð 5,6.
Annað
HesthÚS 15 hesta stórgott hús i
Víðidal.
Söluturn - myndbanda-
leiga Mjög góð myndbandaleiga, vel
staðsett í bœnum.
Matvöruverslun - Kópa-
vogi Góð rótgróin verslun. Verð
samkomulag. Nýtt á sðlu.______
Sumarbústaðarland í Vatnaskógi (Eyr-
arskógi).
Sjávarlóðir undir einbýli í nágr. Reykja-
víkur. Ýmsar eignir í Hveragerði.
Vantar fyrirtæki og eignir á söluskrá.
Ólafur Örn, Páll Þórðars., Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl.
Matgæðingur vikunnar dv
Grænn varstu dalur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Mér finnst tilvalið að kynna fyr-
ir lesendum rétt sem upphaílega
varð til sem framlag mitt í verð-
launasamkeppni Osta- og smjörsöl-
unnar fyrir tveimur árum eða svo.
Ég bar hann á borð fyrir góða vini,
Bjöm Þórleifsson, sem skoraði á
mig í síðasta þætti, og fjölskyldu
hans og lýsti eftir nafni á réttinn.
Nokkrar tillögur komu fram en
þegar fatið stóð tómt á miðju borði
lagði Bjöm hendur á magann
sposkur á svip eins og hans er von
og vandi, dæsti og sagði: „grænn
varstu dalur“, segir Valgerður
Magnúsdóttir sem er matargæð-
ingur vikunnar að þessu sinni.
Hráefni og aðferð
Góður fiskur, t.d. ýsuilök, rækjur
og hörpudiskur eða humar
beikon
gulrætur og grænar baunir (frosið)
heimatíndir vilhsveppir að eigin vali
bónda bríi og raspaður ostur
krydd o.fl.
Eg legg til að hver og einn velji
hlutfóllin í réttinn fyrir sig. Með því
móti er t.d. hægt að eiga hvunndags-
og hátíðarútgáfu af honum eftir því
hversu dýrt hráefni er valið. Einnig
er hægt að bruðla mismikið með
hitaeiningarnar með því að nota vel
af beikoni, bría og rjóma á góðri
stund. Það sama gildir um eftirrétt-
inn.
Ýsuflökin eru brytjuð í litla bita og
sítrónusafa hellt yfir. Nokkrum mín-
útum síðar er bitunum velt upp úr
hveiti, steiktir augnablik í smjöri á
pönnu og settir á eldfast fat. Hörpu-
diskur er snöggsteiktur og bætt á
fatið ásamt steiktu beikoni í litlum
Valgerður Magnúsdóttir.
flísum, bría í litlum bitum, steiktum
sveppum, rækjum og grænmetinu.
Salti og nýmöluðum pipar er stráð
að smekk, svolitlum rjóma (eða
eplasafa) bætt í og loks er röspuðum
osti (t.d. skorpum) stráð yfir. Þetta
er síðan bakað í ofni við 200 gráðu
hita um stund með álskæni yfir til
að byrja með. Þennan rétt er kjörið
að undirbúa tímanlega og stinga í
ofninn þegar matartími nálgast, en
það flnnst mér ótvíræður kostur.
Mér fmnst tilvalið að bera þennan
rétt fram með heitu heimabökuðu
brauði, góðu hrásalati og hrísgrjón-
um blönduöum svolitlu af villihrís-
grjónum. Sjálf baka ég brauð eftir
ósköp venjulegri grunnuppskrift,
nota nokkuð ríflega af salti, helst
óbleikt hveiti og mikið af sólblóma-
kjörnum sem ég set gjarnan í plast-
poka og lem svolítið með bufíhamri,
til að mylja þá aðeins niður. Ég vil
hafa deigiö frekar blautt, móta úr því
þollur sem ég raða ekki of þétt í
kringlótt tertumót. Þær renna síðan
saman þegar deigið hefast og þá er
auðvelt að brjóta sér bollu af brauð-
hleifnum þegar hann er kominn á
borðið. Einu fyrirmælin um hrásal-
atið á þessum tíma árs eru að hafa
það létt og að allir sem vettlingi geta
valdið setji í það graslauk úr eigin
garði (eða kryddpotti á svölunum).
g Vilhhrísgrjónin finnst mér spenn-
andi meðlæti, annaðhvort ein sér eða
blönduð venjulegum hrísgrjónum.
Þau þurfa að liggja í bleyti yfir nótt
og sjóða heldur lengur en venjuleg
hrísgrjón. I ofangreindan rétt mæli
ég helst með kóngssveppi eða kúa-
lubba. Bestir eru þeir nýtíndir en svo
mná einnig eiga þá þurrkaða. Rétt
er að taka það fram að þessi réttur
er einnig ágætur án sveppa. Bestu
drykkjarfóngin með þessum mat eru
áreiðanlega ískalt blávatn og létt
hvítvín.
Ávextir í eftirrétt
Tilvahð er að hafa ávexti í eftir-
rétt, t.d. banana, perur, kiwi, blá vín-
ber, appelsínur og endilega nýjar
döðlur. Þetta sker ég í litla bita,
hreinsa allan óþarfa af, t.d. hvítar
himnur af appelsínunum og steinana
úr vínberjunum og set svo í skál.
Gott er að strá muldum hnetum eða
kókosmjöli yfir og gjarnan litlum
súkkulaðibitum. Upplagt er að bleyta
aðeins í með appelsínum eða epla-
safa, að ekki sé talað um svolitla sér-
rískvettu út á. Með þessu má bera
þeyttan rjóma, vanilluís eöa hreina
jógúrt.
Valgerður skorar á Stefaníu Arn-
órsdóttur, menntaskólakennara á
Akureyri, að vera næsti matargæð-
ingur vikunnar. „Hún eldar oft nýst-
árlegan mat og ég fæ gjarnan hjá
henni eitthvað sem ég hef ekki
smakkað áður.“
Hinhliðin
„Langar til að
eignast lítinn bát"
- Magnús Jónsson veðurfræðingur
Veðriö skipar sinn sess í íslenskri
þjóðarsál og fátt vinsælara um-
ræðuefni gegnum aldirnar. Veður-
fræðingar nútímans eru vinsæl-
ustu menn þjóðarinnar þegar sólin
skín eins og hún hefur gert svika-
laust undanfarið en að sama skapi
dvínar hrifning manna á þeim þeg-
ar veðrið er leiðinlegt. í tilefni af
blíðviðri undanfarið fengum við
Magnús Jónsson veðurfræðing til
þess að sýna á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Magnús Jónsson.
Fæðingardagur og ár: 2. júlí 1948.
Maki: Karítas Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur.
Börn: Lena, 19 ára, Sigurður Freyr,
18 ára, og Magnús Karl, 10 ára.
Bifreið: Toyota Camry, árgerð 1987.
Starf: Veðurfræðingur á spádeild
Veðurstofu íslands.
Laun: 100.800 krónur á mánuði.
Áhugamál: Það sem mig langar til
en hef ekki hrint í framkvæmd er
að eignast lítinn bát. Pólitík og
feröalög eru meðal minna stærstu
áhugamála að öðru leyti.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég spilaði einu
sinni og fékk enga rétta tölu.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur? sagði skáldið, og ég
geri þau orð aö mínum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Aðgerðaleysi er einna leiðin-
legast.
Uppáhaldsmatur: íslenskt lamba-
kjöt og íslenskt grænmeti.
Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn
Magnús Jónsson veðurfræðingur.
er best.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Ég fylgist
bara ekki nógu ínikiö með því.
Uppáhaldstímarit: Þjóðlíf er einna
skást af þeim sem ég sé.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Mic-
helle Mgrcier sem lék Angelique í
gamla daga.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Gretti sterka Ásmundar-
son.
Uppáhaldsleikari: Max von Sydow.
Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep.
Uppáhaldssöngvari: Luciano Pava-
rotti.
Uppáhaldsstjórnamálamaður:
Kjell Olof Feldt, fyrrum fjármála-
ráðherra Svíþjóðar.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Meðan ég fylgdist með slíku var
Gissur gullrass í miklu uppáhaldi
hjá mér.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og
veður.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Ég er
hlynntur veru okkar í NATO og
meðan er talið nauðsynlegt að hafa
þessa eftirlitstöð hér þá verður svo
að vera.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Jón Hafstein og Jónas Jónasson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég horfi eingöngu á
Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: í gegn-
um tíðina hafa Ómar Ragnarsson
og Sigrún Stefánsdóttir reynst best.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
eins sjaldan á þá og ég kemst upp
meö en mér fannst alltafmest gam-
an í Sjallanum á Akureyri.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Fjölnir.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að standa mig vel.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla með góðum vinum
okkar austur á Hérað í sumarbú-
stað og njóta þess að geta sofiö á
nætumar en það er munaöur sem
vinnan leyfir ekki alltaf.
-Pá